Þjóðviljinn - 20.07.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.07.1989, Blaðsíða 6
VIÐTAL Páll Bergþórsson skýrir út kort yfir þróun hitastigs í Stykkishólmi. Mynd: Jim Smart. Kjamorka gegn gróðurhúsaáhrifum Gróðurhúsaáhrifin erufarin að segja til sín, en ekki á Islandi. Hvers vegna? Páll Bergþórsson veðurfrœðingur rœðir málið við Þjóðviljann að vokir margur ógnvaldur- inn yfir mannkyninu; meng- un, eyðing skóga, kjarnorka og fleira. Gróðurhúsaáhrif er hug- tak sem allir hafa heyrt í sambandi við orsakir aukinnar mengunar. Menn hafa staðið í þeirri meiningu að þessi áhrif yrðu jöfn á milli heimshluta og gerðu ekki upp á milli þjóða þar sem mengun er mikil og þar sem hún er minni. Þess vegna vakti það athygli margra, þegar Páll Bergþórsson skýrði frá því í veðurfréttatíma fyrir skömmu, að gróðurhúsa- áhrifanna virtist ekki enn gæta á íslandi, þótt þeirra væri farið að gæta annars staðar. Þá er kald- hæðnislegt, að Páll segir aukna notkun kjarnorku í stað olíu og kola, geta reynst björgun gegn gróðurhúsaáhrifum. Þjóðviljinn leit inn á Veður- stofu íslands og ræddi málin við Pál. Hann var fyrst spurður hvort ísland og svæðið í kringum það skæri sig algerlega frá öðrum svæðum? „Ég segi það nú kannski ekki alveg, þetta gengur misjafnt yfir hnöttinn. En það er ekki hægt að neita því að þetta svæði sker sig töluvert úr. Ég held að skýringin á þessu kunni að vera sú, að af einhverjum ástæðum hafi sjórinn hér í kringum okkur, sérstaklega norðurundan, ekki náð að fylgj- ast með og verða hlýrri en áður var, eins og höfin hafa að jafnaði orðið. Það munar ósköp litlu, kannski broti úr gráðu, bæði hvað varðar loft- og sjávarhita. Lofthitinn hefur þó hækkað meira. En ísmagnið hér norður- undan hefur af einhverjum ástæðum ekki minnkað og sjór- inn haldist kaldur. Sjórinn hefur mikil áhrif í kringum sig, hefur áhrif á lofthitann, þannig að ég held að þarna sé samhengi á milli.“ Feiknarleg breyting Páll telur að aukinna hlýinda geti farið að gæta í höfunum hér í kring, þótt engin merki séu um það enn sem komið er. En eru til einhverjar spár um það hvað hit- inn hækkar mikið almennt, mið- að við sömu loftmengun? Þær eru til, segir Páll. Samkvæmt þeim á hitinn að halda áfram að hækka fram eftir næstu öld. Þá má reikna með að hitinn verði 2-3 gráðum hærri að meðaltali yfir alla jörðina en nú er. „Þetta yrði feiknarleg breyting,“ sagði Páll. „Hins vegar er vitað að höfin halda verulega aftur af þessari þróun. Það tekur töluverðan tíma að færa þennan hita niður í höfin og þau draga úr hlýnun á meðan svo er.“ En það líður nokkur tími frá' því mengun stígur upp og áhrif hennar koma í ljós, mikið vegna þessarar tregðu í höfunum. Bata- merki geta líka verið hæg. Hátt hitastig sjávar dregur úr kólnun- inni þegar hún verður, þá heldur sjávarhitinn uppi hitanum meira en svarar til geisla- eða hitabú- skapar sem jörðin býr við á hverj- um tíma. Mikið hefur verið rætt um gróðurhúsaáhrifin. Ef við reikn- um með hinu versta, hvað gætu þau þýtt fyrir okkur hérna á ís- landi? „Ég held að þegar langt fram í sækir, fram á næstu öld, þá fari hækkun sjávarborðs að verða nokkuð alvarleg, ef þessi spá ræt- ist. Hækkunin verður náttúrlega jöfn yfir allan hnöttinn og hún gæti orðið tugir sentimetra. Það er strax töluvert mikið, sérstak- lega fyrir Iáglend svæði eins og Bangladesh, þar sem litlu má muna að verði stórkostleg sjávar- flóð í fellibyljum og öðru siíku. Þá getur munað svo mikið um þetta að það valdi hamförum. Sumir tala nú um meiri áhrif en þetta, en ég held að þetta gangi frekar hægt. Jafnvel þótt það ræt- ist að hlýindi fari eftir koltvísýr- ingsmagni. í Reykjavík getur 20 - 30 sentimetra hækkun sjávarmáls skipt miklu máli.“ Ekki byggja á sandi Páll segir að þótt menn hafi ekki mikla trú á þessum spám, sé rétt að reikna með þessum mögu- leika. Geti menn valið á milli þess að byggja hús niðri við sjávarmál og tuttugu, þrjátíu metrum fyrir ofan það, ættu þeir að velja seinni kostinn, til öryggis. Hann segir að það geti einnig vel verið að þau hlýindi sem gengið hafa yfir hnöttinn að und- anförnu, séu meiri en vænta mætti að yrðu þessa áratugina, þetta gangi allt í sveiflum. Hugs- anlega komi afturkippur í hitann yfir hnöttinn frá því sem nú er. Það verði líka að hafa í huga, að ekki séu allir sannfærðir um tengsl mengunar og loftslags. „Það er lang mest talað um ós- onið í sambandi við tengsl meng- unar og loftslags. Ósonið er í sjálfu sér ekki aðalatriðið. Hætt- an af minnkandi ósoni er aðallega sú að fjólubláa ljósið aukist og hafi áhrif til aukningar á húð- krabbameini og jafnvel víðtæk áhrif á líf í sjónum og annarsstað- ar. En það er ekki endilega or- sökin fyrir hlýnuninni. Helsta or- sökin er koltvísýringurinn, sem kemur af brennslu og því að grænu svæðin á jörðinni eru alltaf að minnka, t.d. hitabeltisskóg- arnir. Súrefnisframleiðslan minnkar um leið og kol- tvísýringur eykst. Á síðasta ára- tug er tvímælalaust geysileg aukning í þessa átt og virðist vera í samhengi við aukinn bruna og skógareyðingu. Svo hafa önnur efni líka áhrif. Samanlagt geta þau haft jafn- mikil áhrif og koltvísýringurinn. Þetta er brúsaloftið, eða klór- flúrkolefni og metan, sem eykst mikið vegna þess að mykju- haugar heimsins hafa stækkað. Þetta er nokkuð í samræmi við fólksfjöldann; það þarf að éta því fleiri naut sem manneskjurnar eru fleiri,“ sagði Páll. Hann sagði aukna hrísgrjónarækt einnig hafa áhrif. Metan gas kæmi upp úr jörðinni við hrísgrjónaræktina. Þetta hefði allt sín áhrif, ásamt útblástursefnum frá bílum og verksmiðjum, eða súrum köfn- unarefnissamböndum. Saman- lagt hefði þetta svokölluð gróður- húsaáhrif í för með sér. Sól- geislunin berst vel í gegn til jarð- ar, en hitageislunin frá jörðinni berst illa út í geiminn. Meiri kjarnorka Getur maðurinn unnið gegn þessari neikvæðu þróun? „Það held ég tvímælalaust, það er ýmislegt hægt að gera. Breyta til dæmis um orkunotkun og þó að það sé kannski óhugnanlegt, þá getur björgunin legið í því að nota meiri kjarnorku í staðinn fyrir olíu og kol. Það er hægt að minnka brúsaloftið og það er unnið að því víða um lönd. Einn- ig er unnið að því að draga úr útblæstri hættulegra efna frá bíl- um og verksmiðjum. Allt þetta er sjálfsagt að gera eins og mögulegt er, jafnvel þótt menn treysti því alls ekki að þetta séu réttar kenn- ingar.“ Gróðurhúsaáhrifin eru að sjálfsögðu vandamál alls heimsins og þar geta íslendingar ekki skorast undan ábyrgð frekar en aðrir. Örlögin leika hins vegar menn og þjóðir misjafnlega. Fyrir þá sem vilja heitara loftslag á íslandi gætu áhrifin reynst já- kvæð. Hvað segir Páll um þetta? „Aukin hlýindi myndu ger- breyta gróðurskilyrðum á íslandi og stórbæta þau. Ólíkt því sem yrði annarsstaðar. Hér yrði hlýn- un meiri en sunnar á hnettinum og það yrði að öllum líkindum ekki minni úrkoma hér, hún yrði áfram fullnægjandi. Aftur á móti er hætta á því á ýmsum kornræktarsvæðum að hlýnunin leiði af sér þurrka. Þetta hefur verið áberandi í Bandaríkjunum síðustu ár. En íslendingar eiga í mörgu tilliti að njóta góðs af þess- ari hlýnun, eins og liggur í hlutar- ins eðli, það er kuldinn sem hefur hrjáð okkur alla tíð. Hér höfum við þrjú línurit. Það fyrsta sýnir þróun hitastigs á norðurhveli frá 1860, og er það greinilega upp á við. Þó er hitastigshækkunin ekki eins mikil á suðurhveli, eins og sést á línuriti tvö. Síðasta línuritið sýnir síðan þróun hitastigsins að meðaltali yfir alla jörðina. Stöplarnir sem standa út úr línunum, sýna frávik frá meðalhita. Kort: Páll Bergþórs- Þessi mynd sýnir okkur árlegan meðalhita í Stykkishólmi árin 1951-1987. Lárétta strikið táknar meðalhitann, semerrétttæplega4gráðuráöllutímabilinu. Myndin sýnir að hitinn er ekki upp á við hér eins og víðast annarsstaðar. Frá 1979 hefur aðeins komið eitt hlýtt ár og það var 1987. Skyggðu svæðin sýna þegar hitinn fer niður fyrir meðallag. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Flmmtudagur 20. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.