Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 3
FERÐABLAÐ Hvað er að gerast um verslunaimannahelgina? Bindindismotiö í Galtalæk Bindindismótið í Galtalæk verður haldið um verslunar- mannahelgina eins og áður. Hát- íðin stendur yfir frá 4. til 7. ágúst. Aðstaðan { skóginum fer batn- andi með hverju ári og að þessu sinni verður meðal annars tekið í notkun nýtt 200 fermetra dansgólf sem er undir kúluþaki. Þar verða haldnir unglingadans- leikir og tónleikar. Á staðnum er stórt veitingahús og tjaldstæðin eru dreifð víða um skógi vaxið svæðið. Sérstök stæði eru fyrir hjólhýsi og unglingarnir geta haldið hópinn í unglingatjald- búðum. Næsta nágrenni Galta- lækjarskógar býður upp á fjöl- breyttar og skemmtilegar göngu- ferðir, stuttar sem langar. Dagskrá mótsins er fjölþætt að venju og reynt er að höfða til allra aldurshópa svo að öll fjölskyldan geti komið og átt skemmtilega helgi án áfengis. Aðalhljómsveit mótsins á palli verður hljómsveit Birgis Gunn- laugssonar, en í kúluhúsinu verða hljómsveitirnar Busarnir frá Stykkishólmi, Fjörkallar, Sér- sveitin og Vímulaus æska frá Reykjavfk. Um önnur tónlistar- atriði sjá sönghóparnir Hálft í hvoru og Raddbandið. Einnig verða á mótinu grínistar frá Spaugstofunni og Omar Ragn- arsson. Dagskráratriði á heimsmælikvarða eru þau Jón Páll og ungfrú heimur, Linda Pét- ursdóttir. Fyrir börnin verða meðal ann- ars Brúðubíllinn, hjólreiðakepp- ni BFÖ, söngvarakeppni, leikir fyrir yngstu bórnin og Karnival með Jóka trúði, drekum og sprellkrökkum. Aðrir dagskrár- liðír eru til dæmis svæðisútvarp, ökuleikni BFÖ, dansmeistarar, karateflokkur, helgistund, fjóldasóngur, varðeldur og flug- eldasýning. Að venju er lögð höfuðáhersla á að gestir mótsins njóti útiver- unnar í fallegu umhverfi og það verða um 300 starfsmenn sem sjá um að þessi stærsta fjölskyldu- hátíð helgarinnar fari sem best fram. Mótsgjald í Galtalækjarskógi er 4.000 kr. fyrir fullorðna, 3.500 kr. fyrir þrettán til sextán ára unglinga en tólf ára börn og yngri fá ókeypis inn. Rútur fara frá BSÍ á föstudag og laugardag og flytja fólk heim seinni dagana tvo. Suðurlandsskjálfti í Árnesi í félagsheimilinu Árnesi verð- ur um helgina boðið upp á nýjan valkost í „úti"hátíðahaldi. Þar verður haldin verslunarmanna- helgarhátíð fyrir fullvaxta fólk sem nefnd hefur verið „Suður- landsskjálftinn". Á hátíðinni munu hljóm- sveitirnar Kátir Piltar og Rokka- billýband Reykjavíkur koma fram. Par mun einnig hinn þjóð- kunni Valgeir Guðjónsson stíga á stokk svo og bandaríski blökku- söngvarinn John Collins. Collins ætlar að syngja fyrir matargesti ásamt Hirti Howser píanó- leikara, en Collins kemur líka fram ásamt hljómsveit. Árnes er hótel og veitingastaður og ákveð- ið hefur verið að bjóða uppá þjónustu í mat og drykk. Af því leiðir að aldurstakmark í vín- veitingasal miðast við fullvaxta fólk, þ.e. 20 ára og eldri. í hlið- arsal verður hins vegar boðið uppá diskótek fyrir unglinga. Aðstandendur hátíðarinnar segjast hafa veitt því eftirtekt á undanförnum árum að fólk sem komið er til vits og ára teldi venjulegar útihátíðir um verslun- armannahelgar ekki alveg sniðn- ar að sínum þörfum, og því var ákveðið að bjóða upp á þennan nýja valkost. Þetta mun verða mikil og góð tónlistarhátíð, en ekki telja aðstandendur fyllilega hægt að fullyrða á þessu stigi málsins að Woodstock-hátíðin bandaríska verði endursköpuð á íslenska vísu í Árnesi. Frá Reykjavík er um klukkust- undar akstur í Árnes og örstutt frá Laugarvatni, Hveragerði, Selfossi, Hellu og Hvolsfelli. í næsta nágrenni eru tvær sund- laugar og á svæðinu eru tjald- stæði með hreinlætisaðstöðu og heitum potti. Miðaverði á dans- leiki verður stillt í hóf, en ekkert mun kosta inn á svæðið sjálft. Á svæðinu verður m.a. hestaleiga, ýmsar uppákomur og leikjadag- skrá á daginn. Handhafar dans- leikjamiða munu fá afslátt á veitingum í Árnesi, en auk þess munu kvöldverðargestir fá frítt inn á dansleiki. Vegna takmarkaðs sætafjölda í kvöldverð er tekið á móti borða- pöntunum í síma 99-66504. Valaskjálfti '89 Engin útihátíð verður í ár í Atlavík um verslunarmannahelg- ina, en ÚÍA mun þó annast veitingasölu og gæslu á tjalds- væðinu, því leyft verður að tjalda. Skógrækt ríkisins taldi ekki unnt að leyfa dansleikjahald á sjálfu svæðinu. Rútuferðir verða alla dagana milli Atlavíkur og Egilsstaða. Hátíð verður hins vegar haldin í Valaskjálf á Egilsstöðum, og ber hún nafnið Valaskjálfti '89. Dansleikir verða á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld og sérstakir rokktónleikar síð- degis á laugardag. Hljómsveitirn- ar sem koma fram eru Stjórnin, Langi Seli og skuggarnir, Heitar pylsur, Enginn okkar hinna, Hálfur undir sæng, Pete Suffa & the Disaster. Einnig skemmtir söngkonan Ellen Kristjánsdóttir, blúsarinn Guðgeir Björnsson, eldgeipir og ýmis fleiri óvenjuleg skemmtiatriði verða. Miðar á alla dansleikina kosta 3.600 kr. en jafnframt er hægt að kaupa sig inn á hvern dansleik. Rokkað í Hunaveri í Húnaveri munu hvori meira né minna en 49 hljómsveitir spila um verslunarmannahelgina og það verður stanslaus tónlistar- flutningur á fullkomnu útisviði og undir þaki. Hljómsveitarkeppni verður haldin og það verða hátíð- argestir ásamt dómsnefnd sem velja efnilegustu hljómsveitina. Hljómsveitirnar koma hvaðan- æva að af landinu og verða 30 talsins. Auk þeirra verða á svæð- inu Bubbi Morthens, Síðan skein sól, Stuðmenn, Langi Seli og skuggarnir, Geiri Sæm og hun- angstunglið, Sniglabandið, Strax, Nýdönsk og Ex. Það verða Hjálparsveitarmenn sem annast gæslu og veitingar á svæðinu. Sætaferðir verða frá sérleyfishöfum víða um land, en þar munu einnig fást aðgöngu- miðar. Miðar verða líka seldir á mótsstað, í Varmahlíð og sölu- skálanum á Blönduósi. Mót- sgjaldið er 3.950 krónur. Fjölskyldu- hátíð í Vík Um verslunarmannahelgina verður haldin fjölskylduhátíð í Vík í fjórða skipti. Það er Ung- mennafélagið Drangur og Björg- unarsveitin Víkverji sem sjá um hátíðina sem hefst á föstudags- kvóldi með varðeldi á tjaldstæð- inu við Vík. Varðeldurinn verður kveiktur aftur tvö næstu kvöld. Dansleikir verða í Leikskálum á laugardags- og sunnudagskvöld. Margt verður til gamans gert í Vík og má nefna útsýnisferðir með hjólabát í Reynisdranga og Dyrhólaey og rútuferðir að nýrri skíðalyftu í Sólheimajökul. Fyrir börnin verður haldið íþróttamót, farið í leiki og flutt skemmtiatriði. Ekki er selt inn á svæðið, heldur greiða hátíðar- gestir fyrir það sem þeir velja af dagskránni. Laugarvatn Á Laugarvatni verður engin útihátíð um verslunarmanna- helgina, en þangað eru samt allir velkomnir sem vilja njóta leyfis síns í fögru umhverfi og íslenskri náttúru með greiðum aðgangi að nauðsynlegustu þjónustu við ferðafólk og sumarleyfisgesti. Lögð er áhersla á þjónustu við fjölskyldur og fastagesti sem tekið hafa tryggð við staðinn sem er paradís útivistarfólks. Misnotkun áfengis, sóða- skapur, hávaði og skrílslæti hefur því miður alltof oft orðið til að skyggja á gleði og ánægju sumar- gesta, einkum um verslunar- mannhelgar. Nú virðist vaxandi áhugi á því að fólki verði gert skiljanlegt að gestir, sem þver- brjóta umgengnisreglur eru óvelkomnir á Laugarvatn sem og annars staðar þar til þeir hafa tamið sér betri siði. Um verslunarmannahelgina verður höfð ströng gæsla á tjald- stæðinu og hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni til að afstýra ófriði og ónæði. Fjöldi tjalda verður takmarkaður í samræmi við reglugerð og öllum þeim sem óvirða reglur og tilmæli starfs- manna verður tafarlaust vísað af svæðinu. Sem fyrr er nefnt er boðið upp á margs konar þjónustu við ferðafólk því til afþreyingar, svo sem báta, hesta, seglbretti, mini- golf, gufubað og sund. Einnig eru margar fallegar gönguleiðir í nág- renninu við hæfi hvers og eins. ÞJÓÐVILJINN - SÍDA 3 ...kjörin leið til sparnaðar er Kjörbók Landsbankans Betri, einfaldari og öruggari leíö til ávöxtunar sparif|ár er vand- tundin. Hair grunnvextir og verötryggíngarákvæði tryggja góöa ávöxtun. A.Ö auki koma atturvirkar vaxtahækkanir eítir 16 og 24 mánuöi. Samt er ínnstæöa Kjörbókar alltaf iaus. L Landsbankí íslands B;inki allra iandsmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.