Þjóðviljinn - 20.07.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.07.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 20. júlí 1989 125. tölublað 54. árgangur Laun bœjarstjóra Þingmenn hálfdrættingar Algengt að bœjarstjórar hafi 200-250 þúsundkrónurímánaðarlaun. Dœmi um launagreiðsluryfir300 þúsund. 13. mánuðurogfrítthúsnœðialgengt.Ráðherrarogþingmennskörlœgra settir Mánaðarlaun bæjarstjóra eru almennt milli 200 til 250 þús- und krónur, en dæmi eru um að iaunagreiðslur til þeirra nemi yfir 300 þúsund krónum á mánuði. Eru þá taldar með fastar yfir- vinnugreiðslur, húsnæðiskostn- aður, aksturspeningar og fleira. Samkvæmt þessu eru þingmenn og ráðherrar settir skör lægra í launastiganum en bæjarstjórar, en þingfararkaup þingmanna er um 150 þúsund. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Þjóðviljinn fékk uppgefnar ýmist hjá bæjarstjórum eða eftir öðrum leiðum, er algengt að bæj- arstjórar hafi á bilinu 130-170 þúsund krónur í föst mánaðar- laun. Þar við bætast fastar yfir- vinnugreiðslur sem geta numið allt að 80.000 krónum, auk akst- urspeninga og frís húsnæðis. Þá segja bæjarstjórar sjálfir að ekki sé óalgengt að þeir fái 13. mánuðinn greiddan. Taka ber þó fram að mismunandi er eftir bæjarfélögum hvaða fríðinda bæj- arstjórar njóta. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- viljans taka launakjör bæjar- stjóra lítið mið af stærð sveitarfé- lags eða umfangi starfsins. Þann- ig hefur bæjarstjóri eins af stærri sveitarfélögum landsins 155.000 krónur í föst mánaðariaun. Að öllu meðtöldu nema mánaðar- launin 240.000 krónum, sem er svipað og bæjarstjórar sumra minni bæjarfélaga hafa og dæmi eru um að hærri laun séu í boði í sumum þeirra. Samkvæmt upplýsingum blaðsins eru föst mánaðarlaun borgarstjóra miðuð við laun for- sætisráðherra, sem eru 261.893 krónur frá 1. mars að telja. Ekki tókst að fá þessar tölur staðfestar í borgarkerfinu í gær. Flestir bæjarstjóranna sem Þjóðviljinn náði tali af gáfu greið- lega upplýsingar um launakjörin. Á einstaka stað var færra um svör. - Það kemur utanaðkom- andi ekki við hvað ég hef í laun, var svar eins bæjarstjórans, sem harðneitaði að veita upplýsingar um þau launakjör sem hann er aðnjótandi. -rk A ustfjarðaskjálftinn Af Rauða- torginu Austfirðingar vöknuðu við vondan draum í um hálf sex leytið í fyrrinótt; leirtau glamraði í skápum og fótfestan titraði. Ástæðan var jarðskjálfti um 4,5 á richter sem átti upptök um 100 kflómetra austur af Gerpi á Rauðatorginu, frægum miðum á sfldarárunum. Barði Þorkelsson, jarðfræðing- ur er varð fyrir svörum á Veður- stofu íslands, sagði að þeir hefðu upplýsingar um það að skjálftinn hefði fundist allt frá Vopnafirði suður til Stöðvarfjarðar. Hann sagði að á þessu svæði, út við landgrunnsbrún, hafi skjálftar mælst endrum og sinnum, en óvanalegt væri að menn merktu þá. Barði sagði það vera af og frá að tengsl væru á milli jarðskjálft- ans og Skaftárhlaupsins eins og alþýðuskýringar hljóða upp á. - Við getum vitanlega ekki sagt af og á, en miðað við þá þekkingu sem við höfum yfir að búa eru slík tengsl mjög langsótt. _rii Unga sprundin lætur sér fátt um finnast þótt Ijósmyndari Þjóðviljans mundi tækin. Enda ekki ástæða til að kippa sér upp við smámuni þá sjaldan sólin sést á lofti yfir Suðurlandinu. Mynd Jim Smart. Kartöflur Danskar og hollenskar í franskar KartöfluverksmiðjaKjörlands hf. áSvalbarðsströndhefurþurftaðflytja inn hollenskar kartöflur tilframleiðslunnar síðustu mánuðina. Fyrsta gámasend- ingin vœntanleg tilÞykkvabœjarínœstu viku. Hagstofan: 166,8 tonn af kartöflum flutt inn í apríl afþeim 358,4 tonnumfyrsta ársfjórðung Síðus'tti mánuði hefur kartöflu- verksmiðja Kjörlands hf. á Svalbarðseyri þurft að flytja inn hollenskar kartöflur til fram- leiðslu á frönskum kartöflum og á næstunni á Þykkvabæjarverk- smiðjan von á fyrstu kartöflu- sendingunni frá Danmörku því þær innlendu munu klárast í þess- ari viku. Ekki liggur fyrir hver hlutur verksmiðjanna er í þeim mikla kartöfluinnflutningi sem yerið hefur fyrstu fjóra mánuði ársins sem reyndist vera 358,4 tonn á móti aðeins 57,4 tonnum allt síð- asta ár. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var þó bróður- parturinn fluttur inn í aprflmán- uði eða 166,8 tonn. Ástæðan fyrir þessum innflutningi er fyrst og fremst skortur á innlendum kart- öflum, en 1988 nam innlenda fra- mleiðslan hjá bændum 10.289 tonnum á móti 20 þúsund tonn- um árið á undan. Inni í þessar framleiðslutölur vantar þó hlut heimaræktenda. Að sögn Guðgeirs Bjarnasonar hjá Kjörlandi hf. á Svalbarðs- strönd hefur framleiðsla fyrirtæk- isins á frönskum kartöflum gengið afar vel í ár og hefur öll framleiðslan selst jafnóðum og því engar birgðir safnast upp með tilheyrandi geymslukostnaði. Núna vinna um 10 manns hjá fyrirtækinu og ekkert sem bendir til annars en um næga atvinnu verði að ræða um næstu framtíð í framleiðslu franskra kartaflna. Auðunn Gunnarsson verk- stjóri hjá Þykkvabæjarkartöflum hf. í Þykkvabæ sagði að von væri á fyrsta kartöflugáminum frá Danmörku í næstu viku og ekki útlit fyrir annað en að framhald yrði á innflutningnum til haustsins þegar bændur byrja að taka upp. Auðunn sagði betri nýtingu vera á erlendu kartöflun- um á meðan þær eru nýjar í sam- anburði við þær innlendu sem notaðar hafa verið til þessa. Sem dæmi nefndi hann, að þeir þyrftu aðeins 20 tonn á viku af þeim er-. lendu til framleiðslunnar á móti 30 tonnum af þeim innlendu. Aðspurður um væntanlega uppskeru hjá bændum í Þykkva- bæ sagði Auðunn menn spá að hún verði innan við meðallag í haust, en það færi allt eftir því hvernig viðra mundi þegar líða tekur á sumarið og í haustbyrjun. -«rh Italía Mafíanfer bílavillt Mafian hefur beðið hálfþri- tugan þjón í Túrfnborg velvirð- ingar á því að hafa hótað honum lífláti. Fyrir ellefu dögum hugðist Gi- useppe Bruno aka heimleiðis að loknum vinnudegi í pizzahúsi. Hann settist undir stýri og var um það bil að ræsa bifreið sína þegar hann kom auga á nokkrar byss- ukúlur í sætinu við hliðina: hin táknrænu skilaboð Mafíunnar. Skelfingu lostinn flutti Bruno úr fbúð sinni, hætti að mæta til vinnu og fór í felur. En viti menn; í fyrradag fann Bruno umslag í framsæti bifreiðar sinnar. Án þess að opna það fór hann rak- leitt með það á næstu lögreglu- stöð og sagði sínar farir ekki slétt- ar. Hugrakkur lögregluþjónn opnaði umslagið og lítill bréfmiði kom í ljós. „Biðjumst veivirðing- ar, við fórum bflavillt." Reuter/ks

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.