Þjóðviljinn - 02.08.1989, Side 1

Þjóðviljinn - 02.08.1989, Side 1
Miðvikudagur 2. ágúst 1989 132. tölublað 54. árgangur Söluskattur Hagvirki alveg sér á Jónas Frímannsson, Istaki: Hvarflaði ekki annað að okkur en að við þyrftum aðgreiða söluskatt af virkjanaframkvœmdum. Reglugerðin skýr um þetta efni. Lögin má hins vegar túlka á ýmsa vegu ef vilji er til Forráðamenn Hagvirkis virð- ast einir um þá túlkun að verktakafyrirtækjum beri ekki að greiða söluskatt af vinnu með vinnuvélum við virkjanafram- kvæmdir á fyrri hluta þessa ára- tugar. Þeir Hagvirkismenn hafa haldið því fram að þeir hafi verið Grœnfriðungar Láta af mótmælum Munu grípa til að- gerða aftur efhval- veiðar hefjast á ný, jafnvel þóttAlþjóða hvalveiðiráðið sam- þykki þœr. Vonast eftirgóðu samstarfi við Islendinga á öðr- um sviðum Grænfriðungar hafa ákveðið að láta af baráttu sinni gegn sölu íslenskra fiskafurða erlendis þar sem Islendingar eru hættir hval- veiðum. Samtökin munu nú senda þeim fyrirtækjum sem hætt hafa viðskiptum sínum við ís- lendinga þeirra vegna bréf þar sem greint verður frá þessari ákvörðun. Grænfriðungar segjast munu grípa til aðgerða aftur ef íslend- ingar byrja að veiða hvali á ný jafnvel þó slíkt yrði gert með samþykki Alþjóða hvalveiðiráðs- ins. Hins vegar vonast þeir til þess að til slíks þurfi ekki að koma og jafnframt að í framtíð- inni geti þeir átt gott samstarf við íslendinga í baráttunni gegn eyðileggingu náttúruauðlinda og mengun. Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi sem Grænfriðungar héldu á Hót- el Borg í gær þar sem Peter Melc- hett framkvæmdastjóri samtak- anna í Bretlandi og Campell Plowden yfirmaður herferðar- innar gegn hvalveiðum í Banda- ríkjunum kynntu þessa ákvörðun samtakanna. Hvalveiðum íslendinga í vís- indaskyni lauk í síðasta mánuði og veiðar munu ekki hefjast á ný fyrr en í fyrsta lagi árið 1991 eftir að Alþjóða hvalveiðiráðið hefur endurskoðað stefnu sína í þessum málum. Á fundinum kom fram að þótt hvalveiðiráðið muni sam- þykkja það að veiðar hefjist á ný sjá Grænfriðungar ekki ástæðu til að breyta sinni afstöðu í fyrir- sjáanlegri framtíð. - Þetta er ekki bara spurning um fjölda hvala í hafinu heldur líka á hvern hátt unnt er að hafa stjórn á veiðunum. Reynslan sýnir að veiði á hvölum hefur alltaf leitt til ofveiði og við höfum enga ástæðu til að ætla að öðruvísi muni fara ef þær verða leyfðar á ný, sagi Peter Melchett. iþ alls grandalausir og því hafi þeir ekki reiknað með söluskatti í þeim verksamningum sem þeir hafl gert í sambandi við fram- kvæmdir við Sultartanga og Kvíslárveitu og því aldrei inn- heimt söluskattinn af verkkaupa. Athygli vekur hins vegar að Niðurskurður í opinberum út- gjöldum um 4% kcmur niður á skólakerfinu eins og öðrum op- inberum stofnunum. Mennta- málaráðuneytið sendi fræðslu- skrifstofum og skólastjórum bréf um tillögur til sparnaðar, en gaf þeim að nokkru leyti frjálsar hendur og það er mjög misjafnt hvernig niðurskurðurinn kemur út í einstökum skólum. Að sögn Guðrúnar Ágústs- dóttur aðstoðarmanns mennta- málaráðherra, heyrðust miklar mótmælaraddir þegar niður- skurðurinn var ákveðinn, en þetta var ákvörðun Alþingis og kemur jafnt niður á öllum. Menntamálaráðuneytið hefur lagt áherslu á að halda inni svo- kölluðum þróunarverkefnum, og reynt hefur verið að móta nýja verktakasamsteypan Frostvirki sem staðið hefur að ýmsum verk- þáttum í virkjanaframkvæmdum á Suðurlandi á undanförnum árum innheimti fullan söluskatt af sínum verkum. Að sögn Jónasar Frímanns- stefnu í skólamálum sem m.a. birtist í auknu sjálfstæði skólanna og meiri aðild kennara og for- eldra að framkvæmd skólamála. Þess vegna er skólum það nokk- uð í sjálfsvald sett hvernig þeir hyggjast spara. Guðmundur Magnússon fræðslustjóri í Austurlandsum- dæmi, sagði í samtali við Þjóðvilj- ann að ekki væri alveg frágengið í hverju sparnaðurinn á að felast, en það væru mörg atriði sem þyrfti að athuga, og þeirra á með- al væru íþróttagreinar. Að sögn Björns Jónssonar skólastjóra Hagaskóla í Reykja- vík, þarf að fækka einum tíma á viku í hverjum aldursflokki og eftir mikla umhugsun var ákveð- ið að taka þá tíma af samfélags- og raungreinum. Kjarnagrein- sonar, aðstoðarframkvæmda- stjóra verktakafyrirtækisins ís- taks, en fyrirtækið var aðili að Frostverki er m.a. sá um fram- kvæmdir við Hrauneyjarfoss- virkjun á árunum 1979 til 1982, hvarflaði aldrei annað að mönnum á þeim bæ en að standa arnar svokölluðu, enska, danska, íslenska og stærðfræði komu ekki til greina í niðurskurði. Ekki heldur verklegar greinar sem þegar væru afar vanræktar, og ekki hægt að skerða þær meira. í Háskóla íslands verður niðurskurðinum mætt með niður- fellingu á valnámskeiðum að mestu Ieyti, en skyldunámskeið verða flest kennd. Að sögn Gunnlaugs Jónssonar fjármála- stjóra H.í. er það þó misjafnt eftir deildum. Mjög erfitt er að fella niður skyldunámskeið þar sem það getur tafið fólk í námi um heilt ár. Einnig hefur það skil- yrði verið sett að lágmarksfjöldi í námskeiði skuli vera 6 nemend- ur. Ef sá fjöldi næst ekki fellur námskeiðið niður. ns. parti þyrfti skil af söluskatti við virkj- anaframkvæmdirnar. - Samkvæmt reglugerðar- ákvæðinu leikur enginn vafi á því að það beri að greiða söluskatt af vinnu með vinnuvélar. Hins veg- ar geta menn tekið lögin og lagt út af þeim á annan hátt en reglu- gerðinni ef menn vilja, sagði Jón- as. - Ég veit ekki hvort það eigi að nefna þetta forsjálni hjá okkur eða áræðni hjá öðrum. Ég vil ekki leggja dóm á það, sagði Jón- as aðspurður um mismunandi túlkun þeirra fyrirtækja sem að Frostverki stóðu annars vegar og Hagvirkis hins vegar á lögunum og reglugerðinni. Enn hefur sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu ekki aðhafst við að innheimta meinta sölu- skattsskuld Hagvirkis vegna virkjanaframkvæmda á Suður- landi, en ákvörðunar dómsmála- og fjármálaráðuneytis um mál- efni fyrirtækisins er brátt að vænta. -rk Rokkhátið í Húnaveri Engir glæpamenn Jón ísberg sýslumaður Húnavatnssýslu: Mér líst vel á hátíðina, við erum ekki að taka á móti neinum glœpamönnum Talið er að hátíðin í Húnaveri um verslunarmannahelgina verði ein sú fjölmennasta sem haldin verður. Jón ísberg sýslumaður í Húnavatnssýslu sagði að sér litist mjög vel á hátiðina, því þarna væru að koma unglingar til að skemmta sér, en þeir væru ekki að taka á móti neinum glæpa- mönnum. Að sögn Jóns verður gæsla góð á svæðinu, því björgunar- og hjálparsveitarmenn verða hátíð- argestum til aðstoðar. Þó svo að einhverjir yrðu til vandræða, sem alltaf kæmi fyrir, bjóst Jón við góðri hátíð, því þetta yrðu eflaust allt saman ágætis unglingar þótt svartir sauðir slæddust alltaf með. Aðspurður um hvers vegna hinar frægu Húnavershátíðir sem haldnar voru í „den“ lögðust nið- ur, sagði Jón að það hefði líklega verið vegna þess að menn fóru að leita að nýjum stöðum einhverra hluta vegna. Eina ástæðuna taldi Jóri þó vera þá, að árið 1975 þeg- ar hann var í fríi frá störfum, fóru mótshaldarar að taka upp á því að leita að áfengi í bflum fólks. Það hefði lagst illa í gesti og þeir hreinlega farið burt. Ekki verður leitað að áfengi hjá mótsgestum nú, því að sögn Jóns er fólki heimilt að kaupa áfengi og því skyldu þeir þá vera að taka það af gestum? ' ns. Campell Plowden frá Bandaríkjunum og Peter Melchett framkvæmdastjóri Grænfriðunga í Bretlandi skýrðu frá ákvörðun samtakanna á blaðamannafundi sem haldinn var í gær. Mynd Jim Smart Skólakerfið Spamaður á öllum sviðum Niðurskurður í útgjöldum hins opinbera kemur illa niður á skólakerfinu. Námskeið felld niður og kennslustundum fœkkað

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.