Þjóðviljinn - 03.08.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.08.1989, Blaðsíða 11
Þjóðviljinn - Frá lesendum - Síðumúla 6 108 Reykjavík Ekki sama Jón og hjón Mikið var ég sár út í Ólaf Ragn- ar Grímsson þegar ég sá álagn- ingarseðilinn minn í morgun. I>á fékk ég staðfestingu á því sem ég hef lengi vitað og það er að við einstæðir foreldrar borgum meira í skatt en hjón. Ég ætla að setja hér upp smá dæmi um tvær þriggja manna fjölskyldur: Hjón með eitt barn (8 ára): Skattaafsláttur: 38.838 kr., barn- abætur: 1.956 kr., barnabótaauki 0 kr. Samtals á mánuði 40.794 kr. Einstaklingur með 2 börn (8 ára): Skattaafsláttur: 19.419 kr., barnabætur 11.738 kr., barnabót- aauki 0 kr. Samtals á mánuði 31.157 kr. Ef báðar fjölskyldurnar þéna fyrir 110.000 kr. á mánuði þá borga hjónin ekki krónu í skatt en einstaklingurinn borgar 19.419 kr í skatt en fær barnabæt- ur upp á 11.738 kr. til baka. Ein- staklingurinn fær engan bama- bótaauka því hann er allt of tekjuhár. Finnst ykkur þetta vera réttlátt? Ég vona að einhver af þessum háum herrum sem stjórna þessu landi geti svarað fyrir sig. Undrið í eldhús- skápnum Það var kvöld eitt í desember 1988, fallegt vetrarveður með hægum andvara og stjörnubjört- um himni þaðan sem ljósalaugar vetrarbrautarinnar sendu and- legan yl til jarðar. Konan mín var frammi í eld- húsi í leiguíbúðinni okkar í Breiðholti í Reykjavík, ársgömul dóttir okkar svaf í barnarúminu sínu inni í stofu og ég lá á stofu - gólfinu og horfði á sjónvarpið. Petta var kyrrlátt kvöld og klukkan var um það bil hálf tíu. Það var þá sem það skeði. At- burður sem olli mér og konu minni talsverðum áhyggjum fyrst á eftir. Ekki urðum við óttasleg- in, né heldur fundum við nein ónot, hvorki sem aðdraganda eða eftir á. En skyndilega hrekkur kona mín upp við það að innan úr ein- um eldhússkápnum berst þessi líka ægilegi hvellur. Þar sem ég var inni í stofu, hélt ég að hún hefði misst einhvern þungan hlut. Hún skildi ekki hvað þetta gat verið en þegar hún opnar eldhús- skápinn sem hávaðinn barst frá, gat heidur en ekki á að líta: Eitt glasið í miðhillunni hafði gjör- samlega splundrast og lágu gler- | brotin innanum hin glösin í hill- unni og á þeirri næstu fyrir neð- an, eins og greinilega sést af með- fylgjandi mynd sem ég tók áður en nokkuð var hreyft við brotun- um. Hvað var það sem olli þessu? Hvers vegna fór aðeins þetta eina glas í þúsund mola? Hvaða feikna afl var hér að verki? Hafði ein- hver dáið í fjölskyldunni? Eða var hér um svokallaðan ærsla- draug (poltergeist) að ræða? Og þá hvers vegna? Allar þessar spurningar komu upp í huga okk- ar og raunar enn fleiri. Mest held ég þó að við höfum undrast þetta fyrirbæri, hver hefði valdið því og hvers vegna. Um nóttina dreymir mig til- tekna manneskju sem ég og kona mín vissum að bæri illan hug til LESENDABRÉF Skiautleg Á dögunum var ég að horfa á upptökur í sjónvarpinu frá bisk- upsvígslu í Skálholti. Það var ver- ið að vígja vígslubiskup fyrir suðurpart Iandsins og margir klerkar voru viðstaddir eins og sjálfsagt er. En þegar nú sjónvarpið var að bregða upp myndum af þessu, ekki síst skrúðgöngu til Skál- holtskirkju, þá fannst mér allt í einu eins og ég væri að horfa á einhverja atburði í allt öðru landi og frá allt öðruvísi kirkju en þeirri sem við höfum vanist. Ég fór að velta því fyrir mér hvernig á þessu stæði og viti menn: það var blátt áfram þetta - hve skraut- leg þessi athöfn var. Nú eru tveir fyrrverandi bisk- upar viðstaddir helstu kirkju- legar athafnir, síðan Ólafur bisk- up nývígður og tveir vígslubisk- upar. Og þeir eru búnir að koma sér upp skrúða svo miklum og skrautlegum að eiginlega verður biskup kaþólskra, sem var í Skál- þjóðkirkja holti líka, hálf svona „sveitó“ í samanburði við þá. Vafalaust hefur þetta ekki gerst í gær, ég þykist núna muna það að lútherska kirkjan hefur verið að sækja sig í hátíðleik og ytra búnaði um alllangt skeið. En það er ekki fyrr en hún tjaldar öllum þeim búnaði á einni hátíð eins og gerðist í Skálholti á dög- unum, að mann svona hnykkir við yfir því hve skrautgjörn þjóð- kirkjan er orðin. Ekki skal ég efast um það að öll höfum við þörf fyrir spariföt og tildragelsi. En hóf er best segir einhversstaðar. Að minnsta kosti kýs ég heidur að þjóðkirkjunnar menn veki á sér athygli með því að komast vel að orði um hlutina en með skrautsýningum, sem verða því miður ekki annað en tímaskekkt eftirlíking af þeim íburði fyrir augað sem aðrar og eldri kirkjur hafa tamið sér um aldir. HJ. okkar. í draumnum kemur hún í gættina á útidyrunum og segir með miklum þjósti: „Ég kom hingað í gærkveldi og það er í síðasta skipti sem ég kem.“ Var sá draumur ekki lengri en okkur finnst líklegt að þar sé að finna skýnngu á fyrrgreindum atburði. í framhaldi af frásögn þessari verður mér hugsað til þess regin- afls sem hugurinn býr yfir. Með huganum getur sumt fólk hreyft hluti úr stað eða beygt málma, og sumir lesa hugsanir annarra eða fást við huglækningar. En menn geta líka gert margt áþreifanlega slæmt af sér, m.a. brotið glös og valdið ýmsu tjóni þaðan af verra. Hversu mörgu væri ekki hægt að breyta til batnaðar ef maður- inn temdi sér fallegar og göfugar hugsanir og sendi frá sér kærleika til alls sem lifir. Einar Ingvi Magnússon Ort um Grænhöfðaeyinga Lesandi hringdi og vildi koma vísu á framfæri. Þegar Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, tók á móti starfsbróður sínum frá Grænhöfðaeyjum, sagði hann íslendinga geta verið Grænhöfðaeyja- búum fyrirmynd í skattheimtu og stjórnsýslu. Þessi ummæli landföður- ins mikla kveiktu vísukornið í huga skáldsins: Skattpíndir landar við þorrann og góuna þreyjum en þorum ei lengur að tóra’ af því kaupi sem fengu. En þó kynni’ að ske að gengið á Grænhöfðaeyjum gerði sig ánægt með fimmtíu prósent af engu. k.k. þJÓDVIUINN FYRIR50ÁRUM „ Ef Hitler kæmi til Islands, svona í kurteisisskyni, og gerði það af náð og miskunn að lofa íhalds- blöðunum að birta viðtöl, á hvað skyldi hann leggja mesta áherslu? Enginn spyr þannig af því að hann viti ekki hið rétta svar. „Foringinn" mundi segja: Þið verðið að leggja áherslu á barátt- unagegn kommúnismanum. Baráttan við kommúnismann ereinu sinni hans Alfaög Omega...“ - Úr leiðara. I DAG 3. ágúst fimmtudagur í 16. viku sumar. 215. dagur ársins. Ólafsmessa hin síðari. Sólarupprás í Reykja- vík kl. 4.40 - sólarlag kl. 22.25. Viðburðir Upphaf menningarbyltingarinnar íKína1966. DAGBÓK APÓTEK Reykjavfk. Helgar- og kvöldvarsla lyfja- búða vikuna 28.-4. ágúst er f Vesturbæjar Apóteki og Háaleitis Apóteki. Fyrrnefnda apótekið eropið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10frídaga). Síðarnef nda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN ' Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur..........sími 4 12 00 Seltj.nes..........sími 1 84 55 Hafnarfj...........sími 5 11 66 Garðabær...........sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík..........sími 1 11 00 Kópavogur..........sfmi 1 11 00 Seltj.nes..........sími 1 11 00 Hafnarfj...........sími 5 11 00 Garðabær...........sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virkadaga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tima- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartfmar: Landspftallnn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-T8, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spftalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsu verndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspftall: alia daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspftali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítallnn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- ' 1t og 19-19.30. Sjukrahús Akraness: alLdaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavfk: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Sfminner 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- ■ götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, simi 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500,símsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssfm- svari. Samtök um kvennaathvarf, síml 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrirnauðgun. Samtökin ’78. Svarað er f upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- '23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópurum sifjaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1 -5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i sfma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 2. ágúst 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar......... 58,00000 Sterlingspund............ 96,55000 Kanadadollar............. 49,39300 Dönskkróna................ 8,06980 Norskkróna................ 8,52440 Sænskkróna................ 9,15040 Finnsktmark.............. 13,89390 Franskurfranki............ 9,25410 Belgískur franki....... 1,49790 Svissn. f ranki.......... 36,46770 Holl. gyllini............ 27,80770 V.-þýskt.mark............ 31,36240 Itölsk líra............... 0,04359 Austurr. scfi............. 4,45660 Portúg. escudo............ 0,37400 Spánskurpeseti............ 0,50000 Japanskt yen.............. 0,42583 Irsktpund................ 83,65100 KROSSGÁTA ------------------- - Lárétt: 1 gremja 4 úði 6 l heysæti 7 hnuplaði 9 skoðun12glúrna14 | sál 15sel 16skemma 19 spjót 20 mikið 21 steinn Lóðrétt:2upphaf3 vonda 4 orm 5 þreyta 7 hungruðu 8 ásjóna 10 lélegral 1 glataði 13 hættumerki17fugl18 slóttug Lausn á sfðustu krossgátu Lárétt: 1 nóló 4 sorg 6 Iök7saug 9 Iran 12 natni 14eld 15tau 16 rækja 19 maur 20 óður 21 nauöi i Löðrétt: 2 ósa 3 ólga 4 J skfn 5 róa 7 skemma 8 undrun10ritaði11 naumri13tak17æra 18jóð Fimmtudagur 3. ágúst 1989 ÞJÖÐViLJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.