Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 4
Það er stundum eins og sunn-
lendingum detti aldrei neitt ann-
að í hug þegar það er rigning en
að tala um hana og það í ákaflega
neikvæðum mæðutón. Og hugsa
svo til íbúa annarra landshluta
með öfund og broddi af illkvittni
því skilningsleysið gagnvart þess-
ari ósanngjörnu misskiptingu
veðurblíðunnar er algert.
Ég legg til að fólk fari nú að
vinna að því að breyta þessum
viðbrögðum sínum gagnvart nátt-
úruöflunum og mæti þeim með
nýju hugarfari. í anda þess að "If
you canf beat it, enjoy it" eða guð
gefí mér æðruleysi til að breyta
því sem ég fæ breytt og sætta mig
við það sem ekki verður haggað,
og svo auðvitað vit til að sjá að
veðrið er í hinum síðari hópi.
Útivera í heilnæmu rigningar-
lofti er ekki bara góð fyrir öndu-
narfærin heldur líka ákaflega
hressandi fyrir sálina í innivinn-
andi borgarbúum og það þarf
ekki að leita mjög langt til að
finna hinar skemmtilegustu
gönguleiðir.
Hvalfjörður, sem fólki finnst
svo leiðinlegt að aka um, hefur
upp á fleira að bjóða en þennan
dæmigerða sölusícála sem er eins
og allir aðrir söluskálar sem
standa við þjóðveginn út um allt
land. Leyndardómur fjarðarins
felst í vel földu gljúfri inn í fjarð-
arbotninum þar sem Glymur,
hæsti foss landsins fellur. Það er
alltaf gaman að berja augum
FERÐABLAÐ
fyrirbæri sem eru mesta eitthvað
og það eykur enn á ánægjuna að
það krefst svolítillar fyrirhafnar
að komst upp gljúfrið og sjá fos-
sinn.
Gengið er frá bænum Stóra-
botni sem er spölkorn innan við
afleggjara á þjóðveginum sem
liggur inn eftir Botnsdal. Þaðan
er hægt að velja um fleiri en eina
leið upp að fossinum eftir því
hversu mikilli orku fólk kýs að
eyða í gönguna. Áður en lagt er
upp í þessa göngu, sem og allar
aðrar gönguferðir í nágrenni
höfuðborgarsvæðisins er tilvalið
að verða sér út um leiðarvísi og
kort af svæðinu sem er gefið út af
SSH, Samtökum sveitarfélaga á
höfuðborgarvæðinu.
Þegar upp er komið er hægt að
glápa á Glym ofan af syllu einni
sem er eini staðurinn þar sem sést
alveg niður gljúfrið. Fossinn er
198 metra hár en ekkert mjög
vatnsmikill. Engu að síður hefur
Glymur eins og allir aðrir góðir
fossar undarleg áhrif á þann sem
horfir í hann nokkra stund, svolí-
till fiðringur í maganum, líklega
lofthræðsla, og eitthvert óút-
skýranlegt aðdráttarafl sem fær
mann til að ímynda sér að það
væri svo undurgott að Iáta sig
falla fram af syllunni og fara í ferð
niður með fossinum. Og ekki
spillir fyrir ef einmitt á þessu
augnabliki skellur á hraustleg
rigningardemba því þá er alveg
eins og maður sé kominn hálfa
( nágrenni við höfuðborgarsvæðið eru fjölmargar spennandi gönguleiðir. Myndin er tekin á leiðinni frá
Brynjudal yfir að Hvalskarði
Mér f innst rigningin g
iii
leið ofan í fossinn. Áður en ím-
yndunaraflið hleypur með mann í
gónur er þó vissara að færa sig
örlítið fjær gljúfurbarminum og
virða fyrir sér aðra náttúrufe-
gurð. Mikið fuglalíf er í gljúfrinu,
stór byggð ffla sem fljúga um »'*
veg upp við nefið á manni. Það
sakar ekki að taka með sér kíki til
Viltu ferðast fara í frí?
Hafðu samband við BSÍ
Hring- og tímamiðar
hvað er nú það?
Já það er von að þú spyrjir, en
þetta er alveg ótrúlega ódýr
ferðamáti. Hugsið ykkur:
Hringmiði á aðeins ki 8.000.- og
þú getur ferðast á eins longum
tíma og þú vilt allan „hringinn".
ÓTRÚLEGT.
0" tímarniðarnir! Ein vika á aöeins
kr 9.400 fyrir ótakmarkaðan
akstur með sérlpv'fi<=bifreiðum.
(Tvaer vikur é 12.40C prjár vikur á
16.000^g fjórar vikur ? 17.900) En
petta Kostar ekKi meira ei kr. 640
á dag fyrir 4ja vikna ferðalag.
ÓTRÚLEGT.
Já HRINGMIÐI og TÍMAMIÐI eru svo sannarlega lykillinn að
ódýru og skemmtilegu ferðalagi um Island.
Og fyrir þá sem leigja vilja HÓPFERÐABÍLA bjóða
BSÍ-HÓPFERÐABÍLAR uop á margar stærðir bíla til fjallaferða,
sem taka frá 12 upp í 70 manns, I bílaflota okkar eru lúxusinn-
réttaðir bílar með myndbandstæki og sjónvarpi og öllu þar á
milli.
Láttu okkur gera tilboð sem þú getur ekki hafnað.
BSÍ Hópferðabílar
Umferðarmiðstöðinni
Reykjavfk
Simar 22300 - 25035
(g)SÍ Ferðaskrifstofa BSÍ
Umlerðarmiðstöðinnl
Reykjavik
Slmi 22300 625035
að skoða nánar heimilislíf þeirra
á klettasyllunum.
Skoðunarferð að Glymi er að-
eins ein af fjölmörgum skemmti-
legum gönguleiðum í nágrenni
Reykjavíkur. Hér má kannski
líka nefna göngu á Meðalfell við
Meðalfellsvatn. Fjallið er 362
metrar þar sem það er hæst og
stendur eitt stakt í miðri Kjós og
hægt er að komast upp á fjallið að
norðvestanverðu þar sem það er
eins og stefni á skipi. Öllu
auðveldari leið er þó frá hinum
endanum, upp suðaustur hlíðina,
skutinn. Upp á fjallinu er flatt og
auðvelt yfirferðar og alveg ágætt
útsýni yfir Kjós og út á Hvalfjörð.
I raun þarf ekki einu sinni að
fara út fyrir borgarmörkin til að
finna ákjósanlegar gönguleiðir.
Þrátt fyrir öran vöxt borgarinnar
er enn óbyggt útivistarsvæði nán-
ast endanna á milli frá austri til
vesturs, um Elliðaárdalinn, Fos-
svogsdalinn upp á Öskjuhlíð og
inn í Nauthólsvík. Frá víkinni má
svo ganga með sjónum vestur í
Faxaskjól.
Daglöng ganga í fallegu um-
hverfi, íklæddur regnstakk og
buxum með sjóhúfu á höfði og
skótau á fótum, sem heldur tán-
um þurrum og heitum, er upp-
lifun sem allt of margir neita sér
um. Og leggjast svo niður í vott
grasið og skoða skýin og gapa
upp í loft til að mæla rigninguna
án þess að finna fyrir hinum
minnsta öfundarvotti í garð norð-
lendinga. Það er hinn fullkomni
sigur sunnlendings í baráttunni
við hina votu veðurtíð.
iþ
Utið inn að
Rœtt við Jón Grétar Kjartansson hótelstjóra á Ed
Að Skógum undir Eyjafjöllum
hef ur verið starf raekt sumarhótel í
ein 28 ár. Við forvitnuðumst að-
eins um reksturinn er við eyddum
þar nótt fyrir skömmu.
Þrátt fyrir miklar annir og fullt
hús gaf Jón Grétar hótelstjóri sér
tíma til að spjalla aðeins við
undirritaðar. Við inntum hann
eftir því hve lengi hann hefði verið
hótelstjóri og hvernig rekstri hót-
elsins væri háttað.
„Þetta er 9. sumarið mitt sem
hótelstjóri hér að Skógum. Hót-
elið er opið í um það bil tvo og
hálfan mánuð á sumri, frá svona
ca. 10. júní til ágústloka. Þá er
farið að undirbúa opnun héraðs-
skólans sem hér er starfræktur á
veturna. Við hótelið starfa núna
auk mín 14 manns og það er al-
gjör regla hjá okkur að íbúar
staðarins hafi forgang í vinnu við
hótelið. Sú regla gildir reyndar
alls staðar þar sem Edduhótel eru
rekin. Það er því líka fengur fyrir
heimamenn hevrs staðar að hafa
slíkt hótel sem skapar atvinnu
fyrir fólk yfir sumarið."
Hverra þjóða eru gestirnir sem
þið fáið helst?
„Flestir eru Evrópubúar: Þjóð-
verjar, Bretar, Frakkar, Norður-
landabúar. En auðvitað fáum við
ferðamenn úr öllum heimshorn-
um. íslendingum fer fjölgandi
jafnt og þétt, eru nú um 35%
gesta. Þeir gera orðið meiri kröf-
ur með auknum utanlandsferð-
um og sækja í æ ríkari mæli inn á
hótelin sem bjóða að sjálfsögðu
uppá meiri þægindi en útilega í
tjaldi. Verðið er líka hagstætt:
2ja manna herbergi kostar 2.900
kr. nóttin, eins manns herbergi
kostar 2.200 kr. nóttin. Svo bjóð-
um við líka uppá svefnpokapláss
sem kostar 500 kr. í sal en 900 kr. í
herbergi með vaski. Frá 10. ágúst
erum við svo með tilboð og þá
kostar nóttin 1.080 á manninn."
Eru gestirnir að ferðast á eigin
veguin eða í skipulögðum hóp-
ferðum?
„Yfirgnæfandi meirihluti er-
lendra gesta kemur í hópum sem
eru í skipulógðum ferðum á veg-
um ferðaskrifstofu. Fólkið er þá
oft að byrja eða enda hringferð
um landið. En íslendingar eru að
mestum hluta á eigin vegum og á
eigin bíl. Gestirnir dvelja oftast
eina nótt og skoða sig um í ná-
grenninu hluta úr degi.
Hvað skoðar fólk helst í ná-
grenninu?
„Það er auðvitað þetta sígilda
náttúrufyrirbæri Skógafoss sem
heillar jafnt erlenda sem inn-
lenda gesti. Margir skoða líka
Seljalandsfoss og langflestir
skoða byggðasafnið hér á
Skógum."
Segðu okkur aðeins frá
byggðasafninu.
„Já, hann Þórður Tómasson
safnvörður byrjaði smátt hér í
kjallara skólahússins fyrir um 40
árum. Hann hefur síðan smám
saman fært út kvíarnar og nú er
safnið í nokkrum húsum og þykir
mjög merkilegt fyrir margra
hluta sakir. Þórður er líka hafsjór
af þekkingu og segir stórkostlega
frá. Það má enginn sem hér á leið
um láta undir höfuð leggjast að
skoða byggðasafnið."
Hvað bjóðið þið svo fólki uppá
að borða?
„Á kvöldin erum við með hlað-
borð með hinum ýmsu réttum s.s.
margskonar síldarréttum og öðr-
um fiskréttum, brauði, græn-
meti, kjötréttum og eftirréttum.
Fólk borðar eins og það getur í sig
látið og borgar fyrir það 1.390 kr.
Það hefur verið okkur mikil
ánægja að sjá hversu ánægt fólk
er með þetta hlaðborð og við höf-
um orðið áþreifanlega vör við að
það hefur aukist að fólk komi
hingað austur frá Reykjavík
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
J