Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 7
MENNING Bjarni við fjórar af þeim svart hvítu: „ekkert tilviljanakennt við þetta". Mynd - Jim Smart. Listasafn alþýðu Alltaf með myndavélina Bjarni Jónsson: Megináherslan ásvarthvítar myndir oglitaðar Bjarni Jónsson ljósmyndari sýnir nú svarthvítar myndir, handlitaðar og litmyndir í Lista- safni alþýðu við Grensásveg. Þetta er önnur Ijósmyndasýning Bjarna, og segir hann áherslur hjá sér nú vera allt aðrar en á fyrri sýningu. - Þá var uppistað- an litmyndir, en nú hef ég lagt meiri áherslu á svarthvítar og handlitaðar myndir. - Eins og síðast er ég með tólf litmyndir, sem eru hugsaðar sem heild, en það eru blómamyndirn- ar. Þær eru allar teknar á mjög stóra filmu, 4x5 tommur, og prentaðar á cibachrome pappír, sem er stífgljáandi og skilar litn- um mjög vel. Þær eru í rauninni hugsaðar sem almanak, en á síð- ustu sýningu var ég með tólf fiskamyndir, sem ég seldi sem almanak. - Lituðu myndirnar eru svart hvítar myndir sem ég lita með venjulegum olíulitum til að fá fram mýkri áhrif. Þá nudda ég litnum ofan í myndina með bóm- ullarhnoðra, en mála fínlegustu atriðin með trélitum. Er það tæknin sem þú notar í uppstillingunum? - Nei, í tveimur þeirra, þeim af katlinum og flöskunum, nota ég samkrullað plast utan af síga- rettupakka fyrir framan linsuna. Það má auðvitað nota sérstakar linsur eða filtera til þess að ná fram þessum mjúku áhrifum, en það er alveg jafn auðvelt að gera það til dæmis með plasti eða næl- onsokk. - Uppstillinguna af appelsín- unum gerði ég á annan hátt; ég smíðaði mér myndavél, sem var eins og sú upprunalega. Það er bara kassi, svartur að innan, á öðrum endanum smá gat eins og títuprjónshaus, og á hinum end- anum útbúnaður til að koma filmunni fyrir. Síðan lýsti ég myndina í 24 tíma, og þetta er árangurinn. - Svart hvítu myndirnar hef ég tekið þegar tími hefur gefist frá vinnunni. Ég er með ljósmynda- stofu, en er alltaf með myndavél með mér í bílnum svo þessar myndir eru flestar teknar á morgnana, í hádeginu og á kvöld- in. Það er samt ekkert tilviljana- kennt við þær, yfirleitt hef ég með mér bók eða eitthvað þar sem ég skrifa hjá mér hvað ég ég ætla að mynda og vel síðan film- una og pappírinn í framhaldi af því. Síðan ræður veður, birta og annað því hvaða verkefni ég tek fyrir, svo þetta hefur verið frekar skipulagt hjá mér. - Á ljósmyndastofunni tek ég mest andlitsmyndir, aðallega af börnum, og það er mjög gefandi, en þetta veitir góða tilbreytingu. Nú ertu með fjórar táknrænar myndir, sem eru mjög ólíkar hin- um. Er það eitthvað sem þú ert að fara meira út í að gera? - Nei, mér finnst táknrænar myndir geta orðið mjög einhæfar til lengdar. Þetta eru elstu mynd- irnar, sem ég er með hérna og tvær þeirra hef ég sýnt áður, á sýningu sem var á Kjarvalsstöð- um í tilefni að 20 ára afmæli IBM á íslandi. En hinar tvær? Hvaða aðferð notarðu eiginlega í þessari sem heitir Raðgreiðslur, vextir, verð- bætur? - Þetta er sellófan. Það er bróðir minn sem situr fyrir, ég vafði hann allan í sellófan og var síðan að bíða eftir að hann yrði hæfilega þrútinn og blár... Það er líka hann sem ég myndaði með tölvuskjáinn á höfðinu, og þá varð hann allur rifinn á hálsinum af skjánum, svo ég fæ hann aldrei framar til að sitja fyrir hjá mér. Hvernig stendur annars á þvf að þú gerðst Ijósmyndari? - Það er mjög einfalt. Faðir minn er ljósmyndari og ég byrj- aði að vinna með honum þegar ég var eitthvað um þrettán ára. Ég vann svo hjá honum á meðan ég var í Iðnskólanum og fór síðan í ár til Bandaríkjanna eftir að ég lauk sveinsprófi. - Þegar maður er að læra á stofu er alltaf hætt við að námstíminn verði meira vinna en lærdómur, svo ég held að ég hafi lært jafn mikið eða jafnvel meira í ljósmyndun á þessu eina ári en ég gerði á öllum námstím- anum fram að því. Sýning Bjarna er opin daglega kl. 14-21 og stendur til 13. ágúst. LG Magnús Magnús Tómasson sýnir nú verk sín í Sparisjóði Reykjavíkur ÍSPRON og nágrennis að Álfabakka 14 Breiðholti. Magnús stundaði nám við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn 1963-69. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir list sína, haldið fjölda einkasýn- inga og tekið þátt í samsýningum hér á landi og erlendis. Sýningin er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 9:15-16, kl. 9:15-18 á föstu- dögum og stendur til 1. septemb- er. Til kynna og söngs Kammermúsíkkórinn frá Hallandi í Svíþjóð er nú í heimsókn hér á landi og er tilgangur ferðarinnar að syngja fyrir ístendinga og hitta íslenskt tónlistarfólk. Kórinn heldur tónleika í Langholtskirkju í kvöld og hefjast þeir kl. 19. Á efnisskránni eru meðal annars lög eftir Scarlatti, Britten og Vivaldi. Annað kvöld kemur kórinn fram í Norræna húsinu og syngur þá á undan opnu húsi kl. 20. Á laugardaginn syngur kórinn aftur í Norræna húsinu. Hefjast tónleikarnir kl. 15 og verður efnisskrá þeirra fjölbreitt, svo sem lög eftir Shearing, Ramel og Tegnér. Á sunnudaginn syngur kórinn síðan við messu kl. 11 í Hallgrímskirkju. Kórfélagar vilja gjarnan hitta íslenskt tónlistarfólk í fundarherbergi Norræna hússins á föstudaginn kl. 12. Vikuleg skipti í FIM í FÍM- salnum, Garðastræti 6 stendur nú yfir sumarsýning á verkum félagsmanna. Félagsmenn FÍM eru yfir 100 talsins og taka fjölmargir þeirra þátt í sýningunni, en skipt er um upphengi vikulega. Á sýningunni eru til sölu sýningarskrár og ýmsir bæklingar og einnig liggja frammi til aflestrar gömul tímarit í eigu FÍM. Oll verkin á sýningunni eru til sölu auk þess sem félagið rekur sölugallerí í kjallar- anum. FÍM-salurinn er opinn virka daga kl. 13-18, og kl. 14-18 um helgar, sýningin stendur til 15. ágúst. Gítarleikur Einar Kristján Einarsson gítarleikari leikur tónlist eftir Yocoh, Ponce, Henze, Villa-Lobos og de Falla á tónleikum, sem hefjast kl. 18 á Kjarvalsstöðum á morgun. Einar Kristján er fæddur á Akureyri og stundaði þar nám í píanóleik viðTónlistarskólann, auk sjálfsnámsígítarleik. Hann hófgítarnám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar 1977 og lauk þaðan prpfi fimm árum seinna. Framhaldsnám stundaði hann í Manchester í Englandi á árunum 1982-88 og starfar nú sem gítarkennari við Tónskóla Sigur- sveins og Tónlistarskóla Kópavogs. Úr Þingvallahrauni Mynd ágústmánaðar í Listasafni íslands er Úr Þingvallahrauni, eftir Finn Jónsson listmálara. Hér er um að ræða olíumálverk frá árinu 1953. Listamaðurinn og eiginkona hans, Guðný Elíasdóttir gáfu List- asafninu málverkið árið 1985 og er það til sýnis í sal 2. Leiðsögnin Mynd mánaðarins fer fram í fylgd sérfræðings á fimmtudögum kl. 13:30-13.45 og er safnast saman í anddyri safnsins. Leiðsögnin er ókeypis og öllum opin. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 og er veitingastofa safnsins opin á sama tíma. Hundadagar ‘89 Hátíðin í fullum gangi Og þá er hún byrjuð listahátíð- in, sem kennd er við Hundadaga. Hún hófst á sunnudaginn með hátíðarmcssu í Kristskirkju, en Tónlistarfélag Kristskirkju stendur að hátíðinni ásamt Al- þýðuleikhúsinu og Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar. Formleg setn- ing Hundadaga var síðan seinna sama dag í Listasafni Sigurjóns og var við sama tækifæri opnuð sýn- ing á andlitsmyndum eftir Krist- ján Davíðsson í safninu. Um kvöldið var síðan frumsýning Al- þýðuleikhússins á leikriti Shak- espeares um Macbeth Skotakóng, þann sem ekki má nefna á nafn í leikhúsum. Önnur sýning á Mac- beth verður í íslensku Operunni annað kvöld, og næstu sýningar 5. ,7. og 10. ágúst. Tveir þeirra listamanna sem sýna verk sín í tilefni Hundadaga tóku reyndar forskot á sælunni á laugardaginn. Þá opnuðu þeir Sigurður Örlygsson og Cheo Cruz Ulloa frá Kólombíu mál- verkasýningar í íslensku Óper- unni. Verða verk þeirra til sýnis þar til 15. ágúst, og sýningamar opnar daglega kl. 14-18. Heldur Cheo sýningu sýna á fjórán mál- verkum unnum með blandaðri tækni undir yfirskriftinni Goð- saga og Trú. David Tutt var með píanótón- leika í Listasafni Sigurjóns í gær- kvöldi, og hóf þar með tónleika- röð hátíðarinnar, en átta tón- leikar eru fyrirhugaðir á Hunda- dögum. Besti vinur ljóðsins verður með fyrstu kynningu sína á nýja- bruminu í ljóðum leikritun og lif- andi myndum á miðvikudaginn eftir viku, og verða þá kynntar stuttmyndir. Af öðmm dag- skrárliðum, sem hægt verður að velja um eftir 9. ágúst má nefna danskan gestaleik um H.C. Andersen (fyrsta sýning 11.8), píanótónleika Martins Berkof- skys (13.8), og tónleika Miami Stringquartet (15.8), og sýningar á óperu Karólínu Éiríksdóttur, sem hefjast 20. ágúst. lG Miðvikudagur 2. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.