Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 21.07.1989, Blaðsíða 26
MYNDLIST Alþýðubankinn, Akureyri, Jónas Viðar Sveinsson sýnir málverk, opið á afgreiðslutíma. Árnagarður v/Suðurgötu, handrit- asýning þri. fimm. lau. 14-16 til 1.9. Byggða- og listasafn Árnesinga, Selfossi, sumarsýning á málverkum e/ Gísla Jónsson og Matthías Sigfús- son í Halldórssal. 14-17 virka daga, 14-16 helgar, til ágústloka. FÍM-salurlnn, sumarsýning FÍM á verkumeftirfélagsmenn.Til 15.8,13- 18 virka daga, 14-18 helgar. Gallerí Madelra, Evrópuferðum Klapparstíg 25. Giovanni Leombi- anchi frá Mílanó sýnir teikningar og vatnslitamyndir frá íslandi og Galap- agoseyjum. 8-18 virka daga til 16.8. Grunnskóll Ólafsvíkur, Gallerí Borg sýnirgrafík, olíumálverk, leirverk, vatnslita-, krítar- og pastelmyndir í samvinnu við Lista- og menningar- málanefnd Ólafsvíkur. I dag 16-22, á morgun 14-22, su 12-16. Ferstlkla, Hvalfirði, RúnaGísladóttir sýnir. Gamla pakkhúsið, Ólafsvík, sýn. á heimilisiðnaði opn. ídag. Hafnarborg, Strandg. 34 Hf, Á tólf- æringi, 14-19 alla daga nema þrið. til 7.8. Kjarvalsstaðlr, opið daglega 11-18. Alþjóðleg nútímalist, opn. á morgun kl. 16. Til 20.8. Sýning á verkum Yo- usuf Karsh, til 30.7. Sumarsýning á verkum Kjarvals, til 20.8.. Llstasafn Sigurjóns, síðasta sýn- ingarhelgi á yfirlitssýn. á verkum Sig- urjóns, lau, su 14-17, kaffistofan opin á sama tíma. Tekið á móti hópum eftir samkomul. Lokað 26.-31, júlf.Tón- leikarþrið. 20.30. Ljósmyndasafn Reykjavikur sýnir Ijósmyndir af Jóhannesi Páli II páfa eftir Adam Bujak. Opið alla daga 11 - 19. Listasaf n Einars Jónssonar opið alla daga nema mán. 13.30-16. Magnús T ómasson sýnir í útibúi SPRON Álfabakka 14. Opið á af- greiðslutímatiH sept. Mokka, sumarsýn. á smámyndum TryggvaÓlafssonar. Norræna húsið anddyri: Jörð úr ægi, myndun Surtseyjar og hamfarirnar í Heimaey. 9-19nemasu. 12-19,til 24.8. Kjallari: Sumarsýning á verkum Jóhanns Briem, daglega 14-19 til 24.8. Nýhðfn, Hafnarstræti 18, sumarsýn- ing stendur í nokkrar vikur, daglega 10-18. Riddarinn, Hafnarfirði, Við búðar- borðið, sýn. tengd verslun fyrri tíma, á vegum Byggðasafns Hf. Safn Ásgríms Jónssonar, lands- lagsmyndir, 13:30-16 alla daga nema mán. Til septemberloka. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 Hf. Fundur Ameríku, ísumaralla daga nema mán. 14-18. Þjóðminjasafn opið alla daga nema mán. 11-16. Fjaðraskúfar og fiski- klær, sýning um menningu inúíta og indíána, farandsýn. í tilefni að 10 ára afm. heimastjórnará Grænlandi. Til ágústloka. TÓNLIST Djúpið, sumardjass kl. 21:30-24, í kvöld. Sigurður Flosason saxófónl. Hilmar Jensson gítarl. Tómas R. Ein- arsson bassal. LEIKLIST Light nights, Tjarnarbíói, fimm. fö. lau. su. kl. 21, til 3.9. Leiksmlðjan fsland, Þessi... þessi maður, Skeifunni 3c í kvöld og su. kl. 21. Karl Sighvatsson og fleiri góðir spila í Djúpinu á sunnudagskvöld í tilefni af 10 ára afmæli Hornsins Hafnarstræti. Hvað á að gera um helgina? Óskar Guðmundsson ritstjóri Ég ætla að dúlla mér eitthvað í vinnunni, svona mér til skemmtunar. Síðan mun ég hverfa í faðm fjölskyldunnar og fara til Selfoss í brúð- kaupsveislu. Ef það gerðist að einhver sólartíra kæmi, þá trítlar maður eitthvað út í náttúruna ef tími vinnst til. HITT OG ÞETTA Hornið 10 ára, hóf á su kl. 21 með blús o.fl. allirvinirog velunnarar vel- komnir, veitingar: bolla, pinnaro.fi. Pálmi Gunnarsson söngur, Karl Sig- hvatss. hljómborð, SigurðurúrKent- ár munnharpa, Björgvin Gíslason gít- ar, Jens Hauksson saxófón, Sigurður Reynisson trommur. Sumarhátíð á Kópavogshæli: f dag kl.10 frjálsar íþróttir á Kópavogsvelli, 13 veiði- og gönguferð, 14 kvikm.sýn. Háskólabíói, 17 leikfél. Loki sýn. Ár- stíðirnar, 20 hljómsv. Október leikur fyrir dansi. Á morgun kl. 16, Valgeir Guðjónsson skemmtir, 17 byrjað að kynda grillið, 18 matur, nikkarinn og Heimakórinn, 20 dansleikur í Digra- nesi, dansað 21 -01. Sundlaug opin 9-12,17-21 báðadagana. Rauða húslð efnir til kvæða og söng- dagskrár á Veitingahúsinu Lauga- vegi 22 í kvöld kl. 22. Kristján Pétur Sigurðsson syngur við eigin undir- leik, Jón Laxdal Halldórsson fer með fáeinkvæði. Þjóðháttamót Þjóðdansafél. Rvík- ur, sýning og dansleikur á Hótel Sel- fossi 22 í kvöld, lokahóf á Hótel Sögu sunnud.kv. Sumarhátíð í Ólafsvík, hljómsv. Ný- Dönsk heldur tónl. á Klifi, á morgun: Kassabílarallýfyriryngstu kynsl. Kvenfélag Ólafsv. heldurárlega grillveislu í Sjómannagarðinum, fél. úr Leikfélagi Ólafsvíkur með uppá- komur í veislunni, stórdansleikur á Klifi um kvöldið, sálin hans Jóns míns leikur fyrir dansi. Su 23. Karlakórinn Fóstbræður heldur tónleika í félags- heimilinu. Samkvæmisdansar á Hótel Borg á sunnud.kvöldum, jive, cha cha, sam- ba, rúmba, enskur vals, tango og vín- arvalsar. Matargestirfáfríttinná ball- ið. Stuðmenn leika á Inghóli, Selfossi í kvöld, í fél. heimilinu Njálsbúð annað kvöld. Norræna húsið, Borgþór Kjærne- sted heldurfyrirlestra um íslenskt samfélag á laugardögum í sumar. Á sænsku kl. 17,finnsku kl. 18.TH26.8. Félag eldri borgara Rvík og ná- grenni, Göngu-Hrólfur, gönguferð laugardagafráNóatúni 17 kl. 10. Dagsferð um Þjórsárdal og Rangár- velli á morgun, farið frá Umf.miðst. kl. 9, uppl. og pantanir á skrifst. fél. Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, sunnud. kl. 14 frjálst, spil, tafl. Dansað 20- 23:30. Ferðafélagið, dagsferðir: Lau kl. 8, Hekla, su kl. 81 .Þórsmörk. 2.ÖkurferðíHítardal. Útlvist, dagsferðir sunnudag: Kl. 8, Þórsmörk, kl. 13 Grændalur- Klambragil-Reykjadalur. Að vekja forvitni GUNNAR GUNNARSSON Hlutverk fjölmiðla á okkar tíð er ekki aðeins að veita upplýsing- ar, heldur - og ekki síður - að vekja forvitni. Reyndar eru allar kenningar um hlutverk og frammistöðu fjölmiðla tvíbentar, því móttökutækið - hugur áhorf- andans eða lesandans - skiptir ekki minna máii en útsendingin. Einhvem tíma hélt ég því fram við kunningja minn að trúlega myndi ég aldrei finna hjá mér löngun til að fara til Bandaríkja Norðurameríku vegna þess að þar hlyti að vera þessi ósköp leiðinlegt, ef marka mætti banda- rískt sjónvarp og sjónvarpsþætti. Kunninginn taldi að þessi afstaða mín segði meira um mig og sjón- varpsþættina en Bandaríkin. Og benti mér jafnframt á að ég væri í raun heilmikill aðdáandi banda- rískrar menningar, því ég læsi ókjör af bókmenntum þaðan, blöðum og tímaritum og að auki teldi ég ekkert músik nema amer- ískan djass. Ég gat ekki nema samþykkt. Dagblöð ættu menn að setja saman með þá reglu í huga, að sérhver lesandi finni þar eitthvað við sitt hæfi. Blaðið þarf kannski ekki lengur að vera „tæmandi“ fjölmiðill, en það hlýtur að gera ráð fyrir margvíslegum smekk iesenda, upplýsingaþörfum, skoðunum, aldri, þjóðfélags- stöðu o.s.frv. Þegar ég rifja upp í snarheitum þau dagblöð sem ég hef í uppáhaldi og fletti þeim aft- ur, kemur í ljós að kannski les ég ekki dagsdaglega mjög marga spaltasentímetra. En það efni sem ég leita uppi til að lesa er skemmtilega skrifað, klókinda- lega matreitt og vekur forvitni um eitthvað annað og meira - hefur jafnvel að geyma upplýs- ingar um bækur, tímarit, kvik- myndir eða snældur sem ég verð á höttunum eftir næstu daga eða vikur. Svona velskrifuð og skipu- lögð dagblöð eru ekki á hverju strái. Þau eru reyndar þónokkur í Bandaríkjunum, áreiðanlega fá- ein í Bretlandi og nokkur í Vest- urevrópu og á Norðurlöndum. ís- lendingar hafa alveg farið á mis við þá skemmtun og þá menntun sem gott dagblað getur veitt. Reyndar er það ekki nema Morg- unblaðið sem kemur út í burðugri stærð, sex daga vikunnar (og er því ekki frekar en önnur dagblöð hér á landi nema einhvers konar hálfdrættingur á markaði, eins og sjónvarpið var á meðan fimmtudagar voru sjónvarpsfrí- ir), en sá pappír hefur einstakt lag á að fylla sínar dýru síður af meiningarsnauðu blaðri í bland við auglýsingaflóðið þannig að fátt verður minnisstætt og færra vekur forvitni. Reyndar er að einhverju leyti um að kenna sér- kennilegu og ófagmannlegu skipulagi blaðsins. í dagblaða- heiminum er Mogginn þannig um margt líkur amerísku sjónvarpi: sífellt skvaldrandi um eitthvað sem fljótt flýgur hjá og skiptir engu þegar til lengdar lætur. Það er leiðinlegt að þurfa að fella þennan dóm yfir þessu stærsta dagblaði landsins; hér er nefnilega ekki aðeins um að ræða málgagn stórs stjórnmálaflokks, heldur líka þann anda sem lengi hefur svifið yfir vötnum íslenskr- ar blaðamennsku. Mogginn hef- ur sorglega rfka tilhneigingu til að skjóta sér undan, vera seinn til, hugsa óljóst, apa eftir, flagga að- eins löngu brúkuðum hugmynd- um eða skoðunum, þegja hitt og þetta í hel þegar henta þykir ell- egar beita ódýrum brögðum til að afvegaleiða lesandann og skýra rangt frá. Og það er undrunarefni að þessi risi á blaðamarkaði skuli ekki hafa gert sér far um að ala upp eða laða til sín bestu penn- ana. Hann er þannig að mörgu leyti á skjön við íslenska hugsun og veruleik. Á stundum þegar blaðinu er flett sækir sú hugsun að, að nú sé kominn tími til að góðir menn komi þessu dagblaði til hjálpar, svo seint sækist því á þroskabrautinni. Kunningi minn sem hvatti mig til að gera ekki Bandaríkjunum og bandarískri menningu upp rangar sakir þótt sjónvarpsefni þaðan væri lágkúrulegt hafði vit- anlega að nokkru rétt fyrir sér. Það hefði verið barnalegt af mér að taka upp á því að horfa fram- hjá öllu bandarísku aðeins vegna þess að þaðan berast ókjör af lé- legu sjónvarpi og óvandaðri blað- amennsku. En í litlu þjóðfélagi þar sem hin öfluga fjölmiðlun berst fyrir augu flestra er það ekki nema eðlileg krafa að vand- að sé til verka. 26 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 21. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.