Þjóðviljinn - 09.08.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.08.1989, Blaðsíða 4
pJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar íslensk innkaup Á morgun er að hefjast sérstakt átak í sölu og kynningu á íslenskum varningi sem KRON og Félag íslenskra iðnrek- enda standa að í sameiningu í Kaupstað og Miklagarði. Á blaðamannafundi um átak þetta var það tekið fram, að sá samdráttur sem átt hefur sér stað á einkaneyslu að undan- förnu hafi meir bitnað á innlendri framleiðslu en innfluttum varningi - átakið er m.a. tilraun til að gera strik í þann reikning. Hvaða árangri getur átak af þessu tagi skilað? Það er ekki gott að vita. í fréttabréfi Félags iðnrekenda var fyrir skömmu greint frá skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði um áhrif auglýsingaherferðar sem ráðist var í til að hvetja fólk til að kaupa íslenskan varning. Niðurstöðurnar voru á þá leið að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem spurðir voru höfðu orðið varir við auglýsingarnar og 34% þeirra töldu sig kaupa meira af íslenskum vörum sl. sex mánuði en áður. Það er ekki víst að menn geti tekið þau svör mjög bókstaflega- hér er um skoðanakönnun að ræða sem ósjálfrátt sendir frá sér leiðandi spurningar: menn kannski eins og vita upp á sig þá skömm að hafa ekki sinnt íslenskum varningi sem skyldi og vilja halda að þeir hafi brugðist við kalli um að virða hann viðlits. En hvað um það: slík skoðanakönnun sýnir hún þó það, að fólki er ekki sama, að það er viss grundvöllur fyrir áróður af þessu tagi. Og þá er sjálfsagt að reyna hann. Að sönnu geta menn ekki búist við því að hinn venjulegi kaupandi í verslun sé sérlega þjóðrækinn í hugsun - flest ýtir undir það vitanlega að hann sé að leita að þolanlegu verði fyrst og fremst. En kaupandinn gengur með fleiri sjónarmið, sem auglýsingar og kynningastarfsemi móta, og eitt af þeim er einmitt tengt þessari spurningu: er ekki rétt og skynsamlegt að vita að minnsta kosti af því, hvað íslendingar framleiða sjálfir þegar menn ganga um í sínum kaupsýsluhugleiðing- um? Það er vafalaust hægt að ná umtalsverðum árangri með slíku kynningarstarfi og þarft að reyna það. Við þekkjum í fyrsta lagi dæmi þess að samstaða þjóðar um eigin fram- leiðslu hefur haft mjög afdrifaríka þýðingu fyrir stöðu hennar og velgengni - nægir þar að vísa til Japana. í annan stað er minnt á það í tengslum við kynningarátakið sem fyrr var nefnt, að í íslenskum iðnaði starfa um 20 þúsundir manna og nær helmingur þeirra við að framleiðsla ýmsar neysluvörur. Það skiptir máli fyrir okkur öll að menn taki tillit til þessa fólks í sínu daglega neyslustússi, það skiptir máli í baráttu gegn atvinnuleysi sem og gegn því að íslenskt atvinnulíf gerist enn einhæfara en það er. Að fleyta kertum í kvöld gengst Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir því að kertum er fleytt á Tjörninni í minningu þeirra sem létu lífið í kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki fyrir 44 árum. Sá harmleikur er þeim mun dapurlegri í vitund okkar vegna þess að leyniskjöl sem nýlega hafa komið í dagsins Ijós sýna, að bandarískir ráðamenn á þeim tíma vissu vel að beiting svo djöfullegra vopna skipti ekki neinu máli um yfir- lýstan tilgang þeirra - að neyða Japan til friðargjörðar. Jap- anir voru þá þegar reiðubúnir til uppgjafar. En allt um það: harmleikur hina japönsku borga hefur allar götur síðan verið áminning um gífurlegan háska sem víg- búnaðarkapphlaup á sviði atómvopna leiðir yfir allt mannkyn. Við lifum nú þá daga, að raunhæfari möguleikar eru á að snúa þeirri þróun við en nokkru sinni fyrr síðan atómöldin hófst. Og við skulum hafa það sem best í huga að þótt almenningsálitið sé ekki það valdatæki sem við stund- um viljum, þá hefur það í vaxandi mæli snúist gegn kjarn- orkuvá fyrir tilstilli friðarhreyfinga og það hefur átt drjúgan þátt í þeirri jákvæðu þróun sem nú var nefnd. Þeirri þróun þarf að fylgja eftir með öllum tiltækum ráðum. KLIPPT OG SKORIÐ Stormar í vatnsglasi Það birtist forsíðufrétt í Alþýðublaðinu á dögunum um nýjan meirihluta Framsóknar- manna og Sjálfstæðismanna í bæjarstjórninni á Selfossi. Fyrir- sögnin var þess efnis, að meiri- hluti þessi „Sundraðist þegar á fyrsta stórmáli“. Jamikasskoti, hugsar saklaus blaðalesandi. Hvaða stórmál skyldi það vera sem splundrar heilum bæjarstjórnarmeirihluta? Það kemur á daginn að næstsíðasti meirihluti sprakk á ágreiningi um það, hvort ætti að byggja nýjan skóla á Selfossi eða bæta við þann sem fyrir er. Það verður svo ofan á að byggja skuli við skólann og með þá niður- stöðu gekk nýr meirihluti til starfa. En Adam sat ekki lengi í meirihlutaparadísinni: Fram- sóknarmenn og einn Sjálfstæðis- maður vildu bjóða viðbótarbygg- inguna út í áföngum, en tveir Sjálfstæðismenn og svo fulltrúar minnihlutaflokkanna vildu bjóða verkið út í heilu lagi. Af þessu verða svo sem öngvar ályktanir dregnar. Nema hvað Klippara var hugsað til þess, að ef þessi saga væri sögð án þess að minnst væri á nokkurn flokk, þá væri það vita vonlaust verk að reyna að fylla í eyðurnar með sinni pólitísku þefvísi, hugsandi sem svo: Sjálfstæðismenn vildu þetta, Framsókn hitt og Alþýðu- bandalagsmenn enn annað. Og þá er stutt í þá dapurlegu spurn- ingu sem erfitt er að fá svör við: um hvað snýst bæjarmálapólitík á íslandi? Er ekki búið að negla niður fyrirfram langmest af því sem gera þarf og greiða þarf vegna heilsugæslu, gatna, kennslu og lögreglu? Bíða okkar ekkert annað á þessum vettvangi en stormar í vatnsglasi? Til hvers nýr flokkur? Vitanlega gefast svo miklu fleiri möguleikar á því að finna sér stórmál til sundrungar þegar menn sitja á alþingi og hafa landið allt undir. En mörgum verður undarlega lítið úr þeim möguleikum. Til dæmis var oddviti nýstofn- aðs flokks, Ingi Björn Alberts- son, að skrifa um hlutverk sinna Frjálslyndu hægri manna í DV á dögunum. Hann byrjaði með sveiflu: „nú er loksins kominn valkostur á hægri væng íslenskra stjórnmála“ segir hann. Jæja, hugsar lesarinn, og f hverju skyldi þessi valkostur svo vera fólginn? Allar helstu atvinnugreinar, segir þingmaðurinn galvaskur, „þurfa á gagngerri endurskoðun að halda“. Einkum þarf að „ hag- ræða í heildarrekstrinum" vegna þess að fiskiskipaflotinn er of stór og vinnslustöðvar of margar. Svo þarf líka að finna „stefnu í framleiðslu- og markaðsmálum yfirleitt". Hætt er við að kjósanda þyki þetta þunnur þrettándi einhverra sjálfsagðra hluta sem hver sem er hefði getað sagt hvar sem er. Ekki síst þegar við bætast glósur eins og þessar : „Þá má einnig velta því fyrir sér hvort við nýtum aflann nógu vel“. Það er einna næst frumlegri hugsun (hugsunin er gömul en frumleg eins og á stendur) þegar Ingi Björn segir í grein sinni: „Útflutningur á ís- lensku lambakjöti er mögulegur ef rétt er að málum staðið. Að öllu samanlögðu verður það mikill leyndardómur hvernig á því stendur að maðurinn stofn- aði nýjan flokk. Maður grillir ekki í sérstöðuna - nema ef vera skyldi í lambakjötinu. Og þó er eins og vanti niðurlagið á það spakmæli Inga Björns Alberts- sonar, sem hljómaði eitt sinn svona hjá einhverjum sölumanni landbúnaðarins: „Það er enginn vandi að selja lambakjöt í útlöndum. Það er bara svo erfitt að fá nokkuð verð fyrir það.“ Hlátur borgarans þagnar Og svo er það flokkurinn sem Ingi Bjöm klauf, Borgaraflokk- urinn. Flokkur í mikilli tilvistar- kreppu eins og það heitir: hvort á hann að vera eða vera ekki í stjórn eða stjórnarandstöðu eða kannski alls ekki vera til? Flokkurinn sendi frá sér blað á dögunum, sem kallast Borgar- inn, og var þar í leiðari sérkenni- legur: þar eru tilfinningastrengir þandir í miklum móð. Það vantar gleði í þjóðfélagið, segir þar: „Greindur maður sagði eitt sinn að þegar hláturinn þagnaði væri lífínu lokið. Hann hafði vissulega nokkuð til síns máls og því miður virðist sannleikurinn í orðum hans vera smám saman að koma í ljós hér á landi. Þjóðfé- lagið er að hengja höfuðið og hláturinn þagnar smám saman. Þetta er svo útfært nánar með því að vísa til þeirra eitt þúsund þegna sem teknir vom til gjald- þrotaskipta á síðasta ári, þeim væri svo sannarlega ekki hlátur í huga. Sem er vafalaust víst og satt. Hitt er svo öllu lakara þegar Borgarinn fer að leggja út af því, hverjum það er að kenna að gleðibankinn íslenski er að loka: „En á sama tíma lætur íslenska ríkisstjómin eins og ekkert hafi í skorist. Hangir eins og Absalon á hárinu úti í skógi og sér hvorki umferðina frá hægri til vinstri né vinstri til hægri. Þar er gleði í höll og hlegið dátt meðan borðfjalir svigna undan ráðherravíni. Skrýtin þula það! Meðan Sjálf- stæðisflokkurinn hamast á ríkis- stjórninni fyrir að hún sé öll í björgunarstarfí fyrir þá sem gætu þurft að loka hjá sér, þá finnst Borgaranum að sú sama stjórn sé ekki nógu góðhjörtuð. Og bregð- ur nú svo við að þeir sem gjald- þrota verða, þeir em allir í senn orðnir steiktir englar, sárasak- lausir Lasamsar, meðan ríkis- stjórnin er ríki maðurinn, sem lifir í vellystingum og gefur dauðann og djöfulinn í neyð heimsins Það er sem sagt ekki lengi verið að gifta hana Möngu, ekki lengi verið að finna geithafurinn sem burt skal bera alla synd. En svo er það þetta með hann Absalóm. Ekki getur Absalóm hangið á hárinu með gleði og hlegið dátt eins og ekkert hefði í skorist. Hann Absalóm sem fest- ist í trénu á flótta eftir misheppn- aða uppreisn gegn föður sínum, Davíð konungi. Það gengur ekki upp. Aftur á móti væri eðlilegt að geðshræringaflokkur eins og Borgaraflokkurinn líkti sjálfum sér við þann Absalóm, sem hang- ir ráðlaus upp í tré eftir uppreisn gegn föður sínum í Sjálfstæðis- flokknum, nei fyrirgefið: í Jerú- salem - og mun ekki eiga aftur- kvæmt heim. ÁB. Þjóðviljinn Síðumúla 6 ■ 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjóri: Árni Bergmann. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, ólafur Gíslason, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaös), Þorfinnur Ómarsson (íþr.), ÞrösturHar- aldsson. Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngast jór i: Olga Clausen. Auglysíngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húamóðir: Eria Lárusdóttir Útbrelðalu- og afgreiðalustjórl: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, rttstjóm: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Ðlaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Heigarblaft: 140 kr. Áskrlftarverð á mánuðl: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNI Mlðvlkudagur 9. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.