Þjóðviljinn - 25.07.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.07.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 25. júlf 1989 127. tölublað 54. árgangur Lífeyrissjóður Vesturlands Höggvið r a hnútinn Löggiltur endurskoðandi ráðinn sem ,,yfirfrakki“. Jón A. Eggertsson: Gertán samráðs við okkur - Fjármálaráðuneytið hefur fengið til liðs við sig Gunnar Zo- éga, löggiltan endurskoðanda, til að fylgjast með framvindu mála hjá Lífeyrissjóðnum, auk þess sem honum er falið að athuga sjálfstætt þau atriði sem honum þykja þar skipta einhverju máli,“ sagði Ari Edwald, lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu. Að sögn Jóns A. Eggertssonar, formanns verkalýðsfélagsins í Borgarnesi, hafði fjármálaráðu- neytið ekkert samráð við for- ráðamenn verkalýðsfélaganna í Borgarnesi, Ólafsvík og Búðar- dal þegar þessi ákvörðun var tekin, en þeir fóru fram á rann- sókn þess á starfsemi Lífeyris- sjóðsins. Jón sagði að forystu- menn þeirra myndu hittast í dag til að ræða þetta útspil ráðuneyt- isins og hvernig bregðast skuli við því. Persónulega sagðist Jón ekki vera sammála þeirri niðurstöðu ráðuneytisins að skipa „yfir- frakka“ á stjórn lífeyrissjóðsins eftir margra vikna rannsókn. Að sögn Ara Edwalds ákvað ráðuneytið þetta uppá sitt ein- dæmi, enda yrði Gunnar í raun starfsmaður þess á meðan. Að- spurður hvort fjármálaráðuneyt- ið sæi ástæðu til að rannsaka starfsemi annarra lífeyrissjóða í kjölfarið, sagði Ari svo ekki vera nema beiðni bærist til ráðuneytis- ins þar um. - Hins vegar er löngu orðið tímabært að koma á fót eftirliti með starfsemi lífeyrissjóða hlið- stætt því sem gildir hjá bönkum og tryggingafélögum,“ sagði Ári Edwald. -grh Atvinnuleysi Heimsmyndin hrynur Félagsmálastofnun: Æfleirileitaásjárstofnunarinnarvegna atvinnuleysis. OddiErlingsson sálfrœðingur:Algengtað sjálfsvígsþankarsœki á hugann Fyrst missir maður sjálfsvirð- inguna. Síðan tekur þetta voðalega vonleysi og svartsýni við, segir kona á besta aldri, sem búin er að vera atvinnulaus frá því sl. haust, en hún er aðeins ein af mörgum sem viðlíka er ástatt fyrir sökum atvinnumissis á síð- ustu mánuðum. Konan sem ekki vill láta nafns síns getið er búin að ganga langa píslargöngu vegna atvinnumissisins og með hverjum deginum sem líður verða von- daufari um að úr rætist. Samkvæmt upplýsingum sem fengust í gær á Félagsmálastofn- un Reykjavíkurborgar hefur undanfarið borið mikið meira en endranær á því að fólk leiti ásjár hjá stofnuninni, - fólk sem er í nauðum vegna atvinnumissis. - Því er ekki að neita að við verð- um mikið vör við að fólk leiti til okkar sökum þess að það getur ekki séð sér og sínum farborða. Einkum er áberandi hve mikið af ungu fjölskyldufólki, sem gjarnan er í námi, hefur leitað til okkar síðustu vikurnar, sagði Sig- urlín Baldursdóttir. - Það er óhægt að fullyrða að fólk sem hefur misst atvinnuna eða á það yfir höfði sér, finnst heimsmyndin öll að hruni komin. Því miður er of algengt að sjálfs- vígsþankar sæki á huga þess sem lendir í atvinnumissi. Því finnnst það eðlilega vera einskis nýtt, sagði Oddi Erlingsson sálfræð- ingur í samtali við blaðið. Sveinn Ragnarsson, félags- málastjóri borgarinnar, sagði að vendipunktur hefði orðið sl. haust hvað varðaði fjölda þeirra sem leituðu til Félgsmálastofnun- ar sökum atvinnuleysis. - Við finnum fyrir því að fólk tapar íbúðum vegna þess að það fær enga vinnu. Hvort atvinnu- leysinu er þar einu um að kenna get ég ekki sagt um,sagði Sveinn. í blaðinu í dag er birt viðtal við ungu konuna, sem vitnað var til. -rk Sjá síðu 7 Niðursoðna ávexti frá Suður-Afríku má enn finna í hillum verslana, þó að innflutningsbann á suður-afrískan varning hafi tekið gildi um síö- ustu áramót. Mynd: Jim Smart. Suður-afrískar vörur Enn í hillum verslana Niðursuðuvörurfrá Suður-Afríku í miklum mœli í verslunum. Greinilegtað heildsalar hafa hamstrað Um síðustu áramót gengu í gildi lög sem banna innflutning á vörum frá Suður-Afríku, en þau lög koma þó ekki í veg fyrir að vörur frá þessu landi sjást allvíða i verslunum hérlendis. Fiskvinnslan Staða SlS-húsanna veni Af11fiskvinnslufyrirtœkjum sem eru til umfjöllunar hjá hlutafjársjóði eru 8 Sambandshús Hlutafjársjóður hefur nú til meðferðar 11 fiskvinnslu- fyrirtæki, þrjú sem eru innan vé- banda Sölumiðstöðvar hraðfryst- ihúsanna og átta innan vébanda Sambands íslenskra samvinnufé- laga. Áhrifamaður í flskvinns- lunni sagði Þjóðviljanum að SÍS-fyrirtækin væru nú að súpa seyðið af þeirri áherslu sem lögð hefur verið á samkeppnina við SH og sætu nú uppi með óarð- bærar fjárfestingar. Þeim fyrir- tækjum sem leita aðstoðar hluta- fjársjóðs hefur í flestum tilfellum verið vísað frá atvinnutrygginga- sjóði, þar sem staða þeirra hefur reynst mjög slæm. Helgi Bergs, formaður hlutafj- ársjóðs, vildi í samtali við Þjóð- viljann ekki gefa upp nákvæma tölu um fjölda þeirra fyrirtækja sem sjóðurinn hefði til meðferðar og skiptingu þeirra eftir sölusam- tökum. En neitaði ekki þeirri skiptingu m hér hefur verið nefnd, þegar hún var borin undir hann. Helgi sagði að þeirri óvissu, sem ríkt hefði um af- greiðslu hlutafjársjóðs, yrði eytt innan tveggja vikna. Þá kæmi í. ljós hvort lausn fengist á vanda þessara fyrirtækja með aðstoð hlutafjársjóðs. Staða fyrirtækj- anna væri misjöfn og viðbrögð þeirra sem fyrirtækin skulduðu, við málaleitunum sjóðsins, væru að sama skapi misjöfn. Hjá Jóhanni Antonssyni, stjórnarmanni í atvinnutrygg- ingasjóði, fengust þær upplýsing- ar að sjóðurinn hefði afgreitt um 200 fyrirtæki, og að á bilinu 20-30 fyrirtæki væru á borðinu. Jóhann sagði erfitt að greina fiskvinnsluf- yrirtækin eftir sölusamtökum. Hann hefði það þó á tilfinning- unni að skiptingin væri svipuð markaðsskiptingu samtakanna, þ.e. að um 40% fyrirtækjanna væru innan vébanda SÍS og um 60% innan vébanda SH. -hmp Vörur þessar eru aðallega nið- ursoðnir ávextir og kannast neytendur eflaust við merkin, DelMonte, GoldReef og fleiri. Heildverslunin Danól flytur inn vörur undir merkinu GoldReef og að sögn sölumanns hjá fyrir- tækinu voru niðursoðnu ávext- irnir fluttir inn fyrir áramót og þá í miklu magni vegna fyrirsjáan- legra laga. Sú staðreynd að rúmlega hálfu ári eftir setningu laganna fást enn suður-afrískar vörur í landinu, bendir til þess að heildsalar hafi heldur betur tekið við sér og grip- ið síðasta tækifærið til kaupa á þessum ódýru innflutnings- vörum. Nú þurfa þeir hins vegar að versla við dýrari lönd, til dæm- is mörg Evrópulönd. Hitt er sýnu alvarlegra að verslunarstjóri í stórmarkaði ein- um á höfuðborgarsvæðinu hafði ekki hugmynd um þessi lög og fannst því ekkert óeðlilegt að hafa þessar vörur í hillum versl- unarinnar. ns

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.