Þjóðviljinn - 04.08.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.08.1989, Blaðsíða 9
FRETTIR Söngur þjóðanna Heimskór æskunnar syngur í fyrsta skipti. Níu íslensk ungmenni með í kórnum. Verk eftir heimskunna höfunda frumflutt víða um Evrópu í morgun héldu níu íslensk ung- menni utan til Svíþjóðar til að æfa fyrir fyrstu tónleikaför Heimskórs æskunnar. Kórinn verður skipaður 120 ungum kór- sðngvurum frá 20 löndum og eru íslensku þátttakendurnir úr nokkrum kórum framhaldsskól- anna á höfuðborgarsvæðinu, Hamrahlíðakórnum, Kór Menntaskólans við sund og Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ. Á tónleikaförinni mun Heimskór- inn frumflytja verk eftir heims- kunna höfunda, m.a. Mikis Theo- dorakis, og Benny Andersson fyrrum Abba meðlim. Hópurinn kemur saman í Ar- vika í Svíþjóð og verður þar á æfingum í hálfan mánuð. Þá hefst tveggja vikna tónleikaferðalag og fara allir tónleikarnir fram undir berum himni. Borgir eins og Róm, Moskva, London, Ams- derdam, París og Vínarborg verða heimsóttar. Eitt af forvitni- legri verkum Heimskórsins er nýtt verk eftir Sven Ahlin sem byggt er á ræðu Martins Luthers King, „Ég á mér draum“. Einnig verða flutt verk eftir Amold Schönberg, John Rutter og Norman Luboff. En stjórnandi kórsins verður Eric Ericson, sem er heimskunnur á sínu sviði. Hann átti mikinn þátt í því að Sænski útvarpskórinn var stofn- aður á sínum tíma og stjórnaði honum allt fram til 1982 Það eru alþjóðleg samtök ungra tónlistarmanna sem standa fyrir tónleikaferðinni. Samtök þessi nefnast „Jeunesses Musica- les“ og eru íslendingar ekki aðil- ar að samtökunum. Samtökin ákváðu þó að bjóða íslendingum að senda þátttakendur og voru 12 söngvarar valdÍT eftir upptökum af kasettum. Þrír hafa helst úr lestinni þannig að utan fara 9 söngvarar. Þeirra á meðal eru bræðumir Ólfur og Þorbjörn Rúnarssynir. Þeir syngja í Kór Fjölbrauta- skólans í Garðabæ og eiga ekki langt að sækja söngelskuna. Móðir þeirra Guðfinna Dóra 01- afsdóttir stjórnar skólakór Garðabæjar og faðir þeirra Rún- ar Einarsson syngur með Hljóm- eyki. Þegar Nýtt Helgarblað leit inn hjá bræðrunum í gærdag vom þeir að undirbúa ferðina og áttu von á hinum þátttakendunum á fund. Þeir reyndust uppteknir við undirbúning þannig að ekkert varð að fundi. Aðspurður sagðist Ólafur ekki vera orðinn spenntur enn, þó ekki væri nema tæpur sól- arhringur til brottfarar. Sagðist nýhættur að vinna og væri ekki búinn að átta sig á því að hann væri að fara. Eins og áður sagði er ísland Bræðurnir Ólafur (t.v.) og Þorbjöm Rúnarssynir eru meðal þátttakenda í tónleikaferðalagi Heimskórs æskunnar sem hefst um miðjan mánuðinn. Mynd: Jim Smart. ekki aðili að þessum alþjóðasam- tökum ungra tónlistarmanna, þannig að okkar fólk þarf að greiða flugfarið fram og til baka til Oslóar, sem er fyrsti viðkomu- staðurinn. Samtökin greiða ann- an kostnað. Þessi staðreynd aftr- ar samt ekki ungu söngvurunum en þeir vona að beiðni um styrk frá menntamálaráðuneytinu verði vel tekið. -hmp Kertum fleytt á tjöminni Á miðvikudagskvöldið kemur gengst Samstarfshópur friðar- hreyflnga fyrir kertafleytingu á tjörninni í Reykjavfk, í tilefni þess að um þessar mundir eru 44 ár liðin frá því að Bandaríkjaher varpaði kjarnorkusprengjum á japönsku borginrar Hírósíma og Nagasakí með þeim afleiðingum að 200 þúsund manns létust í ár- ásunum, en enn í dag þjást menn og deyja af síðbúnum völdum sprenginganna. í ávarpi Samstarfshópsins segir m.a. að því sé stundum haldið fram að afvopnunarviðræður séu einkamál fulltrúa stórveldanna og komi ekki öðrum við. „Þetta er rangt. Breytingar í friðarátt verða fyrst og fremst vegna þrýst- ings frá almenningi. Það er á okk- ar ábyrgð, að veita íslenskum stjórnmálamönnum aðhald og brýna þá til að beita sér á alþjóða- vettvangi fyrir friðlýsingu Norður-Atlantshafs." Þá segir í yfirlýsingunni: „Við eigum okkur von. Vonina um að kjarnorkuógninni verði bægt frá, og komandi kynslóðir geti lifað án þess ótta sem fylgt hefur mannkyninu frá því að sprengj- unum var varpað á Hírósíma og Nagasakí. Vonina um að takast megi að tryggja framtíð barna okkar og barnabarna," en með kertafleytingunni sé áhersla lögð á þessa von. -rk Föstudagur 4. ágúst 1989aNYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.