Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 12
Gunnar Bjarnason rafeindavirki: Já, það má ríkisvaldiö gera, t.d. núna varðandi Patreksfjörð. Ég vona að landið leggist ekki í eyði, það geta ekki allir verið á mölinni. Álfgeir Marinósson, starfsmaður í skipasmíði: Já, það finnst mér. Það er nauðsynlegt að hafa byggð um allt landið. Jan Hinje, verkfræðingur Landsvirkjun: Nei, mér finnast erfiðleikarnir nægir fyrir. Við tökum vel á móti öllum hér í Reykjavík. Zophanías Sigurðsson tæknimaður: Þetta fer eftir því hvar er. En ég held ég verði að segja já. Þetta verður auðvitað allt að miðast við hagsmuni heildarinnar. ■"SPURNINGIN11" Á ríkisvaldið að koma í veg fyrir að byggðar- lög fari í eyði? Anna Herskind: Nei, það finnst mér ekki. Byggð- arlög eins og aðir eiga að fara á hausinn ef þau bera sig ekki. PIÓÐVILIINN Miðvikudagur 2. ágúst 1989 132. tölublað 54. árgangur minjasafni Jósafats kennir margra grasa. Meðal annarra muna sem Jósafat hefur dregið að sér eru skipslíkön af innlendum sem erlendum happafleytum. Mynd Kristinn. SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Jósafat Hinriksson, vélaverkstæðisrekandi, styður sig hér við keðju- stýrismaskínu úr einni af gömlu skútunum okkar, en Jósafat segir hana hátt á annað hundrað ára gamla. Mynd Kristinn. Sjóminjar „Safnari af lífi og sál“ Jósafat Hinriksson lœtursér ekki nægja að smíða toghlera og selja úr landi - hefursett upp sjóminja- og vélasmiðjusafn í Súðarvogi Um síðustu helgi var vígt með pompi og prakt all sérstætt minjasafn í Reykjavík, nánar til- tckið að Súðarvogi 4 í húsakynn- um Vélaverkstæðis J. Hinriks- sonar. Það sem er ekki hvað síst í frásögur færandi við þennan at- burð, er að safnið er hugarfóstur eins manns, Jósafats Hinriks- sonar, vélsmiðjuiðnrekanda, vél- stjóra og fyrrum sjómanns. Að eigin sögn hefur hann loksins látið verða af því að hrinda í fram- kvæmd hugmynd sem hann hefur lengi alið með sér. Safnið sem hér um ræðir er ærið fjölþætt. Þar er að finna marvíslega muni tengda sjósókn og vélsmiðjuvinnu. Meðal ann- arra muna má nefna gamla báta- mótora, gufuvélar, gömul eld- og vélsmiðjuverkfæri, stýrimaskín- ur, veiðitæki af ýmsum stærðum og gerðum og líkön af skútum og skipum. Við opnunarathöfnina sl. föstudag sagði Jósafat að hann hefði verið haldinn söfnunarár- áttu svo lengi sem hann myndi. Því væri uppsetning safnsins að- eins frekari viðbót þar á. Vijð söfnunina sagðist hann þó hafa notið aðstoðar margra góðra manna sem gaukað hefðu að hon- um einstaka hlutum við og við. Að öðrum ólöstuðum hefur Ár- mann Guðnason „góðmálms- safnari“ þó verið einna drýgstur með að létta undir með Jósafat. Eru fjölmargir munir í safninu komnir frá Ármanni. Við opnun safnsins var sam- ankominn mikill fjöldi gesta, vin- ir og kunningjar Jósafats. Lúðvík Jósepsson, fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra og aldavinur Jósaf- ats, opnaði formlega safnið. í tölu Lúðvíks við það tækifæri, mæltist honum m.a. á þá lund að ávöxturinn af söfnunarástríðu Jósafts bæri vitni um áræðni, dugnað og ræktarsemi til liðins tíma. Ánægjulegt væri að sjá, sagði Lúðvík, hve vel honum hefði orðið til fanga. Jafnhliða þessu starfi hefði Jósafat byggt upp myndarlegt fyrirtæki. -rk < I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.