Þjóðviljinn - 09.08.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.08.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 9. ágúst 1989 135. tölublað 54. órgangur Garðabœr Lóðaúthlutanirí láginni Garðabœr tók Smárahvammsland eignarnámi eftir árangurslausar viðrœður ílangan tíma. Ingimundur Sigurpálsson bœjarstjóri:Engarlóðaúthlutanirfyrireinbýlishúsograðhússíðanéghófstörfsembœjarstjóri haustið 1987. Vonast til að hœgt verði að úthluta í lok ársins Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum á höfuðborgar- svæðinu að undanförnu og hafa bæjarféiög keppst við að geta boðið upp á sem flesta valkosti fyrir íbúðabyggjendur, öll nema Garðabær, en þar hefur lóðaút- hlutun verið í algjöru lágmarki undanfarin ár og t.d. hefur ekki verið úthlutað einni einustu lóð undir einbýlishús eða raðhús frá miðju ári 1987, að sögn Ingi- mundar Sigurpálssonar, bæjar- stjóra í Garðabæ, en hann varð bæjarstjóri haustið 1987. „Ég þori ekki að fara með það hvenær síðast var úthlutað lóðum undir einbýlishús eða raðhús, en í minni tíð sem bæjarstjóri hefur engin slík úthlutun átt sér stað." Astæðan er ekki sú að fólk hafi ekki áhuga á að byggja í Garða- bæ, því að sögn Ingimundar hefur mikið verið spurt um lóðir, held- ur hefur Garðabær staðið í samn- ingaviðræðum við eigendur Smárahvammslands, en þar er fyrirhugað að næsta íbúðabyggð risi í Garðabæ. Mikið hefur borið í milli í viðræðunum og að end- ingu fór Garðabær fram á að fá að fá að taka landið eignarnámi og fékkst niðurstaða í því máli 1. júlí sl. og sagðist Ingimundur vonast til þess að hægt yrði að úthluta lóðum þar fyrir árslok. Bæjarráð hefur þegar sam- þykkt deiliskipulag svæðisins og hefur farið fram á það við skipu- lagsstjórn ríkisins að fá að aug- lýsa skipulagið. Sagðist Ingi- mundur vonast til þess að hægt yrði að auglýsa skipulagið strax í næsta m'ánuði en þá tæki um tvo til þrjá mánuði áður en hægt yrði Kertafleyting Við eigum von Hin árlega kertafleyting á Tjörninni verður í kvöld og það er Samstarfshópur friðarhreyf- inga sem stendur að henni. Tíu íslenskar friðarhreyfíngar eru í Samstarfshópnum og er athöfnin í minningu fórnarlamba kjarn- orkuárásanna á japönsku borg- irnar Hírósíma og Nagasakí. Safnast verður saman við suð- vesturbakka Tjarnarinnar kl. 22.00 og þá verður stutt dagskrá. Meðal annars mun Margrét Áka- dóttir leikari lesa ljóð og flutt verður stutt ávarp. Að sögn Tóm- asar Jóhannessonar eins af að- standendum athafnarinnar, er búist við að á annað þúsund manns komi og fleyti kertum. Flotkerti verða seld á staðnum. Ávarp Samstarfshópsins er birt í heild á síðu 9. að úthluta lóðum í hverfinu, þannig að úthlutanir gætu að lík- indum hafist fyrir áramót. í þessu nýja hverfi er gert ráð fyrir liðlega 100 einbýlishúsum, 70 raðhúsum og 30 íbúðum í fjöl- býli, en samkvæmt aðalskipulagi Garðabæjar er stefnt að því að úthluta lóðum fyrir 60 íbúðir á ári fram að aldamótum. „í Garðabæ er gríðarmikið byggingarfand en bærinn er ekki með eignarhald á sumum svæð- um sem álitleg eru fyrir íbúða- byggð. Það svæði sem bærinn hyggst byggja næst þegar Smára- hvammslandið hefur verið byggt er á Arnarnesi og er það í eigu Arnarneseigenda en viðræður eru í gangi við þá um kaup bæjar- ins á landinu." Þótt ekkert hafi verið úthlutað á þessu á'ri af lóðum undir einbýl- ishús og raðhús hefur verið út- hlutað lóðum undir tvö f jölbýlis- hús í Löngumýri og átta parhús auk þess sem úthlutað hefur verið einni lóð undir fjölbýli aldraðra, en í því verða 48 íbúðir. Garðabær fékk úthlutað hjá Húsnæðisstofnun fyrir 12 kaupleiguíbúðum og 5 verka- mannabústöðum en sú kvöð fylg- ir að framkvæmdir við íbúðirnar verða að hefjast í haust. Ingi- mundur sagði að verið væri að kanna hvort hægt væri að kaupa eldra húsnæði, enda færi Hús- næðisstofnun fram á að það yrði kannað. Þá sagðist hann reikna með að samið yrði við verktaka sem væru að reisa fjölbýlishúsin um kaup á íbúðum. Einnig væru í gangi viðræður við aðila um að Ijúka Alviðruhúsinu sem verið hefur í byggingu í áraraðir. Að lokum sagðist hann búast við því að Húsnæðisstofnun veiti lengri frest til að koma þessu í kring, enda hefði úthlutun stofnunar- innar dregist í mánuði. -Sáf Þessi þýsku ungmenni brostu að veðráttunni í Laugardalnum í gær endaþótt allt færi á flot nóttina áður. Mynd: Kristinn. Ferðalangar Erlendum ferðamönnum fjölgar 6% aukningfráþvíífyrra. Birgir Þorgilsson: Almenn ánœgja íferða- mannaiðnaðinum. Islenskumferðamönnumfjölgarþaðsem aferárinu Erlendum ferðamönnum á ís- iandi hefur fjölgað um 6% það sem af er þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Frá áramótum til ioka júlí hafa komið 85.025 er- lendir farþegar til íslands en á sama tíma í fyrra höfðu komið 80.379. Birgir Þorgilsson ferðamála- stjóri sagði að fólk í ferðamanna- iðnaðinum væri almennt ánægt með sumarið. Hann sagði hótel- nýtingu yfirleitt góða þrátt fyrir að töluvert hefði bæst við af gisti- rými á árinu. Nýting hótela í Reykjavík er að sögn Birgis aldrei upp á það besta yfir hásum- armánuðina en sumarhótel úti á landi hafa verið með góða nýt- ingu. Töluverður fjöldi erlendra ferðamanna gistir í tjöldum og lætur veðrið ekkert á sig fá en hinsvegar leita landsmenn undir þakþegar rignir. „Eg held að veður hafi ekki mikil áhrif á ferðalög útlendinga hingað, þeir eru hinsvegar þakk- látir fyrir hvern góðan dag sem kemur. Þeir sem eru að sækjast eftir sól koma ekki til íslands," sagði Birgir þegar hann var spurður hvort ferðamenn væru ekki óánægðir með veðurfarið í sumar. Birgir benti jafnframt á að veður hefði verið gott fyrir norðan og austan. í júlí komu 29.920 erlendir farþegar til íslands. Bandaríkja- menn voru flestir eða 3.613, Frakkar fylgja fast á eftir 3.153 talsins. Bretar voru 2.868 talsins, Svíar 2.865 og Danir 2.684 tals- ins. Töluvert færri íslendingar komu til landsins í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra, eða 16.609 en þeir voru í fyrra 17.153. Þrátt fyrir það hafa fleiri íslendingar ferðast það sem af er árinu miðað við sama tíma í fyrra, eða 75.449 í stað 74.940. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.