Þjóðviljinn - 27.07.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.07.1989, Blaðsíða 5
Atvinnuleysi Æ fleiri leita fjárhagsaðstoðar Félagsmálastofnanir uppiskroppa með fé tilfjárhagsaðstoðar við einstaklinga. Samdóma álitað miklufleiri en áður leiti á náðir félagsmálastofnana Fimmtudagur 27. julí 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Dropinn holar steininn Félagsmálastofnanir í stærstu bæjum landsins sjá fram á að þurfa að herja út aukafjárveitingu hjá bæjaryfirvöldum til að geta veitt sívaxandi fjölda skjólstæðinga einhverja úrlausn. Það er samdóma álit talsmanna þeirra félagsmálastofnana sem Þjóðviljinn ræddi við í gær, að mun fleiri leiti nú aðstoðar vegna fjárhagserfiðleika en undanfarin ár. Ástæðurnar má að stærstum hluta rekja til mikils samdráttar á vinnumarkaði. Reykjavík Sveinn Ragnarsson, félags- málastjóri Reykjavíkur: Höf- um fengið aukafjárveitingu tii að geta veitt sívaxandi fjölda skjólstæðinga einhverja lausn. - Við höfum þegar fengið 48 miljóna króna aukafjárveitingu frá borginni til að geta sinnt auknum fjölda beiðna frá ein- staklingum um fjárhagsaðstoð. Við vitum ekki enn hvort þessi aukafjárveiting kemur til með að duga út árið, sagði Sveinn Ragn- arsson, félagsmálastjóri Reykja- víkurborgar. Samkvæmt upplýsingum Sveins fjölgaði skjólstæðingum Félagsmálastofnunar fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra úr 1291 í 1534, sem er tæplega 19% aukning. Hvað heildarupphæð veittrar fjárhagsaðstoðar fyrstu sex mán- uði ársins áhrærir, hefur Fél- agsmálastofnun greitt út í ár rúm- ar 100 miljónir króna, en á sama tíma í fyrra 60 miljónir, sem er 67 prósent aukning milli ára. Sveinn sagði fjárþurrð stofn- unarinnar núna stafa öðrum þræði af því að ekki hefði verið tekið nægjanlegt tillit til verð- lagsþróunar í fjárveitingum borg- arinnar til stofnunarinnar. Hin- um þræðinum mætti rekja aukna fjárþörf til aukins fjölda skjól- stæðinga - aukningar sem ekki hefði verið hægt að sjá fyrir. - Það er vel hægt að leiða get- um að því af hverju þessi fjölgun skjólstæðinga stofnunarinnar stafar, sagði Sveinn. - Fyrir það fyrsta er mun erfiðara ástand á vinnumarkaði en um langt árabil og í ofanálag hefur einnig orðið kjararýrnun, svo sem vegna minni aukavinnu, sem gerir það að verkum að fólk á í erfiðleikum með að láta enda ná saman. Kópavogur Bragi Guðbrandsson, fé- lagsmálastjóri Kópavogi: 72 prósent af fjárhagsáætlun þegar upp urin. Ef fram fer sem horfir mun aðstoð við ein- staklinga nær tvöfaldast mið- að við áætlanir - Síðustu mánuði hefur fjöldi þeirra sem leitar til okkar vegna fjárhagserfiðleika farið vaxandi - því er ekki að leyna. Það er alveg ljóst að atvinnuleysi er snar þátt- ur í vanda mjög margra og þá einkum þeirra sem teljast til sk. jaðarhóps á vinnumarkaði. Fólks með skerta starfsorkú í einni mynd eða annarri og kvenna og eldra fólks, sagði Bragi Guð- brandsson, félagsmálastjóri Kóp- avogs. Bragi sagði að dæmi væru til þess að fólk væri að missa húsn- æði í kjölfar atvinnumissis. - Vissulega ber alltaf eitthvað á því, en erfitt er að segja nákvæm- lega til um það hvort meira ber á þessu nú en í annan tíma. - Það er staðreynd að þegar harðnar á dalnum í atvinnulegu tilliti, lendir fólk í erfiðleikum vegna húsnæðiskaupa sem og með að standa í skilum með greiðslur af húsaleigu. Bragi sagðist ekki hafa hand- bærar tölur um fjölda nýrra mála það sem af væri af árinu. - Hins vegar er ljóst að með hliðsjón af þeim fjárveitingum sem við fáum til fjárhagsaðstoðar er miklu meira um úthlutanir núna en á sama tíma í fyrra, sagði Bragi, en Félagsmálastofnun Kópavogs hefur þegar beðið bæjaryfirvöld um aukafjárveitingu. Bragi sagði að strax 1. júní sl. hefði stofnunin verið búin að nota ríflega 60 prósent af heildarfjárveitingu ársins og 1. þessa mánaðar hefðu 72 prósent verið búin af fjárhagsáætlun, sem væri óvanalega hátt hlutfall. - Þetta segir okkur það að klár- lega er um fjölgun að ræða, en hver hún er nákvæmlega get ég ekki að svo stöddu sagt til um. Samkvæmt fjárhagsáætlun fékk stofnunin 14 miljónir króna til fjárhagsaðstoðar við einstak- linga. Fyrstu sex mánuði ársins Bragi Guðbrandsson, félagsmálastjóri í Kópavogi: Þvíerekki að leyna að þeim hefur mikið fjölgað sem leita fjárhjagslegrar aðstoðar hjá Félagsmálastofnun. Ástandi á vinnumarkaði helst um að kenna. var búið að greiða út 10 miljónir. - Ef fram fer sem horfir mun fjár- hagsaðstoðin hátt í tvöfaldast miðað við áætlun, sem bendir til stórfelldrar fjölgunar, sagði Bragi, - þannig að það er ljóst að það eru jnun fleiri núna sem þurfa aðstoðar við en áður. Bragi sagði að fleira kæmi til en atvinnuleysi sem stuðlaði að þessari aukningu, s.s. minna framboð yfirvinnu og samdráttur í aukatekjum. - Einnig kemur þarna til að viss kjararýrnum hef- ur átt sér stað. Eg held að það verði ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að fólki gengur verr en áður að láta enda ná saman, sagði Bragi. Akureyri Guðrún Sigurðardóttir, fé- lagsráðgjafi: Þunginn en meiri en venjulega. Meira gengið en venjulega á það ráð- stöfnunarfé sem við höfum til fjárhagsaðstoðar við einstak- linga. Verður metið hvort far- ið verður fram á aukafjár- veitingu - Sú staða er reyndar hér líka að félagsmálastofnun hefur gengið meira á ráðstöfunarfé sem ætlað er til fjárhagsaðstoðar við einstaklinga heldur en reiknað hafði verið með. Það var þegar fyrirséð í vor að það ráðstöfu- narfé sem stofnunin hefur til utn- ráða til fjárhagsaðstoðar var meira uppétið en venjulega, sagði Guðrún Sigurðardóttir, fél- agsráðgjafi hjá Félagsmálastofn- un Akureyrarbæjar. Guðrún sagði að yfirleitt drægi úr veittri fjárhagsaðstoð yfir sumartímann, þannig að ákveðið hefði verið að bíða átekta fram í ágúst og meta þá hvort fara þyrfti fram á aukafjárveitingu í haust svo hægt væri að sinna þeim beiðnum sem stofnuninni bærust. - Það er töluvert um það að fólk leiti til okkar vegna erfið- leika sökum atvinnumissis. Yfir- leitt er ekki um það að ræða að fólk hafi verið atvinnulaust mjög lengi, sagði Guðrún. Guðrún sagðist ekki hafa að svo stöddu neinn samanburð við fyrri tíma um fjölda þeirra sem leituðu ásjár hjá stofnuninni vegna fjárhagserfiðleika. - Hins vegar er alveg ljóst að þunginn er mun meiri núna en endranær, sagði Guðrún. -rk Herra ritstjóri Eftir atvikum þykir mér rétt að fara fáeinum orðum um lítt merka forsíðufrétt blaðs yðar nú í morgun, þar sem fyrirsögnin er með stóru letri og hljóðar þannig: Staða SÍS-húsanna verri. í sjálfri fréttinni, sem er með smærra letri, er fullyrðing fyrirsagnarinn- ar borin til baka af þeim eina manni, sem leitað er upplýsinga hjá, Jóhanni Antonssyni stjórnarmanns í atvinnutrygg- ingasjóði. Hins vegar er fyrirsögning höfð eftir ónefndum „áhrifamanni í fiskvinnslunni". Blað yðar hefur með öðrum orðum tekið að sér að koma á framfæri einhverju sem einhver, sem ekki vill láta nafns síns getið, telur sér henta að breiða út, og skiptir þá engu hvort farið er með rétt mál eða ekki. í leiðara þessa sama eintaks af blaði yðar stendur þetta: Þó er eitt enn verra en sú þreyta (pólit- ísk þreyta ríkisstjórnarinnar ÁB.), en það er að gefast upp við allt saman - því að það þýðir ekki annað en að bent sé á Sjálfstæðis- flokkinn að taka við“. I leiðaran- um kemur fram að blaðinu þyki það góður kostur að Sjáifstæðis- flokkurinn taki við stjórnartaum- unum, sá flokkur hafi ekki merki- legri lausnir fram að færa, en dafni hins vegar vel í skoðana- könnunum. Ekki verður lagður dómur á það hvort betra sé að þessi eða hinn fari með völdin hér á landi. En ef Þjóðviljanum er kappsmál að halda einhverjum frá völdum ætti hann að tíðka önnur vinnu- brögð en þau, sem hann hefur stundað um langt skeið. Skoðanakannanir endurspegla viðhorf almennings til þess sem spurt er um hverju sinni. Þegar fjallað er um hæfni til að stjórna er matið m.a. byggt á þeim upp- lýsingum sem blað yðar veitir. Fyrirsögnin sem hér hefur verið fjallað um þjónar því engum til- gangi öðrum en að vera framlag blaðs yðar til góðs gengis Sjálf- stæðisflokksins í skoðanakönn- unum. Það hefur líka vafalítið verið tilgangur hins ónefnda „áhrifamanns í fiskvinnslunni“. Virðingarfyllst, f.h. Félags Sambandsfiskfram- leiðenda Arni Benediktsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.