Þjóðviljinn - 18.07.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.07.1989, Blaðsíða 6
SAMEINADA SIA Sovétríkin Heildarupphæö vinninga 15.07. var 7.257.787. 1 hafði 5 rétta og fær hann kr. 4.329.560. Bónusvinninginn fengu 4 og fær hver kr. 108.477. Fy rir 4 tölu r réttar fær hver kr. 7.484 og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 441. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu. Upplýsingasímsvari 681511. ||U^FERQAR VÍð Stýnð. Um 112.000 kolanámumenn í verkfalli í Úkrœnu og Síberíu. 14 falla í þjóðernisátökum í Abkhazíu Rúmlega 100 þúsund kola- námumenn í Síberíu hafa set- ið auðum hðndum í viku og í gær iögðu rúmlega 2.000 kolanámu- menn niður vinnu í Ukrænu. Verkfallsmenn krefjast bættra lífskjara og aukinnar félagslegrar þjónustu. í Úkrænu vilja þeir ennfremur að yfirstjórn nám- anna verði tekin úr höndum skrif- finna í Moskvu og færð heima- mönnum. Sovéska sjónvarpið greindi frá því í gær að átta kolanámur á Donbass kolanámusvæðinu væru í lamasessi. Starfsmenn þeirra krefðust hins sama og verkfalls- menn á Kuzbass kolanámusvæð- inu í Síberíu. Verkföll þessi eru litin mjög al- varlegum augum í Moskvu enda sýnt að þau munu hafa alvarlegar afleiðingar fyrir sovéskt efna- hagslíf. I gær var Níkolaj Sljúnk- ov, félagi í stjórnmálaráði Kom- múnistaflokksins, gerður út af ör- kinni til Síberíu þar sem hann hét á 110.000 verkfallsmenn að halda til vinnu á ný. í sovéska sjónvarpinu sáust kolsvartir úkrænskir námumenn á fundi þar sem þeir kröfðust þess að yfirstjórn námanna yrði tekin undan miðstjórnarvaldinu í Mos- kvu. Þeir kröfðust þess ennfrem- ur að fækkað yrði í yfirstjórninni og sökuðu hin opinberu verka- lýðsfélög á staðnum um að gæta ekki hagsmuna sinna sem skyldi. Auk þessa fóru þeir fram á bætt lífskjör og að fulltrúar þeirra á sovéska þinginu kæmu umkvört- unum þeirra á framfæri við lög- gj afarsamkomuna. Verkföll kolanámumanna eru alvarlegustu vinnudeilur í Sovét- ríkjunum frá því Míkhaíl Gorbat- sjov varð hæstráðandi þar fyrir fjórum árum. Þeir Níkolaj Ryz- hkov forsætisráðherra hafa skorað á verkamenn að binda enda á verkfallið. En það er fleira en verkföll sem- veldur Gorbatsjov áhyggjum, þjóðernisdeilur virðast alls ekki í rénun. Um helgina börðust Ge- orgíumenn og Abkhasíumenn á götum borgarinnar Sukhumí við Svartahafið og féllu 14 menn í valinn. Sukhumí er í sjálfstjórn- arhéraðinu Abkhazíu sem liggur í sj álfstjórnarlýðveldinu Georgíu. Reuter/ks Sovéskir verkamenn í hátíðarskapi 1. maí. Pólland Gyðingar gegn Allsérstæðar uppákomur voru við karmelítaklaustur að Auschwitz í Póllandi um helgina. Nokkrir bandarískir gyðingar efndu til mótmæla á lóð klaustursins og kröfðust þess að það yrði fjarlægt. f fyrradag klifu Avram Weiss, rabbíni frá New York, og fjórir lærisveina hans í annað sinn á þremur dögum yfir vegginn sem umlykur karmelítaklaustrið. Þeir voru klæddir röndóttum fanga- búningum og báru hefðbundin bænasjöl gyðinga á herðum. Markmið innrásarinnar í klausturgarðinn sögðu þeir vera að skýra út fyrir nunnunum hvers vegna þeir teldu ósæmilegt að klaustrið væri á þessum stað og krefðust brottflutnings þess: Það vanvirti minningu þriggja milj- París Allt með pompi og prakt Engin nýmœli á fundi stórlaxanna 7 Fundur ieiðtoga 7 öflugustu iðnvelda og lýðræðisríkja í heimi hvarf nánast í skugga íburðar- mikilla hátíðarhalda í tilefni 200 ára afmælis frönsku byltingar- innar. Enda höfðu þjóðhöfðingj- arnir fátt nýtt til mála að leggja, luku fundi sínum í snatri og drifu sig á skrautsýninguna. Hagvöxtur hefur verið sam- felldur í rúm 6 ár í ríkjum leiðtog- anna 7 sem er eitthvert lengsta vaxtarskeið frá lokum heims- styrjaldarinnar síðarí. Og engar blikur á lofti. Því telja þeir ekki þurfa að boða nein róttæk nýmæli og létu að mestu nægja að láta í ljós ánægju með ástand mála. Margrét Thatcher: „Við náðum samkomulagi án mikillar fyrirhafnar. Við höfum ótal sinnum glíint við efnahagsleg vandamál og vitum því af reynslu að okkur ber að láta skynsemina ráða. Við vitum hvaða stefnu ber að fylgja því við höfum fylgt réttri stefnu að undanförnu og munum fylgja henni um ókomna tíð sökum þess að hún leiðir í rétta átt.“ Reuter/ks Kúba Guillen látinn Nicolas Guiilen, þjóðskáld Kúbu og eittvert rómaðasta skáld á spænska tungu, lést í fyrradag, 87 ára að aldri, eftir að hafa átt við veikindi að stríða um langt skeið. Guillen var félagi í miðstjórn Kúbanska kommúnistaflokksins og hafði verið kommúnisti öll sín manndómsár. Hann las úr verk- um sínum fyrir lýðveldisherinn á árum spænsku borgarastyrjaldar- innar og gisti dýflissur einræðis- herrans Fulgencio Batista. Guill- en var kynblendingur og yrkis- efni sín sótti hann gjarnan í menningu og baráttu blökku- manna á heimaslóðum sínum. Reuter/ks 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJ NN Þrlðjudagur 18. júlí 1989 klaustri óna gyðinga sem látið hefðu lífið í gasklefum í Auschwitz-Birkenau útrýmingarbúðunum á árum síðari heimsstyrjaldar. Á föstudag höfðu Weiss og fé- lagar klifið múrinn í sömu erind- agjörðum. Þá réðust pólskir verkamenn að þeim, óvirtu þá í orðum, jusu vatni yfir þá, börðu þá og drógu burt. En á sunnudag fengu þeir óáreittir að gera bæn sína. Klaustrið var sett á laggirnar 1984 í byggingu sem eitt sinn var geymsla fyrir föt og eigur gyðinga sem færðir voru til Auschwitz. Gyðingar hafa ítrekað amast við staðsetningu þess á þessum stað og 1986 hét Francieszek Machar- ski kardínáli því að karmelítan- unnurnar yrðu fluttar brott í síð- asta lagi fyrir febrúarlok í ár. En hann gekk á bak orða sinna og nú er verið að gera ýmsar endurbætur á klaustrinu. Weiss og félagar krefjast afsagnar kar- dínálans og vilja að nunnunum í Auschwitz verði refsað fyrir að hreyfa hvorki legg né lið þeim til bjargar þegar verkamennirnir lögðu á þá hendur. Yfirmaður pólskra karmelíta er faðir Dominik Winder. Hann tjáði fréttamönnum að klaustrið yrði því aðeins fjarlægt að um það kæmu fyrirmæíi frá Páfagarði. Um mótmæli Weiss og félaga hafði hann þetta að segja: „Undirmálsfólk ætti ekki að vera að sletta sér fram í hluti hér.“ Reuter/kí Miðgarður - aðalfundur Aðalfundur Miðgarðs verður haldinn þriðjudag- inn 25. júlí kl. 17.30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Barentshaf Allt er þá þrennt er íþriðja sinn áfjórum mánuðum bilarso- véskur kjarnorkukaf- bátur á Norðurhöfum Sovéskir ráðamenn héldu því fram í gær að bilun í kjarnakljúf hefði neytt sovéskan kafbát til þess að sigla á yfirborði sjávar undan Noregsströndum í fyrra- dag en þvertóku fyrir að eldur hefði verið laus um borð. Norðmenn og íslendingar eru mjög gramir vegna þess að Sovét- menn hafa í þrígang á fjórum mánuðum látið undir höfuð leggjast að tilkynna þeim um bil- anir í kjarnorkukafbátum sínum á Norðurhöfum. í fyrradag urðu norskir sjómenn varir við kafbát- inn á Barentshafi og sáu að reyk lagði upp af honum einsog eldur logaði um borð. Þeir tilkynntu norskum stjórnvöldum um at- burðinn. Varnarmálaráðherra Sovét- ríkjanna, Dmítríj Jasov, sagði allar líkur benda til þess að ein- hverskonar bilun hefði orðið í kjarnakljúf kafbátsins en enginn eldur hefði kviknað. Reykurinn frá turni kafbátsins hefði stafað af hinu mikla álagi á vara- aflvélarnar. Reutcr/ks

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.