Þjóðviljinn - 26.07.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.07.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 26. júlí 1989 128. tölublað 54. árgangur Lánsfjáröflun ríkissjóðs Tekist vonum framar Nýtt innlentlánsféríkissjóðs nemur3,9 miljörðum króna. Stefntað2,2 samkvœmtfjárlögum. MárGuðmundsson: Innlend lánsfjáröflun ráðgerð upp á4,5 miljarða. Loforð upp á400 miljónir króna íáskrift spariskírteina. Ekki hœgtað útiloka vaxtahœkkanir Margir virðast ekki átta sig á því hve vel hefur gengið að afla ríkissjóði innlends lánsfjár það sem af er árinu, sérstaklega ef ríkisvíxlarnir eru teknir með í reikninginn, sagði Már Guð- Veðurfar Regnfatnaður rifinn úf Gúmmístígvél nánast uppseld í Reykjavík. Sumarfótin seljast ekki og eru sett á útsölur Rigningin og kuldinn sem sett hefur svip sinn á Suður- og Vesturland hefur haft margvísleg áhrif. Ekki einungis á sálarlíf landans, heldur hefur þetta óskemmtilega veðurfar líka haft áhrif á sölu fatnaðar í tískuversl- unum. Útsölur eru nú í flestum versl- unum sem selja föt og skófatnað þrátt fyrir að enn sé mitt sumar. Gúmmístígvél eru nánast ófáan- leg í bænum og sumarskórnir eru allir á útsölu. Ein verslun í Reykjavík ætti þó að bera sig, en það er Regnfatabúðin sem sérhæfir sig í regnfatnaði. Margrét Árnadóttir starfsmaður í Regnfatabúðinni, sagði að salan væri gífurleg þessa dagana og hefði verið síðustu vik- ur. Þótt flestar tískuverslanir emji vegna veðurfarsins, ætti Regnfatabúðin að geta borið sig vel. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni eru líkur á svip- uðu veðri næstu daga, og því er vonlítið fyrir tískuverslanir að geta selt sumarfötin nema á út- sölum. Friðjón Magnússon hjá Veðurstofunni sagði að næstu daga yrði ríkjandi norð-vestan og norðlæg átt með tilheyrandi rign- ingum og dumbungi. En örlítil von er um sólarglætu á föstudag. ns. mundsson, efnahagsráðgjafi fjár- kvæmt fjárlögum var stefnt að málaráðherra, en 21. þessa mán- því að afla rfldssjóði lánsfjár um- aðar var ríkissjóður búinn að ná fram innlausn spariskírteina fyrir inn lánsfé af sölu spariskírteina og 2,2 milj arða króna. ríkisvíxla umfram innlausn upp á I fj árlögum var ráðgert að sel j a 3,9 miljarða króna, en sam- innlend verðbréf fyrir 5,3 milj- Gáð tll veðurs í sumarklæðum. Þrátt fyrir allan dumbunginn sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni í sumar er engin ástæða til annars en að vera bjartsýn á að betri tíð sé handan við næsta leiti. Mynd: Jim Smart. arða króna. Ekki var gert ráð fyrir sölu á ríkisvíxlum umfram innlausn, en á móti kæmi inn- lausn spariskírteina fyrir 3,1 milj- arð. í það heila tekið var ráðgert að ná inn 2,2 miljörðum króna í nýju innlendu lánsfé. Már sagði að við síðustu mán- aðamót hefði verið búið að selja spariskírteini fyrir 2,8 miljaðra og innleysa skírteini fyrir 1,3. Þannig að ríkissjóður hefði verið búinn að ná inn einum og hálfum miljarði fyrir spariskírteinin. Því til viðbótar var til 21. júlí búið að selja ríkisvíxla umfram innlausn fyrir 2,4 miljarða króna. Þannig að samtals var búið að ná inn um- fram innlausn nýju lánsfé fyrir 3,9 miljarða. - Þessu til viðbótar var búið að lofa 400 miljónum í áskrift að spariskírteinum það sem eftir er ársins þannig að samtals stöndum við núna í 4,3 miljörðum króna, sagði Már. Hann sagði þó að ljóst mætti vera að þessi staða héldist ekki á ríkisvíxlum út árið. - Lausafjár- staða bankanna er betri fýrri hluta árs en versnar þegar líður á árið. Þessu er öfugt farið hjá rík- issjóði, hallinn er meiri fyrri hluta árs en seinni hlutann. Þess vegna hafa menn viljað nota þessa ríkis- víxla til að taka tímabundin lán hjá bankakerfinu til að fjár- magna þennan árstíðabundna halla. En það er langt í frá víst að allt þetta gangi til baka, sagði Már. - Eftir síðustu áætlunum og ákvörðunum í ríkisfjármálum er sala spariskírteina og annarra verðbréfa og ríkisvíxla umfram innlausn upp á 8,3 miljarða króna. Á móti er áætlað að inn- lausn spariskírteina muni nema 3,8 miljörðum króna. Þannig að hrein innlend láns- fjáröflun sem nú er ráðgerð er 4,5 miljarðar í stað 2,2 samkvæmt fjárlögum. Eins og málum er háttað núna erum við þegar komnir með 4,3 miljarða upp í þessa 4,5. Eitthvað af þessu mun ganga til baka - hve mikið veit enginn. Því vantar þarna 200 miljónir. Á móti stendur að ríkis- sjóður mun í haust greiða 700 miljónir króna í vexti vegna inn- lausnar spariskírteina, sagði Már, en því til viðbótar er áætlað að innlausn spariskírteina muni verða 2,3 miljarðar kr. - Reynslan sýnir að það er auðveldara að selja á móti inn- lausn heldur en að afla algjörlega nýs lánsfjár. í ljósi þessara talna, svo og þeirrar staðreyndar að lausafjárstaða bankanna er núna jákvæð um 8,5 miljarða króna, er ekki með nokkru móti hægt að útiloka að ríkissjóði takist að afla þessa lánsfjár án þess að til vaxta- hækkana komi, en hins vegar er ljóst að vextirnir verða eitthvað hærri en þeir hefðu ella orðið, sagði Már. -rk Atvinnuleysi Böl sem ekki er á neinn leggjandi Oddi Erlingsson sálfrœðingur: Tengsl á milli atvinnuleysis og tíðni geðrœnna kvilla. Oddi Erlingsson sálfræðingur segir í viðtali við Þjóðviljann í dag að rannsóknir sýni að tengsl séu á milli atvinnuleysis og tíðni geð- rænna kvilla og ýmissa líkam- legra sjúkdóma. Jafnframt er at- vinnulasum hættara að falla fyrir eigin hendi en þeim sem ganga að starfi vísu. Að sögn Odda er atvinnuleysi böl sem enginn einstaklingur ætti að þurfa að upplifa. - Það eitt er víst að enginn verður samur mað- ur eftir að hafa verið atvinnulaus til lengri tíma, segir Oddi. Sjá síðu 5 Eg stæði ekki í þessu ef ég hefði ekki fulla trú á sjávarútvegin- um og þeim möguleikum sem þar eru. Eg trúi ekki öðru en að við höfum náð botninum og séum á leið uppúr þessum öldudal sem við höfum verið í. Það eru ekki ný sannindi að við stöndum og föll- um með sjávarútveginum og ég er nú bara þannig gerður að vera bjartsýnn að eðlisfari, sagði Guð- mundur Sigurðsson í Hnífsdal. Þrátt fyrir allan barlóminn í þjóðfélaginu finnast hér á landi enn þeir menn sem hafa trú á því sem þeir eru að gera án þess að vera að barma sér í tíma og ó- tíma. Svo er um Guðmund Sig- urðsson og fjölskyldu hans sem að undanförnu hafa verið stórtæk í fjárfestingum. Nýlega keyptu þau rækjutogarann Jöfur KE, 57% hlut í rækjuverksmiðjunni Meleyri á Hvammstanga og þá hefur fjölskyldan nýlega hafið rekstur hraðfrystihúss í Hnífsdal þar sem vinna 12 manns. Nú síð- ast keypti svo fjölskyldan rækju- skipið Hersi HF. frá Hafnarfirði Hnífsdalur úr öldudalnum á um 160 miljónir króna sem áður var í eigu íslenskra matvæla hf. Skipið er með 500 tonna rækjuk- vóta en bolfiskkvótinn er tæp 180 tonn miðað við þorskígildi og þar af er þorskkvótinn 122 tonn. Fyrir átti fjölskyldan veiðiskipið Sigga Sveins ÍS. Fyrir utan hann leggja fimm færabátar upp afla hjá hraðfrystihúsinu á Leiti. Að sögn Guðmundar er rekst- ur útgerðarinnar erfiður, lítill afli og enn minni kvóti, en er þó bjartsýnn á að aflinn muni fara að glæðast jafnt í rækju sem bolfiski. Síðustu daga hefur haffs lokað aðalrækjumiðunum á Dornbank- anum en núna virðist hann eitthvað vera farinn að lóna frá og eru rækjuveiðiskipin farin að reyna fyrir sér þar á nýjan leik. Til að halda verksmiðjunni gangandi á Hvammstanga hefur þurft að kaupa til framleiðslunn- ar um 430 tonn af norskri rækju vegna aflatregðunnar á miðun- um. Guðmundur sagði að rækju- aflinn hefði verið einmuna lé- legur í júní en virtist eitthvað vera farinn að glæðast síðustu daga. - Þessi efnahagsumræða virðist rugla alla í ríminu en auðvitað er það ekki uppörvandi fyrir þá að- ila sem hafa rekið fyrirtæki sín með bullandi tapi allt síðasta ár að rétta úr kútnum í dag. Fyrir mér er þorskurinn allvega meira virði en ríkisskuldabréf og af þeim sökum hef ég frekar fjárfest f skipum, verksmiðju og litlu hraðfrystihúsi en þeim,“ sagði Guðmundur Sigurðsson. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.