Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR „Við höfnum þér!“ Czeslaw Kiszczak augliti til auglitis við Lech Walesa. Pólland Bændaf lokkur söðlar um Jarúzelskí vandi á höndum eftir að 60þingmenn Bœndaflokksins gerðu uppreisn gegn skipunfélaga hans í embœttiforsœtisráðherra og buðust til að mynda ríkisstjórn með Samstöðu Kúrdar Mannrétt- indasamtök í deiglunni Nokkrir foringja Kúrda hafa í hyggju að setja á stofn mannréttindasamtök sem stuðla eiga að því að þjóðin öðiist ein- hverja hlutdeild í stjórn Kúrda- héraða. Kúrdar eru 20 miljónir talsins og búsettir í fimm ríkjum í Vestur-Asíu: íran, írak, Tyrk- landi, Sýrlandi og Sovétríkjun- um. Kúrdar eru annálaðir fyrir þjóðrækni og hafa barist fyrir sjálfstæði sínu um árabil í írak, íran og Tyrklandi. Þeir hafa oft þurft að sæta grimmilegum of- sóknum vegna þessa og er skemmst að minnast eiturhern- aðar fraka á hendur þeim í fyrra og herleiðingar hluta þjóðarinnar úr fjallahéruðum í norðri suður á hrjóstrugar sléttur fjarri átthög- unum. Helsta fylking Kúrda í frak er • Lýðræðisflokkur Kúrda undir forystu Masouds Barzanís. Hann er nú staddur í Lundúnaborg og tjáði fréttamanni Reuters í gær að hann gerði sér vonir um að foringjar Kúrda stofnuðu mannréttindasamtök á fundi sín- um í Vestur-Evrópu síðar í þess- um mánuði. Barzaní kvaðst hafa átt fundi með fulltrúum ríkisstjórna í Evr- ópu og hefðu þeir látið í ljós sam- úð með málstað Kúrda. Hinsveg- ar væru þeir hvorki reiðubúnir til þess að styðja vopnaða baráttu þeirra né draga úr skiptum sínum við fraka vegna þessa. Því hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast væri að stofna mannréttindasamtök til þess að vekja athygli á órétti sem Kúrdar væru beittir og stuðla að því að þeir fengju að hafa hönd í bagga við stjórn átthaganna. Lýðræðis- flokkur Kúrda legði til að sett yrðu á laggirnar sjálfstjórnar- umdæmi í Kúrdahéruðum ríkj- anna fimm og landamæri þeirra opnuð á vissum svæðum svo menn gætu ferðast á milli þeirra óhindrað. Þannig gætu Kúrdar eflt menningu sína og aukið ætt- rækni. Hann kvað Kúrda eiga undir högg að sækja í öllum ríkjunum fimm þótt mikill munur væri á mannréttindabrotum frá einu landi til annars. Reuter/ks Pólskir þingmenn gerðu upp- reisn í gær og kollvörpuðu áformum Wojciechs Jarúzelskís forseta um að gera skjólstæðing sinn og kollega úr hernum, Czesl- aw Kiszczak innanríkisráðherra, að forsætisráðherra Póllands. Meðan þessu fór fram virti pólsk- ur almenningur fyrir sér nýja verðmiða á helstu nauðsynjavör- um í verslunum: verðlag á mat- vælum hækkaði um allt að 500 af hundraði í gær. Það var forysta Kommúnista- flokksins sem tefldi Kiszczak fram til starfans og var strax ljóst að hann myndi ekki hreppa at- kvæði Samstöðuþingmanna. Lech Walesa sagðist ekki vilja að hann leysti Mieczyslaw Rakow- skí af hólmi heldur Bronislaw Geremek, formaður þingflokks Samstöðu. Hinsvegar kom það á óvart þegar spurðist að 13 þing- menn Kommúnistaflokksins og 60 kollegar þeirra úr Bænda- flokknum, gömlum meðreiðar- sveini kommúnista, myndu svíkja lit við atkvæðagreiðsluna. Var þá skipun forsætisráðherra skyndilega slegið á frest. Þetta er í fyrsta skipti frá 1944 að uppreisn er gerð á þingi gegn manni sem útvalinn hefur verið af æðri mátt- arvöldum til þess að gegna emb- ætti forsætisráðherra. Þingmenn Bændaflokksins báru því við að ómögulegt væri að tveir hers- höfðingjar gegndu tveimur æðstu embættum ríkisins. Nóg væri að hafa forsetahershöfðingja yfir sér þótt þjóðin yrði ekki líka að sitja uppi með forsætishershöfðingja um ókomna tíð. En sjaldan er ein báran stök. í sömu mund og ljóst var að Kiszc- zak ætti undir högg að sækja á löggjafarsamkomunni bárust þær fregnir til þingmanna að Rakow- skí hefði veikst og verið lagður inná sjúkrahús og gæti því ekki varið hendur sínar og fráfarandi stjórnar sinnar. Fyrr í gær hafði þingið fallist á afsagnarbeiðni Rakowskís en farið þess á leit við hann að hann gegndi embætti uns arftaki fyndist. Hann féllst á það. En Bændaflokkurinn hélt áfram að ganga fram af mönnum í gær og lét ekki staðar numið við það eitt að hafna Kiszczak. Fé- lagar hans sögðust reiðubúnir til þess að segja skilið við kommún- ista og mynda samsteypustjórn með Samstöðu. Einn af þing- mönnum Samstöðu, Jan Lityn- skí, greindi frá þessu og kvað hugmyndirnar ganga útá það að Geremek yrði forsætisráðherra slíkrar ríkisstjórnar. „Slík stjórn hefði meirihluta þingmanna að baki sér þannig að helstu rökin gegn Samstöðu- stjórn, minnihluti á þingi, yrðu að engu,“ sagði Litynskí. Reuter/ks Danmörk Gátan ráðin 52 árum eftir hvarf dansks kommúnista og þingmanns í Moskvu viðurkennasovésk stjórnvöld að hann léstí dýflissu Stalíns Ekkja dansks kommúnista sem lést í sovésku fangelsi fyrir tæpum 50 árum hefur krafist þess að stjórnvöld í Moskvu fordæmi meðferðina á honum og biðjist afsökunar. Arne Munch-Petersen var framámaður í danska Kommún- istaflokknum um miðbik fjórða áratugarins og átti sæti á dönsku löggjafarsamkomunni þegar hann hélt til Moskvu á þing Kom- interns, Þriðja alþjóðasambands kommúnista, sumarið 1937. Þetta var á „ógnarárum Jezovs" (kennd við þáverandi yfirmann öryggislögreglu Stalíns) þegar Jósef Stalín lét handtaka og líf- láta hundruð þúsunda manna. Skemmst er frá því að segja að Arne Munch-Petersen hvarf sporlaust í Moskvu og höfðu ör- lög hans verið mönnum ráðgáta allar götur þangað til í fyrri viku að sendinefnd danska Kommún- istaflokksins var sagt allt af létta um afdrif hans. Það hefur sem sé komið á dag- inn að Munch-Petersen var tek- inn höndum skömmu eftir komu sína til Moskvu og honum borið á brýn að vera félagi í „gagnbylt- ingarsamtökum". Hann lést í fangelsi í Moskvu þann 12. nóv- ember 1940 af völdum lungna- sýkingar. Ekkja Munch-Petersen, Elna Hjort-Lorenzen, er enn á lífi, 87 ára gömul. Hún sagði frétta- manni Reuters í gær að upplýs- ingarnar hefðu fengist eftir að starfsfólk sovésku fréttastofunn- ar Novostí í Kaupmannahöfn lét málið til sín taka og hóf eftir- grennslan. Hún sagði að í 52 ár hefðu so- véskir ráðamenn þvertekið fyrir að maður hennar hefði horfið í Sovétríkjunum og ekki þóst hafa hugmynd um aðsetur hans. Frú Hjort-Lorenzen og aðrir vanda- menn Munch-Petersens hafa krafist þess að sovésk stjórnvöld fordæmi meðferðina á honum og biðjist afsökunar. Reuter/ks Vestur-Þýskaland Ottast nýtt vígbúnaðariopphlaup Helsti sérfrœðingur vesturþýskra jafnaðarmanna í afvopnunarmálum segir leiðtogafund Nató í maí hafa boðað afturhvarf til þenkimáta kaldastríðsáranna Ható hyggst endurnýja kjarn- orkuvopnabúr sitt og það get- ur hæglega orðið til þess að magna upp nýtt vígbúnaðarkapp- hlaup í Evrópu á tíunda áratugn- um, hermir höfuðsérfræðingur vesturþýskra jafnaðarmanna í af- vopnunarmálum, Hermann Scheer. Hann segir að á leiðtoga- fundi bandalagsins í maímánuði síðastliðnum hafi ákvarðanir ver- ið teknar um að leggja á ný meg- ináherslu á „kjarnorkufælingu“ í hernaðarstefnunni en það væri afturhvarf frá fyrri ákvörðunum um hægfara kjarnorkuafvopnun. „Þrátt fyrir afvopnunarsamn- ing um eyðileggingu ailra meðal- drægra kjarnorkuflauga og góðar horfur á samkomulagi um fækk- un hefðbundinna vopna er svo komið málum að fleiri ástæður eru til þess að hryggjast en gleðj- ast,“ sagði Scheer á fréttamanna- fundi í Bonn í gærdag. Hann sagði að endurnýjun á kjarnorkufallbyssum og öðrum stórskotaliðsbúnaði Nató, þróun nýrra þotna og flugvéla auk lág- fleygra eldflauga gerðu að engu áhrif samningsins um meðal- drægu flaugarnar og gott betur. „Það væri algjör tímaskekkja og pólitískt glapræði að vekja upp vígbúnaðarkapphlaup á tí- unda áratugnum með því að Gálgafrestur í 48 tíma Byltingarsinnuðu réttlætissamtökin í Líbanon, hópur sítamúslíma og íransvina, gáfu ísraelsmönnum tveggja sólarhringa frest í gær til þess að leysa trúarleiðtogann Abdel Kaarem Obeid úr haldi. Að öðrum kosti myndu þeir myrða einn gísla sinna, Bandaríkjamanninn Joseph Cicippio. Samtökin höfðu hótað því að myrða Cicippio í gær en slógu aftök- unni á frest. ísraelsmenn vilja skipta á Obeid og þremur ísraelskum hermönnum auk allra gísla sítasamtaka í Líbanon. Reuter/ks *Or Baráttan fyrir endurnýjun skammdrægu kjarnflauganna einsog hún kemur skopteiknara „Der Spiegel" fyrir sjónir. Hin herskáu Thatcher og Bush reyra lykilmenn sambandsstjórnarinnar í Bonn, Kohl kansl- ara, Genscher utanríkisráðherra og Stoltenberg varnarmálaráðherra við Lance-flaug. stuðla að nýju ójafnvægi í kjarn- orkuvígbúnaði í Evrópu.“ Scheer kvað Nató hafa ákveðið árið 1983 að fækka kjarnoddum sínum úr 6000 í 4.600 en betr- umbæta ýms tól og tæki svo sem flaugar og skotpalla svo þeir kjarnoddar sem ekki yrði komið fyrir kattarnef ýrðu „árang- ursríkari en ella“. En yfirlýsingar Natóleiðtog- anna eftir maífundinn í Brússel þess efnis að 'nauðsynlegt væri fyrir bandalagið að búa yfir kjarnorkuvopnum héreftir sem hingaðtil í því augnamiði að letja Varsjárbandalagið stórræðanna boðuðu í raun og veru ekkert annað en afturhvarf til þenki- máta kaldastríðsáranna. „Nató hyggst eyða öllum grillum manna um að framhald verði á kjamork- uafvopnun í Evrópu,“ sagði Scheer að lokum. Reuter/ks 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJiNN Miðvikudagur 2. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.