Þjóðviljinn - 10.08.1989, Side 2

Þjóðviljinn - 10.08.1989, Side 2
FRÉTTIR Atvinna Sumarátakið gekk vel Skúli Þórðarson, félagsmálaráðuneyti: Um 460 unglingar fengu vinnu vegna átaks ríkisstjórnarinnar. Sló áfyrirsjáanlegt atvinnuleysi í vor Um síðustu mánaðamót hætti félagsmálaráðuneytið að taka á móti sérstökum umsóknum um fjármagn til að skapa atvinnu- tækifæri fyrir unglinga í sumar. Að sögn Skúla Þórðarsonar, verkefnisstjóra hjá félagsmála- ráðuneytinu, gekk þessi aðgerð mjög vel og fengu 460 unglingar atvinnu vegna þess. Alls bárust 79 umsóknir til ráðuneytisins en 49 fengu jákvæða afgreiðslu. Um- sóknir bárust frá ýmsum aðilum, m.a. stofnunum og umdæmisst- jórnum fatlaðra, skógræktarfé- lögum og ríkisstofnunum. Að mati Skúla hafði átak ríkis- stjórnarinnar ásamt aðgerðum sveitarfélaga mikið að segja við að afstýra því atvinnuleysi sem blasti við ungu fólki á vordögum og því að skólafólk hrökklaðist e.t.v. frá námi. Hann sagði að þau störf sem sköpuðust vegna fjárveitinga ríkisstjórnarinnar hefðu dreifst tiltölulega jafnt á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. Þörfin hefði verið misjöfn og á sumum stöð- um mjög mikil. Stærsti hluti fjár- magnsins hefði farið í verkefni tengdu skógrækt og hirðingu um- hverfis. Alls voru settar 80 milljónir í atvinnuátakið. Fyrst voru veittar 15 milljónir í gegnum landbúnað- arráðuneytið sem allar fóru til skógræktar. En um 65 milljónir fóru í gegnum félagsmálaráðu- neytið. Steingrímur J Sigfússon, landbúnaðarráðherra, sagðist í samtali við Þjóðviljann vera ánægður með árangur átaksins. Bætt hefði verið við fólki hjá Skógræktinni og bændaskólarnir hefðu meðal annarra gróðursett á sínum svæðum. Sem dæmi um snyrti- og rækt- unarátak í kring um stofnanir, nefndi Skúli þá vinnu sem nú fer fram í kring um Háskóla íslands og ríkisspftalana. Hann sagði svæðastjórnir fatlaðra um allt land einnig hafa gert skurk í ræktunar- og umhverfismálum sinna staða. Ástandið á vinnu- markaðnum væri nú í sæmilegu jafnvægi, Atvinnumiðlun stúd- enta hefði lokað fyrir þremur vik- um og Ráðningarskrifstofa Reykjavíkurborgar hefði ekki nema 20-30 manns á skrá hjá sér. -hmp 460 ungmenni fengu atvinnu vegna átaks ríkisstjórnarinnar í sumar Hér eru nokkur þeirra að leggja göngustíg í Heiðmörk. Mynd: Jim Smart. Her og viðskipti Herinn flýtir framkvæmdum Ólafur Tómasson póst og símamálastjóri: Vona að fyrirframgreiðsla hersins á stofngjöldum og leiguflýti lagningu Ijósleiðara. Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra: Engar opinberar áætlanir til Póstur og sími vinnur nú að því að leggja svo kallaða Ijós- leiðara um allt landið. Að sögn Olafs Tómassonar, póst og sím- amálastjóra, leggur stofnunin 150-200 kílómetra á hverju ári. Olafur vonast til að fyrirfram- grciðslur Bandaríkjahers, sem ekki eru enn hafnar, á stofngjöld- um og leigu á strengnum, flýti fyrir því að landið verði Ijósleið- aravætt. Steingrímur J. Sigfús- son, samgönguráðherra, sagði að það kæmi sér mjög á óvart að forystumenn Pósts og síma slæðu því upp að þetta gæti flýtt fyrir lagningu Ijóslciðara. Engin opin- ber áætlun væri til í þessu sam- bandi og því hlytu forystumenn Pósts og síma að miða við ein- hverjar innanhússáætlanir. Ólafur sagði að ekki væri verið að byggja Ijósleiðarakerfið upp fyrir Ameríkana, eins og hann orðaði það. Lagðir yrðu angar út úr kerfinu að ratsjárstöðvum hersins og þeir kæmu ekki til með að eiga eitt né neitt í kerfinu. Þetta væri sams konar þjónusta og Póstur og sími veitti hernum með flutningi á sjónvarpsefni frá Keflavíkurflugvelli að Stokks- nesi. Hann sagðist vona að hægt væri að flýta framkvæmdum fyrir landsmenn sjálfa þannig að Póst- ur og sími gæti veitt viðskiptavin- um sínum betri þjónustu. Fjöl- mörg fordæmi væru fyrir því að stofngjöld væru greidd fyrirfram. Póst og símamálastjóri sagði einnig óeðlilegt að íslendingar greiddu fyrir lagningu ljósleiðara fyrir herinn. En ef Póstur og sfmi veitti hernum ekki viðunandi þjónustu myndi herinn sjálfsagt koma upp eigin fjarskiptakerfi. Hann liti á herinn sem hvern ann- an stóran kúnna. Hvort það væri síðan eðlilegt væri pólitísk spurn- ing sem hann kærði sig ekki um að svara. Það væri verkefni stjórnmálamanna. Pósturog sími hefði rekið kerfi fyrir herinn á Keflavíkurflugvelli og leigt hon- um línur. Hann liti á þetta sem framhald af því. Hversu mikið herinn myndi greiða fyrirfram, vildi Ólafur ekki svara, það væri í öllum tilvikum einkamál stofnun- arinnar og viðskiptavina hennar. -hmp Davíð Oddsson borgarstjóri afhendir Guðlaugi Guðjónssyni og Ingigerði Jóns- dóttur lyklana að fyrstu íbúðinni að Vesturgötu 7. Aldraðir flytja á Vesturgötu 7 Fyrstu íbúðirnar í byggingu fyrir aldraða að Vesturgötu 7 voru afhent- ar kaupendum fyrir síðustu helgi. í húsinu eru 26 sérhannaðar íbúðir fyrir aldraða, allt söluíbúðir. T húsinu verður þjónustukjarni fyrir íbúana sem einnig er ætlaður öllum öldruðum í gamla bænum og verður hann formlega tekinn í notkun 1. október nk. Um svipað leyti verður byrjað að leigja út bílastæði í kjöllurum undir húsinu og húsa- garði. 30 Kringluferðir á hvert mannsbarn Um næstu helgi verða liðin tvö ár frá því verslanarekstur hófst í Kringlunni í Reykjavík og verða af því tilefni hátíðarhöld í húsinu á laugardaginn. Alls eru í Kringl- unni 84 fyrirtæki og vinna í þeim að jafnaði tæplega 500 manns. I frétt frá Kringlunni segir að versl- un hafi orðið meiri en áætlað var í upphafi og koma að meðaltali 65 þúsund manns þangað í hverri viku en fleiri fyrir hátíðar. Alls hafa rúmlega 7 miljónir manna komið í Kringluna á þessum tveimur árum og jafngildir það því að hvert mannsbarn á landinu hafi heimsótt verslanahöllina 30 sinnum síðan hún var opnuð. Landanir erlendis skipulagðar Landssamband íslenskra útvegs- manna hefur gefið út áætlun um löndun á ísfiski úr íslenskum fiskiskipum í höfnum í Englandi og Vestur-Þýskalandi. Sam- kvæmt henni verða heimilaðar 35 siglingar til enskra hafna í sept- ember og október. Umsóknir voru 54 og var 19 þeirra hafnað. Ákveðið var að þrír togarar selji á viku hverri í þýskum höfnum fram til áramóta nema í jólavik- unni, þá verða þær fjórar. AIls munu því 50 skip landa þar á þessum tíma en 41 umsókn var hafnað. Ásókn í landanir í Þýska- landi hefur verið mikil vegna þess hve hátt verð hefur fengist þar fyrir karfa að undanförnu. Það sem af er árinu hafa verið seld 10.300 tonn upp úr skipum í þýsk- um höfnum en á sama tíma í fyrra var búíð að selja 7.300 tonn. í frétt frá LÍÚ segir að við úthlutun löndunarleyfa hafi verið haft að leiðarljósi að selt verði svipað magn og á sama tíma og í fyrra. Einnig var tekið mið af fjölda siglinga hjá skipum undanfarin þrjú ár og þeim gæðum sem skip hafa skilað. Reglur um silungsveiði í sjó Landbúnaðarráðuneytið hefur sett reglugerð um silungsveiði í sjó. Kveður hún á um að net sem ætlað er til veiða á göngusilungi í sjó skuli vera merkt með bauju ásamt nafni ábúanda og lögbýlis sem hefur veiðiréttinn. Einnig er gert ráð fyrir að einungis megi nota lagnet við silungsveiði í sjó og skuli það vera landfast og liggja þvert á fjöru og eigi vera lengra en 5o metrar. Netið á að fljóta á flotlínu og óheimilt er að kafleggja eða mynda fyrirstöðu eða gildru með staurum, grjóti eða öðrum föstum búnaði. Möskvar silungsneta skulu ekki vera smáriðnari en 4,5 sm og ekki stórriðnari en 5 sm milli hnúta á votu neti en girnisþykkt má ekki fara yfir 0,3 mm. Fjarlægð milli neta skal minnst vera 100 metrar eftir endilangri strönd eða fimmföld lengd lagnets. Reglu- gerð þessi er nánari útfærsla á lögum um lax- og silungsveiði frá 1970. Endurbætur að hef jast á Þjóðminjasafni Nefnd sem menntamálaráðherra skipaði í vor og fékk það hlutverk að annast byggingamál Þjóð- minjasafns hefur þegar hafið undirbúning að endurbótum á húsinu og er stefnt að því að hefja þær að fullu næsta sumar. Endur- bæturnar miða að því að bæta úr helstu göllum safnsins, inngangi í Alþingi Skipulaginu breytt Starfi skrifstofuAl- þingis skipt í tvö meg- insvið. Greint ámilli almenns rekstrar og starfsemi löggjafans. Tíu starfsmenn að hœtta Isumar hefur verið unnið að breytingum á starfsháttum skrifstofu Alþingis og er nú verið að hrinda þeim í framkvaemd. Skipulag skrifstofunnar hefur verið stokkað upp og búið er að ráða í ýmsar stöður, sumar þeirra nýjar, en aðrar er verið að manna. Meginatriði hins nýja skipu- lags er það að skrifstofu Alþingis er skipt tvö meginsvið: þingsvið og fjármála- og rekstrarsvið. Segir í frétt frá Alþingi að með þessari skiptingu sé stefnt að því að greina sem best á milli al- menns rekstrar skrifstofunnar og þess þáttar í starfsemi hennar sem lýtur að verkefnum löggjaf- ans. Samkvæmt nýja skipulaginu fer skrifstofustjóri Alþingis með yfirstjórn á daglegum rekstri en næstir honum að völdum efu for- stöðumaður þingsviðs, en þeirri stöðu gegnir Helgi Bernódusson íslenskufræðingur sem áður var deildarstjóri, og forstöðumaður fjármála- og rekstrarsviðs, en í það starf hefur verið ráðinn Karl M. Kristjánsson viðskiptafræð- ingur. Auk þessa hefur verið gengið frá ráðningum í nokkrar nýjar stöður: dr. Þorsteinn Magnússon stjórnmálafræðingur hefur verið ráðinn nefndaritari, Steingrímur Jónsson BA er deildarstjóri út- gáfu, Haukur Arnþórsson er deildarstjóri tölvumála, Gunnar Ingibergsson innanhúsarkitekt er deildarstjóri fasteigna- og hús- búnaðardeildar og Sólveig Jóns- dóttir BA er fulltrúi í nefnda- og þingmáladeild. Um næstu mánaðamót láta einir tíu starfsmenn Alþingis af störfum fyrir aldurs sakir og verð- ur þá haldið áfram endurskipu- lagningu skrifstofunnar. _j>h það verður breytt, nýtt anddyri byggt, komið upp kaffistofu fyrir safngesti, snyrtingar og verslun með safnmuni. Einnig er ætlunin að endurskapa allar sýningar safnsins og setja upp nýjar sýn- ingar. Nefndin boðar í frétt að hún hyggist kynna almenningi til- lögur sínar og skapa umræður um þær. Kennslugagna- miðstöðvum verði fjölgað Talandi um nefndir menntamála- ráðherra þá hefur ein slík skilað tillögum um uppbyggingu kennsl- ugagnamiðstöðva við fræðslu- skrifstofur í kjördæmum lands- ins. Gera þær ráð fyrir að slíkum miðstöðvum verði komið upp á fræðsluskrifstofunum en að Námsgagnastofnun þjóni skólum í Reykjavík og verði jafnframt bakhjarl og þjónustuaðili fyrir miðstöðvarnar. Miðstöðvar þess- ar eiga að gegna fræðslu- og upp- lýsingastarfi, útlánum gagna og annarri þjónustu. Gerð er tillaga um að við hverja miðstöð verði amk. eitt stöðugildi og verði því náð í tveimur áföngum, þe. með hálfu stöðugildi á fjárlögum næsta árs og hálfu til viðbótar 1991. Auk þess þarf að veita fé til rekstrar og kaupa á búnaði og gögnum. 2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 10. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.