Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 5
n 1 < - ftttr < I JL vJ i-#/TLVJk3JL XVJLli JL JL JLXV Fjárlagahallinn Þingið axli ábyrgð sína Ólafur Ragnar Grímsson: Vandi ríkissjóðs ekki leysturmeð bráðabirgðalögum. Ríkisútgjöld lœkkuð um 800 miljónir. Uppsafnaðurhalliríkissjóðs 10-20 miljarðar. Innlend lánsfjáröflun aukin Olatur Kagna málaráðnerra, kynnti í gær aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að vinna á fyrirsjáanlcgum halla rík- issjóðs upp á 4,2 mijjarða á þessu ári. Ríkisstjórnin ætlar ekki að setja bráðabirgðalög í þessum til- gangi, heldur sagðist fjármála- ráðherra ætla að leggja fram nauðsynleg frumvörp þegar Al- þingi kemur saman, svo þingið taki þátt í að leysa vandann og axli ábyrgð. Sagði ráðherrann það ekki ganga lengur að útgjöld ríkissjóðs ykjust ár eftir ár meira en tekjur. Uppsafnaður halli rík- issjóðs á undanförnum tíu árum væri á bilinu 10-20 miljarðar. Á fundi með blaðamönnum sagði Ólafur Ragnar að síðustu tvær ríkisstjórnir hefðu aukið á þenslu í Iandinu með stórfelldum erlendum lántökum. Slíkt væri efnahagslegt sjúkdómseinkenni sem mætti ekki ganga áfram. Þess vegna ætlaði ríkisstjómin að leggja áherslu á innlendar lán- tökur og stefnt er að því að auka þær um 3 milljarða, miðað við áætlun fjárlaga þessa árs. Ríkisstjórnin ætlar að lækka ríkisútgjöld um allt að 800 milj- ónir sem af er árinu. Breyta á innheimtu bensíngjalds og inn- heimta það mánaðarlega en það hefur verið innheimt á tveggja mánaða fresti. Sömuleiðis á að innheimta launaskatt mánaðar- Hvalveiðar lega og þarf lagabreytingu til þess. Frumvarp þar að lútandi verður lagt fyrir þingið strax í haust ásamt fjáraukalögum þessa árs. En það verður í fyrsta skipti sem það gerist að fjáraukalög árs- ins séu lögð fram sama ár. Með því að leggja fram frumvörp varðandi aðgerðir ríkisstjómar- innar, ásamt fjáraukalögunum, sagði Ólafur Ragnar að þingið stæði ásamt framkvæmdavaldinu frammi fyrir vandanum og þeim ákvörðunum sem þyrfti að taka. Með því að fresta lagasetningu fram að þingi sýnir stjórnin þing- inu ákveðna tillitssemi og ýfir menn þar ekki til illinda fyrir- fram. Fjármálaráðherrann var bjart- sýnn á að innlend lántaka gengi vel. Lífeyrissjóðirnir hefðu reynst eiga meira fjármagn en gert var ráð fyrir í fjárlögum, eða a.m.k. einn miljarð meira, þann- ig að kaupskylduákvæði líeyris- sjóðanna tryggði ríkissjóði meiri tekjur. Þá sagði Ólafur sölu spar- iskírteina ríkissjóðs og sölu ríkis- víxla hafa gengið betur en svartsýnustu menn boðuðu. Helstu skýringarnar á fyrir- sjánlegum halla ríkissjóðs eru að verðlagshorfur hafa breyst veru- lega frá forsendum fjárlaga. Nú er spáð að verðlag hækki um 21 % á árinu, sem er 4-5% meira en áætlað var. Þetta stafar fyrst og fremst af meiri gengisbreytingum en gengið var út frá. Þá segir í tilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu að hallinn felsist einnig í ákvörðunum sem teknar voru í tengslum við kjarasamninga í vor; lækkun og niðurfellingu skatta og auknum niður- greiðslum. Þá hefðu verið teknar ákvarðanir um aukin útgjöld frá því fjárlög voru afgreidd, bæði með samþykktum Alþingis um viðbótarfjármagn til vegamála og eins og til atvinnumála skóla- fólks, sjávarútvegs og fleira. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar koma ekki til með að breyta nokkru því sem stjórnin hefur samið um við launafólk í kjaras- amningum að undanförnu, að Ólafs Ragnars. -hmp sogn Vertíðinni lokið Hvalvertíðinni lauk í gær. Tvö hvalveiðiskip stunduðu veiðar á þessari vertíð, Hvalur 8 og Hval- ur 9. Alls veiddust 68 langreyðar á rúmum mánuði og var sú síð- asta dregin á land um klukkan hálfníu í gærmorgun. Ljóst er að hvalveiðar munu liggja niðri á næsta ári og óvíst er um framhaldið eftir þann tíma. Næsta sumar rennur út bann Al- þjóða hvalveiðiráðsins gegn hval- veiðum sem sett var 1986 og á fundum ráðsins næsta sumar og haust verður tekin ákvörðun um útgáfu nýrra veiðiheimilda. iþ Þjóðleikhúsið Tími til að breyta til Rúrik Haraldsson og Bessi Bjarnason hœtta hjá Þjóðleikhúsinu. Mér hefur liðið vel í Þjóðleikhúsinu en lausamennskan býður upp á meira sjálfstœði, segir Rúrik Rúrik hefur verið fastráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu í 38 ár og leikið i hátt á annað hundrað leikritum á þeim tíma. Mynd Jim Smart Það er langt því frá að ég sé orðinn leiður á Þjóðleikhús- inu. Hér hefur mér liðið vel og unnið með stórgóðu fólki í langan tíma, sagði Rúrik Haraldsson leikari en hann er nú að hætta hjá Þjóðleikhúsinu eftir 38 ára starf. Annar kunnur leikari, Bessi pðjarnason hefur líka ákveðið að hætta sem fastráðinn leikari hjá Þjóðleikhúsinu. - Eins og aðrir opinberir starfsmenn hef ég rétt á að fara á eftirlaun eftir að sameiginlegur starfsaldur og lífaldur er orðinn 95 ár. En ég er alls ekki að hætta að leika heldur mun verða lausa- maður og fæ þannig tækifæri til að ráða mér sjálfur. Það er kom- inn tími til að breyta til, sagði Rúrik. Rúrik hóf leikferil sinn í Iðnó árið 1946 og fór síðan til Eng- lands þar sem hann dvaldi í 3 ár. Hann hefur verið fastráðinn leikari í Þjóðleikhúsinu frá 1951. Hann sagðist ekki hafa tölu á þeim hlutverkum sem hann hefði leikið í gegnum tíðina en sagði að þau væru líklega á milli eitt til tvö hundruð. - Ég get nú ekki nefnt neitt eitt leikrit sem stendur upp úr eftir þetta langan tíma í Þjóðleikhús- inu. í deiglunni eftir Miller kem- ur þó í hugann og gamanleikur- inn ítalskur stráhattur, Lér kon- ungur og Rómúlus mikli, svo dæmi séu nefnd. Eins og ég sagði þá er ég alls ekki hættur að leika en ég hef enga ákvörðun tekið um það hvað ég tek mér fyrir hendur næst. Það getur vel verið að ég eigi aftur eftir að leika á fjölum Þjóðleikhússins þó ég verði ekki farstráðinn lengur. jþ Bœjarstióralaun Ekki málminnihlutans SigurðurJ. Sigurðsson, forseti bœjarstjórnar: Launakjör bœjarstjóra ekki borin á torg. Ráðningarsamningurinn var kynntur í bœjarráði á sínum tíma. Heimir Ingimarsson bæjarfulltrúi: Okkur tjáð að okkur kæmi málið ekki við Einn þeirra kaupstaða þar sem laun bæjarstjóra liggja ekki á iausu er Akureyri. Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar sagði í samtali við blaðið að litið væri svo á að ráðningarsamning- ur við bæjarstjóra væri mál við- komandi bæjarstjóra og bæjar- yfirvalda. - Við sjáum ekki ástæðu til að vera að bera ráðn- ingarsamninginn á torg, frekar nú en endranær. Heimir Ingimarsson, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins á Akureyri, sagði í samtali við blaðið að laun bæjarstjóra hefðu aldrei fengist gefín upp. Þegar minnihlutinn fór á sínum tíma fram á að fá að sjá ráðningar- samninginn voru svör meirihlut- ans á þá lund að minnihlutaflokk- arnir væru ekki aðilar að málinu. - Við sátum hjá á sínum tíma við ráðningu bæjarstjóra og þar með var okkur tjáð að okkur kæmu launakjörin ekki við, sagði Heimir, sem aldrei segist hafa séð ráðningarsamninginn. - Þetta lætur undarlega í eyrum. Bæjarfulltrúar hafa að- gang að öllum gögnum sem bæ- inn varða og geta því auðveldlega gengið úr skugga um launakjör bæjarstjóra. Það er að vísu rétt að honum hefur ekki verið dreift til bæjarfulltrúa en hann var á sínum tíma kynntur fulltrúum allra flokka í bæjarráði, sagði Sigurð- ur. Heimir sagði að með þessu væri hann ekki að fría fyrrverandi meirihluta frá því að hafa hagað sér eins. - Þessar upplýsingar eru að vísu til inni í reikningum bæjarins - ekki þó sem laun bæjarstjóra, heldur sem kostnaður við yfir- stjórn bæjarins og illmögulegt að sjá hvað er hvað, sagði Heimir. -rk Föstudagur 21. júlí 1989 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5 Fjárlagahallinn Þingmenn með í ráðum Svavar Gestsson: Eðlilegra að rœða um heimild til sparnaðar frekar en niðurskurð á ríkisútgjöldum. Óvíst hvar borið verður niður Ríkisstjórnin í samvinnu við embættismannakerfið hefur ekki ein hönd í bagga með því hvaða útgjöldum rfldssjóðs á árinu verður slegið á frest til að draga úr fyrirsjáanlegum halla rflds- sjóðs á árinu um rúma Qóra milj- arða króna. Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, sagði að þingmenn Alþýðubandalagsins hafi lagt á það áherslu að þing- menn yrðu hafðir með í ráðum og það yrði gert. Um er að ræða heimildará- kvæði til handa ríkisstjórninni um að lækka ríkisútgjöld um allt að 800 miljónir króna. - Þama er mikið frekar um að ræða sparnað en niðurskurð, svo sem tilfærslur á milli ára á verkefnum sem hvort eð er verður ekki hafist handa við í ár, sagði Svavar. Hann benti á að um væri að ræða sparnað sem væri langt innan við 10% af út- gjöldum við framkvæmdir ríkis- ins. - Það er ekki hægt að svara því fyrr en eftir nokkrar vikur hvar menn ber niður, sagði Svavar þegar hann var inntur eftir því hvaða útgjaldaliði hefði einkum komið til tals að hrófla við. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.