Þjóðviljinn - 04.08.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 04.08.1989, Blaðsíða 19
■CI >GARTV1KNNINGIN Vil fara aðrar leiðir Sveinn Einarsson: Sjónvarpið á að taka þátt í því sem er að gerast í landinu Jim Smart. Dagskrá Sjónvarpsins er eitt þeirra umræðuefna sem virðast ótæmandi og sýnist sitt hverjum, þó menn séu kannski helst á einu máli um það að þetta sé alls ekki nógu gott. Fyrir nokkrum mánuðum tók Sveinn Einarsson við stöðu dagskrárstjóra Sjón- varpsins, og má ætla að hon- um hafi nú gefist tími til að koma sér nógu vel fyrir í stóln- um til að geta svarað því hvað sé framundan í dagskrá Sjón- varpsins. Hvort hann hafi hugsað sér að gera þar ein- hverjar breytingar á næst- unni. - Það er alltaf svolítið langt ferli að stærri verkunum, segir hann, - svo leikin verk í Sjón- varpinu á þessu ári eru öll fyrri ákvarðanir og þau sem koma til framkvæmda næsta ár, eða fjár- hagsárið 1990, verða það líka að einhverju leyti. í rauninni geri ég ekki ráð fyrir að einhverjar merkjanlegar breytingar verði á dagskránni fyrr en með næsta ári, - en þó aðeins með þeim for- merkjum að fjárhagur okkar batni verulega. Að mínu mati er ráðstöfunarfé Sjónvarpsins allt of lítið til þess að við getum staðið undir því sem ætlast er til af okk- ur. Ekki síst nú, á tímum þar sem innlend dagskrárgerð er orðin að þjóðernisspurningu. Við verðum meira en nokkru sinni fyrr að leggja rækt við okkar menningu, sem mótvægi við erlend áhrif í fjölmiðlum, sem alltaf eru að aukast. Það er ekki hægt að snúa þróuninni við. Sjónvarp er orðið að staðreynd sem mótunar- og áhrifatæki og áhrifa þess gætir ekki síst hjá yngstu kynslóðinni. - Til að mæta þessu hefur það verið yfirlýst steftia Sjónvarpsins að auka hlut innlendrar dagskrár- gerðar, og þá með sérstakri áherslu á íslenskt efni fyrir yngstu kynslóðina. Að þessu vil ég auðvitað vinna af öllu afli, en til þess þarf aukið fjármagn. Það hefur gilt sú undarlega regla hér á landi þegar fjárhagsáætlanir eru gerðar að þær mega helst aldrei fara fram úr áætlun ársins á undan, en það er gjörsamlega nauðsynjalaust að hugsa alltaf í sömu farvegum. Sem stendur ber brýna nauðsyn til þess að við ein- beitum okkur að því að efla okk- ar eigin dagskrá, og það verður að fá að kosta það sem það kost- ar. - Sjónvarpið er leikhús allrar þjóðarinnar í dag, auk þess sem það er fræðslutæki, skemmtana- og fréttamiðill. í öllum þeim um- ræðum sem verið hafa um sjón- varp hafa risið upp fjölmiðla- fræðingar, sem segja sjónvarp beinlínis vera skaðlegt því rytmi myndmálsins sé svo hraður að fólk hafi ekki tíma til að hugsa um það sem það sér, heldur láti stöðugt mata sig. Aðrir halda því svo fram að það velti á siðferði- legum og andlegum þroska hvers og eins hvemig þeir nýti sér sjón- varpið. En það sem skiptir máli er það að sjónvarpið er komið til að vera svo það er eins gott að gera það besta úr því, og ein leiðanna er að hafa sem fjöl- breyttasta dagskrá. Eitt leikið verk á mánuði Á hverju ætlardu að byrja? - Mig Iangar til að koma upp leiknum myndröðum, íslenskum framhaldsþáttum, sem má kannski kalla sápu, en ég hef ekk- ert á móti góðri sápu. Matador er til dæmis frábær sápa. En svona myndröð kostar sitt, svo það verður ekki í ár. Eg vil ekki segja of mikið um þetta því ég kann ekki við að slá einhverju fram, sem svo verður tekið sem loforð og ég stend svo ekki við. Það er betra að lofa fáu og standa við meira. En sem stendur erum við með tvær hugmyndir að mynd- röðum í huga, og erum nú á því stigi að það er komið að því að velja handritshöfunda og leik- stjóra. Þetta eru myndraðir um fólkið í landinu og má því sem sagt kannski kalla sápu, en það er þá sú sápa sem við notum hér á landi. - En þáttur íslensks efnis hefur reyndar aukist mjög undanfarið ár, þó að ég geti reyndar hrósað mér af fæstu af því efni. Þó höfum við að mínu frumkvæði í sumar verið með íslenska þætti sem hafa fengið góðar viðtökur. Þættimir Fólkið í landinu, Gönguleiðir og Grænir fingur eru allt þættir sem ég hef haft nrikla ánægju af. Gönguleiðir og Grænir fingur eru hvorutveggja þættir sem miðast sérstaklega við sumarið, og mér finnst eðlilegt að Sjónvarpið taki mið af árstíðunum. Núna í sumar erum við einmitt að taka upp þátt um fugla landsins, sem sýndur verður í vetur. Umsjónarmaður hans er Magnús Magnússon, sem gert hefur fræga mynd frá Mý- vatni. - Þessa dagana erum við að undirbúa ýmislegt fyrir vetrar- dagskrána. Þar er það stærsta fimm leikin verk; Fyrst eru Englakroppar sem gerðir eru eftir handriti Hrafns Gunnlaugs- sonar og Friðrik Þór Friðriksson leikstýrir. Það er búið að ljúka upptökum á Nóttin já nóttin eftir handriti Sigurðar Pálssonar, sem er líka leikstjóri myndarinnar. Svo er það Steinbamið, verð- launaleikrit Vilborgar Einars- dóttur og Kristjáns Friðriks- sonar, sem Egill Eðvarðsson leik- stýrir og sýnt verður á jólunum. Þetta em allt verkefni sem tekin eru utanhúss, það er utan okkar upptökusala. -1 myndstofu emm við að vinna að Stríðsárablús, dagskrá með söngvum frá stríðsárunum með nýjum textum eftir Jónas Árnason. Rytjendur em sex leikarar og nokkrir dansarar, og það efni sýnum við fyrsta sept- ember, en þann dag verða liðin fimmtíu ár frá því að seinni heimsstyrjöldin hófst. Og svo stendur til að taka upp ópem Karólínu Eiríksdóttur, Mann hef ég séð, sem sýnd verður á Hunda- dögum 89. Með þessum fimm verkum og tveimur í viðbót, sem stendur til að taka upp eftir ára- mót en of snemmt er að tala um, getum við í vetur verið með eitt leikið íslenskt verk á mánuði. - Annað sem til stendur að reyna að gera í vetur em sögu- legir þættir af ýmsu tagi, til dæmis þættir um konur í ljóðlist, það verða andlitsmyndir af þekktum íslendingum og tónlistarþættir. Við munum minnast þess að Leikfélag Reykjavíkur flytur í Borgarleikhúsið, og fleira og fleira. - Oft ber reyndar á því að menn noti klisjur í dómum sínum um sjónvarpið. Ég er til dæmis mjög oft spurður hvers vegna Sjónvarpið sé alltaf með enskt eða bandarískt efni, og það er góð spuming, því það er alltaf óhollt að í sjónvarpi sé annað tungumál en þjóðtungan ríkj- andi. En Sjónvarpið stendur sig hins vegar ekki jafn illa á þessu sviði og menn vilja vera láta. 35- 40% efnis hjá okkur í sumar hef- ur verið íslenskt, og í fyrravetur vomm við með íslenskt efni á hverjum degi, og reyndar oftast í sumar líka. I vetur verður minnst 40% efnis innlent, en markmiðið er að 50% þess efnis sem við sendum út verði íslenskt. En varðandi þessa ensk/ bandarísku bylgju í Sjónvarpinu, nú hafið þið meira að segja verið með ítalska mynd sem búið var að tala inn á á ensku. Er það ekki full langt gengið? - Ég verð að taka undir að það er ekki gott. En skýringin er sú að aðilar í Evrópu hyllast til að fara í samstarf til að fá víðari markað. Þá er seldur pakki á einu tungu- máli, sem er þá gjaman enska. Hins vegar kemur í ljós ef dag- skráin er skoðuð að við erum með talsvert af þýsku efni, ítölsku og frönsku. Svo höfum við líka verið með brasilískan þátt í allan vetur, og þegar þetta er talið saman f prósentum er þetta meira en ætla mætti í fljótu bragði. - Við getum tekið þessa viku sem dæmi, það er vikuna 21. júlí til 7. ágúst, þá emm við með Mið- evrópskt og/eða Norrænt efni sex daga af sjö. Minnst helmingur íslenskt efni - Það er auðvitað gleðilegt að gera eitthvað sem er vinsælt, en ég er sannfærður um að smekkur er ekkert sem er óumbreytanlegt. Ég byggi þessa sannfæringu á reynslu minni úr leikhúsinu, þeg- ar ég fór að vinna hjá Leikfélagi Reykjavíkur var ekkert gangverð á íslenskum leikritum. Þá átti alltaf að grípa til einhvers sem hafði gengið annars staðar. En nú em íslensk leikrit það sem gengur best. Þetta er auðvitað eitthvað sem verður að vinna að, og eins er með innlenda dagskrárgerð, það þarf að hlúa að henni og vekja athygli á því sem vel er gert. Ákveðið hugsunarleysi er til dæmis áberandi í dagblöðum, þar er efni útlendra bíómynda ræki- lega tíundað á meðan ekki er minnst einu orði á innlent efni. Það er of sjaldan hringt hingað frá dagblöðunum til að spyrjast fyrir um innlent efni. Stendur ekki til að auka evr- ópskt eða norrænt efni í Sjónvarp- inu? - Nú fékk norrænt efni reyndar á sig það orð að það væri svo leiðinlegt... - Við höfum verið að ræða þetta. Það er rétt að á tímabili fékk norrænt efni á sig leiðinda- orð, og það verður líka að segjast að mörg þessara norrænu vanda- málaleikrita voru líka alveg hrút- leiðinleg. En ég hef verið að kynna mér norrænt efni og tel mig hafa orðið varan við ákveðna stefnubreytingu. Á Norðurlönd- unum er framleitt mikið af skemmtilegu og áhugaverðu efni, og sumt af því er þegar farið að berast til okkar. Ég er sammála því að það er af því góða að fá meira efni frá meginlandi Evr- ópu, margt af því sem þar er gert er frábært. Það er líka hollt að hugsunarháttur þeirra og smekk- ur sé okkur kunnur svo við getum dregið af því lærdóm og saman- burð, bæði listrænan og til fræðslu. Þar á móti kemur að mér skilst að enskur og bandarískur markaður sé svo stór að á honum sé hægt að halda verði neðar en annars staðar, svo þar koma fjármálin aftur til sögunnar. En hvað viltu helst gera til að efla íslenska dagskrárgerð? - Ég vil náttúrlega fá fullar hendur fjár..! En svo við tölum um markmið, þá er það, að minnsta kosti helmingur þess efn- is sem Sjónvarpið sendir út sé ís- lenskt, að það verði íslenskt efni í íslensku sjónvarpi. Ég vil sjá þætti sem spegla okkar atvinnu- líf, kynnast fólki sem skarar fram úr að einhverju leyti, og að Sjón- varpið verði vettvangur fyrir okk- ar listamenn á öllum sviðum. Ég vil að gerðir verði fræðsluþættir, ekki bara um nútíðina heldur líka fortíðina, svo við getum dregið lærdóm og ánægju af sögunni, mér finnst Sjónvarpið eiga að taka þátt í listsköpun... ég vil meðal annars fara aðrar leiðir en fylgt hefur verið hingað til og nota þetta tæki sem sjónvarpið er til að taka þátt í því sem er að gerast í landinu. - Við þurfum meira af leiknu efni, það er alltaf vinsælast, og þá sérstaklega bamaefni, en þar eram við nú þegar komin svolítið af stað. Markmiðið er almennt að vera með eitt leikið verk á mán- uði, og svo er kominn tími til að við eignumst okkar myndaröð. Ég legg áherslu á að Sjónvarpið er fræðslutæki og á líka að geta stuðlað að listsköpun og listneyslu, og svo má ekki gleyma því að það er líka skemmtitæki. Það er ekkert ljótt við það að skemmta sér, þetta þrennt fer oft saman, og þá er það efni best. - Það sem ég er hræddur við og snertir alla fjölmiðla, og þá sér- staklega sjónvarps- og útvarps- stöðvamar, er að menn sérhæfi sig svo í efnisvali að það myndist gjá á milli stétta. Það má segja að hér á landi hafi hingað til ríkt ákveðið samræmi eða jafnrétti á milli kynslóða og stétta, en hætt- an er sú að með aukinni sérhæf- ingu fjölmiðla myndist hér ann- ars vegar hámenning og hins veg- ar lágmenning. Mig dreymir um að við þurfum aldrei að nota slík orð á Islandi og getum einfald- lega látið okkur nægja að tala um menningu, - orð sem er dregið af því sem mennskt er. LG Föstudagur 4. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.