Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 6
Menntun aldrei ofmetin Hvað gerist í þjóðfélögum sem innihalda of mikið af menntuðu fólki? Eða er kannski ekki hægt að tala um of mikið menntað fólk? Er sú þróun jákvæð eða neikvæð að sífellt fleiri fara í langskólanám? Skiptir hún kjarabaráttu verka- lýðsfélaga einhverju máli? Sumir segja það þjóðfélagslega óhagkvæmt að mennta of marga og það eigi að setja einhvers konar „numerus klausus" í allar greinar. Aðrir segja það ekki rétt, því það séu mannréttindi að fá að mennta sig og menntun sé alltaf af hinu góða. Hver hefur sína skoðun á þessum málum, og Nýtt Helgarblað fékk þrjá menn sem þessi mál snerta, til að segja sína skoðun. Er offramboð á mennta- mönnum á íslandi? aa Páll Halldórsson formaður BHMR: Ofugmæli að tala um menntað Þorvaldur Gylfason, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Islands. Mynd: Kristinn. Viðskiptafræðingar eiga að kunna að fara með fé Þorvaldur Gylfason deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla íslands „Ég tel það vera alrangt að tala um offramboð á mennta- mönnum, því mér finnst það vera merki um þjóðfélag í framþróun þegar mikið er af menntuðu fólki. Það hlýtur að vera kostur að hafa sem best menntað fólk og ég sé ekki að menntamenn séu of margir og þaðan af síður að það sé nokkurt vandamál nú eða í framtíðinni. Mér finnst það hreint öfugmæli að tala um að fóik sé of mikið menntað. Hins vegar eru greinar eins og til dæmis viðskiptafræðin, sem fyllast vegna þess að þar sjá menn Það er staðreynd að langskóla- gengnu fólki fjölgar ört og há- skólamenntaðir eru tæplega 10% af vinnandi fóiki. Og eftir því sem neðar er farið í aldursstiganum, því hærra verður hlutafallið. Það er æskileg þróun að efla menntun í landinu. Það gefur hins vegar auga leið að hún þarf að nýtast einstaklingunum og samfélaginu í heild sinni sem best. í því sam- hengi þarf að skoða hvort það há- skólanám sem boðið er upp á nýt- ist sem skyldi. Það má t.d. spyrja af hverju verið er að mennta fólk í fimm ár í lögfræði tii að sinna rukkunarstörfum, án þess að ég vilji kasta rýrð á lögfræðinám eða rukkunarstörf ef því er að skipta, Páll Halldórsson það mætti taka dæmi úr öðrum greinum og sýna fram á að menntaframboðið er of staðlað. Skólakerfið þarf reyndar allt. að verða sveigjanlegra og opn- ara, ekki bara útskrifa fólk í eitt skipti fyrir öll. Það þarf að gefa fólki úr atvinnulífinu kost á að koma inn í það að nýju og endur- menntast frekar en nú er, það yrði einstaklingunum og atvinnu- lífinu til góðs. Fólk tengir saman menntun og kjarakröfur og það er spuming að hvaða marki það er réttmætt. Ég veit t.d. ekki hvort það er rétt að háskólamenntað fólk geri kröfur um störf og laun „sem hæf- ir þeirra menntun", eins og það tekjumöguleika. Það held ég að sé tímabundið. Við höfum aftur á móti varað við þeirri þróun sem nú er hjá ríkinu, þessari launastefnu sem veldur því að fólk fer ekki í þær greinar eða störf sem þarf til að halda uppi velferðarþjóðfélagi. Ég nefni til dæmis skólakerfið sem hefur gengið mjög iila að manna. Skólakerfið tekur við mjög miklum fjölda kennara, en það hefur verið svo að það hefur ekki gengið vel að fá menntaða kennara til starfa. Með tilkomu fjölbrautaskólanna hefur þörf á kennurum aukist mjög, en okkur hefur ekki tekist að manna skólana nægilega vel, sérstaklega vantar fólk sem stendur undir þeim kröfum sem gerðar eru til kennara. En almenn menntun og vel upplýst fólk er einungis af hinu góða og leiðir bara til velfarnað- ar. Ég hef alls engar áhyggjur af því að of margir menntamenn verði í þjóðfélaginu í framtíðinni. Það mætti hins vegar reyna að benda fólki á þá möguleika sem það hefur þegar það velur sér nám. Benda því á bæði tekju- og atvinnumöguleika þannig að fólk renni ekki blint í sjóinn með sínu námi. Ef ríkið breytti sinni launastefnu gæti það orðið til þess að fólk færi í nám og síðar störf sem þarf til að okkar velf- erðarkerfi gangi. Það er alvarleg þróun ef fólk fer einungis í nám sem kemur til með að gefa því góð iaun, eins og til dæmis við- skiptafræðingar í dag. Fólk verð- ur að geta gengið í störf í opin- bera geiranum og fengið mannsæmandi laun. Að öðru leyti hef ég engar áhyggjur af menntun í landinu.“ er kallað. Við eigum hins vegar öll að gera kjarakröfur sem hæfa okkur sem manneskjum, burt séð frá allri skólagöngu. Fólk verður að skoða þá möguleika sem bjóð- ast að menntun lokinni, þegar það velur sér nám. Einstaklingar eiga að hafa frjálst val í þessu sambandi. Það er sannfæring mín. Sú þróun sem t.d. hefurorð- ið í Danmörku að fólk fær at- vinnuleysisbætur ef það fær ekki starf í sinni starfsgrein held ég að sé mjög varasöm. Vegna þess að það er mjög stutt frá þessu stigi yfir í það að ríkið segi einstak- lingnum hvað hann eigi að læra og það held ég að yrði til ills ekki bara fyrir viðkomandi einstak- „Það er ekki sama, um hvaða menntamenn verið er að ræða, þegar talað er um hugsanlegt of- framboð á menntamönnum. Meðal viðskiptafræðinga og hag- fræðinga er til dæmis ekkert atvinnuleysi fyrirsjáanlegt á næstu árum, þvert á móti. í sumum öðrum greinum getur þó verið ástæða til að staldra við og spyrja þeirrar spurningar, hvort rétt sé að halda áfram að hvetja fólk til mennta á kostnað ríkisins í linga heldur allt samfélagið. Hins vegar finnst mér augljóst og nauðsynlegt að taka þarf mið af íslenskum aðstæðum og hafa atvinnulífið til hliðsjónar við mótun menntakerfisins. í rauninni finnst mér alltaf rangt að tala um offramboð á menntun þótt offramboð geti verið á menntun til að gegna ákveðnum störfum. En menntun að mínu viti á að gera tvennt í senn, þroska einstaklinginn og gera hann hæfari til starfa í samfélaginu. Þetta á við fólk í öllum störfum. Og með þetta í huga er langt í land, að menntakerfið á íslandi sé nægi- lega markvisst.“ sama mæli og áður. En þá þarf líka að huga að því, að menntun er ekki bara undirbúningur undir ævistarf, heldur líka leið til meiri þroska og betra lífs. Menn mega þess vegna ekki einblína á at- vinnuhorfur. „Mér sýnist að viðskiptafræð- ingar og hagfræðingar þurfi engu að kvíða um atvinnuhorfur í framtíðinni. Það er bjart fram undan. Til þess liggja tvær höfuð- ástæður. Önnur er sú, að það hef- ur aldrei verið vanþörf á við- skiptafræðingum og hagfræðing- um hér á landi né heldur í löndun- um í kringum okkur. Hin ástæð- an er sú, að menntun, sem Há- skóli íslands veitir stúdentum í viðskiptafræðum og hagfræði, er mjög nytsamleg og nýtist vel. Þessi menntun er þess eðlis, að sífellt fleiri fyrirtæki og stofnanir finna hjá sér þörf fyrir góðan starfskraft með sérþekkingu á viðskiptamálum og efna- hagsmálum. Ég sé ekki fyrir endann á þeirri þróun. Hér á landi er víðáttumikill óplægður akur fyrir viðskipta- fræðinga og hagfræðinga. Rekstrarvandi fyrirtækja og at- vinnuvega er mikill og þrálátur, eins og allir vita, svo að vinnu- veitendur hljóta að sækjast áfram og í auknum mæli eftir starfs- fólki, sem kann að fara vel með fé, og það er einmitt það, sem viðskiptafræðingar og hagfræð- ingar kunna eða eiga að kunna. Þörfin fyrir þjónustu þeirra, sem kunna að fara vel með fé, hverfur aldrei." ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson, formaöur BSRB: Eigum wið að gera kjarakröfur sem hæfa okkur sem manneskium? 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.