Þjóðviljinn - 02.08.1989, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 02.08.1989, Qupperneq 7
FERÐABLAÐ móður, hlakkaði til bílferðarinn- ar. En greiðvikni bílstjórinn lét bíða eftir sér. Taskan hennar og sængurfatapokinn voru úti við garðshlið, hún sjálf í eldhús- glugganum og farin að hugsa um að hætta við suðurförina, leiðin- legt að koma heim í auða íbúð urn miðja nótt, klukkan orðin tíu; og þá kom sá greiðvikni loks og staðnæmdist við gangstéttar- brúnina. Taskan var komin aftur í og pokinn sömuleiðis áður en hún gæti sagt neitakk ég er hætt við - og ekki um annað að ræða en skella sér með. Það var farþeginn úr aftursæt- inu sem hafði komið farangri hennar fyrir í bflnum. Bflstjórinn lá út í hurðina sín megin, hamraði með fingrum á stýrishjóiið. Aft- ursætismaðurinn bað hana um að sitja fram í því að sjálfur þyrfti hann nauðsynlega að leggja sig, væri að koma af tuttugu tíma vakt og ætti að mæta í aukavinnuna sína fyrir sunnan um morguninn. Bflstjórinn sagði að þau fengju öll nægan tíma til að sofa. Hún leit um öxl og sá að drengnum og þessum af tuttugutímavaktinni varð strax vel til vina svo hún á- kvað að hafa engar áhyggjur, spenna á sig beltið og reyna að njóta ferðarinnar. Sem betur fer var nóttin björt, en þau yrðu ekki í Reykjavík fyrr en fjögur eða fimm um morgunínn. Þegar þau voru komin yfir Glerána fór bílstjórinn að auka hraðann; og auka hraðann. Henni varð eiginlega strax um og ó. Vélin gaf frá sér háværan hvin og þótt bfllinn virtist nokkuð nýr og sætið þægilegt, stífnaði hún öll, spyrnti fótum í gólfið og þrýsti sér aftur. Einhverju sinni leit hún á hraðamælinn og sá að nálin nálgaðist 160. Og það komu bflar á móti, vegurinn fram Öxnadalinn ekki merkilegri en hann er. Þegar hún leit sem snög- gvast á bflstjórann, ætlaði að biðja hann um að draga úr hrað- anum, herti hann á sér. Hann leit hörkulega til hennar, hló kalt og gaf enn frekar í. Maðurinn í aftursætinu andaði þungt, augu hans starandi; hann sem hafði ætlað sér að sofa. Það var víst bara drengkrflið sem gat látið fara vel um sig. Hann lá endilangur í sætinu og svaf, hafði sofnað á leiðinni fram Lögmannshlíðina þegar hraðinn var „ekki nema“ 120-140. Þau töluðust ekki við. Hún reyndi að hafa augun lokuð, sneri höfðinu til hægri og niður og reyndi að verjast óþægilegum hugsunum. Stöku sinnum, þegar henni fannst að bfllinn hlyti að vera að takast á loft eða þegar henni fannst að þau stefndu út af veginum, inn í klett ellegar beint framan á bíl sem ekið var á móti, gat hún ekki annað en öpnað augun, litið sem snöggvast á bflstjórann eða í skelfingu á aft- ursætismanninn. Sá var alveg jafnóttasleginn og hún. Og bflst- jórinn herti á sér í hvert skipti sem þau litu til hans í hræðslu, forundran eða jafnvel bænar- augum. Konan sagði að einhvern hluta ökuferðarinnar hefði hún verið viss um að bílstjórinn væri einhvers konar uppvakningur, geðsjúklingur áreiðanlega, refs- andi andi, Myrkárdjákni; vissi reyndar mætavel að maðurinn var eigandi fyrirtækis sem systir hennar starfaði við og hætta á að styttist í þeirri vinnu ef hún segði gagnrýnisorð ellegar tæki sig til og kærði hann fyrir lögreglunni. Henni fannst hún vera lent í dauðagildru og spurning um mín- útur hvenær aftakan færi fram. Hún skimaði stundum fram á veginn og velti því fyrir sér hvort það skipti miklu hvort bfllinn færi út í skurð, niður í skorning elleg- ar ótal veltur á sléttu túni. Síst af öllu vildi hún fletjast út framan á flutningabfl. Þau voru komin framhjá Blönduósi þegar hún sá lögreglu- bíl nálgast þau að sunnan. Og beið og vonaði að maðurinn drægi úr ferðinni, að lögreglan neyddi hann til að stansa, elti hann uppi, ræki hann frá stýri. Þau voru á liðlega 160 km hraða þegar þau mættu lögreglubflnum og bflstjórinn sló hvergi af. Aft- ursætismaðurinn leit út um aftur- gluggann og sagði að löggan væri að snúa við og kæmi á eftir þeim. En þau fóru of hratt fyrir lögg- una. Ekkert varð úr eftirförinni og andartaki seinna var hraðinn kominn yfir 180. Klukkan var ekki nema tvö eftir miðnætti þegar bílstjórinn stöðvaði bflinn fyrir utan fjölbýl- ishús í reykvísku úthverfi. Dren- gurinn spratt þegar í stað upp úr sætinu. Hann hafði þá ekki sofið dúr allan tímann heldur kreist aftur augun, látist sofa af tómri skelfingu. Aftursætisfarþeginn fór út úr bflnum, rétti henni tösk- una og pokann, tók líka sína eigin tösku upp úr kistunni og spurði konuna hvort hún gæti leyft sér að hringja á bfl, lengra færi hann ekki með brjálæðingi undir stýri. Bílstjórinn kvaddi ekki, rak glottandi fésið út um hliðar- glugga og sagðist aldrei standast mátið að „kitla pinnann" þegar hann æki bflum sem hann ætti ekki sjálfur. Þegar hann hvarf fyrir horn á fjölbýlishúsinu óskaði hún þess að þegar hann færi akandi á ofsahraða inn í eilífðina færi hann einsamall. Ég vona að ég eigi aldrei eftir að kynnast annarri eins heimsku eða annarri eins frekju, sagði hún. -GG Athugasemd: Ökuferðin sem hér segir frá er enginn uppspuni. Það eru ekki margir dagar síðan þessi glæfra- akstur átti sér stað. Hér á stðunni átti reyndar að vera grein, byggð á uppíýsingum frá Umferðarráði um tölu slasaðra og látinna í um- ferðinni, sú grein bíður betri tíma, okkur fannst að þessi ferða- saga, byggð á frásögn farþega í bfl frá Akureyri til Reykjavíkur gæti orðið til þess að leiða huga ein- hvers glæfrabflstjóra að því að sérhver ökumaður ber ábyrgð á lífi og limum farþega sinna og reyndar fleiri. Sumarhúsin frá TGF eru falleg, sterk og ódýr. Hringið í síma 42255 eða 93-86995 og fáið ókeypis teikningabækling og verðlista sendan heim. 1dt TRÉSMIÐJA GUÐMUNDAR FRIÐRIKSSONAR SUMARHÚS A BETRA VERÐI t ► ÞAÐ STANSA FLESTIR í ALLT Á FULLU HJÁ OKKUR - SUMAR SEM VETUR W augljós

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.