Þjóðviljinn - 01.08.1989, Side 1

Þjóðviljinn - 01.08.1989, Side 1
Þriðjudagur 1. ágúst 1989 131. tölublað 54. árgangur Verslunar- og skrifsíofuhúsnœði Ofgnótt húsnæðis til leigu Gífurlegt framboð er í Reykja- vík á verslunar- og skrifstofu- húsnæði til leigu. Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn fékk hjá fasteignasölum rekur menn á þeim bæ ekki minni til annars eins. Almennt virðast menn sammála um að mikið meira sé til af verslunar- og skrif- stofuhúsnæði í borginni en þörf viðist vera fyrir. Á undanförnum árum hafi verið gífulega mikið byggt og meira en jafnvel góðu hófi gegni. Þá ofgnótt sem er af slíku húsnæði til leigu megi rekja til samdráttarins sem orðið hefur í verslun og þjónustu að undan- förnu. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar hefur verið tals- verður samdráttur í byggingu verslunar- og skrifstofuhúsnæðis þótt enn sé byggt. Reiknað er með að í ár verði fjárfestingar til byggingar nýs verslunar- og skrif- stofuhúsnæðis og skylds húsnæð- is um 15% af hundraði minni en fyrir ári, en þá nam samdráttur- inn einnig sama hundraðshluta að áætlað er. Hins vegar varð stóra stökkið í nýbyggingu hús- Mikið rnagn verslunar- og skrifstofuhúsnœðis til leigu. Endurspeglar samdrúttinn í verslun að undanförnu. Verslunar- og skrifstofuhúsnœði jókstað gólffleti íReykjavík um 49.000 m2 d dri 1984-1987. Aukningin ú milli dra 1975-1984 aðeins 14.500 m2 næðis undir verslunar- og skrif- stofurekstur á milli áranna 1987 og 1986, eða heil 54%, - langt umfram aukninguna milli áranna 1986 og 1985 en þá nam aukning- in um 9%. Seyðisfjörður Enn beðið eftir svari Framtíð Fiskvinnslunnar hf. í h 'óndum Hlutafjár- sjóðs. Framkvœmdastjór- inn: Bjartsýnn um aðstoð þar til annað kemur í Ijós Þjóðhagsstofnun hefur áætlað að fjárfestingar til nýbygginga í ár muni nema 4630 miljónum króna en í fyrra námu fjárfestingar í þessu skyni 4520 miljónum á verðlagi þess árs. Á árinu 1987 þegar mest var byggt af verlsunar- og skrifstofuhúsnæði var heildarfjárfestingin 4770 miljónir króna. Ljóst er að stærstur hluti fjár- festinga í nýju verslunar- og skrif- stofuhúsnæði hefur á undanförn- um árum verið á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Þannig jókst gólf - flötur verslunar- og skrifstofuhús- næðis í Reykjavík á árunum 1984 til 1987 um 49.000 ferm'etra að jafnaði á ári, en á árunum 1974 til 1984 var aukningin ekki nema um 14.500 fermetrar á ári. Samkvæmt upplýsingum fast- eignasala hefur leiga fyrir verslunar- og skrifstofuhúsnæði lækkað talsvert upp á síðkastið, sem þeir segja bera glöggt vitni um það offramboð sem er á hús- næði til slíkra nota. -rk Hvarvetna sem borið er niður í Reykjavík ber að líta sömu útstill- ingarnar í gluggum verslunar- og skrifstofuhúsnæðis sem stendur autt: Til leigu. Mynd Jim Smart. Skattar 4 milljarðar sendir í pósti Þeir sem eiga innifá greitt ídag. 5000 manns greiða hœrra þrep eignaskatts. Skattbyrði einstaklinga 1 % hœrri en í fyrra - Við höfum ekki ennþá fengið svar frá stjórn Hlutafjársjóðs um aðstoð til fjárhagslegrar endur- skipulagningar fyrirtækisins en á meðan okkur hefur ekki verið neitað er ekki um annað að ræða en að vera bjartsýnn þar til annað kemur í Ijós, sagði Adolf Guð- mundsson framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar hf. Stjórn fyrirtækisins sötti um aðstoð frá Atvinnutryggingar- sjóði útflutningsgreina í nóvem- ber í fyrra en þeirri umsókn var hafnað. Síðan hafa málefni fyrir- tækisins verið í höndum Hluta- fjársjóðs en án árangurs hingað til. Að sögn Adolfs Guðmunds- sonar hefur þessi óvissa valdið stjórn fyrirtækisins vissum erfið- leikum þar sem ekki hefur verið hægt að áætla neitt fram í tímann heldur aðeins frá degi til dags. Það sem af er árinu hefur ekki fallið niður dagur í vinnslunni en á síðasta ári nam tap fyrirtækisins um 7% af veltu þess. Verið er að vinna að milliuppgjöri reksturs- ins fyrstu 6 - 7 mánuði ársins og sagðist Adolf hafa það á tilfinn- ingunni að ástandið hefði lítið skánað. Kvótamál þeirra Seyðfirðinga standa illa sem og annarra um þessar mundir og er lítið eftir af honum. Þó er búist við að hann muni duga fram eftir hausti þegar sfldveiðar hefjast. -grh Aannað hundrað þúsund ávfs- anir eru nú í pósti frá skatta- yfirvöldum upp á samtals um 4 milljarða króna. Ávísanirnar eru vegna endurgreiðslna á of- greiddum sköttum, barnabóta, barnabótaauka og húsnæðisbóta. Þeir sem fá endurgreitt frá skatt- inum fá greitt út í dag en þcir sem skulda skattinum greiða skuld sína með jöfnum afborgunum fram að áramótum. Tekjur ríkis- sjóðs af eignaskatti eru helmingi meiri í ár en í fyrra og greiða um 5000 manns eignaskatt eftir hærra skattþrepi. í tilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu kemur fram að 3,3 milljarðar séu ógreiddir í tekj- uskatt. Ríkissjóður mun hins vegar endurgreiða 2,3 milljarða til baka vegna ofgreidds tekju- skatts, vegna þess að áætlanir hafa verið of háar eða ýmis frá- dráttarliðir hafa lækkað álagn- inguna. Ríkið greiðir samtals á þessu ári 3,7 milljarða til barna- fólks, í gegnum barnabætur og barnabótaauka. Heildarálagning tekjuskatts vegna tekna á árinu 1988 er 15 milljarðar króna. Um 12 milljarðar hafa þegar verið inn- heimtir. Skattbyrði einstaklinga hefur hækkað um 1%. Hlutur ríkisskattanna af þessari hækkun er0,8% en um síðustu áramót var skatthlutfallið hækkað úr28,5% í 30,8%. Auknar endurgreiðslur í gegnum barnabætur og betri nýt- ing persónuafsláttar dregur hins vegar úr þessari hækkun og veld- ur því að skattbyrðin eykst aðeins um 0,8% Skatthlutfall útsvars hækkaði um 0,24% og kemur sú hækkun að fullu fram til hækkun- ar skattbyrði. Álagður eignaskattur fyrir síð- asta ár nemur 1,4 milljörðum króna, þegar frá hefur verið dreg- inn persónuafsláttur, 280 milljónir króna, sem nýtist til greiðslu eignaskatts. í fyrra var eignaskattsálagningin 640 milljónir króna og hefur álagn- ingin því meira en tvöfaldast. Stærsti skýringarþáttur hækkun- arinnar er breyting á álagningar- prósentunni, sem var hækkuð úr 0,95% í 1,2% og lögð á í tveimur þrepum. Alls greiða 51 þúsund einstaklingar eignaskatt en 5000 einstaklingar greiða eftir hærra þrepi. Fyrirtæki greiða nú tekjuskatt upp á 3,7 milljarða á móti 2,7 milljörðum áður. Fjármálaráðu- neytið segir að taka beri þessar tölur varlega, þar sem meira er um áætlanir nú en í fyrra. Áætlað er að innheimta rúman milljarð í eignaskatt af fyrirtækjum á þessu ári, sem er 43% hækkun frá fyrra ári. Mestan hluta hækkunarinnar má rekja til hækkunar á inn- heimtuprósentu. Breytingarnar liggja einnig í hækkun á skatt- hlutfalli á skrifstofu og verslunar- húsnæði en sá skattur hækkar um 63% á milli ára, úr 214 milljónum í 349 milljónir. -hmp Skattar Aðalverktakar tróna efstir Alagningarskrár frá Skattstofu Reykjavíkur og skattstjóran- um í Reykjanesumdæmi eru komnar út, og upplýsingar úr þeim áhugaverðar sem fyrr. Sem fyrr eru það íslenskir Aðalverk- takar sf. sem eru langhæstir, og það á ekkert fyrirtæki möguleika í þá. íslenskir Aðalverktakar sf. greiða 516.376.552 krónur, en Landsbankinn sem er hæstur í Reykjavík greiðir 182.072.539 krónur. Næst á eftir Landsbank- anum kemur Eimskipafélag ís- lands hf. með 172.463.911 krónur og svo er Búnaðarbanki íslands með 172.030.021 krónur. Á Reykjanesi kemur Sparisjóður Hafnarfjarðar á eftir Aðalverk- tökunum með 45.352.416 krónur og í þriðja sæti er bandaríski her- inn á Keflavíkurflugvelli með 42.836.111 krónur. Álagning á einstaklinga í Reykjavík er alls tæpir tólf milj- arðar og tveir einstaklingar eru langhæstir. Það eru þeir Þorvald- ur Guðmundsson í Sfld og fisk með 24.847.381 krónur og Vald- imar Jóhannsson bókaútgefandi með 22.736.430 krónur. Þriðji er Sigurður Guðni Jónsson lyfsali með 8.067.703 krónur, og fjórði er Sigurður Valdimarsson bank- aritari með 8.000.627 krónur. Þess má geta að fjáraflamaðurinn Herluf Clausen er „aðeins“ með 5.002.619 krónur. Á Reykjanesi er heildarálagn- ing á einstaklinga tæplega sjö og hálfur miljarður og gjaldahæstu einstaklingar þar eru Sverrir Þór- oddsson, eigandi samnefnds flugfélags með 7.160.060 krónur, Benedikt Sigurðsson lyfsali með 6.519.698 krónur og þriðji er Matthías Ingibergsson lyfsali með 5.931.014 krónur. Þau sveitarfélög á Reykjanesi sem eru með hæst álagningargjöld eru Garðabær, Seltjarnarnes og Bessastaðahreppur. ns.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.