Þjóðviljinn - 25.07.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.07.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Stólamálið og íslenskur iðnaður „Það verður að segjast eins og er að íslenskur iðnvarningur þyk- ir of dýr miðað við það sem hægt er að fá erlendis“ segir Friðbert Pálsson (þegar hann fjallar um þann möguleika að Háskólabíó kaupi nýja stóla af erlendu fyrir- tæki). Það er ótrúleg kok- hreysti hjá starfsmanni Háskóla íslands að láta þessi orð út úr sér. Fyrir nú utan það að maðurinn veit auðvitað ekkert um íslensk- an iðnað eða samkeppnisstöðu hans. Sannleikurinn er sá, að hér tal- ar maður sem starfar við stofnun sem nýtur fádæma velvilja þjóð- arinnar. f>að er alls ekki sjálfgefið að 250 þúsund manna samfélag reki háskóla á borð við H.í. Sér- hver starfsmaður skólans verður að gera sér grein fyrir því að stofnunin yrði ekki rekin nema vegna þess að þjóðin lítur á skólann sem tákn um sjálfstæði þjóðarinnar og er tilbúin að kosta miklu til þess að halda uppi ís- lenskum háskóla. Það skal einnig tekið fram, að skólinn hefur oft sýnt getu sína og staðið undir þeim væntingum sem gerðar eru til hans. En þetta viðhorf getur breyst á augabragði. Þjóðin hefur ákveðið að veita HÍ einkarétt á því að reka pen- ingahappdrætti, nánast allar fjöl- skyldur á Fróni hafa styrkt skólann og stofnanir hans með miklum peningum gegnum Hásk- ólahappdrættið. Stéttarfélag okkar í húsgagnaiðnaðinum hef- ur í áratugi keypt miða í þessu happdrætti. Ég er á þeirri skoðun að það skili sér bæði menningarlega og peningalega að kosta miklu til að halda úti góðum og metnaðarfull- um háskóla og er þannig sam- mála þorra þjóðarinnar. En þessi velvild þjóðarinnar til HÍ veitir ekki starfsmönnum hans leyfi til að sýna hroka. Sjálfstæðið er dýrt Þessi starfsmaður HÍ verður að gæta að því, að það er mjög Kristbiörn Árnason skrifar auðvelt að fá lausnir erlendis frá og vafalaust miklu ódýrara en að búa að sínu. Það er einnig ljóst að það er ekki sjálfgefið að reka sjálfstætt og fullvalda ríki hér úti í ballarhafi - ódýrara væri það sjálfsagt að fela öðrum að taka að sér stjórn þessa hólma. Og þá mundi auðvitað ekkert vit vera í því að halda uppi íslenskum há- eins þótt talsmenn HÍ sýndu fram á að það væri miklu ódýrara. Því íslenskur fiskur er sennilega dýr- asti fiskur á markaði, sú stað- reynd er einn helsti veikleiki ís- lensks efnahagslífs. Okkur er sagt að þetta sé vegna þess að íslenski fiskurinn sé sá besti og þessu viljum við trúa - en vitum að þetta er að miklu leyti smekks- um um gerð og búnað, kröfur sem væntanlega hafa tekið mið af ákveðinni útlenskri gerð stóla. Fram er tekið að tilboðin skuli opnuð með formlegum hætti á ákveðnum stað og stund og að aðrir geti ekki gengið í verkið sem ekki skili tilboði á réttum tíma. En eftir á var ekkert að marka, Alvara málsins er sú að sífellt er verið að stinga verkefnum undan íslenskum iðnaði og svo virðistsem íslenskir embœttismenn taki fullan þátt í leiknum skóla, slíkt væri talin sóun. Hvað þá að láta slíkan skóla standa í bíórekstri. Sama á auðvitað við um ís- lenskt atvinnulíf. Það er ekkert sjálfgefið í þeim efnum - hvað þá að þegnar þjóðfélagsins hafi fulla atvinnu. Við íslendingar færum ýmsar fórnir til þess að geta búið í þessu sjálfstæða ríki, helst til fáir skattgreiðendur bera tiltölulega gott velferðarkerfi á herðum sín- um. Landsmenn sem starfa við íslenska atvinnuvegi gera þær réttmætu kröfur til opinberra stofnana sem reknar eru fyrir vinnuframlag þeirra, að þær kaupi allar þær vörur sem þær þurfa að nota af íslenskum fyrir- tækjum sé þess kostur. Og í því tilfelli sem hér um ræðir er það góður kostur. Það yrði eitthvað sagt ef það spyrðist út að Háskólinn flytti inn í landið erlendan fisk til að selja starfsfólki sínu á kostnaðarverði í mötuneytum stofnunarinnar - atriði. Og því spyr ég: er ástæða til þess að kaupa dýrasta fisk í heimi til að gefa starfsfólki HÍ að éta? Áfram mætti spyrja um kjöt- ið í mötuneytinu. Eða snúa spurningunum við: er þjónusta opinberra starfsmanna og eink- um háskólamenntaðara okkur landsmönnum ekki alltof dýr? Er þjónusta Háskóla íslands sam- keppnisfær við það sem fæst er- lendis? Værum við ekki betur staddir peningalega ef við værum enn í Danaveldi? Hefur nokkur gert könnun á því? Ekki svo ég viti - enda væri slík könnun sjálf- sagt óframkvæmileg og niður- stöðum ekki að treysta. Útboðsraunir Forstöðumaður Háskólabíós sagði um „stólamálið“ að um al- menna verðkönnun hefði verið að ræða. Ég hefi í mínum fórum gögn um að um formlegt útboð var að ræða með ströngum kröf- allt í plati eins og krakkarnir segja. Við sem vinnum í iðnaði þekkjum þessi vinnubrögð í ýms- um myndum. Oft eru kröfur nán- ast eftirprentun úr bæklingum frá fyrirfram völdum erlendum framleiðanda. Algengt er að sett- ar eru fram ákveðnar gerviþarfir, sem í raun byggja á auglýsinga- skrumi framleiðanda. Stundum er afgreiðslutími hafður svo naumur að enginn innlendur framleiðandi getur framleitt vöruna á réttum tíma en út- lendingurinn á hana á lager. Al- gengt er líka - eins og í þessu tilfelli - að brjóta allt upp þegar tilboð hafa borist ef leikar fara eitthvað öðruvísi en útboðsaðili ætlast til. Það hefur oft verið bent á það bæði af mér og öðrum að það er löngu tímabært að setja opinber- ar reglur um útboð og tilboðs- gerð. Reynslan sýnir að það virð- ist nauðsynlegt að opna tilboð undir opinberu eftirliti (líkt og þegar dregið er í happdrætti!). Það hlýtur að vera eðlileg krafa, að þetta mál komist á hreint og að til þeirrar hreinsunar verði fengnir trúverðugir aðilar. Þetta er stórmál Alvara málsins er sú, að það er sífellt verið er að stinga undan íslenskum iðnaði verkefnum og svo virðist sem íslenskir embætt- ismenn taki fullan þátt í leiknum. Þetta er ekki síst alvarlegt vegna þess að eins og við vitum getur sjávarafli og vinnsla hans ekki lengur staðið undir þjóðfélags- gerðinni - fleiri atvinnugreinar þarf til. Og nærtækast er að reyna að takmarka innflutning á vörum sem við getum sjálfir framleitt. Um leið vitum við að ströng boð og bönn passa ekki inn í nútí- mann - því verðum við að fara ýmsar millileiðir eins og nágrann- aþjóðir okkar gera. Það skiptir t.d. miklu að opin- berir aðilar taki ekki erlenda vöru fram yfir innlenda. Þetta hefur lengi verið viðurkennt sjónarmið hjá hinu opinbera, en menn eru mjög farnir að horfa fram hjá því seinni misserin. Það sem ekki fer síst fyrir brjóstið á manni er það, hve embættismenn láta auðveldlega blekkjast af skrumi erlendra sölumanna sem borið er fram í litfögrum bókum. Einnig það að sendinefndir fara í skoðunarferðir í boði hins er- lenda framleiðenda til að kynnast framleiðslunni “í réttu umhverfi" eins og sagt er. Væri ekki ráð fyrir heiðarlega embættismenn að leita til sam- taka framleiðenda um samstarf um útboð fyrir íslenskan iðnað, þar sem samtökum framleiðenda yrði einnig boðið að fylgjast með úrvinnslu gagna? Okkur er þjóð- arnauðsyn að breyta vinnu- brögðum í þessum málum. Kristbjörn Árnason er formaður Samtaka starfsfólks í húsgagnaiðn- aði. Hrókerað í utanríkisþjónustunni Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra hefur tilkynnt til- færslur í utanríkisþjónustunni sem í garð ganga 1. september nk. Páll Ásgeir Tryggvason, sendiherra í Bonn, verður kallað- ur heim og verður úthlutað starf í utanríkisráðuneytinu og Hjálmar W. Hannesson sendiherra tekur við stöðu Páls Ásgeirs í Bonn. Elsa Lund sökk á Breiðafirði Elsa Lund, 10 lesta vélbátur, sökk um 10 sjómílur norðaustur af Grundarfirði á laugardags- kvöld. Tveir menn voru í áhöfn bátsins og tókst þeim báðum að komast í björgunarbát. Þeim var fljótlega bjargað yfir í Hafstein frá Grundarfirði. Ekki er vitað hvað olli skipstapanum. Þar fá þjáðir líkn Á sunnudag, var vígt líkneski af heilagri Maríu við Lífslind Hellnamanna. Séra Rögnvaldur Finnbogason á Staðastað vígði líkneskið, en athöfnin var að frumkvæði eigenda og ábúenda Hellnapláss sem jafnframt gáfu líkneskið. Lífslindin sem styttan stendur við sprettur upp undan Hellnahrauni að vestanverðu í nánd við Laugabrekku, fornt grasbýli. Hellnamenn og fleiri hafa löngum lagt átrúnað á mátt lindarvatnsins. Til forna var sótt vatn í lindina til að líkna sjúkum og þótti gefast vel. Lindin hlaut guðsblessan frá hendi Guðmund- ar góða Hólabiskups sem vígði hana árið 1230. Fyrírmyndafaðir í Álafoss-peysu Háðfuglinn og leikarinn Bill Cos- by sem kunnastur er íslenskum sjónvarpsáhorfendum sem fyrir- myndarfaðir, birtist væntanlega á skjánum í haust að afloknu sumarfríi íklæddur Álafoss-peysu í stað Benetton og slíkra heims- merkja sem hann hefur klæðst undanfarna sjónvarpsvetur. í fréttabréfi Álafoss „Á prjónun- um“ segir frá því að ekki alls fyrir löngu hafi búningameistari Cos- bys karlsins heimsótt herbúðir Álafoss of Iceland í New York. Og viti menn, erindið var ekki annað en að fá lánaðar peysur til að klæða karlinn í. Hreyfing á ráðuneyti umhverfismála Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að semja frumvarp til laga um stofnun sjálfstæðs um- hverfismálaráðuneytis. Ráðgert er að ráðuneyti umhverfismála geti tekið til starfa 1. janúar n.k. Formaður nefndarinnar er Jón Sveinsson, aðstoðarmaður for- sætisráðherra. Aðrir nefndar- menn eru þau Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri, Bjarni Guð- leifsson náttúrufræðingur, Óli Þ. Guðbjartsson alþingismaður, Bryndís Bragadóttir jarðeðlis- fræðingur og Arnmundur Back- man lögfræðingur. Átak í náms- og starfsráðgjöf Menntamálaráðuneytið hefur látið þau boð út ganga að sérstakt átak verði gert til eflingar náms- og starfsráðgjöf og fræðslu á öllum skólastigum. Til þessa hef- ur slíkt nám og ráðgjöf einkum farið fram í framhaldsskólum og á háskólastigi. Samfara auknum námstækifærum og sífellt fjöl- breyttari starfstækifærum, telur ráðuneytið brýnt að efla slíka fræðslu á lægri skólastigum til þess að aðstoða nemendur við að átta sig á því hvaða námsleiðir henta þeim best svo námið verði sem markvissast. Til þess að stjórna fyrirhuguðu átaki hefur ráðuneytið ráðið Harald Finns- son skólastjóra. Hann hefur störf 1. ágúst nk. Þriðjudagur 25. júlí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.