Þjóðviljinn - 02.08.1989, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 02.08.1989, Qupperneq 5
______________FERÐABLAÐ_____________ Hringinn í kringum Tjömina á tveimur jafnfljótum Þaö þarf ekki aö fara allt of langt til að komast í snertingu við sögufræga staði. Fyrir okkur í hægfara hópnum (sem flestir kjósa að kalla letingja) er þessi staðreynd ákaflega hentug. Hvað er sögufrægt og hvað er ekki sögufrægt er líka svo teygjanlegt að hver og einn getur í rauninni fyllt þann merkimiða eigin skýringum. Er það sem tíu manns upplifa t.a.m. minna sö- gufrægt en það sem ein milljón manna upplifir? Við skulum ekki staldra við þessa pælingu, heldur láta hana eftir sprenglærðum sagnfræðingum og öðrum fortíð- argrúskurum til að rífast um. Hægt er að upplifa söguna í sínu nánasta umhverfi, bæði þá sögu sem fyrir löngu gerðist og þá sem hefur nýlega gerst og þá sem er rétt í þann mund að gerast. Ef menn veita umhverfi sínu lág- marks athygli eru hús, götur, styttur og jafnvel veður uppfull af sögu. Göngutúr kringum tjörnina í Reykjavík getur búið yfir fjölda minna. Ef gengið er Fríkirkju- veginn, meðfram tjörninni, blasir við sögufræg kirkja. Þegar litið er upp að þessu gamla og virðulega húsi kristilegra fríhuga, kemur umsvifalaust ákaflega litskrúðug deilauppíhugann. Þettaer kirkj- an þar sem prestinum var meinað að messa. í þessari kirkju varð sóknarnefndin skyndilega rjóð í kinnum af æsingi yfir selló- leikara, klofnaði, réði nýjan prest en hefur enn ekki losnað við þann gamla úr bústað prófasts. Á þessum sögufræga stað bráðnar ísinn í höndum manns, hvernig sem viðrar. Nú ef áfram er haldið tvö skref í átt að hljómskálanum, rekast menn á gamalt íshús. Þar var ís sem höggvinn var á tjörninni geymdur og vei þeim sem tók ís í leyfisleysi. Það varðaði sektum. En svo hitnaði heldur betur í kol- unum. Blómakynslóðin fyllti ís- húsið með söngvum um ást og frið og svo heit varð ástin og til- beiðslan til friðarins, að á endan- um brann allt klabbið til kaldra kola. í skýrslum Slökkviliðsins stendur sjálfsagt: „Eldsupptök ókunn“, enda telst það varla vís- indaleg skýring á meðal slökkvi- liðsmanna að hús brenni til ösku vegna of mikillar ástar á náunganum. í húsinu við hliðina á þó að heita að kenningar um bróðurkærleik séu kenndar og einhverstaðar stendur að vegir ástarinnar séu órannsakanlegir, rétt eins og vegir guðs. Fríkirkjuvegurinn er í raun krökkur af sögufrægum stöðum. Sagan borgarinnar liggur í hverju skrefi sem tekið er við þessa fal- legu götu. Kvennskólinn er næst- ur við hliðina á.íshúsinu, þar sem þjóðin geymir nú listaverk sín. En Kvennaskólinn býr ekki yfir neinni sögu í mínum huga, enda er ég utan af landi. Eini Kvenna- skólinn í minni sveit var húsm- æðraskólinn, þar sem merkileg- ustu sögurnar gerðust á nóttinni þegar sjómenn og aðrir ofurhug- ar, klifruðu veggina eins og köng- ulær. Þá sögu hafa fáir skráð hjá sér, þó hún komi skýrt fram í af- kvæmum þessara köngulóar- manna. Við löbbum sem sagt hratt fram hjá Kvennaskólanum en stöldrum aðeins við glæsilegt gamalt hús við Fríkirkjuveg 11. Garðurinn í kringum þetta hús kallast Hallargarðurinn og á sennilega rætur sínar í slotlegu yfirbragði hússins. Hér bjó óskabarn auðvaldsins, Thor Jensen, sem byggði höllina af mikilli atorkusemi og fram- kvæmdagleði. Það sem helst gerir húsið sögufrægt í mínum huga, er að þarna var fyrst reyrit að kenna mér ræðumennsku. Þarna mætti ég ungur að árum ásamt öðrum ungmennum til að læra að tjá mig á sannfærandi hátt, um mál sem mér stóð algerlega á sama um. Þetta var því eiginlega námskeið í þingmennsku. Verkefnin voru ákaflega erfið viðureignar. Ég kem úr fjöl- skyldu þar sem allir þurfa geysi- lega mikið að tjá sig og sá kemst að sem galar hæst. Hræðsla mín varðandi tjáningu var af rússneskum toga; ég var mest hræddur um að fá ekki að tjá mig. En á þessu námskeiði fólust verk- efnin í því að halda uppi vörnum fyrir þrautfúlum málstað með þeim hætti að áheyrendur tryðu manni fullkomlega. Hvað um það. Þetta hús var mikið auðvaldssetur. Þess vegna fengu sumir betri borgarar anda- teppu þegar Sovétmenn ágirntust húsið árið 1944. Sovétmönnum þótti upplagt að hafa sendiráð við þennan uppáhalds poll Reykvík- inga en það var komið í veg fyrir það. Þegar maður gengur síðan yfir brúna og horfir norður eftir tjörninni mætir manni umdeild sýn. Þar er að rísa upp ein um- deildasta bygging seinni ára, ráð- húsið. Vegna þess að ég er utan af landi, er mér nokk sama hvort ráðhús Reykvíkinga stendur við tjörnina, í tjörninni eða fyrir ofan tjörnina. Ég er samt heitur and- stæðingur ráðhúsbyggingarinnar. Hún er nefnilega svo hrikalega ljót að mínu mati. Þegar ég sá líkanið af þessu braggapari með súlunum hugsaði ég: Þetta er stríðsára rómantík og mun standa sem einn fjölmargra minnisvarða um fádæma smekkleysi íslenskra arkitekta tuttugustu aldarinnar. Ráðhúsið vekur alltaf sömu spurninguna í mínum huga: Hvers vegna er byggt svona mikið af ljótum húsum. Arkitekt- ar á íslandi munu, ef þeir lesa þennan pistil, fá sams konar ást á mér og breskir arkitektar hafa á krónprinsinum breska. En Kalli hefur sagt þá hafa unnið meira tjón á London en sprengjuflug- vélar Hitlers. Tjarnargatan er mikilvæg gata. f túnfætinum við Ráðherrabúst- aðinn, skoppaði eitt sinn fjörugur strákur og boðaði hugmyndir samvinnunnar yfir jafnöldrum sínum sem byggðu hús sín í sand- kössum. Pabbi hans var forsætis- ráðherra og kannski hefur snáð- inn strax í sandkassanum ákveðið að feta í fótspor föðurins? Hvort sem hann gerði það eða ekki er hann nú í hlutverki landföðurins mikla, sem skilur íslenska þjóð- arsál svo vel,' að hann telur best að gleyma öllu óþægilegu, þannig að hamingjusamasta þjóð heimsins missi ekki verðbólgið brosið af andlitinu. Spássitúr um tjarnarsvæðið er fræðandi ferðalag og það besta við þetta ferðalag er hvað það er ódýrt, nema maður búi á Fagur- hólsmýri. Davíð hefur líka, við mikinn fögnuð allra minnihluta borgarinnar, látið gera fallegan göngustíg meðfram tjörninni og plantað niður trjám og bekkjum. Við skulum ímynda okkur að við séum búin að ganga allan hring- inn í kring um tjörnina og sitjum á einum bekkjanna við Fríkirkju- veginn. Frá þeim sjónarhóli verða orð vegfaranda sem Steinn Steinarr rakst eitt sinn á, mjög skiljanleg. En Steinn heyrði þar tal tveggj a manna og annar sagði: „Það er fiskilegt vatn tjörnin". Alla vega virðist vargurinn á þessari skoðun þar sem hann herjar í stórum hópum á endur og brauðmola, öllum til ama og leiðinda. -hmp > Skógum dduhótelinu að Skógum undir Eyjafjöllum Hótelstjóri ásamt hluta starfsfólksins. Pú kemst skjótt og greiðlega á áfangastað innanlands með því að ferðast fljúgandi. Með öryggið að leiðarljósi greiða Flugleiðir götu þína og bjóða áætlunarflug til 10 staða á landinu. ísamvinnu við önnurflug- félög og sérleyfishafa áttu síðan kost á tengiferðum til alls 42 slaða. Sparaðu þér tíma og fyrirhöfn - taktu flugið. Með Flugleiðum. Hluti hins glæsilega kvöldverðarhlaðborðs. gagngert til að fá sér að borða og fer svo aftur í bæinn um kvöldið. Það eru allir velkomnir sem vilja fara í kvöldverð og fá sér að borða hjá okkur. Matsalurinn er opnaður kl. 7 á hverju kvöldi. f hádeginu erum við með matseðil en á morgnana bjóðum við uppá morgunverðarhlaðborð. Konan sem eldar öll herlegheitin heitir Helga Helgadóttir og hefur verið hér frá upphafi." Þegar hér var komið ákváðu undirritaðar að tefja Jón Grétar ekki lengur enda miklu meir en nóg að snúast á stóru heimili. En það er nákvæmlega tilfinningin sem við fengum. Hótelið er mjög heimilislegt og allt bæði innan- og utandyra með afbrigðum þrifa- legt, starfsfólkið viðmótsþýtt og andrúmsloft afslappað og rólegt. Hér er maður alveg laus við borg- arstressið, ysinn og þysinn. Við lögðum af stað heim á leið endurnærðar á sál og líkama eftir sólarhringsdvöl að Skógum. GC/GK Allar nánari upplýsingar á sölu- skrifstofum Flugleiða. hjá umboðs- mönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIÐIR INNANLANDSFLUG ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 AUK/SÍA k110d20-336

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.