Þjóðviljinn - 03.08.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.08.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 3. ágúst 1989 133. tölublað 54. árgangur Tölvunjósnir Símatölva opin grúskurum Einstaklingar úti íbœ komust inn ítölvu Pósts og síma sem fylgist með ákveðnum símnúmerum. AfskiptiÞjóðviljans valda viðbrögðum hjá Pósti og síma Tölvugrúskari sem hýr yfir þeirri tækni að geta hringt með svo kölluðu „módemi" í aðr- ar tölvur, komst inn á tölvu Pósts og síma í símstöðinni í Breiðholti. Sér til nokkurrar undrunar sá tölvugrúskarinn að hann hafði aðgang að upplýsingum um sím- notkun einstakra símnotenda sem tölvan fylgdist með. Tölvan skráði samviskulega öll símtöl sem viðkomandi símnotendur hríngdu, hvaða númer hringdu í númerið og hve lengi var talað. - Einnig skráði tölvan þær tölur sem símnotendur völdii en hættu við að hringja í miðjum klfðum. Þegar Þjóðviljinn haföi sám- band viö Póst og síma könnuðust menn fyrst ekki við þessa tölvu. Blaðinu var vísað á Thor Eggerts- son yfirdeildastjóra. Hann sagði tölvur sem þessa vera í öllum sfm- stöðvum í Reykjavík. Með þessu væri Póstur og sími alls ekki að stunda neina njósnastarfsemi og * engir aðilar aðrir en tæknimenn Pósts og símá hefðu aðgang að skráningum tölvanna. Skýringin á því hvers vegna tölvan fylgdist með ákveðnum númerum væri, Kamerún Kvenna- r I klípu 75 af45 eiginkonum elskaðasta dœgurlaga- söngvara Kamerún krefja eiginmanninn um fjölskyldubíl. Ellafara þœrfram á skilnað Ein skærasta stjarna dægur- lagahéimsins í Kamerún er heldur betur f klípu þessa dagana. Fimmtán þeirra 45 eiginkvenná sem stjarnan er kvæntur hafa krafið eiginmanninn um að hann kaupi undir þær bfl, að öðrum kosti komi ekki annað en skilnað- ur til greina. Stjarnan sem nefnist Obama Esoma Juliot de Feu, er ekki á þeim brókunum að láta undan eignkonunum 15 - enda sé tómt mál að þær komist allar fyrir í venjulegum fjölskyldubíl. Fyrir rétti kvaðst hann þess í stað hafa lagt fyrir að undanförnu til að fjármagna kaup á stærri bfl s.k. „kálfi" undir frúrnar. Obama Esoma er í daglegu tali heimamanna nefndur „kvenna- kóngurinn". En auk eiginkvenn- anna 45 er hann trúlofaður einum 15 konum til viðbótar. Fastlega er reiknað með að dómstólar kveði upp úrskurð í máli eiginkvennanna gegn Oboma Esoma fyrir mánaðarlok. Þangað til er bara að bíða og sjá til hvort kappinn láti áður undan sínum 15 heittelskuðu eða hvort þær sættist á þá lausn að fá litla rútu í stað fjölskyldubílsins langþráða. -Reuters/rk að þegar notendur kvörtuðu undan óeðlilegum símareikning- um væri tölva látin fylgjast með notkun númersins. Thor tók einnig fram að hann væri búinn að gera ráðstafanir sem koma ættu í veg fyrir að utan að komandi aðilar kæmust inn á tölvur Pósts og síma og fagnaði aðvörun Þjóðviljans. Hann sagði alveg öruggt að engum óviðkom- andi aðilum væri veittur að- gangur að upplýsingum tölvanna. Ekki væri ætlunin að utan að komandi aðilar kæmust inn á tölvurnar og hefðu tæknimenn Pósts og símá ekki orðið varir við slík „innbrot" áður. Thor sagðist þó hafa haft áhyggjur af þessum möguleika og nú hefði verið grip- ið til ráðstafana til að loka fyrir hann. Póstur og sími fylgist einnig með númerum fyrirtækja að ósk þeirra sjálfra. Þá er verið að kanna hvort hugsanlega þurfi að bæta línum við símkerfi fyrirtækj- anna eða hvort það sem fyrir er anni öllum hringingum. Tölvu- skráningu þarf aðeins að nota í gamla símkerfinu, en þar sem stafræna kerfið er komið er hægt að beita öðrum aðferðum, að sögn Thors. -hmp Tölvugrúskarar með réttan útbúnað gátu komist inn á eftiriitstölvur Pósts og síma og grúskað þar í gögnum. Mynd: Kristinn. Patreksfjörður Skip frystihússins á „1_4 II I II Sýslumaður: Dagsetning ekki ákveðin en að öllu óbreyttu verðaþau boðin upp ásamtfrystihúsinu ímánuðinum. ÞrymurBA kom til hafnar í gœr og óvíst um frekari róðra Það er ekki enn búið að ákveða upp á dag hvenær togarinn Sigurey BA 25 og togbáturinn Þrymur BA 7 verða boðnir upp á nauðungaruppboði en það verð- ur f þessum mánuði. Að öllu óbreyttu þá verða þeir seldir hæstbjóðanda, sagði Stefán Skarphéðinsson sýslumaður á Patreksfirði. I gær kom Þrymur B A til hafn- ar á Patreksfirði og aðspurður sagðist sýslumaður ekki geta sagt neitt til um það hvort skipíð héldi til veiða á ný. - Það er svo margt óljóst núna í þessum efnum en þó er ljóst að veiðiferðirnar verða ekki margar úr þessu þar sem bát- urinn er kominn á nauðungar- uppboð, sagði sýslumaður. Fari svo að skip hraðfrystihúss- ins verði boðin upp á nauðungar- uppboði er ekki aðeins verið að bjóða þau til sölu heldur og einn- ig kvóta þeirra sem er allt að 50% þess kvóta sem enn er eftir í byggðarlaginu. Stjórnvöld hafa ákveðið að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að skipin og kvótinn verði seld og nú er aðeins að sjá hvað setur og hvort björgunarsveitirn- ar svðra bregðist nógu skjótt við til að hindra að skipin og kvótam- ir fari undir hamarinn. í veði er framtíð 1000 manna byggðarlags. Eins og kunnugt er var Hraðfrystihús Patreksfjarðar formlega úrskurðað gjaldþrota hjá sýslumannsembættinu á mán- udag þar sem beiðni þar um hafði borist frá stjórn þess eftir að Ijóst var að Hlutafjársjóður hafði neit- að fyrirtækinu um 200 miljón króna lán til fjárhagslegTar endurskipulagningar. Nokkru áður en hraðfrystihúsið var úr- skurðað gjaldþrota var það ásamt skipunum komið á nauðungar- uppboð hjá sýslumannsembætt- inu. Að sögn sýslumanns er ekki búið að skipa bústjóra yfir þrota- búinu en það verður gert bráð- lega. Á næstunni verður gjald- þrot hraðfrystihússins auglýst í Lögbirtingarblaðinu og frá fyrstu birtingu þess hafa kröfuhafar 2 mánuði til að lýsa kröfum í búið. -grh Skattar Skattbyrðieykstum1% Hœkkun beinna skatta ríkis og sveitarfélaga hefur aðeins verið 1 % frá 1986. Már Guðmundsson: Ekki búið að gefa upp hugmyndir um fleiri skattþrep f% rátt fyrir áform ríkisstjórnar- r innar um hækkun skatta hef- ur skattbyrði einstaklinga af beinum sköttum ekki hækkað um meira en 1% frá árinu 1986. Sam- kvæmt áætlunum fjármálaráðu- neytisins vega beinir skattar ríkis- ins 5,1% af heildartekjum á þessu ári en 6,2% af heildartekjum fara til sveitarfélaga. Samtals vega beinu skattarnir því 11,3% á þessu ári. Skatthlutfall tekju- skatts var hækkað úr 28,5% f 30,8% um síðustu áramót, eða um 2,3% en vegna aukinna greiðslna barnabóta og betri nýt- ingar persönuafsláttar, eykst skattbyrðin aðeins um 0,8% í núverandi kerfi er tekju- skattur aðeins innheimtur í einu þrepi. Hugmyndir hafa hins veg- ar verið uppi um fleiri þrep í tekj- uskattinum. Þannig mætti beita skattkerfinu betur sem jöfnunar- tæki. Alþýðubandalagið hefur stutt slíkar hugmyndir og segir Már Guðmundsson, ráðgjafi fjármálaráðherra, að ekki sé búið að gefa slíkar hugmyndir upp á bátinn. Sjá bls. 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.