Þjóðviljinn - 03.08.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.08.1989, Blaðsíða 4
þJÓOVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Sættir við Grænfriðunga Náttúruverndarsamtökin Greenpeace sendu nýlega full- trúa á ráöstefnu samstarfsnefndar Ínúíta í Grænlandi: hann mæltist til friðar við veiðimannaþjóð og ítrekaði að Grænfrið- ungar sæju eftir herferð sinni gegn selveiðum frumbyggja norðurhjarans. Og sömu samtök hafa gert menn út af örk- inni hingað til að skýra frá því, að Greenpeace hafi ákveðið að hætta herferð sinni gegn íslenskum afurðum á erlendum mörkuðum vegna hvalveiða sem héðan hafa verið stundað- ar. Vegna þess að nú er lokið hvalveiðum, sem með um- deildum hætti hafa verið kenndar við vísindi. Það fylgir sög- unni að nú hafi á síðustu stundu verið komið í veg fyrir að fimm bresk fyrirtæki hættu við að kaupa íslenskar vörur vegna hvalveiðanna. Þessari sáttaviðleitni fylgir nokkuð hnútukast eins og gengur. Haft er eftir sendinefnd Greenpeace, að samtökin telji sig hafa unnið sigur í deilunni, þau hafi neytt íslensk stjórnvöld til að hætta við hvalveiðar vegna þess efnahags- legs skaða sem mótmaælaherferðin hafði valdið. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra tekur þvert fyrir að svo hafi verið, hann segir í viðtali við Tímann að aldrei hafi verið á Grænfriðunga hlustað, þeir hafi engu ráðið um úrslit þessa máls. Varla tekur því að vera að jagast lengi út af þessu - mestu skiptir vitanlega að þessi hnútur er leystur í bili, meira en nógri bölvun hafði hann valdið á erlendum mörkuðum. Um framvindu vitum við færra en skyldi: Grænfriðungar segjast muni aftur skera upp herör gegn íslenskum afurðum ef byrjað verður á ný á hvalveiðum hér eftir 1990. Þeir virðast þá gefa sér það fyrirfram, að ástand hvalstofna geti ekki orðið þannig að óhætt verði að nýta þá að nokkru. Slík viðhorf eru vafasöm: ef menn á annað borð gera samhengi lífkeðjunnar og jafnvægi í lífríki að rökum í náttúruvernd, þá fela slík rök það í sér meðal annars, að það sé sjálfsagt að taka eitthvað úr öllum pörtum lífkeðjunnar í sjónum. Það hefur satt best að segja verið Ijóður á ráði ýmissa náttúru- verndarsamtaka að þau hafa látið slík jafnvægisviðhorf víkja fyrir ofurást á tilteknum dýrategundum. Nú síðast kemur sú villa fram í því að vilja banna með öllu fílaveiðar í Afríku - einnig í þeim löndum sem hafa sæmilegt eftirlit með slíkum veiðum. En þá hugsa menn ekki til þess að offjölgun fíla í þjóðgörðum getur eyðilagt þjóðgarðana og afkomu annarra tegunda innan þeirra - fyrir utan það að fílarnir sjálfir féllu úr hor. Grænfriðungar og ýmis náttúruverndarsamtök önnur hafa reyndar gert ýmis mistök og iagt vafasamar áherslur. En sá Ijóður á þeirra ráði breytir engu um það, að þessi samtök eiga sér, þegar á heildina er litið, góðan málstað og nauðsynlegan. Alltof margir íslendingar hafa látið hvalamál- ið skyggja á það, að Grænfriðungar eru okkar eðlilegir bandamenn í málum sem okkur varða miklu: til dæmis í baráttu gegn mengun hafanna, í allri viðleitni til að skera niður kjarnorkuvígbúnað í höfunum. Og mætti lengi við þann lista bæta. Það var reyndar mjög hættulegt fyrir okkur að lenda, vegna hvalamálsins, í vafasömum félagsskap þeirra, sem vilja gera lítið úr umhverfisverndarsinnum með einum eða öðrum hætti - oft í nafni mjög hæpinna hagsmuna þeirra sem skilja frelsið á þann veg að það sé m.a. frelsi til að ráðskast með náttúrulegt umhverfi mannsins eins og gróða- fíknin vill. Því er það mikið fagnaðarefni að friður skuli takast við Grænfriðunga - sem þá má reyna að nýta m.a. til þess að greiða úr þeim ágreiningi um umgengni við spendýr hafanna sem enn er uppi. KLIPPT OG SKORIÐ Þingmaður óttast Morgunblaðið Þaö er merkilegt hve margir eru hræddir við Morgunblaöið. Svo skelfdir eru þeir við þetta stóra blað að þeir þora ekki að leggja nafn þess við annan eins hégóma og eigið framlag til þjóðamálanna. Dæmi um þetta mátti lesa í Morgunblaðinu sjálfu á þriðju- daginn var. Þar var birt ræða sem Egill Jónsson, þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Austur- landskjördæmi, flutti á æskulýðs- móti á Eiðum. Egill hefur áhyggjur af þeirri kenningu, að vísust leið til að bæta kjör manna á íslandi sé sú að flytja inn matvæli. Hann er meira en áhyggjufullur, hann er hneykslaður. Hann segir í ræðu sinni: „Upp á síðkastið hafa þær raddir orðið stöðugt háværari að við ættum að opna landið fyrir erlendum matvælum sem að stór- um hluta eru niðurgreidd og inn- lend framleiðsla getur ekki keppt við. Einn áhrifamesti fjölmiðill landsins valdi sjálfan sjómanna- daginn til að koma þessu hugðar- efni á framfæri". Það er alveg rétt. Það var skrif- aður leiðari á sjómannadaginn um þörfina á að „brjóta niður gamla fordóma um að ekki megi flytja til íslands matvæli". En þingmaður Sjálfstæðisflokksins áræðir hinsvegar ekki að nefna Tjölmiðilinn með nafni. Enda stóð þessi leiðari í Morgunblað- inu sjálfu. Það er eins og segir um Skugga- Svein í samnefndu leikriti: við skulum ekki espa ólukku mann- inn. Af útflutningsbótum Það er reyndar von að mönnum finnist það vanhugsað hjá Morgunblaðinu að ætla að höggva á efnahagsvandann og kjarahnútinn með því að flytja inn matvæli - sem eins víst er að séu komin úr niðurgreiddum of- framleiðslubirgðum Evrópu- bandalagsins og því hæpið að telja í einhverju sem kalla mætti eðhlega samkeppni við íslensk matvæli. Skynsamlegri málstaður er sá sem Morgunblaðið tekur upp í leiðara sínum í gær. Hann er að andmæla nýjum tilmælum um að erfiðleikum í tilteknum rekstri sé mætt með því að nota ríkissjóð til að greiða niður til útflutnings vörur „sem framleiðendur telja sig verða að losna við vegna þess að þeir framleiða of mikið“. Við höfum ekki efni á því, segir blað- ið, að niðurgreiða neysluvörur fyrir aðrar þjóðir. Tvö eru tilefni þess að Morg- unblaðið æmtir og skræmtir út af útflutningsbótum. Annarsvegar fréttir um það, að Félag hrossa- bænda og SÍS ætli að selja hrossa- kjöt til Japans á verði sem „nálg- ist það að þurfa ekki neinar út- flutningsbætur“. Hinsvegar frétt frá kanínubændum um að þeir þurfi tuttugu miljón króna fyrir- greiðslu ríkisins. Hefðarvandi, nýr vandi Hvorugt þessara mála eru stór og kannski lítil ástæða til að skamma hrossabændur og kan- ínubændur sérstaklega fyrir að þeir vilji fá aðstoð „eins og aðr- ir“. En það er rétt hjá Morgun- blaðinu, að sú þróun sem birtist í ofangreindum tilmælum er meira en vafasöm til lengdar. Ber þar margt til. Til dæmis þetta: Það hefur, þrátt fyrir allt, verið einskonar þjóðarsamstaða um það að veita hefðbundnum búgreinum ýmis- lega fyrirgreiðslu og gefa þeim tíma til aðlögunar að breyttum aðstæðum. Þessi samstaða verð- ur til m.a. vegna þess að inenn vita vel af ýmsum ókostum þess að byggðir hrynji - eða hafa vitað það til skamms tíma. En þegar svokallaðar nýjar búgreinar reyna hver af annarri að fikra sig í verndaða stöðu með kvótum, út- flutningsbótum, sérstökum æfingum í lánafyrirgreiðslum og þar frameftir götum - þá hleðst upp sú gremja skattgreiðenda sem getur reynst hættuleg einnig þeirri byggðastefnu sem menn hafa talið sæmilega skynsamlega og mannúðlega. Fyrir nú utan það, að þegar til lengdar lætur verða útflutnings- uppbætur til þess - eins og segir í leiðaranum „að brengla allar upplýsingar og blekkja fram- leiðendur til þess að framleiða það sem í raun er engin eftirspurn eftir. Slíkt er sóun á vinnuafli og fjárfestingum“. Hverjum að kenna? Það er komið við fleiri hliðar þessa máls í leiðaranum. Til dæmis segir þar: „Það er hægt og bftandi verið að ríkisvæða fyrir- tækin, gera þau háð opinberum aðilum og stjórnmálamönnum og ríkisspeninn verður lífsnauðsyn- legur“. Venjulega fer það svo þegar Morgunblaðið slær út í þessa sálma, að með fylgir að þessi „ríkisvæðing" sé vinstriflokkum að kenna og þeirra stjórnsýslu. En nú bregður svo við, að leið- arahöfundur gleymir þeim fasta hryggjarlið í sinni röksemda- færslu. Enda getur hver maður sagt sér það sjálfur að fyrrnefnd „ríkisvæðing“ á sér ekki stað vegna þess að „stjórnmálamenn“ yfir höfuð hafi svo afskaplega gaman af því að bjarga einhverj- um hallakrekstri fyrir horn. Það eru þeir sem rekstri og fyrirtæki- um stjórna sem hafa frumkvæði í þessum efnum - hvað sem þeir sjálfir annars kunna að segja á hátíðum um það, að hver og einn verði að bera ábyrgð á sjálfum sér í þeirri góðu samkeppni sem á að gera alla frjálsa. Um þetta segir í leiðaranum: „Hvar ætlar þessi vitleysa að enda? Hvenær ætlar atvinnulífið að hætta að leita undir pilsfald ríkisins, í hvert skipti sem eitthvað á bjátar?“ Það er nefnilega það. Svo skrýtið sem það nú er, þá er þessi spurning Morgunblaðsins mjög í ætt við það sem ýmsir vinstri- menn hafa fram haldið fyrr og síðar. Var það ekki sá ágæti jafn- aðarmaður Vilmundur Jónsson, sem fyrstur talaði um þann „sósí- alisma andskotans" að einka- væða gróðann en þjóðnýta töpin? Og var það ekki sá ágæti sósíalisti Magnús Kjartansson, sem leiddi inn í umræðuna hugtakið „pilsfaldakapítalismi“ - sem Morgunblaðið notar í marg- nefndum leiðara? Um það sam- skiptamynstur ríkisvalds og at- vinnurekenda sem enginn getur hafa haft meiri áhrif á en stærsti flokkur landsins og sá sem oftast situr við stjórnvöl - Sjálfstæðis- flokkurinn. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandl: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rltstjóri: Árni Bergmann. Fréttastjórl: Lúövík Geirsson. Aörlr blaöamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guömundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, ólafurGíslason. SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaös), Þorfinnur Ómarsson (íþr.), ÞrösturHar- aldsson. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif8tofu8tjórl: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrlfstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýslngastjóri: Olga Clausen. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgeröurSigurðardóttir. Bflstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóölr: Eria Lárusdóttir Útbreiöslu- og afgrelöslustjóri: Guörún Gísladóttir. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innbeimtumaöur: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiöala, ritatjóm: Síöumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 .og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verö f lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblaö: 140 kr. Áskrfftarveröámánuöi: 1000kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.