Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 8
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Ritstjóri: Árni Bergmann Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson Útlit: ÞrösturHaraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Afgreiðsla:® 68 13 33 Auglýsingadeild: ® 68 13 10-68 13 31 Verð: 140krónur Ófögnuður af sprengjuflugvél Undarleg tækniafurð hefur verið til sýnis í sjónvarps- fréttum. Þetta er ný bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-2. Þessi skrýtna flugvél, ekkert nema vængir að sjá, er talin verulegt tækniafrek. Talsmenn Northrop flugvéla- verksmiðjanna, sem smíðað hafa þessa vél, eru afskap- lega glaðir. Svona verða næstu kynslóðir flugvéla, segja þeir að loknu reynsluflugi sem kvað hafa reynt verulega á taugar þeirra. Skrýtin röksemd reyndar - vegna þess að sprengjuflugvél þessi er fyrst og fremst hönnuð með það fyrir augum að sjást ekki í radar, það á að vera hennar höfuðkostur og réttlæting á því að smíða þetta „dýrasta vopn í heimi“ að sögn International Herald Tribune. Ekki gott að sjá hvaða skynsemi væri í því að yfirfæra slíka eiginleika á þessar venjulegu flugvélar, sem menn hafa til að komast milli borga í friði. Þeir hjá Northrop hafa reyndar aðra og veigamikla ástæðu til að fagna því að reynsluflug B-2 tókst vel. Sem fyrr segir er flugvélin dýrasta vopn í heimi. Eintakið kostar 500 miljónir dollara eða nær 30 miljarða íslenskra króna. Og bandaríski flugherinn vill 132 stykki af þessum flug- vélum, sem geta borið kjarnorkuvopn og, sem fyrr segir, er erfitt eða ógjörningur að sjá í radar. Þarna er mikill gróði í vændum - samningur upp á 66 miljarða dollara eða um 4000 miljarða króna. Það má sjá minna grand í mat sínum. En afgangurinn af heiminum hefur enga ástæðu til að fagnaþessu nýjavopni, þessu rándýratækniundri, þessu dapurlega dæmi um áframhald gegndarlausrar sóunartil vígbúnaðar. Stórblaðið bandaríska, Washington Post, það er til dæmis ekki hrifið. Það leggur til í leiðara að hætt verði nú þegar við að setja B-2 í fjöldaframleiðslu. Blátt áfram af því að þessi leikföng flughersins séu alltof dýr. Þar að auki sé erfitt að koma auga á rök fyrir því að þau séu einhver nauðsyn í landvarnakerfi. Orð að sönnu vitanlega. Til hvers að láta smíða þessar nýju flugvélar? Til að skáka Sovétmönnum í vígbúnaðar- tækni? Það er óþarft, það hafa Bandaríkjamenn þegar gert. Á slík flugvél að neyða Sovétmenn til að herða sína sultaról og finna einhver tæknisvör við því að B-2 getur flogið óséð gegnum þeirra radarkerfi? Með öðrum orð- um: stendur það til að byrja nýja lotu í vígbúnaðarkapp- hlaupi? Eða ætla menn kannski að gera Gorbatsjov erfið- ara fyrir þegar hann er að deila við sína „hauka“ í hern- um? - og þeir segja sem svo: Þarna sérðu - þú býðst til að afvopnast einhliða, vilt allt fyrir Amríkana gera, en þeir gefa þér langt nef. Nei, menn munu aldrei viðurkenna að eitthvað slíkt sé á döfinni. Bush og hans ráðherrar segjast náttúrlega vera á harðahlaupum eftir friðarins vegi. En það sakar ekki að orð og gjörðir séu í sæmilegu samhengi. Það samhengi vantar. Kjarnorkusprengjuflugvélin nýja er hættuleg vegna þess, að hún gengur þvert á þá þróun í alþjóðamálum sem almenningur í löndum heimsins hefur verið að fagna að undanförnu. Hún gengur þvert á tillögur og samþykktir og samkomulag um afvopnun og margskonar ráðstafanir til að bæta sambúð austurs og vesturs í þeim anda, að öll tilheyrum við einu og sama mannkyni. Jgýýpú utan það, sem sjálfsagt er, að meiri en nóg þörf er fynr þá nær sjötíu miljarði dollara, sem þessi hátækni- endurnýjun bandaríska flugflotans á að kosta, til annarra hluta. í Bandaríkjunum sjálfum, þar sem áfram er haldið geipilegri skuldasöfnun (sem kölluð væri að lifa um efni fram ef íslendingar ættu í hlut), þar sem eymd þeirra sem verst eru settir í hnignandi stórborgum magnast með hverju misseri. ÁB 8 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. JÚIM989 ► Helgarveðrið Horfur á laugardag og sunnudag Helgarspá Veðurstofunnar lofar ekki góðu um sunnan og vestanvert landið hvað sólfar varðar. Sú huggun er þó harmi gegn að veðrið verður þeim mun betra á austan- og norðanverðu landinu - allavega á morgun laugardag. Á morgun er sþáð sunnanátt um allt land, þurru og hlýju veðri um norðanvert landið, 17-20 gráðum, en súld og mun kaldara veðri um sunnanvert landið. Á sunnudag er sþáð suðaustlægri átt um allt land og rigningu víða. Vætan verður minnst á Norðurlandi. Hiti 10-12 gráður sunnanlands, en 14-18 gráður nyrðra. Guðer þeldökk kona Alice Walker hefur samið ástarsögu sem spannar 500.000 ár Alice Walker, höfundur Purp- uralitarins, er hálffimmtug og býr í San Francisco. Hún er afkasta- mikill höfundur skáldsagna og smásagna, yrkir Ijóö og skrifar greinar og ritgerðir um allt milli himins og jaröar. Stutt er síðan nýjasta skáldsaga hennar kom út, „Musteri fylgju minnar". Alice Walker segir að „Musteri fylgju rninnar" sé ástarsaga sem spanni síðustu 500.000 ár. Sögu- hetjurnar eru sex og lífshlaup þeirra samtvinnast með ýmsum hætti. Sögusviðið færist ört milli staða og tímabila, frá Kaliforníu til Baitimore í Bandaríkjum nú- tímans og til Afríku aftur í árdaga mannsins. Vega- og tímalengdir eru sem sé miklar í verkinu og má því Alice Walker. kannski segja að það sé við hæfi að viðbrögð gagnrýnenda og bókaorma séu í samræmi við það, verkið hefur ýmist vakið von- brigði eða hlotið hástemmt lof. En Walker segir einu mega gilda hvað gagnrýnendur segi, flestir séu þeir hvítir karlmenn úr efri millistétt sem leggi fremur einfaldan mælikvarða á tilver- una. „Ég get vel skilið hvers vegna ýmsum gagnrýnenda líkar ekki verkið. Þeir eiga bágt með að ímynda sér guð konu, hvað þá hörundsdökka konu. Hvítir menn eiga bágt með að halda niðrí sér hlátrinum yfir slíkri goð- gá.“ Walker hefur velt gömlu goð- unum af stalli og segist leita „gyðjunnar í sér sjálfri". Því lifi hún kyrrlátu og óbreyttu lífi sem stingi í stúf við líferni hennar á árum áður þegar hún var háskólakennari og ritstjóri tíma- rits. Hún segist ekki hafa horft á sjónvarp í 8 ár því mannlífið sé afkáralegt á skjánum. „Það er sérlega átakanlegt ef svertingi án- etjast sjónvarpinu því hið daufgerða mannlíf þess er hvítt.“ iht/ks

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.