Þjóðviljinn - 04.08.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.08.1989, Blaðsíða 16
Við erum synir alþýðunnar sem erum að þjóna henni eftir fremsta megni, segir Þórir Steingrímsson rannsóknarlögreglumaður um störf íslensku lögreglunn- ar. Mynd Jim Smart. „Munurinn á lögreglunni hér á íslandi og annars- staðar er sá að lögreglan hér ber ekki vopn, sem segir þó nokkuð mikið og ég held að það segi bara allt um stöðu þessara mála hér á landi. Og ég hef þá trú að við komum aldrei til með að þurfa að bera vopn, sem beturfer. Hin góða réttarvitund þjóðarsál- arinnar býður upp á þetta réttaröryggi." Rætt við Þóri Steigrímsson rannsóknarlögreglumann sem kynnti sér störf kollega sinna í Bandaríkjunum: Stór hluti lögreglumanna sem bera vopn hér ekki með grundvallarþjálfun í vopnaburði Vil ekki láta skjóta mig niður fyrir 75 þúsund á mánuði ÞórirSteingrfmsson rannsókn- arlögreglumaður skrapp til Bandaríkjanna sl. vor og kynntist störfum lögreglunnar þar. Þórir fór m.a. á námskeið í vopnaburði fyrir vestan og tók þátt í eiturlyfj- arassíu. Eftir þessa viökynningu af störfum stéttarbrærða sinna og systra í Bandaríkjunum segir hann að augu stn haf i opnast fyrir því hversu gott við höfum það hér á íslandi, hversu mikils virði rétt- aröryggi okkar er. „Þeir neituðu að trúa því að lögreglan hér væri óvopnuð. Þeg- ar ég sagði þeim að á undanföm- um árum hefðu verið framin þrjú til fjögur morð á ári gekk ég alveg fram af þeim. „Svo fá morð þrátt fyrir að lögreglan sé óvopnuð,“ sögðu þeir. Þá benti ég þeim á að kannski væri ástæðan sú að ís- lendingar líta ekki á vopn sem sjálfsagðan hlut. Ég fór á vopnanámskeiðið í borg sem heitir Fall River, en það er álíka stór borg og Reykjavík. íbúafjöldinn um 130 til 140 þús- und. Á síðasta ári voru framin 15 - 20 morð í þeirri borg. Það var að vísu óvenju mikið, enda gekk fjöldamorðingi lausum hala í borginni og myrti 9 konur áður en hann náðist. En glæpatíðnin er mjög há í þessari borg.“ Síminn stoppaði ekki Þórir fór vestur í heimsókn til systur sinnar Hólmfríðar Steingrímsdóttur, sem starfar sem upplýsingafulltrúi hjá Har- vard háskóla. „Þar sem ég er meðlimur í IPA, Intemational Police Association, ákvað ég að hafa samband við lögregluna í Boston og spurði hvort einhverjir IPA meðlimir væru starfandi þar. Síminn stopp- aði ekki um kvöldið þegar það hafði frést að íslenskur lögreglu- maður væri staddur í Boston og ég fékk fjöldann allan af heimboðum, m.a. fékk ég upp- hringingu frá Fall River og mér var boðið að vera þar um tíma. Fyrst dvaldi ég þar í þrjá sólar- hringa og kynntist þá vinnuað- stöðu þeirra, félagslífi og fjöl- skyldulífi. Þeir fóru með mig á krámar sínar og vom ólmir að kynna mér homaboltann og drógu mig á leik. Það var mjög gaman. Þaðan var ég svo sendur til Plymouth og þar var ég í þrjá daga. Lögreglan í Fall River vildi þó ekki sleppa mér alveg og heimtaði að ég kæmi aftur til þeirra og færi á námskeið í vopnaburði. Ég útskýrði fyrir þeim að lögreglan á íslandi bæri ekki vopn og hefði engin þörf fyrir þau. Þeir vom undrandi á því og sögðu að löggæslan hér hlyti að vera stórkostlég. En þetta felst ekki í löggæslunni heldur í réttarfarinu, það er miklu betra hér en í Bandaríkjun- um. Það er farið mjög vel með lögregluvaldið hér á íslandi. Lög- regluvaldið er hinsvegar mun takmarkaðra í Bandaríkjunum. Þar geta tæknilegir agnúar hrein- lega eyðilagt mál. Styrkur að vera óvopnaður Þar sem lögreglan er vopnuð þá er líf lögregluþjónanna stöðugt í hættu. Ef ég ætti að bera byssu í starfi þá myndi ég segja upp á stundinni. Ég myndi ekki vilja láta skjóta mig niður fyrir 75 þúsund krónur á mánuði. Það er styrkur íslenskrar lög- gæslu að hafa óvopnaða lögreglu, jafnframt er það styrkur þjóðar- innar. Hinsvegar em ákveðnar sveitir, t.d. víkingasveitin, sem eru þjálfaðar í vopnaburði, auk þess sem lögreglumenn fá þjálfun í vopnaburði í lögregluskólanum. En ég tek undir það að það þad að stórefla þjálfun lögreglu- manna í vopnaburði, því þó þeir beri ekki vopn þá þurfa þeir að kunna að fara með þau. Það get- ur alltaf skapast það ástand að lögreglumenn verði að beita vopnum og þá er betra að þeir kunni að fara með þau. Landssamband lögreglumanna hefur barist fyrir því að ef lög- reglumenn þurfa að bera vopn þá sé nauðsynlegt að þeir hafi fengið lágmarksþjálfun og reynslu í vopnaburði. Þessi þjálfun er ekki til staðar. Ég hef gmn um að stór hluti þeirra lögreglumanna sem þurfa að bera vopn, t.d. á Kefla- víkurflugvelli eða við sérstök tækifæri, sé ekki með þá grund- vallarþjálfun, reynslu og trygg- ingu sem nauðsynleg er. Vopnanámskeið í Fall River Fyrst mér var boðið á þetta námskeið í Fall River ákvað ég að slá til og í sex klukkustundir var mér kennt á allslags byssur. Ég fékk þama í hnotskum smjörþef- inn af vopnaburði lögreglumanna í Bandaríkjunum, hverslags þjálfun þeir fara í gegnum. Eg verð að segja eins og er að ég þakka guði fyrir það að þurfa ekki að bera vopn. Það er hægt að skipa okkur að bera vopn ef hættuástand skapast, annars held ég að ég geti neitað að bera vopn. Þessvegna viljum við fá gmndvallar- menntun í vopnaburði. Ef yfir- völd ætlast til þess að lögreglu- maður beri vopn þá er það lág- markskrafa að þau kenni mönnum að fara með þau. Það er búið að gera samkomulag á milli stjórnvalda og Landssambands lögreglumanna að það eigi að vera lágmarksþjálfun, en ég hef grun um að hún sé ekki nógu víða. Ég er þeirrar skoðunar að gild- isauki lögreglustarfans sé ekki metinn að verðleikum. Staða lög- reglunnar er ekki nógu mikils metin, fyrir að gegna þessu vandasama starfi, að halda uppi lögum og reglu og laun þeirra í engu samræmi við þessa ábyrgð og þáþekkingu sem lögreglan býr yfir. Ég get tekið sem dæmi að ef einhver alvarlegur atburður ger- ist í þjóðfélaginu, þá emm við sendir á vettvang til þess að rann- saka. í okkar rannsóknarferli birtast ýmsir aðilar, læknar og fleiri. Læknamir taka t.d. góð laun fyrir að gefa út vottorð um einhver atvik sem koma upp á vettvangi á meðan lögreglumað- urinn sem rekur málið og upplýs- ir það og firrir þjóðfélagið þar af leiðandi vanda, hann gerir það jafnvel kauplaust. Réttarvitund almennings Þjóðin býr við þetta réttarör- yggi sitt en veit einfaldlega ekki af því. Þetta er ekki ósvipað því að það veit enginn hvað það er að vera blindur fyrr en hann reynir það. Það er ekki bara fámennið sem orsakar það að íslenskir lögreglu- menn þurfa ekki að bera vopn. Ég held að réttarvitund almenn- ings skipti þar miklu meira máli. Réttarvitundin er mjög þroskuð hér á landi. Fólkið veit að það þýðir ekkert að vera með múður við lögregluna. í Bandaríkjunum er lögreglan aðal óvinur manns- ins. Hér er litið á lögregluna sem vin. Andrúmsloftið á milli lög- reglu og almennings hefur skánað mikið á undanfömum árum. Þessi tvö þjóðfélög em vissu- lega miklar andstæður. Við eigum t.d. ekki við sömu vanda- mál og Bandaríkjamenn að etja. Þar er allt falt. Það er óhugnan- legt hvernig eiturlyfin rúlla áfram glæpaheiminum þarna úti. Fíkni- efnalögregian hér hefur unnið mjög gott starf og hún hefur kom- ið í veg fyrir mikinn skaða, en fíkniefnalögreglan hefur ekki fengið þau laun sem henni ber að fá fyrir það hverju hún hefur bjargað. Vandamálið hér er því ekki neitt sambærilegt við það sem það er í jafn stóru samfélagi í Bandaríkjunum. Hér á landi hefur ofbeldi vissu- lega færst í aukana meðal ung- linga, en þau gengi sem myndast hér hafa engan bakgrunp. í Bandaríkjunum er 15-20% ólæsi hjá unglingum og um 90% af þessum glæpahópum eru ólæsir unglingar. Læsið er okkar sterk- asta vopn, við getum alltaf komið upplýsingum til krakkanna. Við getum því ekki borið saman þau gengi sem verða til hér í skólum við gengi götunnar í Bandaríkj- unum. Mér finnst afstaða ung- linga hér til réttarkerfisins mjög góð. Vissulega verða alltaf til sí- brotamenn hér en tíðnin er mjög lág. Því miður hefur það ekki verið metið að verðleikum það vanda- sama starf sem lögreglan innir af hendi. Það mætti hækka launin verulega. Menn eru ekki í þessu starfi launanna vegna. Ætli 99% lögreglumanna séu ekki í starfinu vegna þess að þeir vilja láta eitthvað gott af sér leiða. Ég held að allir lögreglumenn séu með mikla réttlætistilfinningu. Við erum synir alþýðunnar sem erum að þjóna henni eftir fremsta megni en viljum að starf okkar sé metið að verðleikum. Þessi ferð mín opnaði augu mín fyrir því hvað við höfum það gott hér. Þessi gildisauki sem ég finn að lögreglan skapar og ég hef gaman að vinna að, að vera þátt- takandi í því að skapa samborg- urunum öruggt umhverfi. En því miður er það ekki metið að verð- leikum. Enginn veit hvað átt hef- ur fyrr en misst hefur og við skulum bara vona að réttarörygg- ið hér fari ekki úr böndunum og að lögreglan neyðist til þess að bera vopn einsog víðast er- lendis.“ -Sáf 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 4. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.