Þjóðviljinn - 04.08.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.08.1989, Blaðsíða 10
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Vesturland Sumarferð í Flatey Sumarferð kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður far- in helgina 12. til 13. ágúst. Farið verður út í Flatey á Breiðafirði kl. 13 á laugardag frá Stykkishólmi og tjaldað þar. Möguleiki á svefnpokaplássi. Þátttaka tilkynnist til eftirtaldra aðila: Akranesi: Þorbjörg s. 11608, Borgarnesi: Birna s. 71544, Grundarfirði: Ingi Hans s. 86811, Hellissandi: Skúli s. 66619. Stjórn kjördæmisráðs Laust starf Starfsmann vantar nú þegar við setningu í Prentsmiðju Þjóðviljans. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Reynsla við textainnslátt nauðsynleg. Upplýsingar ekki veittar í síma. Umsækiendur hafi samband við prentsmiðju- stjóra, Olaf Björnsson þJÓÐVIUINN Sjúkraþjálfarar Á Höfn í Hornafirði er laus staða sjúkraþjálfara. Allar upplýsingar gefur Ásmundur Gíslason, Skjólgarði, símar 97-81118 og 97-81221. Öldrunarfulltrúi Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir stöðu öldrunarfulltrúa lausa til umsóknar. öldrunarfulltrúi hefurfaglega umsjón með öldr- unarþjónustu t.a.m. félagsstarfi aldraðra, heimilishjálp, húsnæðis- og vistunarmálum auk ráðgjafar við aldraða og aðstandendur þeirra. Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskólaprófi á sviði félagsráðgjafar, félagsfræða eða hjúkr- unarfræði. Starfsreynsla í öldrunarmálum æskileg. Umsóknarfrestur er til 28. ágúst n.k. og liggja umsóknareyðublöð frammi á Félagsmálastofn- un, Digranesvegi 12. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 45700. Félagsmálastjóri Launaskrifstofa ríkisins Nýtt símanúmer Launaskrifstofa ríkisins fær nýtt símanúmer: 60 93 00 frá og með þriðjudeginum 8. ágúst n.k. IÞROTTIR ÞORFINNUR ÓMARSSON Vandi er um slíkt að spá íslandsmótið í knattspyrnu hefur sjaldan verið eins jafnt og í ár enda virðast allir geta unnið alla að þessu sinni I slandsmótið í knattspyrnu hef- ur varla nokkurn tíma verið eins jafnt og spennandi og nú í sumar. Nú þegar 12 umferðum er lokið í 1. deild og hlé verður gert á keppninni eiga sex lið enn ágæta möguleika á að hreppa íslands- meistaratitilinn eftirsótta. Það sem er jafnvel enn merkilegra er að ekkert þessara liða hefur leikið nógu vel til að eiga meistaratitil- inn virkilega skilinn. Hin fjögur liðin berjast svo í einum hnapp um að halda sæti sínu í deildinni. Það gagnstæða er uppi á teningn- um þar, því þessi fjögur lið eiga lfkast til öll skilið að leika áfram í 1. deild. Tvö þeirra hafa hlotið 10 stig en hin tvö 11, en í fyrra hlutu falÚiðin tvö aðeins 9 stig úr öllum leikjunum 18! Áður en lengra er haldið er rétt að athuga stöðuna einsog hún er í dag: FH .... 12 6 4 2 17-11 22 Fram .... 12 7 1 4 17-11 22 Valur .... 12 6 3 3 14-7 21 KA .... 12 5 5 2 18-12 20 KR .... 12 5 4 3 19-16 19 (A .... 12 5 2 5 13-15 17 Víkingur.... .... 12 2 5 5 17-17 11 Þór .... 12 2 5 5 12-18 11 (BK .... 12 2 4 6 12-19 10 Fylkir .... 12 3 1 8 11-24 10 Einokun Fram og Vals Síðustu fjögur ár hafa Fram og Valur skipt meistaratitlinum á milli sín og hljóta önnur lið að vera orðin þyrst í titil. Keppnin í 1. deild var eiginlega eins ójöfn í fyrra og hún er jöfn í ár. Eftir 12 umferðir höfðu Framarar nánast tryggt sér sigur á mótinu en þá höfðu þeir 11 stiga forskot á næsta lið sem var Valur. Á botn- inum var baráttan heldur meiri en þar var Völsungur með 5 stig, Leiftur með 7, Víkingur 9 og ÍBK með 11 stig. Völsungur og Leiftur féllu með 9 stig hvort félag. En þarsem keppnin í fyrra var mjög óvenjuleg hvað þetta varð- ar er réttara að líta á árin þar á undan og athuga hvernig staða liðanna var þegar tveimur þriðju hlutum mótsins var lokið einsog nú. Árið 1987 urðu Valsmenn ís- landsmeistarar og höfðu þeir þá forystu nánast allt mótið. Eftir 12 leiki hafði Valur náð 25 stigum en á hæla þeirra komu KR og Þór með 22 stig. í A hafði síðan 20 stig og Fram 18, en Framarar höfn- uðu í öðru sæti í mótslok. Á botn- inum var baráttan jafnvel enn meiri en nú. FH og Víðir höfðu 10 stig, ÍBK og Völsungur 12, og KA 15. FH og Víðir féllu einmitt í 2. deild með 16 og 17 stig en Völs- ungur hélt sér eftirminnilega í deildinni á markahlutfalli. Framarar höfðu fimm stiga for- ystu eftir 12 umferðir árið 1986 og stóðu uppi sem sigurvegarar í mótslok. Fram hafði þá hlotið 29 stig, ÍBK var í öðru sæti! með 24, Valur 23 en önnur lið voru alger- lega útúr myndinni. Það merki- lega var að Valur skaust á tíma- bili upp fyrir Fram en að lokum Verja Framarar titilinn í ár? hlutu liðin jafn mörg stig og Fram vann titilinn á markahlutfalli. Á botninum hafði ÍBV aðeins 5 stig en næst komu UBK með 11 stig, Víðir með 12, FH 14, KR 15, Þór 17 og ÍA 18. UBK og ÍBV féllu þetta árið. Árið 1985 var sennilega það skemmtilegasta hvað spennandi keppni varðar. Fram hafði að 12 umferðum loknum hlotið 26 stig eftir að hafa leitt mótið allan tím- ann. Næstu lið voru KR með 24 stig, í A með 23 og Valur og Þór með 22 stig hvort félag. Fyrir síð- ustu umferð mótsins höfðu svo Valur, Fram og í A öll möguleika á sigri en svo fór að Valur vann með 38 stig. Það merkilega var að Fram féll niður í 4. sætið en Þór náði 3. sætinu sem er besti árang- ur félagsins frá upphafi. Á botn- inum hafði Víkingur aðeins hlotið 3 stig eftir 12 Ieiki, en næst komu Víðir með 9 stig, Þróttur með 10 og FH 13. Víkingur og Þróttur féllu í 2. deild. Margir möguleikar Eins og sjá má hefur efsta liðið eftir 12 umferðir yfirleitt borið sigur úr býtum en árið 1985 er undantekning þar á. Þá hafa fallliðin ávallt verið komin í sína lokastöðu eftir 12 leiki nema árið 1985 þegar Víðir hélt sér í deildinni eftir að hafa vermt botnsætið lengst af móts. Og hverjir verða þá ís- landsmeistarar í ár? FH og Fram eru nákvæmlega jöfn á toppnum svo ekki er hægt að sjá margt útúr því. í fljótu bragði virðist sem Valur, KA og KR eigi einnig góða möguleika en ÍA þarf að bæta sig talsvert til að eiga séns. FH-ingar hafa vissulega komið allra liða mest á óvart í sumar. Flestir reiknuðu jú með því að liðið héldi sér í deildinni en að vera á toppnum eftir 12 leiki er nokkuð sem fáir sáu fyrir. Spurn- ingin er bara hvort liðið sé í stakk búið til að þola þá pressu sem fylgir toppsætinu, en liðið virðist geta unnið hvaða lið sem er. Að þessu leyti er KA nokkuð líkt FH. Liðið hefur unnið Fram tvívegis auk þess að vinna sigur á Val og KR en tapað þess í stað gegn liðum sem ættu vera auðveldari og gert fimm jafntefli. Liðinu virðist því einnig skorta þann stöðugleika sem þarf til að sigra á mótinu, en það á eftir að koma betur í Ijós. íslandsmeistararnir í Fram hafa verið brokkgengir í sumar. Liðið hefur tapað fjórum leikjum, tvívegis gegn KA og KR og FH, en liðið hefur einnig unn- ið allra liða mest, eða sjö leiki. Framarar leika ámóta knatt- spyrnu og áður, reyna að halda knettinum sem mest, en oft er sem áhugann skorti til að gera hlutina nógu ákveðið. Menn bjuggust einnig við Vals- mönnum betri í sumar. Eftir allan þann mannskap sem liðið fékk í vetur mátti ætla að liðinu væru flestir vegir færir en það fór á annan veg. Athyglisverðast við Val er hve illa liðinu gengur að skora. í liðinu eru margir annál- aðir markaskorarar en vamar- menn eins og Sævar Jónsson hafa þurft að leggja þeim lið á örlaga- stundum. KR-ingar halda enn í við efstu liðin og gætu sett strik í reikning- inn í næstu umferðum. Það verð- ur þó að hafa í huga að liðinu hefur ávallt gengið illa undir lok mótsins og verður að vera kú- vending þará til að liðið eigi möguleika. Þeirra besti maður fram eftir sumri, Pétur Péturs- son, hefur verið meiddur að und- anförnu en þegar hann mætir til leiks styrkist liðið væntanlega. í fyrra missti Pétur af átta leikjum og vann KR engan þeirra! Skagamenn eiga varla mögu- leika úr þessu enda með ungt og næsta óreynt lið. Á botninum er ómögulegt að spá fyrir um fram- vindu mála. Hvert stig vegur þungt, sérstaklega í innbyrðis viðureignum liðanna fjögurra og verður frekari spá að bíða betri tíma. Línurnar í deildinni gætu tekið að skýrast í næstu umferðum. Næst verður leikið 11.-14. ágúst, en þá leika Þór-ÍBK, KR-KA, 1A-Fylkir;- Víkingur-Valur og Fram-FH. Þar á eftir verður svo hinn klassíski, markalitli topp- slagur þegar Valur og Fram mæt- ast á Hlíðarenda. Valur hefur ekki unnið Fram í deildinni í þrjú ár og verður allt lagt undir hjá báðum liðum að þessu sinni. Þetta gæti reynst úrslitaieikur mótsins í ár, eða verður það kannski leikur KR og KA í 13. umferð eða jafnvel leikur KR og FH í 15. umferð? Allir á völlinn! 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 4. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.