Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 3
I FRÉTTIR Sveitarfélög Þau verst stöddu athuguð Félagsmálaráðuneytið skiparfimm manna nefnd til að kanna fjárhagsstöðu sveitarfélaga og gera tillögur til úrbóta að er alveg ljóst að þegar árs- tekjur sveitarfélags eru fastar í fyrirtækjum sem geta ekki borg- að bitnar það á þeim með til- heyrandi afleiðingum, sagði Húti- bogi Þorsteinsson skrifstofustjóri félagsmálaráðuneytisins. Undanfarin ár hefur fjárhagur margra sveitarfélaga farið mjög versnandi. Til þess liggja ýmsar orsakir ma. miklir rekstrarerfið- leikar atvinnufyrirtækja og stór- aukin þjónusta sveitarfélaganna án þess að tilsvarandi tekjuauki komi á móti. Félagsmálaráðherra hefur nú skipað fimm manna nefnd til að kanna fjárhagsstöðu verst stöddu sveitarfélaganna og gera tillögur til úrbóta. Nefndinni er jafnframt falið að kanna orsakir versnandi fjárhagsstöðu sveitarfélaganna almennt og gera tillögur um ráð- stafanir til lengri tíma. Félagsmálaráðherra hefur einnig falið starfsmönnum ráðu- neytisins að gera úttekt á ýmsum þáttum sveitarstjórnarmála á hinum Norðurlöndunum og taka saman greinargerð þar um þar sem ma. kemur fram hver reynslan er þar af fylkjafyrir- komulagi, en þessari athugun er ætlað að leiða í ljós hvort ætla megi að það henti aðstæðum hér á landi. í framhaldi af þessari vinnu og niðurstöðum þeirrar nefndar sem vinnur að athugun á fjárhags- stöðu sveitarfélaganna mun fé- lagsmálaráðherra beita sér fyrir mótun tillagna um eflingu sveitarstjórnarstigsins í samráði við Samband íslenskra sveitarfé- laga og Byggðastofnun. -grh Akureyri Líf undir leiðarstjömu Dagana 9. til 12. ágúst n.k. verður haldin ráðstefna á veg- um Háskólans á Akureyri sem ber heitið Líf undir Ieiðarstjörnu. Efni ráðstefnunnar er mjög víð- feðmt og meðal þeirra viðfangs- efna sem tekin verða til umræðu má nefna heilbrigðisfræði, rekstrarfræði, sjávarútvegs- fræði, félagsfræði, stjórnmála- fræði, mannfræði, bókmenntir og sagnfræði. Fjöldi fræðimanna, bæði inn- lendir og erlendir, munu flytja fyrirlestur á ráðstefnunni en þeir erlendu koma frá Kanada, Bandaríkjunum og Skotlandi. Ráðstefnan verður sett klukkan 8.30 á miðvikudagsmorgun og henni lýkur á hádegi, laugardag- inn 12. ágúst. - Það er eitt af hlutverkum Há- skólans að standa fyrir ráðstefn- um og efni þeirra þarf ekki nauðsynlega að vera tengt þeim námsgreinum sem kenndar eru við skólann. Hér verður fluttur fjöldi fyrirlestra sem flestir eiga það sameiginlegt að greina frá frumrannsóknum á sínum svið- um sem lítið hafa birst áður, sagði Haraldur Bessason re.ktor Há- skólans á Akureyri. Ráðstefn- an er ætluð jafnt lærðum sem leikum og aðgangur er ókeypis. Hún verður haldin að Möðru- völlum, húsi Menntaskólans á Akureyri og fyrirlestar verða ým- ist fluttir á íslensku eða ensku. •Þ Tekjutrygging Lífeyrisþegum bættur skaðinn Ríkisstjórnin kemur til móts við elli- og örorkuþega með sérstökum tekjutruggingarauka. 30% hœkkun almannatryggingarbóta -12% hœrri en lág- markslaun Ríkisstjórnin hefur afráðið að ráðstafa 100 miljónum króna í sérstakan tekjutryggingarauka til elli- og örorkulífeyrisþega. Þar með telur ríkisstjórnin sig hafa komið til móts við þá með hlið- stæðum hætti og þá sem eru starf- andi úti á vinnumarkaðnum, þótt ekki heiti „orlofsuppbót og des- emberuppbót“ eins og samið var um í kjarasamningum í vor. í fréttatilkynningu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins segir að tekjutryggingin samsvari um 30% hækkun tækjutrygging- ar, heimilsuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar. Upphæðin verður greidd út í tvennum jöfnum greiðslum, í september og í desember. Greiðslur til elli- og örorkulíf- eyrisþega sem njóta fullra bóta, eru nú 39.776 krónur á mánuði. Til samanburðar má nefna að lág- markslaun eru nú 35.453 krónur á mánuði, eða um 12% lægri en bætur almannatrygginga. -rk Fyrir daga kvótans var Patreksfjörður öflugur útgerðarstaður eins og sést á myndinni, en er í dag ekki nema svipur hjá sjón. 1000 manns á sveitina? að kemur ekki annað til greina en að Patreksfjörður hafi sitt frystihús og viðunandi kvóta. Staðurinn hefur um ára- tuga skeið verið einn af okkar öflugustu og bestu útgerðarstöð- um og satt best að segja hefur þjóðarbúið ekki efni á öðru, sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra. f gær voru málefni Patreks- fjarðar rædd á ríkisstjórnarfundi og að sögn forsætisráðherra stendur ríkisstjórnin einhuga að því að mæla eindregið með því við þá sjóði sem þarna geta ráðið miklu að tryggja að skipin fari ekki í burtu. - Ég er búinn að ræða það við Byggðastofnun og það mun allt verða gert sem unnt er í því skyni. Á þessu máli er mikill skilningur og öllum Ijóst að ef skipin fara þá er þarna orðið slíkt ástand að erfitt er að sjá hvernig við það verður ráðið, sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. í dag munu fulltrúar Patreks- fjarðarhrepps og hraðfrystihúss- ins ganga á fund forætisráðherra þar sem hann mun væntanlega gera þeim grein fyrir afstöðu ríkisstjórnarinnar og þeim skiln- ingi sem atvinnuvandmál þorps- ins hafa hjá Byggðastofnun. Hvort það mun skila einhverjum árangri er fullsnemmt að fullyrða um en hitt er ljóst að eftir 10 mán- aða bið eftir úrlausn sinna mála gætir ekki mikillar bjartsýni hjá íbúum Patreksfjarðar sem eru um 1000 talsins. Mikið í húfi Fyrir Patreksfirðinga er það nánast spurning um lífið eða dauðann að opinberir sjóðir komi byggðarlaginu til bjargar eftir að stjórn hraðfrystihússins ákvað að fara fram á það verði tekið til gjaldþrotaskipta eftir að Hlutafjársjóður neitaði því um lán uppá 200 miljónir til fjárhags- legrar endurskipulagningar á dögunum. En áður hafði stjórn Fiskveiðasjóðs neitað að kaupa hlutdeildarskírteini sjóðsins. Að sögn Sigurðar Viggóssonar stjórnarformanns hraðfrystihúss- ins kom neitun Hlutafjársjóðs á óvart þegar tillit er tekið til þess tíma sem stjórn fyrirtækisins er búin að bíða eftir aðstoð eða í 10 mánuði. Allan þann tíma var við- kvæðið að sunnan hið sama: Ver- ið vongóðir. Þetta reddast allt saman. Á meðan hefur fyrirtækið verið lokað og afli togarans Sig- ureyjar og Þryms verið seldur á fiskmörkuðum syðra eða er- lendis. Fyrir lokun unnu um 100 manns hjá fyrirtækinu í landi og um 40 við útgerðina. Samkvæmt kvótaskýrslu sjáv- arútvegsráðuneytisins 1989 er togari hraðfrystihússins Sigurey BA á sóknarmarki með 1485 tonna þorskkvóta, 550 tonna karfakvóta og grálúðukvóta uppá 550 tonn. Þrymur BA 7 er flokk- 'aður með togbátum án sérveiða á sóknarmarki með 431 tonna af þorskkvóta og 60 tonna rækju- kvóta. Það eru þessi skip og kvóti þeirra sem Patreksfirðingar ótt- ast að verði seld í burtu úr þorp- inu ef stjórnvöld grípa ekki inn í með viðeigandi aðstoð. En stuttu áður en til gjaldþrotsins kom hafði Jón Magnússon útgerðar- maður og fiskverkandi misst fiskiskipið Patrek BA á nauðung- aruppboði til Fiskveiðasjóðs ís- lands og kvóta uppá 700 - 800 þorskígildistonn. Fiskveiðasj óð- ur hefur ekki enn auglýst skipið til sölu og með öllu óvíst hvort heimamönnum takist að hreppa það til baka eða hvort kvótinn sé endanlega tapaður úr byggðar- laginu. Skuldir hraðfrystihússins eru taldar nema allt að 700 - 800 milj- ónum króna og viðbúið að gjald- þrot þess muni hafa í för með sér víðtæk áhrif á stöðu sveitarsjóðs og ýmissa þjónustufyrirtækja vestra. Að sögn Hjörleifs Guð- mundssonar formanns verkalýðs- félagsins skuldar fyrirtækið milj- ónir í laun og launatengd gjöld og í BRENNIDEPLI þá á sveitarfélagið inni hjá þrota- búinu um 14 miljónir króna auk þeirra fjármuna sem það skuldar þjónustufyrirtækjum. Að sögn Ulfars B. Thoroddsens sveitar- stjóra er talið að sveitarsjóður muni aðeins tapa um helmingi þess, en ná hinu inn. Til að snúa vörn í sókn hafa heimamenn í huga stofnun hlutafélags til að kaupa skip og eignir sem frá þorpinu hafa farið á undanförnum árum, en ljóst er að sjálfir hafa þeir ekki bolmagn til að fjármagna það án utanað- komandi aðstoðar. Að sögn Hjörleifs Guðmunds- sonar formanns verkalýðsfélags- ins urðu afleiðingar lokunar hraðfrystihússins ekki eins mikl- ar og menn óttuðust í fyrstu þar sem minni fiskverkendur réðu til sín þó nokkuð af fyrri starfs- mönnum þess og eins hafa nokkr- ir unnið á Tálknafirði. Engu að síður segir Hjörleifur að tekjustig fiskvinnslufólksins hafi lækkað frá því sem það var fyrir vegna minnkandi afla og minni vinnu, og þar af leiðandi tekjutap fyrir sveitarfélagið. Kvótastefna Hall- dórs Asgrímssonar sjávarútvegsráð- herra hefur beðið endanlegt skipbrot ogbrýntað af- nema handhafarétt útvegsmanna á kvótanum áður en það verður hlut- skipti annarra sjávarútvegsplássa aðfara sömu leið og Patreksfjörður Saga Hraðfrystihúss Patreks- fjarðar er sögð vera ein samfelld hörmungarsaga frá því þáverandi eigendur, Kaupfélag Patreks- fjarðar, ákváðu að ráðast í bygg- ingu hússins uppúr 1971, eftir þá- verandi frystihúsaáætlun. Á þeim tíma fór starfsemi margra frysti- húsa fram í ótölulegum fjölda viðbygginga sem hróflað hafði verið saman og á þessum tíma fór starfsemi hraðfrystihússins fram í 15 - 20 viðbyggingum. Þessi fryst- ihúsaáætlun um uppbyggingu vinnslustöðva var gerð til að koma til móts við hertar kröfur Bandaríkjamanna um hreinlæti og aðbúnað til matvælafram- leiðslunnar. Þegar hafist var handa stóð Kaupfélagið ekki á traustum fót- um fjárhagslega og ma. vegna þess dróst bygging hússins von úr viti og lauk ekki fyrr en um áratug eftir að hún hófst. Þá voru fram- kvæmdirnar fjármagnaðar að mestu með lánsfé og hefur sá skuldaslóði fylgt fyrirtækinu eins og skugginn æ síðan. Ofan á þetta bættist síðan missir viðskiptavina þegar fyrirtækið gat ekki staðið í skilum með hráefnisverð til sjálfstæðra útvegsmanna vegna lélegrar fjárhagsstöðu og fyrir vikið fékk hraðfrystihúsið æ minna hráefni til vinnslunnar nema það sem bátar þess og skip öfluðu. í upphafi var gert ráð fyrir að fyrirtækið fengi allt að 6 þúsund tonna ársafla til vinnslu sem var í sjálfu sér ekki vanmat á afla- brögðum Patreksfirðinga á þeim tíma. En segja má að með verð- tryggingu lána auk gildistöku kvótans fáum árum seinna hafi verið gert útslagið með rekstur- inn þó svo hann hafi skrölt allt fram á haustdaga 1988. í millitíð- inni hafði Kaupfélagið farið yfir- um og Samband íslenskra sam- vinnufélaga eignast 70% í fyrir- tækinu. Frá þeim tíma sem liðinn er frá því kvótinn leit dagsins ljós í fyrsta sinn 1984 hefur fiskiskipa- floti Patreksfirðinga dregist sam- an um allt að helming og aflinn sem því nemur. Þá voru gerðir út frá þorpinu um tíu stórir vertíðar- bátar auk togara. í dag eru þeir liðlega fimm auk togarans Sigur- eyjar BA 25. Samhliða þessari fækkun fiskiskipa hefur kvótinn minnkað þar sem hann er bund- inn við skip en ekki viðkomandi byggðarlag. Því vilja margir kenna fisk- veiðistefnu núverandi sjávarút- vegsráðherra um hvernig komið er atvinnumálum Patreksfjarðar. Á meðan kvótinn er eingöngu bundinn við skip er sú hætta alltaf fyrir hendi að kvóti tapist frá sjávarþorpum þegar útgerðar- maður vill hætta og selur skip, og þá um leið kvótann til hæstbjóð- anda. Eða eins og einn ónefndur orðaði það: Núverandi ástand á Patreksfirði er skýrasta dæmið um endanlegt skipsbrot kvótans og tími til kominn að afnema handhafarétt útvegsmanna á sameiginlegri auðlind lands- manna áður en fleiri sjávarú t vegsstaðir rambaábarmi gjald- þrots. _grh Miðvikudagur 2. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.