Þjóðviljinn - 04.08.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.08.1989, Blaðsíða 7
Fjöldamorð við Farkhar Dráp liðsmanna Hekmatjars á um 30 foringjum í liði keppinautar hans Massouds hafa stóraukið klofning og innbyrðis fjandskap meðal afganskra skæruliða. Hinsvegar nýtur Najibullahstjórninvaxandiálits, endaþóttþvífari fjarri að hún hafi náð almennum vinsældum Fyrir tæpum þremur vikum voru um þrjatíu foringjar í heriiði afgönsku skæruliðasam- takanna Jamiat-i-Islami á leið til bækistöðva sinna frá ráðstefnu, sem haldin hafði verið í fylkinu Takhar norðaustan til í landinu. Þegar þeir fóru um gljúfur skammt frá smáborginni Farkhar þar í fylki, dundi skyndilega á þeim skothríð fyrirsátursmanna, er lágu í leyni á bak við kletta á gljúfurbörmunum. Fimm skær- uliðaforingjanna féllu í skothríð- inni, hinir gáfu sig á vald árásar- mannanna. Daginn eftir drápu fyrirsátursmenn foringja þessa alla. Sumir þeirra voru brenndir, einhverjir ef til vill lifandi. Vitað er að fyrirsátursmenn voru gerðir út af öðrum skærulið- asamtökum, Hezb-i-Islami. At- burður þessi kemur ekki með öllu á óvart. í baráttu afganskra skæruliða, mujahideen, hefur jafnan mest kveðið að skærulið- asamtökum þessum tvennum. Jafnframt var fyrir löngu vitað að ekki voru með þeim teljandi kær- leikar, og er þá vægt að orði kveðið. Löngu áður en sovéski herinn fór voru skæruherir þessir tveir farnir að berjast hvorir við aðra öðru hvoru, og nú upp á síð- kastið virðast þessar innbyrðis erjur mujahideen teknar að ganga fyrir stríði þeirra, heilögu að þeirra eigin íslamska skilningi, gegn stjórn Najibullah í Kabúl. Máttlaus bráða- birgðastjórn Öðrum þræði eru átök þessi sprottin af ágreiningi, sem gætt hefur meira eða minna svo að segja frá upphafi stríðsins milli skæruliðanna og stjómmála- manna þeirra, sem í orði kveðnu eru yfirmenn skæruliða og sitja niðri í Peshawar í Pakistan. Áhrif stjómmálamannanna meðal skæruliða byggjast einkum á því, að þeir fyrmefndu standa í nán- um samböndum við aðila þá, sem em mujahideen hjálplegir um vopn og fjármagn og hafa hönd í bagga um að skipta þessu á milli skæruherjanna. En skæmliðafor- ingjarnir inni í Afganistan hafa jafnan að meira eða minna leyti farið sínu fram, hvað sem liðið hefur fyrirmælum neðan úr Pes- hawar. Þar að auki hefur sundur- þykkjan meðal stjórnmálamann- anna verið og er síst minni en á meðal skæruliða. Vegna þeirrar sundurþykkju hefur bráðabirgð- astjómin, sem stjórnmálamenn- irnir mynduðu eftir mikinn bam- ing í febrúar s.l., reynst óstarfhæf að mestu. Af skæmliðasamtökunum inni í Afganistan er það Jamiat, sem sýnt hefur mesta tregðu á að taka mark á stjómmálamönnunum og bráðabirgðastjóm þeirra. Leið- togi Jamiats, Ahmad Shah Mass- oud, hefur reynst hvað snjallast- ur herstjómenda mujahideen og erlendum fréttamönnum, sem þar hafa verið á kreiki, hefur þótt hann einna gæfulegastur helstu ráðamanna meðal skæruliða. Kjarnasvæði hreyfingar hans era fylkin Badaksjan, Takhar, Bag- hlan, Parwan og Kapissa norð- austanlands. Hezb mun vera sterkast í suðaustur- og suður- fylkjunum. Yfirforingi þeirra samtaka er Gulbuddin Hekmatj- ar, strangtrúaður mjög, ofsafeng- inn og einkar óvandur að meðul- um. Bandarískur stjórnarerind- reki í Pakistan hreytti fyrir skömmu út úr sér að Hekmatjar og stríðsmenn hans væm ekkert AÐ UTAN annað en hryðjuverkamenn. Massoud andskoti Hekmatjars er sagður skynsemdarmaður, eitthvað hófsamari í trúarefnum en hinn og mannúðlegri. Afdrifaríkar hrakfarir Hekmatjar er utanríkisráð- herra bráðabirgðastjómarinnar í Peshawar og hefur því einnig mikil ítök meðal stjómmála- manna þar niður frá. Samtök hans hafa til þessa fengið ljóns- partinn af þeirri aðstoð, sem skæruliðum berst utan frá, vopn- um frá Bandaríkjunum, pening- um frá Saúdi-Arabíu m.m. Þetta stafar sumpart af því að Banda- ríkjastjóm hefur litið svo á, að Hekmatjar sé einbeittastur í bar- áttunni gegn Kabúlstjóminni, sem Bandaríkin vilja feiga. Hann á einnig hauka í homi þar sem em yfirmenn hers og leyniþjónustu Pakistans, en þeir ráða miklu um miðlun aðstoðarinnar til skæru- liða og hafa með því móti náð veralegum ítökum einkum meðal stjórnmálamannanna en einnig skæruliða sjálfra. Þessir pakist- önsku valdhafar em margir bók- stafstrúaðir í anda Zia heitins ein- ræðisherra og hafa af þeim sökum veiþóknun á Hekmatjari, en einnig er líklegt að fyrir þeim vaki að sú stjóm, sem taki við í Afganistan ef Kabúlstjómin fell- ur, verði veik og háð Pakistan. Milli Pakistans og Afganistans vom áður erjur út af norðvest- urhémðum fyrrnefnda landsins, sem byggð era Pústúnum (eða Pathönum), er einnig em fjöl- mennast þjóðerni í Afganistan. Út á það gerðu Afganir kröfu til pakistönsku norðvesturhérað- anna og ekki er ólíklegt að þeir tækju að nýju upp þann þráð, ef sterk stjóm kæmist til valda þar- lendis. Þegar sovéski herinn fór frá Afganistan fyrir tæplega hálfu ári bjuggust margir við að Najibull- ahstjómin myndi hrynja eins og spilaborg, en af því hefur ekki orðið. Tilraunir mujahideen til að ná á sitt vald Jalalabad, mikil- vægustu borginni í austanverðu landi af Kabúl frátalinni, enduðu með mesta ósigri þeirra hingað til í stríðinu. Najibullah og menn hans, sem hafa gildar ástæður til að ætla að þeir eigi sér engrar vægðar von af mujahideen, síst af hálfu Hekmatjars, hafa sýnt af sér drjúgum meiri hörku og klók- indi en við hafði verið búist og bætt aðstöðu sína talsvert, bæði hernaðarlega og pólitískt. Menn sem teljast sérfróðir um hugarfar Afgana almennt telja að vísu að vinsældir NajibuUahstjórnarinn- ar hafi ekki aukist að miklum mun, en hinsvegar hafi vemlega dregið úr vinsældum þeim og trausti, er mujahideen hafi notið meðal almennings. Borgabúar, einkum í Kabúl, óttast að ofstækismenn verði mestu ráðandi meðal mujahide- en, takist þeim að vinna algeran sigur, og fólk í dreifbýli og flótta- mannabúðum hefur að sögn minnkandi álit á skæmliðum vegna ósigurs þeirra við Jalala- bad og sundrangarinnar í röðum þeirra. Einkum gætir þessa sunn- anlands, og hefur það leitt til þess að sumir skæmliðaforingjar hafa upp á sitt eigið eindæmi tekið að Massoud - sigurvænlegasti andstæðingur Najibullah, en morðin á kjama foringjaliðs hans settu alvarlegt strik í reikninginn fyrir hann. Hekmatjar - Bandaríkjamenn kalla hann hryðjuverkamann en etla hann þó að vopnum. Mujahideen á syllu í gljúfri - var veitt fyrirsát. það var á álíka stað sem foringjum Jamiat þreifa fyrir sér um einhverskonar samkomulag við Kabúlstjómar- Uða. Þannig kvað nú vopnahlé í raun vera komið á í Kandahar, mestri borga sunnanlands, en þar hafði mánuðum saman verið bar- ist af hörku. Najibullah leggur þar að auki DAGUR ÞORLEIFSSON mikla áherslu á að koma því orði á stjóm sína að hún sé þjóðleg og íslömsk í einu og öllu og hefur um það ekki alveg talað fyrir daufum eyrum. Yfirráð útlendinga em nokkuð, sem em Afgönum al- mennt meiri þymir í augum en nokkuð annað, og þar sem Sovét- menn eru nú á brott, er almenn- ingur ekki jafn sannfærður um það og áður að Najibullahstjóm- in sé taglhnýtingur þeirra. Á hinn bóginn hefur vaxandi athygli beinst að ítökum Bandaríkjanna, Saúdi-Arabíu og einkum Paki- stans meðal mujahideen og það átt sinn þátt í að draga úr trausti því, er þeir hafa notið. Sóknarundir- búningur Massouds Norðanlands, þar sem Masso- ud á mest undir sér, hefur muja- hideen undanfarið tekist betur til en sunnanlands. Massoud dró þann lærdóm af hrakförunum við Jalalabad að ekki dygði annað fyrir skæruliða en að venja sig á hefðbundinn vígvallahernað. Hann er nú önnum kafinn við að þjálfa her sinn í þessu augnamiði. Áætlun hans er sú, að nokkur hluti mujahideen skuli halda uppi árásum á stöðvar stjórnarhersins, til að halda honum uppteknum og hindra að hann geti dregið saman lið á þá staði, sem mest er ógnað hverju sinni, en sérþjálf- aðar sveitir einbeiti sér að því að taka stöðvar og borgir á valdi stjórnarhersins, hverja af ann- arri. Það var þessi áætlun, sem var til umfjöllunar á ráðstefnunni í Takhar. Jafnframt þessu hefur Massoud tekist að koma á víð- tæku bandalagi við aðra skæm- liðaforingja norðan- og austan- lands, og er talið að bandalag þetta undir fomstu hans hafi nú veraleg eða mikil áhrif í 15 af 29 fylkjum landsins. Jamiat og bandamenn þess hafa þar að auki hafist handa um endurreisnar- starf, gert við áveitukerfi, byggt skóla, smíðað brýr og aðstoðað flóttamenn, sem snúið hafa heim, við að koma undir sig fótum á ný. Allt þetta hefur gert að verkum að farið er líta á Jamiat og banda- menn þess sem þann aðila meðal uppreisnarmanna, sem líklegast- ur sé til að geta stjórnað landinu skynsamlega ef Najibullahstjóm- in fellur. Þetta hefur vakið öfund og erg- elsi Hekmatjars og fleiri í bráða- birgðastjóminni, sem óttast að Massoud sé að ýta þeim til hliðar. Hvor aðilinn um sig sakar hinn um leynimakk við Najibullah. Hvað sem því líður er áreiðanlegt að Kabúlforsetinn og hans menn hafa glaðst í hjarta við fregnina um morðin við Farkhar. Þar missti Massoud, skæðasti and- stæðingur þeirra, kjama for- ingjaliðs síns, og það kemur til með að torvelda fyrirhugaða sókn hans gegn þeim. Þar að auki hafa morðin gert að verkum að klofningurinn í röðum mujahide- en er nú meiri en nokkm sinni fyrr. Horfur enn ófriðvænlegar Bandaríkjamenn höfðu fyrir sínar efasemdir um Hekmatjar og meðal þeirra hafa heyrst radd- ir þess efnis, að þeir væm að efla til valda nýjan Khomeini, þar sem hann væri. Eftir morðin við Farkhar kvað Bandaríkjastjóm hafa tekið til athugunar að draga úr eða hætta stuðningi sínum við Hekmatjar og hjálpa þeim mun meira upp á Massoud í staðinn. Ekki verður sagt að friðvæn- lega horfi enn í þessu hrjáða landi, sem er að miklu leyti í rúst- um af völdum stríðsins, er fellt hefur í valinn um miljón lands- manna, samkvæmt ágiskun, og hrakið fleiri miljónir úr landi. Ráðstefna risaveldanna nýverið í Stokkhólmi, haldin í því skyni að reyna að ná samkomulagi um ráðstafanir til að binda endi á ófriðinn, bar ekki árangur. Föstudagur 4. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.