Þjóðviljinn - 04.08.1989, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 04.08.1989, Blaðsíða 28
Baráttukona á Evuklæðum Sovéska leikkonan Natalía Negoda sló fyrst í gegn í hlutverki „Veru litlu“ - næst á síðum karlaritisins Playboy sem „ungfrú glasnost“. Kippi mér ekki upp við það þótt einhverjir hneykslist, segir Negoda Sovéskum yfirvöldum þótti til skamms tíma ekki við hæfi að í listum væri minnst á berorðan hátt á kynlíf og skyld mál. I hitteð- fyrra brá þó svo kynlega við að sovésk kvikmyndahús tóku til sýninga myndina „Veru litlu“, sem var fyrir skemmstu á dag- skrá Sjónvarpsins, þar sem fjall- að er á óvanalega hreinskilinn hátt um rótleysi sovésks æsku- fólks, kynslóðabil, áfengissýki, skyndikynni og kynlíf. Þökk sé „glasnost" eða opnunarstefnu Gorbatsjovs. Svona eins og til að bæta gráu ofan á svart birtist að- alleikkonan, Natalía Negoda, á hvíta tjaldinu í Evuklæðum einum fata. Það var ekki sökum að spyrja- myndin sló öll aðsóknar- met og erlendir gagnrýnendur hafa keppst við að klappa henni lof í lófa. Breskum kvikmyndahúsagest- um gafst fyrir stuttu tækifæri til að berja þessa umtöluðu mynd augum. Af þessu tilefni hafði breska blaðið Morning Star tal af Natalíu sem nú er á góðri leið með að verða stjarna hvíta tjalds- ins. - Eftir að töku myndarinnar lauk komst sá kvittur á kreik að hér væri um að ræða fyrstu sov- ésku klámmyndina. það leiddi til þess að myndin var sett á svartan lista í eina sex mánuði og fékkst ekki sýnd. Vitanlega get ég ekki failist á það að myndin gefi tilefni til ritskoðunar. Myndin fjallar um æskufólk sem finnst framtíðin vera ærið óráðin. Nokkrar nektarsenur eru í myndinni - og hvað með það? Þrátt fyrir að sumir hlutar myndarinnar væru full léttir á bárunni fyrir smekk ritskoðara, var hún að lokum tekin til sýn- inga. Natalía segir það „glasnost" að þakka. - Perestroika hefur tvímælalaust leitt til þess að kvik- myndaleikstjórar, allavega sumir hverjir, gera raunsannari myndir en áður. „Vera litla“ er reyndar ennþá eina myndin þar sem eitthvað ér komið inn á kynlíf. Að sögn Natalíu gefur „Vera litla“ all raunsanna mynd af sov- ésku æskufólki í dag. Þótt ótrú- legt kunni að virðast á Vestur- löndum, segir hún, fengu Sovét- menn smjörþefinn af hippum á sínum tíma og hvers vegna fínnst fólki ótrúverðugt að „pönkarar" fyrirfinnist þar líka eins og sýnt er myndinni. Natalía er af leikhúsfólki kom- in í báðar ættir. - Ég hugsa að þar með hafi örlög mín verið ráðin. Ég var mjög metnaðargjörn sem barn og unglingur. Ég hef ailtaf viljað baða mig í sviðsljósinu. Það er minn veikleiki, segir hún, en hún nam leiklist við leiklistar- akademíuna í Moskvu. - Þar var mér fyrst skipað að grenna mig. Síðan kenndu þeir mér að tala rétt mál, dans, listfræði og að ó- gleymdum vísindalegum sósíal- isma. Natalía segist þess fullviss að „perestroikan" hafi gert ieikur- um og kvikmyndafólki lífið létt- ara. - Núna fáum við að ferðast mun óheftar en leyfilegt var áður og að taka þátt í samstarfi við erlenda kollega. „Perestroikan“ hefur þó ekki leyst öll heimsins vandamál. Enn virðist hörgull á góðum kvikmyndahandritum og leikstjórum. Menn gera alltof Natalia Negoda, kvikmyndaleik- kona: Listamenn njóta forréttinda og því er það samfélagsleg skylda okkar að gefa sem raun- sannasta mynd af samfélaginu, bæði það sem betur og miður fer í samfélaginu. mikið af því að apa eftir því sem vestrænt er. Þrátt fyrir að Natalía sé í mikl- um metum hjá sovéskum al- menningi fyrir leik sinn í „Veru litlu“ fannst mörgum hún ganga heldur langt í að bera nekt sína þegar hún birtist sem „Ungfrú glasnost" í Bandaríska karlablað- inu Playboy. - Það hneykslaði suma, en fyrir mér var það jafn eðlilegt að leika hlutverk kynbombunnar eins og hvert annað hlutverk sem ég tek að mér. - Ég er orðin hundleið á því þegar vestrænir blaðamenn spyrja mig að því hvort ég sé „feministi“. Því svara ég ávalt á þá lund: aldrei - ég hef ekkert út á karlmenn að setja. Á kvikmyndahátíðinni í Fen- eyjum hlaut „Vera litla" verð- laun gagnrýnenda. Natalía telur að þar hafi ráðið mestu óvenju hreinskilin lýsing á högum al- múgafólks. - Menn verða að horfast í augu við það að áfengissýki, svarta- markaðsbrask, eiturlyfjanotkun er ekkert síður vandamál í Sovét- ríkjunum en annarsstaðar. - Eftir að áhrifa af stefnu Gor- batsjovs tók að gæta fást menn til að horfast í augu við þennan bitra veruleika, sem birtist meðal ann- ars í verkum listamanna. Ég tel að listamenn og kvik- myndagerðarfólk njóti ákveð- inna forréttinda. Því hvflir á okk- ur sú ábirgð að fjalla hiklaust um hvers kyns mótsagnir í samfé- laginu og að draga ekkert undan. -rk 195 hrónur* Það er varla til sá íslendingur, sem ekki gleðst yfir símtali að heiman þegar hann er erlendis. Þegar þú hringir til vina og œttingja erlendis fœrðu án efa að heyra hvað veðrið er gott þarna úti, veitingahúsin frábœrog nœturlífið eldfjörugt. Mundu bara hvað það getur verið ánœgjulegt fyrir þá að heyra hljQðið í gamla landanum og nýjustu fiskisögurnar að heiman. Fjölskyldan getur skiþst á að tala og fyrr en varir hafa allir ferðast til útlanda á mun ódýrari hátt en með þessum hefðbundnu leiðum. Þá er ekki úr vegi að láta það fylgja með að það sé góður siður, þegar maður ferðast út fyrir landsteinantia, að hringja reglulega heim og láta vita af sér. • Miðað við 3 mín. síintal. (Háð breytingum ágjaldskrá) Verð á mín. Norðurlöndin (að frátöldu Finnlandi) kr. 54 Finnland og Holland kr. 59 Bretland kr. 65 Frakkland, Spánn og V.-Þýskaland kr. 65 Grikkland, ítalía og Sovétríkin kr. 85 Bandaríkin kr. 103 ** Breytist samkvœmt gjaldskrá PÓSTUR OG SÍMI Við spörum þér sporin GOTT FÖLK/SÍA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.