Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 10
Sextugur Séra Baldur Vilhelmsson prófastur í Vatnsfirði Laugardaginn 22. júlí verður séra Baldiir Vilhelmsson prófast- ur í Vatnsfirði sextugur. í 33 ár hefur hann setið Vatns- fjörð við ísafjarðardjúp, sem um aldir var eitt af eftirsóttustu prestaköllum á íslandi enda að jafnaði ekki veitt öðrum en þeim, sem nokkuð áttu undir sér. Og þarna hefur séra Baldur unað með fjallið á aðra hönd en Snæfjallaströndina á hina og stór- brotna söguna til allra átta. Séra Baldur er líka þeirrar gerðar, að honum hæfir slíkur staður, þar sem stundum hefur þurft að etja kappi við harðskeytta náttúru og óhæga bændur, en í Vatnsfirði hafa prestar jafnan haft í mörg horn að líta, enda eru viðfangs- efni slíkra byggða jafn óskyld færibandavinnunni í prestaköll- unum við Faxaflóa eins og nóttin er óskyld degi. Auk prestskaparins í Vatns- firði hafa hlunnindi staðarins, svo sem dúntekja og sellátur, gefið drjúgt í bú, sér í lagi á meðan mannafli var nægur til að sinna slíku og nýta. Og skammt undan landi er Borgarey með töðugresi sitt og kjarnmikið fóður. Vatnsfjarðarprestakall er mjög víðlent og víða torsótt yfir- ferðar enda iöng strandlengjan frá Ögri að Unaðsdal, þar sem byggðin endar og auðnin ein tekur við. Jafnframt prests- og prófasts- störfum tvö sl. ár hefur séra Bald- ur gegnt margþættum félagsstörf- um í sóknum sínum eins og lengi hefur tíðkast um landsbyggðar- presta. Um árabil kenndi hann við Héraðsskólann í Reykjanesi við góðan orðstír, var skóla- nefndarformaður, hreppsnefn- darmaður og sýslunefndarmað- ur, svo að nokkuð sé nefnt. Kona hans er Ólafía Salvarsdóttir frá Reykjarfirði við ísafjarðardjúp. Hún er afsprengi hinnar kunnu Reykhólaættar, greind kona, glaðbeitt og gestrisin heim að sækja. Börn þeirra eru fimm. Kynni okkar séra Baldurs og vinátta hefur staðið allt frá því, að við sáumst fyrst á túninu fyrir ofan Menntaskólann á Akureyri eitt kvöld vorið sem þjóðir Evr- ópu lögðu niður vopnin eftir sex ára hildarleik. Þetta var í maí 1945. Ég var þá að basla við utan- skólapróf upp í annan bekk menntaskólans, nýkominn vest- an af fjörðum, en séra Baldur hafði setið í skólanum vetrarlangt og þegar tamið sér nokkurt brot þess persónuleika, er síðan fylgdi, honum í aðrar sóknir. Hann var þá þegar heimamaður í Sturl- ungu, að ekki sé talað um ljóð ungu skáldanna, Steins Steinars og annarra slíkra, sem þá voru vaxtarbroddar nýs ljóðstíls. Stundum síðar undi hann nátt- langt við lestur þessara Ijóða og hafði á hraðbergi. Þessi árin var Sigurður Guðmundsson enn skólameistari á Akureyri og betri borgarar þar í bæ tóku ofan svörtu hattana sína þegar þeir mættust í Bótinni eða á Ráðhús- torgi. Kennararnir þéruðu okkur og við voguðum okkur varla að ávarpa þá að fyrra bragði og feng- um okkur sumir höfuðfat til að geta líka tekið ofan þegar við mættum þeim á götu. I sjálfu sér vorum við miklu nær Hólaskóla en fjölbraut nútímans. En samt - þetta voru dagar mikils vors og vona og kom þar ekki síst til að ófriðurinn mikli var að baki. En á þessum tímamótum í ævi séra Baldurs vil ég fyrst og fremst þakka honum forn kynni og góð- an vinskap, þar sem aldrei hefur borið skugga á. Kynni okkar urðu vinátta um það bil, sem okk- ur snjóaði inn í Guðfræðideild Háskóla Islands, þar sem við átt- um samleið, en jafnframt vorum við samstúdentar. Þessi ár eru fyrir flestra hluta sakir ógleymanleg - og fáir voru dagarnir, að við bærum ekki sam- an bækur okkar. Stundum spenntum við okkur upp á morgnana til að heyra prófesso- rana með áhugaverðum deildarfélögum, sem flestir urðu prestar eins og við. Aðrir dagar voru líka skjótt liðnir við spjall og umræðu um klukkuverk þessa heims og annars, þegar leiftrandi athugasemdir séra Baldurs lyftu umræðuefninu yfir lágkúruna og gáfu því frumleik og ferskt inntak, en hann varð snemma fundvís á að orða hugsun sína á annan hátt en við hinir. Og stund- um náði nóttin degi, þegar lögð voru á ráð hvernig bjarga skyldi heimi, sem ógnað var af atóm- sprengju og köldu stríði. En örfá háskólaár „eru skjótt riðin hjá“ - og í maí 1956 gengum við út í vorið nýbakaðir kandidat- ar. Nokkrum dögum seinna vígð- ist Baldur til Vatnsfjarðarpresta- kalls, þar sem hann hefur setið síðan. Þótt vík yrði nú milli vina héld- um við áfram að rækja forn kynni og ekki leið á löngu að við heimsæktum hann vestur. Hann ók með okkur um prestakaliið, kynnti okkur fyrir grónum stór- bændum og sýndi okkur Kalda- lón. Þá var enn hótel á Arngerð- areyri og brottflutningur fólks við ísafjarðardjúp ekki hafinn í þeirri mynd er síðar varð. Og næstu árin ferðuðumst við jafnan saman, nokkrir gamlir félagar og vinir. Stundum mæltum við okk- ur mót við séra Baldur og heim- sóttum byggðir landsins. Vestfirðir urðu drjúgir, einnig Norðurland með Skaga sínum og Skagafirði þar sem séra Baldur var í heiminn borinn, á Hofsósi, hinum forna verslunarstað. I einni slíkri ferð um Skagafjörð opnaði hann okkur svið Sturl- ungu af slíkri snilld, að ætíð síðan get ég lokað augum og horft á þá Gissur Þorvaldsson þeysa yfir Héraðsvötn til Örlygsstaða, þar sem lið þeirra Sighvats og Sturlu náði vart vopnum sínum. Stundum heimsóttum við aldna presta, hlaðheita og lífs- reynda, sem sumir hverjir borð- uðu enn þá þrímælt á sumrin. Minnisstæðust slíkra heimsókna er koma okkar til séra Sigurðar heitins Norðlands í Hindisvík, hins sérstæða gáfumanns, sem las okkur þýðingar sínar á íslenskum ljóðum á ensku og vakti síðan at- hygli okkar á hinni „eilífu sýn til Stranda", eins og skagfirskt skáld komst að orði í túni hans. Já, þannig eru margar myndir liðinna ára ofnar samveru með séra Baldri og öðrum góðum vin- um okkar - og mætti slíkar lengi skoða, en nú er mál að linni. Lifðu heill, séra Baldur, góði vinur. Við væntum þess, félagar þínir að mega enn hitta þig í Vatnsfirði - við Djúpið - þótt ekki væri til annars en standa með þér á bryggjunni þar, þegar morgunlognið speglar fjöllin. Hamingjuóskir og kveðjur frá okkur hjónum til ykkar í Vatns- firði. Sigurjón Einarsson Vatnsfjarðarstaður við Djúp var fram til okkar daga talinn eitt af þremur bestu brauðum lands- ins. Þar var búsæld mikil bæði til lands og sjávar. Borgarey liggur fyrir landi með sitt eyjagagn. Gjöful fiskimið voru þar í grennd og á hraunin við Borgareyjark- lakka var gjaman farið með haukalóð og mörg væn lúða það- an dregin. Merkisklerkar munu alltaf hafa setið Vatnsfjörð þó fáir kæmu þar ungir að árum, fyrr en á þessari öld er séra Þorsteinn Jóhanúesson kom þangað þrí- tugur að aldri. Yngstur hefur komið þar til starfa séra Baldur Vilhelmsson fæddur 22. júlí 1929. Hann hefur setið staðinn í 33 ár og ólíklegt að margir hafi verið þar lengur - þó á hann eftir að bæta þar við mörgum ámm, ef honum endist líf og heilsa. Séra Baldur er talinn eini presturinn sem hefur verið vígður til Vatns- fjarðarprestakalls. Prestar þeir sem þar hafa þjónað á þessari öld hafa allir gegnt prófastsstörfum og svo er enn þó prófastsdæmið nái nú til ísafjarðarsýslu allrar. Eins og áður sagði kom séra Baldur í Vatnsfjörð ungur að árum, og hefur ekki sótt frá okk- ur þrátt fyrir erfiðar aðstæður. í Vatnsfjarðarprestakalli em fjór- ar kirkjur. Vegalengdir em mikl- ar og oft torsóttar. Leið milli ystu bæja í prestakallinu eru 175 km. og ökumælir í bíl séra Baldurs færist um 200 km. við eina messu- ferð til Unaðsdals, þ.e.a.s. þegar hægt er að aka alla leiðina - sem ekki er nema hluta úr árinu. Marga ferðina mun hann hafa gengið á ís yfir Kaldalón og harð- fenni í Lónseyrarleiti. Þó skemmra sé til annarra kirkna er þar um langvegu að fara og vegir misjafnlega illir yfirferðar. Víða er þar langt milli bæja, t.d. fyrir ísafjörð - þar sem hættulegir svellbólstrar voru oft á leið prestsins. Ekki hefur séra Baldur sett þetta fyrir sig - en aldur hefur ekki orðið bflum hans að meini. Fyrr á ámm notaði hann oft lítinn bát í embættisferðum og var þá jafnan einn á ferð. - Sem betur fer - vona ég að hann sé hættur slíkum bátsferðum - nema út í Borgarey. Landleiðin er hættu- minni, þó minnist ég þess að seint á hausti er séra Baldur var á ferð daginn áður en hann átti að tala yfir moldum gamals frænda míns - að hríð var svo dimm á hluta leiðarinnar að ekki var hægt að sjá niðurgrafinn vegaslóðann og Ienti bfllinn útaf. Ók séra Baldur þá hring á flatlendinu þar sem hann kom á veginn aftur og gat fylgt honum eftir það. Fleiri slík- ar ferðir mun hann hafa farið þó ekki verði þær taldar hér. Séra Baldur er skagfirskur að ætt og þar ólst hann upp á því gamla góða kjammeti sem gaf honum þrek sem óneitanlega hef- ur komið sér vel í ferðum hans bæði á landi og sjó. Þó við vitum að séra Baldur á ætt sína í Skaga- firði, teljum við hann Djúpmann og Vestfirðing - og ég held hann telji sig það sjálfur svo vel hefur honum tekist að festa hér rætur og aðlaga sig landi og fólki. Hann hefur lengi staðið í fremstu röð stuðningsmanna Reykjanes- skólans og þar með Djúpsins alls. Um langt árabil gegndi hann kennslustörfum við skólann og fórst það vel. Fátt lýsir innri manni betur en álit barna og ung- linga er við þá skipta. Þau börn sem séra Baldur hefur kennt bera til hans hlýjan hug - segir það sína sögu. Eins og að líkum lætur hefur séra Baldur gegnt mörgum trún- aðarstörfum í sínu héraði. Þau störf hefur hann vel af hendi leyst. Er mér þar ofarlega í huga, er hann var formaður skólanefn- dar barnaskólans í mörg ár. Kirkjusókn er sögð misjöfn í landinu. Ekki þyrftu prestar að kvarta undan henni ef hún væri hlutfallslega eins og hjá séra Baldri þegar hann messar á Mel- graseyri. Þar er venja að mæti hvert einasta sóknarbarn sem á heimangengt. Það færi vel ef margir prestar gætu sagt sömu sögu. Erfitt hefði séra Baldri reynst að gegna sínu stóra prest- akalli, ef hann væri ekki vel kvæntur. Kona hans er Ólafía Salvarsdóttir frá Reykjarfirði. Það kom í hennar hlut að búa hann til ferða og gæta ein bús þeirra og barna meðan bóndinn var fjarverandi við embættis- störf. Að lokum flyt ég Baldri prófasti í Vatnsfirði, Lóu frænku minni og þeirra fjölskyldu árnað- aróskir frá mér og minni fjöl- skyldu og vinum þeirra á Lauga- landsbæjunum. Við þökkum vin- áttu og samstarf að mörgum mál- um, bæði kirkjulegum og öðrum er varða heill Djúpsins. Halldór Þórðarson Vatnsfjörður við ísafjarðar- djúp hefur um aldaraðir verið höfðingjasetur, - kirkjustaður og prestssetur. Þar hafa prestar tíð- um haft langa viðdvöl, sjaldan horfið þaðan burt, vegna óvenju- legra kosta, sem brauð þetta hafði fyrir hlunninda sakir. Það ætlar að sannast á núverandi presti, að hann fetar í fótspor þeirra, sem kunnað hafa að meta þetta góða brauð þar vestra og gerzt þaulsætnir, því að þar hefur hann átt setu nú um þriðjung aldar. Þetta er sr. Baldur Vil- helmsson, sem þjónað hefur Vatnsfjarðarprestakalli frá því um miðja öldina eða frá árinu 1956, en hann á merkisafmæli nú um þessar mundir, verður sex- tugur hinn 22. júlí. Af því tilefni vil ég leyfa mér að minnast prests, míns gamla, góða vinar á þessum tímamótum í lífi hans og færa honum þakkir fyrir allt gam- alt og gott á liðnum dögum. Sr. Baldur Vilhelmsson í Vatnsfirði er Skagfirðingur að uppruna, fæddur á Hofsósi 22. júlí 1929, sonur þeirra merkis- hjóna Vilhelms kaupmanns og símstöðvarstjóra Erlendssonar, verzlunarstjóra á Grafarósi, Páls- sonar, og konu hans, Hallfríðar Pálmadóttur, prests á Hofsósi, Þóroddssonar. Þau hjón fluttust að Blönduósi 1947, þar sem Vil- helm var póst- og símstöðvar- stjóri um tíu ára skeið. Móðurafi sr. Baldurs, sr. Pálmi Þórodds- son, sem raunar var Suðurnesja- maður að ætt, þjónaði brauðum í Skagafirði 1885-1934. Hann var kvæntur Önnu Hólmfríði, laundóttur sr. Jóns Hallssonar, hins alkunna myndarklerks í Skagafirði á síðari hluta 19. aldar, síðast í Glaumbæ (d. 1894). Þannig hefur sr. Baldur ósvikið prestablóð í æðum sínum, svo að ekki var óeðlilegt, að hon- um kippti í kynið og hann gengi þessa sömu embættisbraut. En hann hefur sem sagt einnig mikið og gott skagfirzkt blóð í æðum, fæddur og uppalinn þar í héraði og dvaldist m.a. sem unglingur iðulega á Reynistað hjá móður- systur sinni, Sigrúnu Pálmadótt- ur, og manni hennar, Jóni Sig- urðssyni, alþingismanni og óðals- bónda, sem þar gerðu garðinn frægan um langt skeið. Þetta skagfirzka uppeldi hefursr. Bald- ur talið sér til tekna, enda er hon- um einlægt Skagafjörður kær og lofsyngur hann jafnan sem eitt af meginhéruðum landsins. Sr. Baldur varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1950 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 30. maí 1956. Hann fór beint frá prófborði í prestskap, var settur prestur í Vatnsfjarðarprestakalli í Norð- ur-ísafjarðarsýslu 2. júní 1956 og vígður í dómkirkjunni í Reykja- vík af biskupnum, sr. Ásmundi Guðmundssyni, daginn eftir. Hann hlaut veitingu fyrir Vatns- firði 4. júní 1958 að undangeng- inni kosningu. Hann hefur því verið prestur þar í 33 ár. Jafn- framt hefur hann þjónað Ögur- sókn alla tíð frá árinu 1965, en sóknin var formlega sameinuð Vatnsfjarðarprestakalli árið 1970. Hefur sr. Baldur þjónað 5 sóknarkirkjum: Vatnsfirði, Nauteyri, Melgraseyri, Unaðsdal og Ögri. Þetta er áreiðanlega eitt víðlendasta prestakall landsins, strandlengjan frá Ögri, sunnan Djúps, að Unaðsdal, norðan Djúps, er á annað hundrað km. Eins og að líkum lætur er ekkert sældarbrauð að komast á milli staða á þessum slóðum, er vetur sækir að, enda sr. Baldur þurft að ferðast með margvíslegum hætti: ýmist aka hina löngu strand- lengju með fjörðum sínum eða róa á báti yfir Djúpið í skamm- degisrökkri, ellegar nota hesta postulanna á vegleysum. Minnis- stæð er mér frásögn hans, þá er hann fór eina slíka för í tungls- ljósi yfir Kaldalón. Þetta er það líf, sem prestarnir hafa lifað um aldir á íslandi, og sr. Baldur hef- ur kunnað því vel. Sr. Baldur hefur einnig lagt drjúgan skerf af mörkum við uppfræðslu barna og unglinga, því að þegar fyrsta veturinn þar vestra gerðist hann kennari við héraðsskólann í Reykjanesi, kenndi þar um tíu ára skeið og oft í forföllum síðan. Hafa nemend- ur lokið lofsorði á kennslu hans og uppeldisáhrif, enda hefur hann ríka hæfileika á þessu sviði. Með störfum sínum vestra hef- ur hann tengzt héraðinu og fólki þess traustum böndum, gerþekk- ir þar mannlíf til sjávar og sveita, og hafa verið falin ýmis trúnaðar- störf, setið í hreppsnefnd, sýslu- nefnd og skólanefnd m.a. Þess má geta, að sr. Baldur húsaði staðinn að nýju upp á eigin spýtur árið 1967. Þá hefur hann einnig rekið nokkum fjárbúskap frá upphafi. Það má segja um sr. Baldur, að hann hafi orðið „upp- byggilegur í sinni embættis- stöðu“, eins og Benedikt prófast- ur Vigfússon á Hólum komst að orði um forföður hans, sr. Jón Hallsson, forðum tíð. Nú síðast hafa umsvif sr. Baldurs aukizt að því leyti, að á sl. ári var honum falið embætti prófasts í ísafjarð- arprófastsdæmi. Á þessum langa tíma, sem sr. Baldur hefur þjónað vestra, hef- ur hann lifað mikla röskun byggðar. Kann hann frá mörgu að segja um mannlíf á stöðum, þar sem nú er ekkert nema „eyðingin hljóða“. Er vonandi, að hann festi á blað eitthvað aí kynnum sínum við horfið 10 SfÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. júli 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.