Þjóðviljinn - 27.07.1989, Side 1

Þjóðviljinn - 27.07.1989, Side 1
Fimmtudagur 27. júlí 1989 129. tölublað 54. árgangur Akureyri Atvinnuhorfur dökkar SigurðurP. Sigmundsson: Fjárhagsstaðafyrirtœkja verri en ífyrra. Kvótinn hjá ÚtgerðarfélagiAkureyrar búinn íoktóber. Unglingum sagt upp sumarvinnu Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróun- arféiags Eyjafjarðar, segir augljóst af könnun sem hann stóð fyrir, að fjárhagsstaða fyrirtækja á Akureyri sé yfirleitt verri en í júní í fyrra. Helsta áhygjuefni Akureyringa sé að kvóti skipa Út- gerðarfélags Akureyrar verði að öllum líkindum uppurinn í októ- ber. Hjá ÚA vinna 400 manns þannig að kvótaleysi gæti komið illa við atvinnulíf á Akureyri. ÚA hefur þegar sagt upp unglingum sem ráðnir voru í sumarvinnu í vor. Könnun Iðnþróunarfélagsins náði til 80 fyrirtækja á Akureyri og var sambærileg könnun gerð í júní í fyrra. Sigurður sagði Þjóð- viljanum að ekki virtist bjart framundan í atvinnumálunum í haust. Ástandið væri misjafnt á milli greina. Þótt flestir ætluðu ekki að bæta við sig fólki, ætluðu sumir að gera það. Oftast væri sú leið farin að ráða ekki nýja starfs- menn fyrir þá sem hætta en fyrir- tækin reyndu að komast hjá upp- sögnum. ÚA sendir þó allt sitt starfsfólk í þriggja vikna sumarfrí í næsta mánuði til að treina kvót- ann og hefur slíkt ekki átt sér stað hjá fyrirtækinu áður. Að sögn Sigurðar hafa ekki mörg fyrirtæki lent í gjaldþroti á Akureyri. Fyrirtækin væru frekar traust og þess vegna ætti sér ekki stað bylgja gjaldþrota eins og fyrir sunnan. Menn væru varkár- ari í stofnun nýrra fyrirtækja og þau sem fyrir væru stæðu á traustum grunni. Af þessum sökum sagði Sigurður skipta miklu máli hvað væri að gerast hjá þessum fyrirtækjum. „Atvinnuástand annarsstaðar í Eyjafirði er all þokkalegt,“ sagði Sigurður. Ágætt ástand væri t.a.m. á Dalvík og allt horfði til betri vegar á Ólafsfirði eftir að nýja frystihúsið, Frystihús Ól- afsfjarðar, tók til starfa fyrir skömmu. Viss vandi hefði verið á Grenivík en nýr bátur til staðar- ins hefði bætt úr því. Sigurður sagði mun betra ástand ríkja al- mennt á Eyjafjarðarsvæðinu en á svæðunum austan- og vestan- megin við það. -hmp Sjá síðu 5 Húsnœði öryrkja Dauðagildra Félagsmálastofnun útvegar öryrkjum húsnœði með stórhœttulegri verönd. Sannkölluð dauðagildra Ihúsnæði að Vatnsstíg 11 í Reykjavík, sem borgin leigir og framleigir svo til öryrkja, er ver- önd á þriðju hæð sem er hreint stórhættuleg. Handrið sem var á veröndinni, var fyrir nokkrum mánuðum brotið af og nú er ekk- ert til varnar. Það myndi enginn lifa af fall af þessari verönd. íbúar í húsinu eru allir öryrkjar og reyndar eiga allir nema einn við andlega vanheilsu að stríða. Sumir eru einnig drykkjumenn, þannig að mikið af óreglufólki er á þvælingi um húsið, og það þyrfti ekki að spyrja að leikslokum ef einhver þeirra færi út á verönd- ina. Einn íbúi hússins sem Þjóðvilj- inn ræddi við, sagði að þegar hann hefði flutt inn fyrir nokkr- um árum, hefði læknir sinn sagt sér að engin óregla og ekkert ónæði væri í húsinu. Annað hefði komið á daginn, því langflestir íbúamir væm atvinnulausir og ættu við alvarlega andlega sjúk- dóma að stríða, auk þess sem sumir væm drykkjumenn. Fyrir slíkt fólk væri þessi verönd dauðagildra. ns. Ólafsfjörður Fjánnagnið streymir suður ÞorsteinnÞorvaldsson: Sjómenn hérgreiddu 32 miljónir króna í iðgjöld til Lífeyrissjóðs sjómanna á síðasta ári sem alltfór suður Asíðasta ári greiddu sjómenn hér hvorki meira né minna en 32 miljónir króna í iðgjöld til Líf- Á myndinni sést af veröndinni og niður. Það myndi enginn lifa af fall af þessari verönd. Mynd: Jim Smart. eyrissjóðs sjómanna sem ávax- taður er í Landsbankanum í Reykjavík og á móti lánaði sjóð- urinn hingað um 500 þúsund krónur. Auk þess eru hér 2-3 ein- staklingar sem fá lífeyri úr sjóðn- um,“ sagði Þorsteinn Þorvalds- son sparisjóðsstjóri á Ólafsfirði. Megn óánægja er meðal íbúa á ólafsfirði sem og á Dalvík yfir gegndarlausum fjármagnsflutn- ingum þaðan og suður til Reykja- víkur án þess að þeir fái nokkuð af því til baka. Á Dalvík hafa að undanförnu gengið undirskrift- arlistar til stuðnings því að stofn- aður verði lífeyrissjóður í bænum og hið sama átti sér stað á Ólafs- firði fyrir ári. Þegar Húsnæðis- stofnun ákvað lánveitingar til byggingar félagslegra íbúða á dögunum urðu Olafsfirðingar út- undan og þá fékk hugmyndin um stofnun lífeyrissjóðs byr undir báða vængi á nýjan leik. Að sögn Þorsteins Þorvalds- sonar er sú nauðsyn alveg borð- liggjandi að stofna sameiginlegan lífeyrissjóð fyrir íbúa á Dalvík og í Ólafsfirði því ekki verður unað öllu lengur þessum gegndarlausu fjármagnsflutningum suður á höfuðborgarsvæðið til þess eins að efla uppbyggingu þar á meðan greiðendur nyrðra fá ekkert til baka. Reynt hefur verið án ár- angurs til þessa að fá stjórn Líf- eyrissjóðs sjómanna til að ávaxta lífeyrisiðgjöldin heima í héraði en að sögn Þorsteins hefur við- kvæðið ávallt verið hið sama: Við skiptum bara við Landsbanka ís- lands. -grh Þórshöfn Loðnuveiðar boðnar út? JóhannA.Jónsson: Verðum að nýta þessa auðlind á sem hagkvœmastan hátt en ekki að viðhalda rándýrri útgerð. Skiptir engu hvort loðna er veidd með innlendum eða erlendum skipum Eg sé ekki annað í stöðunni eins og hún er í dag en að bjóða hreinlega loðnuveiðarnar út og þá verður þeim tilboðum tekið sem hagkvæmust verða. Skiptir þá engu hvort veiðiskipin verða innlend eða erlend. Það sem skiptir máli er að nýta þessa auð- lind sem hagkvæmast en ekki að viðhalda rándýrri útgerð þótt innlend sé,“ sagði Jóhann A. Jónsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Þórshafnar. Eins og fram hefur komið treysta útgerðarmenn loðnuskipa sér ekki til að hefja loðnuveiðar um þessar mundir sökum þess hve loðnan er langt frá landi og eins þykir þeim það verð sem verksmiðjumar bjóða svo lágt að það svari ekki kostnaði að láta úr höfn. í upphafi vertíðar er loðnu- kvótinn um 900 þúsund tonn og þar af mega íslendingar veiða um 600 þúsund tonn. Mismunurinn kemur í hlut Norðmanna og Grænlendinga. Þeir síðastnefndu hafa selt veiðiréttinn til EB og Færeyinga en höfnuðu tilboði ís- lenskra útvegsmanna í græn- lenska kvótann. Loðnuverksmiðjan á Þórshöfn er í eigu Hraðfrystihússins og sveitarfélagsins og þykir heima- mönnum það heldur súrt í broti að hún skuli ekki vera komin í gagnið eingöngu vegna sér- hagsmuna útgerðarmanna. Fyrir íbúana skiptir það hins vegar afar miklu máli að loðnuvertíðin hefj- ist sem fyrst með tilheyrandi verðmætasköpun sem henni fylg- ir í stað þess að bíða svo og svo lengi eftir að einhverjum utanað- komandi þyki sér henta að byrja. En sjálfir eiga þeir ekki skip til veiðanna. _grh Vesturbœr Grútarfýla fyllti öll vit Á mánudaginn kom gat á lifr- argrútartank hjá Lýsi hf. á Grandavegi með þeim afleiðing- um að illa lyktandi innihaldið lak út og megn óiykt gaus upp. íbúar í nágrenni verksmiðjunnar fóru ekki varhluta af loftmenguninni og varð fólk að halda fyrir neflð utandyra og loka öllum gluggum hýbýla sinna seinni part mánu- dagsins. í gærmorgun var lyktin mun minni og að sögn Ágústs Ein- arssonar framkvæmdarstjóra var lokið við að hreinsa upp lifrar- grútinn í gær og ætti því öll lykt að vera horfln núna. - Þetta hefur ekki komið fyrir hjá okkur áður að svona tankur hafi skemmst en um þessar mundir hafa staðið yfir tilraunir hjá okkur með varðveislu lifrar- grúts með maurasýru. Það er al- veg rétt að lyktin var hræðileg. Ég varð að halda ilmvatni að vit- um mér til að geta komist í gegn- um verksmiðjuna, sagði Ágúst. iÞ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.