Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 9
FRÉTTIR Orkustofnun Orsakir Skaftárhlaupa Nú er nýlokið hlaupi í Skaftá. Hlaup þessi vekja yfirleitt mikla athygli og er það engin furða, því flóð þessi eru mjög frábrugðin venjulegum vatnavöxtum. Auk þess fylgir þeim megn jöklafýla, sem fundist getur hvar sem er á landinu, allt eftir veðri. Vatnshæðarmælingar í Skaftá við Skaftárdal hófust árið 1951 á vegum Vatnamælinga Raforku- málastjóra. Megin tilgangur mæl- inganna þar sem annars staðar var að afla almennra upplýsinga um vatnafar svæðisins vegna vir kj anarannsókna. Árið 1967 var byggður síritandi vatnshæðarmælir við Skaftárdal og fimm árum síðar var reistur vatnshæðarmælir hjá Skaftá við Sveinstind, aðeins um 20 km neð- an útfalls hennar í Skaftárjökli. Þar var einnig reistur mannbær kláfur til rennslismælinga. Rekstur þessarar stöðvar varð ekki samfelldur fyrr en árið 1986, en síðan þá hafa fengist vatns- hæðarlínurit yfir þrjú Skaftár- hlaup, árin 1986, 1988 og 1989. Einnig tókst að mæla rennsli ár- innar í hlaupinu 1988, svo og í nýafstöðnu hlaupi, en áður hafði ekki verið mælt meira en venju- legt sumarrennsli. Hér skal nefnt til skýringar að af vatnshæðarlínuriti má ætla hvað rennslið hafi verið á hverju augnabliki þess tímbils, sem það nær yfir. Þetta gildir þó aðeins að því tilskildu að búið sé að mæla rennsli beint við það margar mis- munandi vatnshæðir, að sam- band þess við vatnshæðina sé þekkt. Skaftárhlaup, eins og nú þekkjast, hófust árið 1955, en heimildir eru af hlaupum í Skaftá fyrr á öldinni. Fljótlega kom í ljós að tvennskonar hlaup komu í Skaftá og voru þau frábrugðin hvort öðru bæði hvað varðaði hámarksrennsli og heildarvatns- magn. Orsök hiaupanna varð einnig fljótlega ljós, því ketilsig mynduðust í Vatnsjökli norð- vestan Grímsvatna eftir hlaupin. Katlar þessir eru misstórir og er sá vestri mun minni. Jarðhiti þar undir bræðir jökulinn og vatn safnast saman þar til farg jöku- lsins megnar ekki lengur að halda aftur af því. Vatnið hleypur síðan þangað sem fyrirstaða er minnst og er það til Skaftár, þó að katl- arnir séu á ísasvæði Tungnaár og Sylgju. Til fróðleiks eru sýnd vatnsrit hlaupanna 1986 (28/11-3/12) og 1988 (22/8-31/8), en það fyrr- nefnda kemur úr eystri katlinum, en það síðarnefnda úr þeim vest- ari. Hámarksrennsli hlaupsins 1986 er um 1300 rúmmetrar á sekúndu og heildar vatnsmagn þess um 250 gígalítrar. Hámarks- rennsli hlaupsins 1988 er um 430 rúmmetrar á sekúndu og heildar- vatnsmagn um 200 gígalítrar. Ef áætlað grunnrennsli árinnar er dregið frá mældu rennsli fæst skýrari samanburður á heildar- hlaupvatninu, því annað hlaupið á sér stað um vetur en hitt um hásumar. Það verður þá um 230 gígalítrar fyrir hlaupið 1986, en aðeins um 120 gígalítrar fyrir hlaupið 1988. Nýafstaðið hlaup var mjög svipað hlaupinu 1986. Hámark rennslis var ívið minna, en heildarvatnsmagn ívið meira og er skýringar líklega að leita í því, að nú hleypur eftir að leysing er hafin á jökli, en hlaupið 1986 var í nóvember og því að sumar- leysingu lokinni. Stærsta hlaup í Skaftá eftir að mælingar hófust var sumarið 1984, þegar jökla- leysing hafði verið óvenjumikil. Hámarksrennsli þá virðist hafa verið nokkru meira en nú, en þá stóð hlaupið um tveim sólar- hringum lengur og heildarvatns- magn því talsvert meira. Tímabil milli hlaupa er svipað fyrir báða katla, oft tæplega tvö og hálft ár. Hlaupin verða því á ýmsum tímum árs, þó hefur ekki hlaupið á tímabilinu apríl-júní. Ekki hefur það gerst enn að hlaup hafi orðið úr báðum kötlum samtímis, en ekkert virð- ist því til fyrirstöðu að svo geti farið. Ef það gerist mætti búast við allmiklu meira rennsli en í liðnum hlaupum og er því rétt að fylgjast vel með Skaftá í framtíð- inni. 0 m*/a 0 ■ */* ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Vesturland Sumarferð í Flatey Sumarferð kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður far- in helgina 12. til 13. ágúst. Farið verður út í Flatey á Breiðafirði kl. 13 á laugardag frá Stykkishólmi og tjaldað þar. Möguleiki á svefnpokaplássi. Þátttaka tilkynnist fyrir 26. júlí til eftirtaldra aðila: Akranesi: Þorbjörg s. 11608, Borgamesi: Birna s. 71544, Grundarfirði: Ingi Hans s. 86811, Hellissandi: Skúli s. 66619. Stjórni kjördæmlsróös Allir eiga að vera í beltum, hvar sem þeir sitja í bílnurn! yUMFERÐAR RÁÐ Hafnarfjarðarbær - lóðaúthlutun Hafnarfjarðarbær mun á næstunni úthluta lóð- um fyrir íbúðarhús: a) á Hvaleyrarholti fyrir fjölbýlishús og þétta, lága byggð (klasahús) b) í Setbergi fyrir parhús og raðhús. Lóðirnar verða til afhendingar frá n.k. hausti til vors 1990. Skipulag er samþykkt af bæjarstjórn og endan- leg staðfesting mun liggja fyrir er úthlutað verð- ur. Umsóknarfrestur er til 16. ágúst n.k. Eldri um- sóknir þarf að endurnýja. Nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6. Fj Slökkvilið Hafnarfjarðar Staða brunavarðar er laus til umsóknar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi við Starfs- mannafélag Hafnarfjarðar. Umsækjendur skili umsóknum sínum á eyðu- blöðum sem liggja frammi í varðstofu slökkvi- stöðvar. Umsóknir berist undirrituðum fyrir 24. ágúst nk. Slökkviliðsstjórinn í Hafnarfirði Laust starf Starfsmann vantar nú þegar við setningu í Prentsmiðju Þjóðviljans. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Reynsla við textainnslátt nauðsynleg. Upplýsingar ekki veittar í síma. Umsækjendur hafi samband við prentsmiðju- stjóra, Olaf Björnsson þJÓÐVILllNN Mlðvikudagur 2. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.