Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 21
HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Ég reyni að festa hendur á henni veröld Um nýja ljóðabók eftir Þorstein frá Hamri Ég tók upp strá, brá því hreykinn upp í sólar- Ijósið og sagði: Nú skil ég... Pá var tvísýnt um heill tungu minnar. Segið ekki of margt Að leita vissunnar og viður- kenna um leið að hún verður ekki höndum gripin, þessi hugsun er mjög virk í þessum skáldskap. Enda er allt líf brothætt, einnig líf þeirra sem dáðir drýgðu og við heilsum með miklu lofi sem „Heiðursgestum“ (svo nefnist það kvæði sem nú er að vikið) í samtíð okkar. Meira en svo: einnig þeirra eilífð, orðstírinn sem átti víst aldregi að deyja, er brothættur og viðkvæmur - aðgát skal höfð: Pví dáðir höfðu þeir drýgt... Já, drýgt að sönnu - hangandi í þrœðinum, álagaþrœðinum, veikasta þræðinum,svo veikum að hann hrekkur í tvennt ef talað er um hann. Af ósóma heimsins Væri nú ekki ráð að bregða á háð í bland við efann í öllum þess- um tilvistarvanda, svo hann kaf- færi okkur ekki með öllu? Víst er það hægt og Þorsteinn frá Hamri tekur þann kost og vinnur úr hon- um af mikilli prýði. Að vísu er ég ekki með öllu sáttur við kvæði sem „Viðmót“ heitir og lýsir því líkast til, hve óvelkomin ein- lægnin er í okkar stofum. (Kannski vegna þess að mér sýn- ist að orð sem líkt er við „böm í reifum“ geti ekki í næstu andrá hörfað fyrir „háðskum gný vitsmunahlátranna“, svona getur lesarinn verið leiðinlegur og smámunasamur). En vel gengur okkur í skrokk kvæðið um Vel- ferðina, sem er líkt við það að skrópa í ferðina sem heitið var „til fundar við spámanninn" - í stað ferðalagsins er hengdur upp krókur í dyrastafinn heima fyrir tilfallandi hugsanatetur. Reynd- ar er það svo, að þegar Þorsteinn fer í þessu kveri með heimsó- sóma, þá er hann opinskárri en oft áður, erindi hans er ekki í þeim mæli og fyrr fléttað saman við tilvísanir í sögu og sögn, sem mönnum er misratað um eins og gengur. Nefnum til dæmis um Nú les ég nýja Ijóðabók Þorsteins frá Hamri, hún heitir „Vatns götur og blóðs“ og Ið- unn gefur hana út á þessu kalda sumri. Og enn slær mig sú vitneskja hve erfitt er að skrifa um Ijóðabók: hvert Ijóð er heimur fyrir sig sem vill að við sig sé staldrað, en þó tengt við öll önnur, hvaða merkingu ætlar þú að lesa úr því samhengi? Ekki sækja öll ljóðin í þessari bók jafn fast á lesandann (þó ekki væri), kannski áttar hann sig ekki á sumum eins og gengur eða finn- ur ekki púðrið (t.d. í „Varnar- skjali“). Það kemur fyrir að skáldskapurinn verður eins og um of „almenns eðlis“ - til dæmis í kvæði sem heitir „Myndin“ og líkir ævi manns á jörðu við flökt- andi mynd með óljóst dregnum útlínum. En einnig í þeim dæm- um hittum við skáld fyrir sem heldur reisn sinni, flækir sig ekki í lágkúru, yrkir vel. Efans hundar í kvæðinu „Skammdegi“ fer Þorsteinn styrkum höndum um þá heiðarlegu og síungu list að láta hringrás náttúrunnar segja tíðindi af innlöndum: .......Rökkur nálgast með atfylgi efans hunda og tvístrar hjörtum á dreif um hjarnfölan éljavang. Efans hundar eru reyndar víðar á kreiki í þessu kveri, sem hvað eftir annað dýfir okkur nið- ur í þann vanda að vera maður og skáld og koðna ekki niður og vita af öðrum. „Reyndu aldrei að ráða gátuna - hver það sé sem sáir fræjum sköpunarinnar" segir í ofur fallegum texta um sköpun- ina og gerast ekki margar aðrar sjö línur rúmbetri en einmitt þær. I “Línur“ tekur Þorsteinn skáld undir með þeim sem fyrr og síðar hafa komist að þeirri niðurstöðu að aðeins eitt viti þeir fyrir víst: að ég veit ekki þegar ég stend upp af bekknum hvert leið mín liggur. Hvergi er þessi efahyggja þó eftirminnilegri, persónulegri og betur fest í sýnilegan áþreifan- leika en í litlu kvæði, sem heitir „Mannamál“: Þorsteinn frá Hamri. þetta „opna“ tal ljóð sem heitir „Inni“, þar er beðið um veröld sem er grænni og blárri og hreinni „en þetta gráa geðskólp“. (Hér er Þorsteinn enn í góðum félagsskap og nú jafn ólíkra manna og Jóns Helgasonar og Jóhannesar úr Kötlum og Sigfúsar Daðasonar - og ekki spillir hann selskapnum, nei öðru nær.) Margir flúnir En kannski er heimsósóminn samt áhrifasterkastur einmitt þar sem samtíð og saga kallast á eins og í kvæðinu „Sturlunga“. Það er líka geysihaglega saman sett - eins og ólíkir tímar sæki saman til einingar í áföngum með sínum vísunum, sínu myndfari, sínu málfari: Margir flúnir. Fáir á hæðinni. Sjálfir bítum við klakann bregðum tómlega grönum segir í upphafi og úr þessum bar- daga er okkur snarað djarflega og umsvifalaust inn í lágkúru sam- tíðarinnar: við dægurkórnum sem upp- hefst, alinn í spreng á skjalli, hræsni og skrumi: Ó,hvað mér leiðist! Og í annarri lotu nálgast þessir tvennir tímar enn meir og vindast saman um tvö lykilorð ólíkrar ættar: „ástand“ og „högg“: Pið skiljið naumast síðar að það sem í dag er sálum ykkar sljótt, áskapað ástand var okkur högg sem bíðum þrjózkir við garð- inn nýrra löðrunga Til þess svo að tímarnir, hinir harmsögulegu og hinir vesældar- legu, renni fullkomlega saman í því sem þeir eiga sameiginlegt: meðan sveit okkar máist í móðu sundrungar út. A6 yrkja Ástin, já ástin er ekki hornreka í þessu safni, en hún hefur hljótt um sig, segir ekki margt, treystir á undirylinn djúpvarma - til dæmis í kvæðinu „Undan snjó“ sem lýkur á þessum orðum hér: Síðasta vetrardag sýndi ég þér Ijóð mitt ogfann að sumarið sem var að koma hafði ort það Enga munum við heldur ljóða- bók í svipinn sem ekki yrkir um þann höfuðverk að yrkja. Höfuð- verkur er kannski full þungt orð: stundum er það fyrst og fremst skemmtilegur leikur að yrkja, partar heimsins eru þarna þér til skemmtunar, þú gerir við þá hvað sem þér sýnist: Á Mýrdalssandi liggur Ijón við veginn og lætur sem það hafi gleymt hver á það í kvæðinu „Þula“ er látin uppi sú fróma ósk og von að við getum kallast á annað veifið „þú og ég og maðurinn sem fullyrðir stund- um að sér leiðist ljóð“, en sá karl á bræður marga eins og við vit- um, um leið vitum við ekki svo gjörla hvað við eigum við þá að gjöra. Við skulum líka leyfa okk- ur að segja, að ljóðið um „Spor“ sem liggja dreift „og sjaldnast að settu marki" sé einnig um skáld- skaparvandann eilífa. Já, um þessi spor er ljóðmælandinn að hugsa sitt: og hvort sum rati samt ekki örugglega inní hug manneskju eins þótt hún þvertaki fyrir að hafa heyrt umgang Einkamál Vitanlega vonum við það, hvað getum við annað gert? Reyndar kemur það fyrir lesanda þegar hann flettir blöðum í ljóða- bók skálds sem stendur honum nær (ekki geta öll skáld gert það, þótt gáfuð séu, slfkt er lauslæti) að honum finnst komið á mjög persónulegt og leynilegt sam- band við skáldið. Eitt slíkt dæmi verður nú hjá þessum lesanda hér þegar hann les ljóðið „Bráðabug- ur“: Dag nokkurn kom mér að óvörum við hús- horn forðum hugstæður en löngu kirfilega kviksettur grunur. Og gerast síðan í ljóðinu ýmis tíðindi sem verða að skilaboðum sem þessi lesandi hér tekur til sín, en fær sig ekki til að tala um frek- ar - þetta eru einkamál. Já og svo er það spéhræðslan, gleymum ekki þeirri kerlingu, skilaboðin gætu verið misskilningur, annað eins hefur nú gerst. Föstudagur 21. júlf 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.