Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 19
HELGARM ENNIN GIN Glæsileg sýning á samtímalist opnuð að Kjarvalsstöð- um á morgun Bernard Huin safnstjóri í Epinal og Alain Kech aðstoðarmaöur hans leggja síðustu höndina á að raða saman verki eftir Richard Long. Myndir - Jim Smart. frá Verk eftir Jacques Mahé de la Villeglé. NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19 —Jt, Epinal Merz, Bob Morris, Helmut Newton, Pino Pascali, Sigmar Polke, Jean Pierre Raynaud, Frank Stella, Niele Toroni, Ric- hard Tuttle, Bemar Venet, Jacq- ues Mahé de la Villeglé, Woíf Vostell, Andy Warhol og Gil- berto Zorio. Sýningin Alþjóðleg nútímalist er afrakstur samstarfs norrænna listasafna og franskra, sem hófst fyrir tveimur ámm, þegar fimm frönskum safnstjómm var boðið í safnaskoðunarferð um Norður- lönd fyrir tilstilli Norrænu ráð- herranefndarinnar. Boðið var endurgoldið ári seinna, en í þeirri ferð ræddi Gunnar Kvaran, list- ráðunautur Kjarvalsstaða, við Bemard Huin um að fá sýningu á úrvali verka frá Epinai til Kjar- valsstaða. Áætlanir em um að ganga frá sýningu á verkum Fernards Légers fyrir árið 1991 og senda um Norðurlönd, auk þess sem til stendur aðrkoma af stað sýningu á nokkmm verkum Gromers frá Borgarlistasafninu í París. Af ís- lands hálfu er í undirbúningi sýn- ing á nokkrum verkum Kjarvals í Gravelin í Frakklandi á næsta ári, auk þess sem stærri farandsýning á verkum Kjarvals er í undirbún- ingi. Enn fremur stendur til að koma upp sýningu á norrænni nú- tímalist og senda um Norður- löndin og Frakkland árið 1992 eða 1993. LG Alþjóðleg nútímalist er yfir- skrift mikillar sýningar sem verður opnuð á Kjarvalsstöð- um kl. 16 á morgun. Verða þar til sýnis verk eftir þá tuttugu og sex listamenn sem hæst hef- ur borið í listasögunni á síð- ustu áratugum, og ætti sýn- ingin að gefa góða mynd af þeirri þróun sem orðið hefur í myndlistarsögu samtímans og þá sérstaklega í Bandaríkj- unum, á Ítalíu, í Þýskalandi og Frakklandi. Segja forráða- menn Kjarvalsstaða að aldrei áður hafi verk svo margra merkra listamanna verið sam- an komin innan veggja listas- afns á íslandi. Sýningin er hingað komin frá listasafni Epinal í Frakklandi, en þar hafa forsvarsmenn lagt áherslu á að safna og fylgja eftir þeim listastefnum sem fram lcomu í byrjun 7. áratugarins og stundum eru kenndar við post- modernisma, svo sem popplist, minimalismi, art povera og conc- eptlist. Á safnið nú eitt stórfeng- legasta úrval nútímalistar í heiminum. Safnið í Epinal hét upphaflega Héraðslistasafnið í Vosges og var stofnsett árið 1822. Stofn þess voru einkasöfn hertogans af Cho- iseul og prinsins af Sam, auk þess sem sýslan átti gott safn lista- verka. Auk nútímalistarinnar á safnið nú óvenjulega stórfengleg listaverk frá fyrri tíð; fornleifa- muni, listaverk frá gallísk- róm- verskum tíma, málverk frá 16. og 17. öld, svo sem eftir Georges de la Tour, Boucher, Fragonard og Watteau, og alþýðuteikningar, sem kenndar eru við borgina Epi- nal. Safnið í Epinal átti lítið sem ekkert af nútímalist þegar núver- andi safnstjóri, Bernard Huin, tók við stjóm þess. Hann á því heiðurinn af einstöku úrvali nú- tímalistar sem þar er nú að finna. Hefur hann lagt áherslu á að fylgjast með þeim breytingum sem komu fram með popplist- inni, sem hann segir hafa innleitt nýjar hugmyndir og forsendur til Andy Warhol sýndi fram á að dósasúpur eru ekki bara til að borða þær. Sigmar Polke er höfundur þessarar byltingarstemmningar. Rjóminn listsköpunar. Sýningin á Kjar- valsstöðum er úrval verka úr safninu; verk eftir Carl Andre, Giovanni Anselmo, Richard Artschwager, Michael Buthe, Philippe Cazal, Tony Cragg, Dan Flavin, Gilbert og George, Jenny Holzer, Donald Judd, Joseph Kosuth, Richard Long, Mario ONION _

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.