Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 2
FERÐABLAÐ Sumaifcu Islendingar hafa veriö iðnir við það að koma sér upp sumarbú- stöðum á undanförnum árum. Sumarbústaðir hafa því átt sífellt meiri vinsældum að fagna og sprottið upp eins og gorkúlur víða um land. Á sumum stöðum standa þeir einir og sér innan um tré og runna, en annars staðar eru heilu sumarbústaðahverfin, eins og til dæmis í Þrastarlundi. Þeir sem eiga sumarbústaði segja það ótrúlega skemmtilegt að fara um helgar í bústaðinn og dunda sér við að mála, gera við, planta trjám eða veiða. Alltaf eitthvað við að vera. Segja það yndislega hvfld frá daglegu amstri og stressi borgarinnar að fara í tvo eða þrjá daga upp í sveit og eiga náðuga helgi með fjólskyldunni. Það hefur líka færst í vöxt að starfsmannafélög og fyrirtæki kaupi sér sumarbústað og leigi fé- lagsmönnum viku í senn eða helgi. Slíkir bústaðir eru víða, til dæmis á Laugarvatni. En hvað ætli það kosti að koma sér upp sumarbústað? Það eru nokkur fyrirtæki á landinu sem smíða og selja sumarbústaði og verðið er mjög misjafnt eins og gefur að skilja. Bústaðirnir eru misjafnir að stærð og gæðum og það skiptir líka máli hvar á landinu þeir eru staðsettir. Sum fyrirtæki sem smíða sumarbúst- aði sjá einnig um að útvega mönnum lóðir undir þá. Ýmist eru lóðirnar leigulóðir eða eignarlóðir. Sumarbústaði er hægt að fá á mismunandi byggingarstigum. Ef tekið er dæmi af meðalstórum bústað, til dæmis 38 fermetra, af- hentum á 1. stigi kostar hann um það bii 1.000.000. Á 1. stigi eru bústaðirnir oftast fullbúnir að utan, glerjaðir, með útihurðum, einangraðir, með rakavarnarlagi, spónarplötuparketti og verönd. Það er þó aðeins mismunandi eftir fyrirtækjum hvernig bústað- urinn er á 1. stigi, en þetta eru aðalatriðin. A 2. stigi er töluverður munur á bústöðunum eftir fyrirtækjun- um. Hjá sumum fyrirtækjum eru aðeins tvö stig, en öðrum þrjú. Hjá þeim sem eru með þrjú stig eru hlutir á öðru stigi þeir sömu og eru á fyrsta stigi hjá þeim sem eru bara með tvö stig. Fyrirtæki með tvö stig afgreiða bústaðinn á 2. stigi með milliveggjum og rúm- stæðum, útveggir að innan eru klæddir með panel, hurðir eru og sólbekkir, áfellur í glugga, listar með gólfum, rafmagnsrör og dós- ir og rafmagnstafla. Hjá fyrir- tækjum með þrjú stig eru bústað- ir afhentir með svipuðum hlutum, eða innihurðum, eldhús- innréttingu og rúmstæðum. Bú- staður á 3. stigi kostar á bilinu 1.300.000 til 1.500.000. Þá eru lóðirnar eftir. Ef lóð undir sumarbústaðinn er keypt, er algengt verð á einum hektara 450-550 þúsund krónur. Sem fyrr segir útvega sum fyrirtæki lóðir, en einnig eru margar fasteigna- sölur með lóðir til sölu. Leigulóð- ir ganga á afar misjöfnu verði og mjög erfitt að segja nokkurt ákveðið verð. Oftast er gjald greitt þegar bústaðurinn er flutt- ur á staðinn, eins konar staðsetn- ingargjald, og síðan er greidd viss upphæð á ári. Fyrir þá sem langar til að eyða helgum úti í sveit og sumarfríum á íslandi, er upplagt að fara á stúfana og afla sér upplýsinga um sumarbústaði og öllu því sem þeim tengist, því fjölbreytnin er mikil og nánast óendanlegir möguleikar fyrir hendi. Á miðvikudag verður ríkjandi norðvestlæg átt. Skýjað að mestu á Norður- og Vesturlandi og á stöku stað súld á annesjum. Léttskýjað með köflum á Suðurlandi og á Austfjörðum. Á fimmtudag verður haeg Norð- og Norðvestanátt. Skýjað en þurrt að kalla á Norðurlandi, en léttskýjað með köflum í öðrum landshlutum. Gómsætir réttir og allt á einum stað Ferðamarkaðurinn er eina verslunin á íslandi, sem býður upp á alhliða ferðavörur eins og t.d. PARADISO fellihýsin, uppsett á y^mínútu. Sérhönnuð íyrir íslenskar aðstæður. DALESMAN sumarhúsin, sem nu lást einnig uppsett á Spani. SAFARI fVIONZA hiólhýsi - tjaldvagnar - kerrur. Tjöld og allur viðlegubúnaður. Garðhúsgögn frá Seglagerðinni Ægi. Gasvörurfrá Olíufélaginu Skeljungi. NIKE-sportfatnaður og skór. Reiðhjól f rá Fálkanum. Fortjöld á hjólhýsi og fellihýsi-flestar tegundir. Fjölbreyttúrvalafvörumísportiðogferðalagið. Sjón er sögu ríkari Hvað r sérstakf viö -fellihýsið Opið til kl. 19 mánudaga-f immtudaga. Opiðtilkl.22föstudaga. Opið kl. 10-18 laugardaga. FERÐAMARKAÐURINN Bíldshöföa 12 (við sömu götu og Bifreiðaskoðun íslands). Sími674100. L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.