Þjóðviljinn - 20.07.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.07.1989, Blaðsíða 9
FRÉTTIR Tónlist Fyrsta plafa Rósarínnar Hljómsveitin Rósin mun senda frá sér sína fyrstu hljómplötu „Rósin í stuði“ í lok júlí n.k. Hljómsveitina skipa þeir Haf- steinn Björgvinsson gítar- söng- ur, Steinar Viktorsson trommur, áður í hljómsveitinni Bendix og Eilífð. Torfi Ólafsson, bassi - söngur, sem gaf út hljómplöt - urnar Kvöldvísa ’80 og Nóttin flýgur ’87. Viðar Sigurðsson gítar - söngur m.a. í hljómsveitinni Bendix og Pöbb-bandinu. Á hljómplötunni eru fjögur lög, tvö eftir bassaleikara hljómsveitar- innarTorfa Ólafsson, „Á rúntin- um“ texti Ágúst Ragnarsson og Viðar Sigurðsson og „Þjóðin og ég,“ ljóð Steinn Steinarr, en þetta lag er endurútgefið og nú sungið af lagahöfundinum sjálf- um. Einnig er á plötunni nýtt lag og texti Jóhanns Helgasonar „Sam- an í sólarátt", og svo erlent lag „Joy to the world“ við texta Steinars Viktorssonar. Hljómsveitin hefur starfað í um tvö ár og leikið víða um land. Um verslunarmannahelgina leikur Rósin í Bjarkarlundi. Bókin utan vegar í enskri þýðingu Út er komin í enskri þýðingu Bókin utan vegar eftir Steinunni Eyjólfsdóttur er Bókrún gaf út 1987 og er nú endurútgefin á ís- lensku samhliða ensku þýðing- unni. Karl Guðmundsson og Ragnhildur Ófeigsdóttir önnuð- ust þýðingu ljóðanna sem hafa hlotið nafnið Elegy to my Son. Bókin utan vegar er ort í minn- ingu sonar höfundar sem lést af slysförum tvítugur að aldri. Hún er tileinkuð foreldrum sem verða fyrir slíkri reynslu og öllum hin- um líka. Ljóðin verða óður til lífsins sem oft er ekki vitað hvers virði er fyrr en dauðinn gerir vart við sig. Útgefendum þótti sem vert væri að koma þessum ljóðum víðar á framfæri miðað við þær viðtökur sem þau hlutu hér á landi, en fyrsta prentun bókar- innar er uppseld. Elegy to my Son er með sama sniði og íslenska útgáfan, hönnuð af Elísabetu Cochran og mynd- skreytt af listamanninum Guð- rúnu Svövu Svavarsdóttur. Kirkjuritið „Lúthersk kirkja og rómversk“ Kirkjuritið, 1.-2. hefti 55. ár- gangs er komið út. Að þessu sinni er fjallað um samband lúthersku kirkjunnar og rómversk-ka- þólsku kirkjunnar í tilefni af hingaðkomu Jóhannesar Páls páfa II. Meðal efnis í ritinu má nefna grein eftir dr. Einar Sigur- bjömsson prófessor um einingar- viðleitni og einingarstarf kirkna. Sigurjón Eyjólfsson cand.theol. skrifar um réttlætingarkenningu Lúthers og ber hana saman við framsetningu Trídentþingsins. Sr. Kristján Valdur Ingólfsson skrifar um altarissakramentið í sögu og samtíð. Sr. Sigurður Sig- urðarson skrifar um hirðisþjón- ustuna í kirkjunni í grein sem hann nefnir: Pétursþjónustan í kirkjunni. Þá skrifar sr. Dalla Þórðardóttir um konur í kaþól- sku kirkjunni og hlutskipti þeirra varðandi þjónustuna. Dr. Hjalti Hugason skrifar grein er hann nefnir: Hverju breytti sið- breytingin? Tilraun til endurmats í tilefni páfakomu. Þá er einnig að finna í ritinu innlegg frá rómversk-kaþólsku kirkjunni um mál kirknanna. Al- fred Jolson biskup skrifar hug- leiðingu um einingu og samstarf í nútímanum. Sigurður Ragnars- son segir frá inngöngu sinni í ka- þólsku kirkjuna og Ölafur Torfa- son skrifar grein er hann nefnir: Róm í Reykjavík - Kaþólikki í lúthersku samfélagi hugleiðir arf- leifð sína og stöðu kirkju- deildanna. Þá er í þessu hefti Kirkjuritsins grein eftir dr. Þóri Kr. Þórðarson prófessor um skilning á Biblíunni og söguskiln- ing. Þá ritar sr. Baldur Kristjáns- son ritdóm um fjórar nýútkomn- ar bækur presta. Ritið er að þessu sinni 152 bls. að stærð. Útgefandi Kirkjuritsins er Prestafélag íslands og ritstjóri þess er sr. Þorbjörn Hlynur Ámason. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Vegna mikillar aðsóknar verða tónleikar Jónas- ar Ingimundarsonar endurteknir í kvöld kl. 20.30. REYKJKIÍKURBORG Hugmyndasamkeppni umskipulagá Geldinganesi Reykjavíkurborg efnir til hugmyndasamkeppni um skipulag á Geldinganesi samkvæmt keppn- islýsingu þessari og samkeppnisreglum Arki- tektafélags íslands. Viðfangsefni þessarar hugmyndasamkeppni er að kanna byggingarmöguleika á Geldinganesi, sem frá náttúrunnar hendi er að mörgu leyti sérstætt sem byggingarsvæði. Keppnissvæðið er allt Geldinganes, sem er um 200 hektarar að stærð, og auk þess eiðið sem tengir Geldinganes við land. Heimild til þátttöku hafa íslenskir ríkisborgarar og útlendingar með fasta búsetu á íslandi, þó með þeim takmörkunum sem kveðið er á um í 20. gr. samkeppnisreglna A.í. Trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jens- son, framkvæmdastjóri Byggingaþjónustunnar, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, pósthólf 1191, 121 Reykjavík, símar 29266 og 39036 (heima). Gögn varðandi keppnina verða afhent af trún- aðarmanni dómnefndar í Byggingaþjónustunni, Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Keppnislýsing verður látin í té endurgjaldslaust, en fyrir önnur keppnisgögn skal greiða skilatryggingu að fjár- hæð kr. 5.000. Veitt verða verðlaun að fjárhæð kr. 5.000.000. Fyrstu verðlaun verða ekki lægri en kr. 2.500.000. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 1.000.000. Verð- launaupphæð er miðuð við vísitölu byggingar- kostnaðar í maí 1989, 139,0 stig. Tillögur skal afhenda trúnaðarmanni í Bygg- ingaþjónustunni, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, eigi síðar en 13. desember 1989, kl. 18.00 að íslenskum tíma. Borgarstjórinn í Reykjavík FLÓAMARKAÐURINN Til ielgu er einbýlishús í Bolungarvík, leigu- skipti í Reykjavík koma til greina. Mikil fjallasýn, fallegur staður, skíðalyfta rótt hjá, mikið berjaland í kring. Uppl. í síma 42308 og 39427 eða 685655 e. kl. 19. Tll sölu v/flutnings sófasett, hjónarúm, eldhúsborð m/ stólum, 2 sæta sófi, svefnbekkur, símaborð og plötuspilari. Selst ódýrt. Uppl. í síma 17333. Til sölu v/flutnings 2 sæta svefnsófi, 2 barnarimlarúm annað úr beyki o.fl. Sími 84023 e. kl. 16. Silver Reed 800 tölvuprentari til sölu. Mjög gott letur. Uppl. í síma 42324 e. kl. 20. 2-3 herbergja íbúð Unga einhleypa konu bráðvantar 2-3 herbergja íbúð til leigu í Reykjavík eða nágrenni hið allra fyrsta. Algjörri reglusemi og góðri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 82806 og 35394 e. kl. 19 alla virka daga. Herbergi til leigu Herbergi með húsgögnum til leigu. Uppl. í síma 611091. Til sölu Lada Sport árg. 83, ekinn 76000 km. Ríflegur staðgreiðsluafsláttur. Uppl. í síma 687457. Tll sölu stór Westinghouse kæliskápur á 5000 kr. Uppl. í síma 73829 e. kl. 17. Aukavinna óskast við ræstingar eða heimilishjálp á kvöldin og um helgar. Uppl. í síma 73829 e. kl. 17. Tll sölu Lada 1500 árg. 77, ekinn aðeins 60000 km skoðaður 89. Verð kr. 60000.-. Til sölu stór, gamall ísskápur og eldavél í sæmilegu standi. Selst ódýrt. Uppl. í vs. 12174 og hs. 611423. Notaðar uppistöður tll sölu Aðallega stuttar lengdir. Uppl. í síma 42612. Tll sölu svefnbekkur, 2 stólar, borö, ruggus- tóll, bókahilla og smellurammi 70x100 cm. Einnig fæst gefins gam- alt skrifborð og kommóða. Uppl. í síma 10149 og 83434. Til sölu nýtt garðsett m/4 stólum, borði og sólhlíf. Uppl. í síma 24225. Bókband Tek bækur í band, stakar bækur og heil verk. Fagmaður. Sími 23237. íbúð í New York Lítil íbúð á Manhattan í New York til leigu í ágúst og september. Uppl. í síma 26752. Tll sölu v/flutnings svefnbekkur, 4 borðstofustólar, gam- all útvarpsfónn (í lagi) - allt úr tekki. Einnig Ijósastæði, gólflampi og símastóll (nýr og vandaður). Uppl. í síma 17055 og 21428 e. kl. 19. Gefins hjónarúm m/ 2 náttborðum, gömul Singer saumavól og strauvél. Sími 91-22815 milli kl. 17 og 19. Volkswagen Golf '82 til sölu. Þarfnast smáviðgerðar. 4 aukadekk fylgja. Sími 39616. Atvlnna óskast 18 ára strákur óskar eftir vinnu allan daginn við hvað.sem er. Góð með- mæli. Sími 681648. Óskast keypt Óska eftir að kaupa göngugrind og leikgrind. Uppl. í síma 46247. Húsnæðl óskast Konu með barn vantar íbúð, helst í Hafnarfirði eða nágrenni. Uppl. í síma 611136 e. kl. 20. 3-4 herbergja íbúð óskast Get borgað 1 ár fyrirfram. Uppl. í síma 10686 eða 656502. Til ieigu 3 herbergja íbúð á góðum stað í Þor- lákshöfn. Leiga 25.000 kr. á mánuði. Laus nú þegar. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Þjóðviljans merkt „Þorlákshöfn" fyrir kl. 16 á föstudag. Síml Þráðlaus sími til sölu. Uppl. í síma 27180. Regnhlífakerra óskast Óskum eftir að kaupa vel með farna regnhlífakerru. Sími 16679 á kvöldin og 12013 á daginn. Hanna og smíða skllrúm í stofur, forstofur o.fl. Kem og geri verðtilboð. Vinsamlega leggið síma- númer inn á símsvara 667655. Til sölu efni í gluggakappa o.fl., spónlagt ma- hogany, lengd 2,5 metrar. Vinsam- lega leggið símanúmer ykkar inn á símsvara 667655. Listamiðstöðln Straumur Okkur vantar allt til alls, ódýrt eða gefins. - Vélar og verkfæri fyrir tré- smíði, grafík, steinsmíði o.fl. eldhús- áhöld, húsgögn o.þ.h. Vinsamlegast hafið samband við Daniel í síma 40087. Rússneskar vörur í miklu úrvali til sölu í Kolaportinu alla laugardaga. Uppl. i síma 19239. Húsgagnasmiður tekur að sér alhllða innréttlngasmíðl Kem heim og geri verðtilboð ykkur að kostnaðarlausu. Ath. símsvari tekur á móti símanúmeri þínu og síminn minn er 667655. Náttúrulegar snyrtlvörur frá Banana boat og GNC Engin gerviefni, einungis heilsubótarjurtir (Aloe Vera o.fl.): Græðandi svitalyktaeyðir, græðandi varasalvi, hágæða sjampó og nær- ing, ötlugasta sárasmyrslið á mark- aðnum, hreinasta en ódýrasta kolleg- enelið, sólkrem og olíur (9 teg) m.a. Sólmargfaldarinn. Milda bama- sólvörnin og Brún án sólar. Biddu um ókeypis auglýsingabækling á ís- lensku. Póstsendum út á land. Sárs- aukalaus hárrækt með He-Ne- leyser, rafnuddi og „akapunktur". Megrun, svæðanudd, hrukkumeð- ferð og reykingameðferð. Biotronvítamíngreining. Hringdu og fáðu upplýsingar. HEILSUVAL, Laugavegi 92 (við Stjörnubíóplanið.) Símar 11275 og 62675. Útimarkaður Hlaðvarpans Tökum í umboðssölu handgerða muni, t.d. skartgripi, útskurð, keram- ik, föt, vefnað, leikföng og margt fleira. Húseigendur athugið! Tek að mór garðslátt einbýlishúsa- lóða. Verð að hafa aðgang að sláttu- vól. Þriggja ára reynsla. Sími 681648. Til sölu 2 dekkjagangar undir Flat 127 (vetrar+sumar). Uppl. í síma 34597 e. kl. 18, eða í síma 985-20325. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Vesturland Sumarferð í Flatey Sumarferð kjBrdæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður far- in helgina 12. til 13. ágúst. Farið verður út í Flatey á Breiðafirði kl. 13 á laugardag frá Stykkishólmi og tjaldað þar. Möguleiki á svefnpokaplássi. Þátttaka tilkynnist fyrir 26. júlí til eftirtaldra aðila: Akranesi: Þorbjörg s. 11608, Borgarnesi: Birna s. 71544, Grundarfirði: Ingi Hans s. 86811, Hellissandi: Skúli s. 66619. Stjórn kjördæmlsráðs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.