Þjóðviljinn - 03.08.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.08.1989, Blaðsíða 7
Allt frá því (slendingar gerð- ust aðilar að Fríverslunar- bandalagi Evrópu, EFTA hef- ur hallað undan fæti hjá inn- lendum húsgagnaiðnaði sem og í öðrum iðngreinum. Þá var því lofað af íslenskum stjórnvöldum að búa þannig í haginn fyrir innlendan iðnað að hann yrði samkeppnisfærir við þann erlenda en við það hefur ekki verið staðið. Taumlaus innflutningur á er- lendum húsgögnum samhliða al- mennum samdrætti í efnahagslífi íslendinga hefur leitt til þess að sífellt þrengist hagur innlendra húsgagnaframleiðenda. Þá virð- ist sem skilningur forráðamanna opinberra fyrirtækja og stofnana sem og þeirra sem eru í einka- eign, sé minni en þeir vilja vera láta. Það sanna hin gegndarlausu innkaup á erlendum húsgögnum í nýbyggingar og við eðlilega end- urnýjun á eldri húsgögnum. Til að forvitnast um stöðu hús- gagnaiðnaðarins og þau vanda- mál sem iðnaðurinn á við að stríða í nútíð og framtíð tók Þjóð- viljinn Kristbjöm Árnason for- mann Félags starfsfólks í hús- gagnaiðnaði tali og var hann fyrst spurður um atvinnuástandið í greininni. Aldrei meiri samdráttur - Ég tel að aldrei hafi orðið meiri samdráttur í húsgagnaiðn- aði og verið hefur undanfarin ár það er að segja í jafn langan tíma og hefur verið. Það hefur reyndar komið fyrir snöggur samdráttur og þá dýpri eða meiri en þá yfir- leitt í örstuttan tíma. Ég hef fylgst með þessari iðngrein allt frá 1962 og ég held að það hafi aldrei verið meira en núna. Ég hef áætlað að starfsfólki í greininni hafi fækkað 1988 um 12-15% og svo aftur síð- an í desember hafa all margir ver- ið á atvinnuleysisskrá allar götur til dagsins í dag og ekkert sem bendir til þess að það muni breytast til betri vegar. í okkar félagi þýðir þetta um 50-60 manns af um 430 félagsmönnum þegar þeir voru flestir um ára- mótin 1987-1988. Það hafa verið þetta frá 10-15 manns á atvinnu- Ieysisskrá sem eru um 5% af þeim sem vinna hjá framleiðendum í dag og það má segja að það hafi enginn komið á skrána fyrr en | samdráttarins fór að gæta í versl- uninni. Það fólk fór auðvitað að vinna við önnur störf og fór þar af leiðandi á atvinnuleysisbætur. Það var ekki fyrr en í desember að það var orðinn almennur sam- dráttur í verslun að fólk fór að fara á atvinnuleysisskrá. Frá áramótum er ég búinn að greiða út atvinnuleysisbætur að upphæð um 2,5-2,6 miljónir króna sem er það mesta sem nokkurn tíma hefur verið hjá okkar félagi. Það segir meira en mörg orð um ástandið í atvinnu- greininni og hjá okkar félags- mönnum. - Það má segja að þessi sam- dráttur hafi byrjað á seinni hluta árs 1986 og fyrri hluta árs 1987. Þá var þessi iðnaður búinn að missa mörg hefðbundin verk sem hann hafði haft mörg undanfarin ár. Sem dæmi má nefna heimilis- húsgögn að mestu, innréttingar ss. eldhús og baðinnréttingar, faraskápar og jafnvel innihurðir. í þessu munar að mestu um þennnan sænska auðhring Ikea, sem lætur vinna sína framleiðslu meira og minna í austantjalds- löndum, Asíu og á vernduðum vinnustöðum ss. í fangelsum og fleiri álíka stöðum. Og það má segja að þeir hafi leikið okkur gratt hér á íslandi sem og reyndar í mörgum öðrum Evrópu- Iöndum. En mér sýnist sam- kvæmt þeirri verðskrá sem þeir senda í nálega hvert hús hér- lendis, að þá séu Ikea-húsgögn orðin jafnvel dýrari en íslensk. Reyndar eru þessi húsgögn fram- leidd eftir norrænum gæðastaðli, sem er að mestu leyti sænskur, og að mínu mati er engan veginn hægt að treysta þessum staðli. Við getum ekki gert það þar sem hann er greinilega miðaður við þessa framleiðslu þessara stóru fyrirtækja í Svíþjóð og á Norður- löndunum sem sérhæfa sig í fjöldaframleiðslu, sem fyrirtækin láta vinna fyrir sig hingað og þangað þar sem er ódýrt vinnu- afl. En þennan gæðastaðal skiljum við í raun ekki. Það er svo margt í honum sem þar fer í gegn sem ekki myndi standast neinar gæða- kröfur hér á landi. Til að mynda er Iðntæknistofnun að reyna að troða þessum gæðastaðli inn á okkur og hann er þess eðlis að hann þjónar fyrst og fremst fjöldaframleiðslufyrirtækjum úti í Evrópu en alls eícki minni fyrir- tækjum. Sem dæmi má nefna bókahillur. Þær standast ekki þær styrkleikakörfur sem við lærum um hér. Efnið í hillunum er alltof þunnt, fyrir utan að þessi vara er meira og minna hálfunnin. Þetta er ósamsett og vantar verulega vinnu varðandi frágang á brúnum og annað sem er sú vinna sem er dýrust. Fyrir utan það að mér finnast lausnir á þessum húsgögn- um varðandi samsetningu þeirra vera mjög lélega, þ. e. að hún er ljót. - En við eigum líka í erfið- leikum vegna innflutnings hús- gagna frá löndum Asíu þar sem fólk er á launum sem er aðeins Kristbjörn Árnason formaður Félags starfsfólks íhúsgagnaiðnaði. Húsgagnaiðnaður Lifum ekki án íslensks iðnaðar Kristbjörn Árnason: Aldrei meiri samdráttur. Starfsfólki í húsgagnaiðnaði hefur fækkað um 12-15% frá 1988. Frá áramótum hafa verið greiddar 2,6 miljónir króna í atvinnuleysisbætur. Hönnuðir oft á tíðum umboðsmenn erlendra aðila brot af því sem við erum með hér. Hluti af launum okkar er velferð- arkerfið sjálft þ. e. skattamir. Síðan má nefna Belgíu þar sem hið opinbera greiðir niður launakostnaðinn hjá húsgagna- fyrirtækjum allt þrem fjórðu hluta kostnaðarins hjá byrjanda. Þarna er verið að nota atvinnu- leysisbætur til að greiða niður vinnulaun. - Ef við hefðum ekki fengið þá miklu vinnu sem við fengum 1986 og 1987 í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, Kringlunni og í allskonar öðmm veisluföngum, þá hefðum við verið komnir með verulegt atvinnuleysi í ársbyrjun 1987. - Húsgagnaiðnaðurinn fer að langmestu leyti fram hér á Reykjavíkursvæðinu. Það er að vísu framleiðsla á Selfossi, Hvols- velli, örh'tið á Egilsstöðum og eitthvað á Akureyri. En það hef- ur dregist alveg óhemjumikið saman og þá sérstaklega núna á þessum svæðum. Sá húsgagna- iðnaður sem var dreifður um land allt fyrir um 15-20 ámm hefur nánast lagst af á landsbyggðinni eftir að við gengum í EFTA. -‘Húsgagnasmiðir eru sem bet- ur fer enn eftirsóttur starfskraftur og í raun einu smiðimir sem læra fínsmíðar og við höfum verið stoltir af þessu. Við erum allt frá því að vera vandaðir handverks- menn, nánast listamenn, í það að vera fjöldaframleiðslumenn. Þá er það þekkt að margir þeir sem hafa farið í myndlistarnám hafa síðan lært þessar smíðar og fengið þar þjálfun. Umboösmenn erlendra hagsmunaaðila - Varðandi öflun nýrra verk- efna í húsgagnaiðnaði til að mynda frá opinberum aðilum þá er það að verða ein allsherjar hörmungarsaga. Það em fram- kvæmd allskonar málamynda- útboð og oftar en hitt virðist vera farið í kringum hlutina. Kröfur sem gerðar eru við útboðin virð- ast sniðnar eftir þörfum ýmissa stórframleiðenda úti í heimi. Það virðist allt vera gert til að losna við íslenska framleiðslu. Ef svo vill til að íslenskur framleiðandi kemst í þessiverk þá er allt gert til þess að gera þeim erfitt fyrir. Nánast rakkaðir niður. Skila- frestur er hafður svo þröngur að það er nánast engin leið til að skila þessum verkum og greini- legt að opinberir starfsmenn kæra sig ekkert um að fá innlenda framleiðslu inn á skrifstofurnar til sín. Af hverju? Það er bara tíðarandinn. Það sem kemur að utan þykir flottara en það sem er innlent. Menn em að setja fyrir sig allskyns gerviþarfir sem er í raun tóm vitleysa. - Hönnuðir sem hafa lært er- lendis og hafa jafnvel þegið boð frá ýmsum framleiðendum ytra, bæði á meðan þeir voru að læra og eftir á, þeir hafa verið ákaflega duglegir sölumenn fyrir útlend- ingana. Og það má líka segja að það hafi áhrif á vinnubrögð þess- ara hönnuða að þeir kunna oft á tíðum ílla sitt starf og eru skít- hræddir við okkur iðnaðarmenn- ina. Þeir em alltaf að rekast á að þeir kunna ekki nógu mikið og kannski hlífum við þeim ekki heldur. Þeir finna það sjálfsagt á okkur að þeir eru ný stétt sem hafa verið að taka frá okkur mikið af bestu störfunum. Við höfum líka lært þetta og kunnum þessa hluti þó að við höfum ekki farið í listaskóla erlendis þá höf- um við áhugann. Við lesum okk- ur til og fylgjumst með. Það hefur jafhvel komið fyrir að þekkt nöfn í þessum hópi hafi nánast verið með umboð frá erlendum aðil- um. Slíkt mál kom upp þegar ver- ið var að innrétta Kringluna á sín- um tíma. Þar var ákveðinn hönnuður að hanna tvær verslan- ir og hann beitti sér fyrir því að flytja inn verlsunarinnréttingar frá Englandi. Það var fullyrt þá að hann væri umboðsmaður fyrir þessar innréttingar. Félag hús- gagnahönnuða fór í þetta mál á sínum tíma því þeir eru auðvitað að svíkja og þannig mega þeir ekki vinna. En um svona hluti getur maður aldrei verið hundrað prósent viss. Allavega virðast þeir hafa mikinn áhuga á er- lendum vörum og eru með alls- kyns afsakanir varðandi það, en það eru bara engar afsakanir. Þeir hafa bara ekki staðið sig. Ef við getum ekki unnið þessar hug- myndir sem þeir vilja vinna, þá veit ég ekki til hvers þeir eru. Nema að þeir ætli sér að vinna við það að teikna upp eitthvað sem húsmæður eru að segja þeim að gera. Það má vel vera að svo sé. - Það að vera samkeppnisfær við eitthvað er búið að hljóma í eyrunum á mér yfir 20 ár og er farin að verða eins og gömul tuggin klisja. Ég er nú alveg klár á því að fólk veit ekki hvað það er að tala um þegar það er að tala um samkeppnishæfni; það veit ekki hvað það meinar, né heldur hvað þessi setning þýðir og sam- keppnisfærir við hvað? Hvað er átt við? Erum við að tala um sam- keppnisfærni við ljósastaurinn hér úti á götu? Eða eru við tala um að vera samkeppnisfærir við Asíubúa? Eða við atvinnuleysis- bætur í ýmsum löndum Evrópu til dæmis í Belgíu? Ég dreg það reyndar í efa ef við ætlum að hafa þessa viðmiðanir þá séu engar atvinnugreinar á íslandi neitt samkeppnisfærar. Ég get alveg sagt að t.d. húsgagnaiðnaður og fataiðnaður og margar þessar samkeppnisgreinar sem hafa þurft að berjast hér, að starfs- fólkið það cr alveg jafti samkeppn - isfært. Ég er t.d ekki viss um að sjómenn séu samkeppnisfærir við Ásíufólk og er reyndar á þeirri skoðun að þeir séu það ekki. Þeir eru ekki samkeppnisfærir við As- íufólk eða atvinnuleysisbætur í Evrópu. Jafnvel ekki við starfs- fólk í íslenskum iðnaði. - Gæti t.d. útvegurinn staðist samkeppni sem við þurfum að gera ef þeir þyrftu að greiða hið sama fyrir hráefnið og iðnaður- inn? Ég segi nei. Gæti hann stað- ist samkeppni ef hann hefði svip- að fjármagn til fjárfestingar eins og iðnaðurinn hefur? Ég segi nei. Gæti sjávarútvegurinn staðist samkeppni ef hann byggi við svipað mótlæti af hálfu lands- manna og við iðnaðarmenn búum við? Ég segi nei. Svona mætti telja upp hverja atvinnu- greinina á fætur annarri og svarið yrði ávallt hið sama: Nei. Framtíðin Iðnaðurinn og aðrar samkeppnisgreinar eiga sér enga framtíð í landinu nema við viljum hafa þær. Ef við viljum það ekki deyr iðnaðurinn út. Ekki hægt og bítandi heldur hratt og örugg- lega. Jafnframt er það augljóst að við íslendingar getum ekki lifað án innlends iðnaðar. Þá ætti það að vera hagsmunamál sjómanna og fiskvinnslufólks sem aflar þess gjaldeyris. sem við lifum á að hann verði ekki notaður til er- lendra vörukaupa fyrr en búið er að velta honum nokkrum sinnum í gegnum hagkerfið og jafnframt ávaxtað hann hér innlands. Þetta á við allar þær þjóðir sem hafa náð einhverjum árangri í efna- hagsmálum ss. Japan, Bandarík- in Þýskaland og Svíþjóð svo dæmi séu nefnd. Þau gæta að sín- um atvinnuvegum og sér í iagi iðnaðinum og láta það ekki líðast að erlendur iðnaður brjóti niður þeirra eigin. En hvað okkur varð- ar erum við eins og hreinar meyjar í þessum málum enda blasa afleiðingarnar við. Til að snúa vöm í sókn þarf íslenskur iðnaður að búa við jafnrétti til jafns við erlenda framleiðendur. Ef hlúð er að iðn- aðinum til jafns á við aðrar atvinnugreinar hérlendis erum við húsgagnasmiðir handvissir um að geta aflað mikils gjaldeyris til handa þjóðarbúinu og ekki vanþörf á að skjóta fjölbreyttari stoðum undir atvinnulífið ef það á að geta staðið undir þeim lífs- kjörum sem við ætlumust til að það geri (.náinni framtíð. -grh Fimmtudagur 3. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.