Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Italíuskreið Verðfall vegna offramboðs Skreiðin lœkkar um 5% -10% fráfyrra ári. Skreiðarsamlagið og Fiskmiðlun Norðurlands: Astæðan er offramboð og verðlœkkun Norðmanna. Hannes Hall: Ansaþvíekki að við séum aðeins að hugsa um umboðslaunin Framleiðendur hafa aldrei vit- að með vissu um verðið á Italí- uskreið fyrr en í júlí ár hvert og ég ansa ekki þeim fullyrðingum að við séum aðeins að hugsa um um- boðslaunin við verðákvarðanir. Skreiðarsamlagið er í eigu fram- leiðenda en ekki í einkaeigu og ef þeir eru óánægðir með störf okk- ar geta þeir komið hingað suður og breytt starfseminni, sagði Hannes Hall framkvæmdastjóri Samlags skreiðarframleiðenda. í síðustu viku var ákveðið við- miðunarverð á verkaðri skreið til Ítalíu og samkvæmt því er verðið í ár 5% - 10% iægra en það var fyrir ári. Bæði Hannes Hall og Hallsteinn Guðmundsson hjá Fiskmiðlun Norðurlands eru sammála um að ástæður verð- fallsins séu ma. út af því að Norð- menn hafa lækkað verð á sinni skreið auk þess að mun meira framboð er af skreið á markaðn- um en áður. Á síðasta ári var framleitt um 1000 tonn af Ítalíu- skreið hérlendis en búist er við að í ár verði framleiðslan allt að tvö- falt meiri eða um 2 þúsund tonn. Þessari skýringu vilja stærstu skreiðarframleiðendurnir norð- an heiða ekki kyngja og er það haft eftir Ottó Jakobssyni á Dal- vík í Degi að ástæðan fyrir verð- fallinu sé sú að stærstu skreiðar- útflytjendurnir, Skreiðarsamlag- ið, SIS og íslenska umboðssalan hafi ekkj hugsað um hag fram- leiðenda við verðákvörðunina heldur aðeins hver umboðslaun þeirra yrðu. Á síðustu bátavertíð var eftir því tekið hversu norðlenskir skreiðarframleiðendur keyptu mikið af vertíðarfiski syðra og fluttu norður til verkunar. Að- spurður hvort það hafi ekki verið meira af kappi en forsjá sagði Hallsteinn Guðmundsson svo ekki hafa verið né heldur að menn hafi keypt hráefnið á upp- sprengdu verði. - Menn sáu ein- faldlega meiri möguleika í skreiðinni en saltfiski og af þeim sökum hengdu menn meira upp en oft áður. En út af verðlækkun- inni er þó ljóst að menn ríða ekki feitum hesti frá þessu í ár eins og gert var ráð fyrir í byrjun verkun- ar, sagði Hallsteinn. - Þetta er alltaf sama sagan. Þegar vel hefur gengið árið á undan hengja þeir sem fyrir eru meira upp en áður og nýir bætast í hópinn í von um að gera góða hluti. Afleiðingin er offramboð og verðfall eins og nú hefur kom- ið á daginn, sagði Hannes Hall. -grh Ingvar Helgason hf. Fluttir í nýtt húsnæði Reksturinn gengur vel þráttfyrir mikinn sam- drátt í innflutningi - Ég spái því að enn um sinn muni innflutningur bfla dragast saman og það sem af er árinu hef- ur samdráttur í innflutningi verið um 45%, sagði Júlíus Vífill Ing- varsson framkvæmdastjóri Ing- vars Helgasonar h.f. Hann sagði að í fyrra hefðu verið fluttir inn 12.700 fólksbflar en árið áður 18.000 bflar. Þrátt fyrir samdrátt í bílainn- flutningi og erfiðleika margra fyr- irtækja í þeirri grein hefur rekstur Ingvars Helgasonar h.f. gengið vel og fyrirtækið flutti nýlega í nýtt húsnæði að Sævarhöfða 2 í Reykjavík. Júlíus Vífill sagði að það hefði verið orðið löngu tíma- bært að flytja í stærra húsnæði og Ingvar Helgason í sýningarsalnum í nýja húsnæði fyrirtækisins að Höfðabakka 2. Mynd Jim Smart flutningurinn hefði verið lengi í undirbúningi. Nýja húsnæðið er hátt í 5 þúsund fermetra að stærð, Avísanir Islendingar skriftarglaðir Islendingar eru miklir notendur ávísana og velta 15% af öll því fjármagni sem er á svo kölluðum veltuinnlánsreikningum banka- kerfísins, í gegnum ávísanareikn- inga, að sögn Ragnars Hafliða- sonar hjá Seðlabankanum. í lok júní voru 14,8 milljarðar inni á ávísanareikningum á meðan innlán bankakerfisins í heild voru 98,3 milljarðar á sama tíma. Vaxtakjör ávísanareikninga eru hins vegar miklu lakari en ann- arra reikninga. Aðeins lægra hlutfall innlána var á öðrum óbundnum reikning- um en skiptikjarareikningum og ávísanareikningum, eða 13%. Um 47% innlána voru á skiptikj- arareikningum. Ef vextir eru skoðaðir kemur fram mikill mun- ur á vöxtum ávísanareikninga og annarra innlánsreikninga. I lok júní voru vextir innlánsstofnana á almennum sparisjóðsbókum 14- 17% að sögn Ragnars. Vextir á óbundnum skiptikjarareikning- um voru 27-38% en vextir á hefð- bundnum ávísanareikningum voru ekki nema 3-9%. Bankarnir bjóða flestir traustum viðskipta- vinum sínum sértékkareikninga, þar sem vextirnir eru svipaðir og á almennum sparisjóðsbókum, eða 14-17%. íslendingar eiga met í notkun ávísanareikninga. Ragnar sagði þetta síðast hafa verið kannað 1981 og þá hefði komið í ljós, að íslendingar notuðu ávísanir langt umfram það sem þekktist í þeim löndum sem við miðum okkur oftast við. Danir komu næst á eftir okkur í skriftargieðinni þeg- ar ávísanir eru annars vegar. Vextirnir á óbundnum skipt- ikjarareikningum eru mun hærri en á ávísanareikningum þannig að það myndi borga sig fyrir þá sem velta fé sínu í gegnum bank- akerfið að notfæra sér aðra reikninga en ávísanareikninga. Þessu fylgir sú fyrirhöfn að þurfa að fara reglulega í bankann til að leysa út fé. Ragnar sagði marga þá sem notuðu ávísanareikninga, velta launum sínum í gegnum reikingana. Þetta fólk væri sjálf- sagt ekki mikið að hugsa um vexti á þetta fé. Staðan á reikningnum væri kannski góð í upphafi mán- aðar en síðan gengi fljótt á hana. Einnig gæti það verið erfiðleikum bundið fyrir fyrirtæki að hafa sitt fé inni á sparireikningum. -hmp byggt úr íslensku límtré sem feng- ið var frá Flúðum. Ingvar Helgason flytur inn Nissan og Subaru bifreiðar og frá 1963 hafa þeir líka flutt inn Tra- bant og Wartburg bíla. Útflutn- ingi á þeim frá Tékkóslavakíu hefur hins vegar verið hætt í bili þar sem framleiðendur eru að gera breytingar á bílunum. Þeir verða væntanlega settir á markað síðar í endurbættri mynd þannig, en þessir bílar hafa notið tals- verðra vinsælda hér á landi og þá sérstakléga Trabantinn, enda hefur hann verið allra bíla ódýr- astur. «Þ Borgarstjórn Ágreiningur listamenn Einar Hákonarson myndlistar- maður hlaut starfslaun Rcykja- víkurborgar til þriggja ára. Meirihluti menningarmálanefnd- ar borgarinnar valdi Einar úr hópi 28 listamanna. Þetta var í þriðja skipti sem þriggja ára starfslaununum var úthlutað. í fyrra hlaut Hjáimar Ragnarsson tónskáld verðlaunin, og varð eng- inn ágreiningur um val hans. Minnihlutinn, þ.e. Kristín A. Ol- afsdóttir, fulltrúi Alþýðubanda- lagsins og Ragnheiður Björg Guðmundsdóttir, fulltrúi Alþýð- uflokksins, mæltu með Rúrí, myndlistarmanni. Eftir að meirihlutinn hafði samþykkt að veita Einari Hákon- arsyni þriggja ára starfslaunin, lét minnihlutinn bóka eftirfarandi: „Með fullri virðingu fyrir þeim listamanni sem hlaut atkvæði meirihluta nefndarinnar, viljum við taka fram eftirfarandi: í hópi umsækjenda voru myndlistar- menn sem vakið hafa verðskuld- aða athygli hér á landi sem er- lendis fyrir framsæknar leiðir í kraftmikilli listsköpun. Þeirra á meðal glæsilegur fulltrúi ís- lenskra listakvenna. Það vekur undrun okkar að meirihluti nefndarinnar skuli ekki greiða listamanninum Rúrí atkvæði sitt. Meðal annars í ljósi þess að karl- ar hafa hlotið þessi veglegu starfslaun í þau tvö skipti sem Reykjavíkurborg hefur áður veitt þau.“ Auk þess að veita Einari Há- konarsyni þriggja ára launin, veitti menningarmálanefndin einum listamanni eins árs starfs- laun, þ.e. laun vonefnds „borgar- listamanns". Nína Björk Árna- dóttir skáld hlaut þau að þessu sinni. Meirihluta menningarmála- nefndar Reykjavíkurborgar skipa þær Hulda Valtýsdóttir, Elín Pálmadóttir og Ingibjörg Rafnar (sem var fjarverandi við þessa úthlutun, varamaður henn- ar er Birgir Ármannsson, nemi). Fulltrúar minnihlutans eru sem fyrr segir, þær Kristín Á. Ólafs- dóttir og Ragnheiður Björg Guð- mundsdóttir. Þess má að lokum geta að Ein- ar Hákonarson hefur verið fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. -GG Vatnaveiði Mikilir möguleikar í silungi Skúli Hauksson: Nauðsynlegtað breyta vatnalögum áðuren útflutningssamtök eru stofnuð. Tilraunasendingum til útlanda vel tekið. Góður afli, gott verð Skúli Hauksson bóndi í Útey, hefur mikla trú á möguleikum til að skapa verðmæti úr íslensk- um vatnasilungi og segir óplægð- an akur fyrir hendi erlendis, markaðslega séð. Skúli hefur sjálfur gert tflraunir með send- ingar á Bandaríkjamarkað og segist ekki geta annað eftirspurn- inni. Hugmyndir hafa verið uppi um stofnun sérstakra útflutnings- samtaka silungsveiðimanna og eru þær í athugun hjá Byggða- stofnun og víðar. í samtali við Þjóðviljann sagði Skúli, að hann teldi nauðsynlegt að vatnalögunum frá 1929 yrði breytt, áður en farið yrði út í stofnun útflutningssamtaka. Þetta værí nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að flóknir sér- hagsmunir jarðeigenda kipptu fótunum undan hugsanlegum samtökum. Fyrir bændur sem væru hættir hefðbundnum bú- skap gæti vatnaveiðin skipt miklu máli og silungsveiði gæti verið arðbær atvinnugrein. Þá taldi hann eðilegt að fiskifræðingar hefðu það verkefni að segja til um hversu mikið mætti veiða í einstökum vötnum. Þar ættu ekki duttlungar einstakra manna að ráða ferðinni. Möguleikarnir varðandi sölu á vatnasilungi eru miklir ef rétt er að málum staðið, að sögn Skúla. Hann sagðist hafa sent tilrauna- sendingu af flökum til Boston s.l. haust og hefði mönnum líkað hún vel. Sjálfur hefði hann aukið verðmæti aflans með því að bæta aðstöðu og huga meira að geymslu og vinnslu hans. Skúli veiðir mest af sínum fiski í Apavatni. Þar er nú kominn kvóti. Að mati Skúla mætti veiða 2-3 sinnum meira í vatninu. Æti væri þar lítið þannig að fiskurinn næði ekki fullri stærð. Eðlilegt væri að bændur færu eftir vísinda- legri tilsögn fiskifræðinga í þess- um efnum. Síðustu vikurnar hefur eftir- spurnin eftir silungi verið mikil á innanlandsmarkaði, þannig að erfitt hefur reynst að sinna er- lendum aðilum. Veiðin hefur þó víðast hvar verið góð, t.a.m. í Ölfusvatni í Skefilstaðasveit. Elín Guðbrandsdóttir sagði bónda sinn, Bjarna Egilsson, moka upp silungi. Hann og fé- lagar hans væru að fá þetta 6-800 fiska á dag. Betra er að markaðssetja eldis- silung en vatnasilung, aðallega vegna jafnrar stærðar eldisfisks- ins. Mönnum ber þó saman um að ef silungsveiðimenn kynni sér vel kröfur neytenda, megi svara breytilegum þörfum þeirra með ólíkri vinnslu aflans og losna við hann allan á góðu verði. -hmp 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.