Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.08.1989, Blaðsíða 8
en London og Glasgow Til þess að kynnast landi og þjóð er nauðsynlegt að leita út fyrir borgirnar. Á bílaleigubíl, með lestum eða rútum, siglandi eftir skurðum og síkjum eða jafnvel gangandi. Norður-England og þjóðgarðarnir Lake District, North York Moors, Yorkshire Dales og Peak District búa yfir heillandi ósnortinni náttúrufegurð ásamt fjölskrúðugu jurta- og dýraríki sem löngum hafa heillað göngugarpa og náttúruunnendur. Cornwall. Að aka milli litlu fiskiþorpanna á Cornwallskaganum er eins og að skjótast aftur í aldir. Myndræn fegurð t.d. Clovelly, Lynton og Lynmouth er ógleymanleg og Jamaica-kráin á Bodmin Moor er jafn dulúðug og í samnefndri sögu Daphne de Maurier. Suður-England hefur sannarlega margt að bjóða þeim sem njóta vilja sólar og skemmtunar. Einkar milt loftslag, ljós strandlengja, pálmatré og annar suðrænn gróður hafa gert suðurströndina að einum vinsælasta sumarbaðstað í norðanverðri Evrópu. Wales. Óvíða er að finna jafnmarga sögufræga kastala og kastalarústir og í Wales. I grasi grónum hlíðunum, innan um sauðfé á beit eða sitjandi við lítið vatn með stöng, gætirðu haldið að þú værir eina manneskjan í heiminum. Skotland. Skosku hálöndin hafa árum saman dregið að ferðamenn, með hinu dularfulla Loch Ness, undurfagra Loch Lomond og hinu sérstæða Great Glen, ekki síður en hinir heimsþekktu skosku golfvellir. , Leitaðu ekki langt yfir skammt. Fáðu nánari upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða, Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni, eða hjá ferðaskrifstofum og umboðsmönnum um land allt. ZZZMSS! BRESKA FERÐAMÁLARÁÐIÐ FLUGLEIÐIR Það í Mjög brýn og hol ra' eftir Árm &e Eins og menn vita er ekkert betra þegar maður leggur af stað í ferðalag en að reka tærnar í þröskuldinn og skella flatur á gólfið með hæfilegum meiðslum. Sá sem verður fyrir slíku óhappi rís skjótt upp aftur og segir glaðbeittur: Fall er fararheill. Hann hefur nefnilega áttað sig á þeim grundvallarsannindum sem mestu skipta um ferðalög: Á ferðalagi hefur þú stokkið út úr hvunndagsleikanum og það er skemmtilegt, en á hinn bóginn er heimurinn allt í einu orðinn fullur af hættum við hvert fótmál, fullur af því ófyrirsjáanlega sem þú ræður ekki við. Þess vegna finnst ferðalangin- um gott að taka að minnsta kosti eitt óhapp út strax heima hjá sér áður en lagt er af stað. Hann treystir því þá, samkvæmt lík- indareikningi, að færri séu mögu- leikarnir á því að hann lendi í mat- areitrun, óveðri, bílslysi eða ofan í gili í ferðinni sjálfri. Hann hefur byrjað á því að virkja sjálfan sig innan frá og eins gott að hann haldi því áfram því það er ekki barasta á Sprengi- sandi að á reiki er margur óhreinn andinn, sem villa æra og færa hinn arma af vegi. Hinn armi - það er ferðalangurinn. Margir telja að menn eigi að virkja sjálfa sig fyrir ferðalög með einskonar ferðavísindum eða ferðavisku. Hún er fólgin í því að kunna að velja sér rétta gönguskó, rétta prímusa, besta bakpokann, öflugan bíl, hundvís- an fararstjóra, áreiðanlega ferða- skrifstofu og þar fram eftir göt- um. Allt eru þetta sjálfsagðir hlutir sem óþarft er að fjasa mikið um. Og um leið skal það sagt um alla þessa sjálfsögðu hluti, að þeir eru oftar en ekki skammgóður vermir. Pví hvað stoðar það sál mannsins að vera á góðum skóm ef leiðin er týnd í þoku? Hvað stoðar það farsæld hans að vera á góðum bíl og aka varlega ef fólið sem kemur á móti honum ekur eins og trítilóður skúnkur? Nei. Eina leiðin fyrir ferða- langinn til að virkja sjálfan sig innan frá er gömul írsk viska. Hún segir allt sem segja þarf með fjórum einföldum orðum: Það gæti verið verra. Merkileg orð og nauðsynleg hverjum manni sem hættir sér út fyrir hússins dyr. Tökum einfalt dæmi eins og veðurfar. Margir eru svo háðir veðurfari á ferðalögum að þeir líta aldrei glaðan dag. Annað- hvort er oft heitt fyrir þá eða of kalt eða of blautt. En sá sem veit að allt gæti verið verra, hann hugsar alls ekki þannig. Ef það er engin sól þá hugsar hann sem svo: þetta gæti verið verra, maður er þá ekki að stikna úr hita. Ef það rignir á hann, þá hugsar hann það sama og bætir við: þetta er ljúf rigning og vekur upp góðar minningar og það gæti líka verið verra: það gæti verið hvínandi rok sem feykti mér um koll. Ef ferðalangurinn svo lendir í hvínandi roki þá segir hann: það gæti verið verrra, ekki ferst ég hér úr lognmollu, nú sé ég og finn allan stórleika náttúrunn- ar og hleypi honum inn í sálar- stofuna og þá ýtir hann við snilli-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.