Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 7
AÐ UTAN Umhverfisverndarfólk batt miklar vonir við Parísarfund iðnrisanna sjö en þeir létu nœgja aðfara almennum orðum um öryggismál kjarnorkuvera, gróðurhúsaáhrif ósoneyðingu, skógarhöggíþriðja heiminum, súrtregn ördauða vötn og eitraðar ár. Ekkertvarákveðið og ekkert verður gert Time: Reikistjarna árs- insogöskuhaugur mannkyns. vissulega að skynsamir menn hefðu sett saman áætlun sem fæli í sér að notkun klórflórkolefnis (ósoneyðisins) yrði hætt fyrir aldamót en þeir sáu enga ástæðu til þess að hrinda þeirri áætlun í framkvæmd. Einsog sakir standa er í gildi fjölþjóðasamningur um að minnka notkun þessa skaðlega efnis um helming fyrir árið 1998. í lokaályktuninni er farið al- mennum orðum um nauðsyn þess að „fyllsta öryggis sé gætt“ í kjarnorkuverum og að brýnt sé að efla „alþjóðlegt samstarf um öryggismál kjarnorkuvera og skaðlausa losun kjarnorkuúr- gangs“. Ekki er heldur hægt að festa hendur á neinu þegar sögunni víkur að hinum svonefndu gróð- urhúsaáhrifum. Sem kunnugt er hafa sérfræðingar spáð því að meðalhitastig jarðar hækki um 1,5-4,5 gráður á selsíus á næstu 60 árum. Þetta muni valda því að heimskautajöklar bráðni og yfir- borð sjávar hækki um 20 cm minnst og einn og hálfan metra mest. Orsök þessa sé stóraukið magn þriggja skaðlegra loftteguna í andrúmsloftinu: koltvísýrings, klórflórkolefnis og metans. í þessum efnum er bæði við vestrænar iðnaðarþjóðir og þriðj- aheimsríki að sakast, hin fyrr- nefndu vegna gífulegrar notkun- ar jarðefnaeldsneytis, clíu, kola og jarðgass, en hin síðarnefndu (einkum í Afríku og Rómönsku Ameríku) vegna eyðingar hita- beltisskóganna (hermt er að einni ekru skógar sé að meðaltali eytt á sekúndu hverri í hitabeltisríkj- um. Til þessa má rekja um 20 af hundraði koltvísýrings sem berst út í andrúmsloftið og mikinn hluta metansins). í ályktun sjömenninganna segir að „alvarleg ógn“ steðji að lífríkinu vegna eyðingar óson- lagsins, koltvísýrings og annarra efna sem berist í ríkum mæh út í andrúmsloftið og valdi gróður- húsaáhrifum. Þeir hafa áhyggjur af mengun í lofti, ám, vötnum, úthöfum og innhöfum, súru regni, útþenslu eyðimarka og skógareyðingu. „Grípa þarf taf- arlaust til ráðstafana til þess að auka þekkingu manna á hinu við- kvæma jafnvægi í vistkerfi jarðar- innar og til þess að vemda það.“ Leiðtogarnir eru sammála um að iðnfyrirtækjum og iðnríkjum beri að grípa til aðgerða gegn mengun og þeir skora á leiðtoga hitabelt- isríkja að draga úr skógarhöggi. Þeir hyggjast ennfremur verja auknum fjármunum til reksturs umhverfisstofnana og samtaka sem starfi innan vébanda Sam- einuðu þjóðanna. Grænfriðungar voru ekki ánægðir með þessa rýru eftir- tekju leiðtogafundarins. „Þeir höfðu gullið tækifæri til þess að koma sér saman um leiðir til þess að draga úr taumlausri losun koltvísýrings út í andrúmsloftið en klúðruðu því,“ sagði Sue Adams, málsvari Grænfriðunga í Lundúnum. Raymond van Ermen, aðalrit- ari Evrópsku umhverfismálamið- stöðvarinnar, vék að öðru: leiðtogamir hefðu hliðrað sér hjá því að horfast í augu við tvíþættan efnahags- og umhverfisvanda þriðjaheimsríkja. Alls skuldi þau 1.300 miljarða dollara og hafi því fæst efni á því að fjárfesta í dýrum hreinsiútbúnaði fyrir iðnað eða hætta skógarhöggi því timbur og aðrar trjáafurðir afli þeim tekna sem fari í það að greiða bönkum á Vesturlöndum vexti og afborgan- ir af lánum. „Bilið á milli orða og athafna heldur áfram að breikka og ástand umhverfismála í þriðja heiminum mun enn fara versnandi." Sóöalegt heimili Eftir á að hyggja sætir það varla furðu þótt sjömenningamir geri fátt sem megi verða til þess að stuðla að umhverfisvernd í heiminum, þeir taka ekki einu sinni til hendinni heima hjá sér. Fjórir af iðnrisunum sjö eru evr- ópskir og allir meðlimir í Evrópu- bandalaginu: Bretland, V.- Þýskaland, Frakkland og Ítalía. Og Evrópubandalagið hefur ekki úr háum söðli að detta hvað um- hverfismál varðar. Þótt mengun sé mikið vandamál í aðildarríkj- um þess er lítíð að gert en þeim mun meiri orku eytt í karp manna um hvað sé hverjum að kenna og hvaða mælieiningar og skil- greiningar eigi að nota. Banda- lagið hefur komið sér upp Stjórn- ráði umhverfismála í höfúðstöðv- um sínum í Briissel en til reksturs þess ver það tæplega einum sjö- hundraðasta tekna sinna. Meðan þessu fer fram færist nábúakrytur vegna umhverfis- spjalla í vöxt innan EB og í Bruss- el ganga klögumálin á víxl. Nóg er af dæmum. Pappírsverksmiðja í Strassborg dælir þremur smál- estum af eitruðum úrgangi í Rín- arfljót á degi hverjum. Rín fellur um Belgíu í Norðursjó. Belgísk trjákvoðuverksmiðja við landa- mærin að Frakklandi veitir eit- ruðum úrgangi út í ánna Ton en í hana sækja íbúar franska bæjar- ins Mommedy drykkjarvatn. í fyrrasumar drápust þúsundur sela í Norðursjó og hræin rak uppá strendur Danmerkur og V.- Þýskalands. Stjórnvöld í þessum ríkjum báru Bretum sóðaskap á brýn, þeir bæru höfuðábyrgð á því hvernig komið væri fyrir Norðursjó. Umhverfismáiaráð- herra Thatcherstjórnarinnar, Nicholas Ridley, yppti bara öxl- um og sagðist ekki vita betur en að Norðursjór „væri við hesta- heilsu“. Umhverfisvernd fyrir skuldaívilnanir Frá iðnrisunum sjö, sem eru auk Evrópuríkjanna fjögurra Bandaríkin, Japan og Kanada, berast út í andrúmsloftið 40 af hundraði koltvísýringsins sem orsakar væntanlegar veðurfars- breytingar og frá hitabeltisríkjum berst a.m.k. fjórðungur og þykir sýnt að þeirra hlutur vaxi á næstu árum. Allir virðast eiga sameigin- legra hagsmuna að gæta við að stemma stigu við þessu. Maður að nafni James Gustav Speth, sérfræðingur í umhverfis- og þróunarmálefnum þriðja- heimsríkja, ritaði grein í banda- ríska stórblaðið „Washington Post“ fáeinum dögum áður en Parísarfundurinn hófst. Hann bendir á að rányrkja og umhverf- ismengun séu komin á það stig að sjömenningamir eigi ekki annars úrkosti en að grípa þegar í stað til róttækra ráðstafana. Og ef ein- hver árangur eigi áð nást verði ríki á norður- og suðurhveli jarð- ar að taka höndum saman. Stöndugar þjóðir að veita þeim snauðu af gnægtaborði auðæfa sinna og létta á skuldabyrði þeirra en gæta þess að fénu sé varið til skynsamlegra fjárfest- inga og jöfnum höndum tekið til- lit til umhverfisverndarsjónar- miða og bættra kjara alþýðu manna. Speth bendir á að ýmsir lánar- drottnar ríkja í þriðja heiminum hafi þegar náð samkomulagi við þau um létta greiðslubyrði eða gefa þeim upp skuidir gegn því að þau taki sér tak í umhverfismál- um. Hann vill að þetta verði stór- aukið enda þjóni þetta hagsmun- um allra aðilja. Þannig sé mál með vexti að 14 ríki skuldi helm- ing þeirra 1.300 miljarða dollara sem vestrænir bankar eigi úti- standandi. í þessum sömu 14 ríkj- um hafi skógareyðing verið lang- mest að undanförnu. Skuldareigendur gætu sett þau skiiyrði að umhverfisverndar- stofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna fengju að fylgjast með gerð umhverfisáætlana og hefðu neitunarvald ef stjómvöld hygð- ust hefja framkvæmdir sem hefðu mikið náitúrurask í för með sér. Samskonar skilmálar fylgdu nýj- um lánum frá Alþjóðabankanum og öðrum fjármagnseigendum. Auk þessa leggur Speth til að allt kapp verði lagt á að hægja á gróðurhúsaáhrifum með sam- eiginlegu átaki ríkja heims. Hann bendir á að engin þjóð veiti jafn miklum koltvísýringi út í and- rúmsloftið og Bandaríkjamenn, það geri hin gífurlega notkun þeirra á olíu, gasi og kolum, og því beri brýna nauðsyn til að þeir sýni gott fordæmi. Speth vill að sérstakur skattur verði lagður á þessa orkugjafa. Það myndi hvetja menn til þess að draga úr bmðli með þá og afla fjár sem varið yrði til umhverfisvemdar. Speth leggur til að allt verði aukið í senn, fjárhags- og tækni- aðstoð við ríki þriðja heimsins sem geri þeim kleift að ná tökum á skógareyðingunni og bæta kjör almennings. I þessu sambandi stingur hann uppá því að stofnað- ur verði alþjóðlegur umhverfis- málasjóður og segist binda vonir við vaxandi áhuga Japana á því að leggja umhverfisvemdarsinn- um lið. ks Fjölmargir höfðu gert sér vonir um að leiðtogar sjö öflugustu iðnvelda heims myndu taka af skarið á Parísarfundinum og setja saman áætlun um neyðar- ráðstafanir í umhverflsmálum. Þeir urðu fyrir miklum vonbrigð- um. Þótt þjóðhöfðingjarnir hafi eytt drjúgum tíma í að ræða þær miklu hættur sem steðja að lífrfki jarðar vegna mengunar og um- hverfisspjalla og þau mál skipi veglegan sess í lokaályktun fund- arins (10 síður af 28) frá því á sunnudag þá vantar með öllu að þar sé vandinn skilgreindur með hlutlægum hætti, hvað þá að menn hafi ákveðið að venda sínu kvæði í kross og grípa til róttækra aðgerða. Leiötogarnir fögnuðu því Iðnrisarnir sjö í París: Fjallið tók jóðsótt og það fæddist lítil mús. Tækifæríð gekk þeim úr greipum Föstudagur 21. júlf 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.