Þjóðviljinn - 10.08.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.08.1989, Blaðsíða 3
Útgáfa Dagur fær greiðslu- stöðvun Offjárfestingar að ríða rekstri Dags og Dags- prents á slig Akureyrsku fyrirtækin Dagur og Dagsprent hafa sótt um og fengið greiðslustöðvun í þrjá mánuði. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækjanna eiga þau í erfið- leikum sem rekja má til offjárfest- inga, einkum í 1.600 fermetra ný- byggingu sem reist var við Strandgötu á Akureyri á tímum góðærisins. Rekstur dagblaðsins Dags hefur hins vegar staðið undir sér það sem af er árinu. í frétt frá stjórnum fyrirtækj- anna segir að hallinn á rekstri þeirra hafi verið 19 miljónir króna á síðasta árí og réð þar mestu að fjármagnskostnaður var 25 miljónir. Á þessu ári hefur prentsmiðjan haldið áfram að tapa en rekstur blaðsins stóð í járnum að fjármagnskostnaði greiddum. Að sögn Braga V. Bergmanns ritstjóra Dags var gripið til ýmiss konar hagræðingar í rekstri blaðsins í fyrrahaust og hafa þær skilað árangri. „Við höfum gert það sem við getum og það stend- ur ekki til að gera neinar frekari breytingar á útgáfunni," sagði Bragi. Dagur er eina dagblaðið sem kemur út utan Reykjavíkur. Bragi sagði það skoðun útgef- enda að fjögurra ára reynsla af útgáfu dagblaðs á Akureyri sýndi að grundvöllur væri fyrir henni. Hörður Blöndal framkvæmda- stjóri Dags sagði að greiðslu- stöðvunin gæfi svigrúm til að huga að sölu eigna en það væri eina leiðin út úr vandanum. „Við stöndum í viðræðum við Prent- verk Odds Björnssonar um að sameina prentsmiðjurnar og er góður vilji fyrir því á báða bóga. En ef svo fer verður til eitt fyrir- tæki sem einnig þarf að glíma við offjárfestingu. Það þarf því eftir sem áður að losa um eignir," sagði Hörður. Fyrirtækin hafa boðið Byggð- astofnun nýbygginguna við Strandgötu til kaups en stofnun- ina vantar húsnæði undir útibú sitt á Akureyri. Stofnunin hefur hugleitt að byggja en það telur Hörður óráðlegt. „Það er engin glóra í því að bæta enn einu stór- hýsinu við hér á Akureyri. Hér hefur verið offramboð á atvinnu- húsnæði síðan verksmiðjur Sam- bandsins voru fluttar suður og sameinaðar Álafossi," sagði Hörður Blöndal. Stjórn Byggðastofnunar hefur fjallað um tilboð fyrirtækjanna en ekki tekið afstöðu til þess hvort hún kaupir húsið. _þjj Vestur-Landeyjar Hrepps- nefnd ánýjar Hreppsnefnd Vestur-Land- eyjahrepps samþykkti nýlega að áfrýja dómi sem féll 20. júní sl. um að hreppsnefndin hafi glatað rétti sínum til að neyta fork- aupsréttar á jörðinni Eystri-Hól. Hreppsnefndin tapaði málinu m.a. vegna þess að hún sinnti ekki rannsóknarskyldu sam- kvæmt stjórnsýslurétti og byggði ákvörðun sína um að neyta for- kaupsréttar á sögusögnum. Eggert Haukdal oddviti hreppsnefndar sagði í samtali við Þjóðviljann, að hann teldi eðli- legt að mál þetta færi lengra, en vildi að öðru leyti ekki segja neitt um málið. ns. FRETTIR Alþjóða samskipti Greitt fyrir útf lutningi til Mexíkó ÓlafurRagnar Grímssonfjármálaráðherrabeittisérfyrirútflutningi héðan til Mexíkó íförsinni þangað. Rœddi við Carlos Salinasjorseta Mexíkó, um nœsta skref í afvopnun á höfunum r f| lafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, er nýkominn frá Mexíkó. Aðal erindi ráðherr- ans var að ræða næsta skref varð- andi afvonun kjarnorkuveldanna á höfunum, en Ólafur er forseti Alþjóðlegu þingmannasamtak- anna sem beitt hafa sér fyrir nýj- um leiðum í afvopnun. Þing- mannasamtökin stuðluðu meðal annars að samfloti „ríkjanna sex" sem þrýstu á stórveidin um af- vopnun og talið er að hafi haft einhver áhrif á jákvæða niður- stöðu Reykjavíkurfundarins í Höfða. Á Stöð 2 hefur það verið gert að umtalsefni að íslensk stjórnvöld greiddu tvo þriðju af ferðakostnaði fjármálaráðherr- ans til Mexíkó. Ólafur sagðist enda hafa eytt tveimur þriðju ferðarinnar í erindrekstur fyrir ís- lenska hagsmuni. Fjármálaráðu- neytið hefur sent frá sér greinar- gerð um ferð Ólafs og birtist hún hér í heilu lagi. íslensk fyrirtæki sem framleiða vélar og tæki og selja markaðs- ráðgjöf og framleiðsluþekkingu í sjávarútvegi geta á næstu árum þróað nýjan markað fyrir útflutn- ing frá Islandi til Mexíkó. f við- ræðum sem Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra átti við stjórnvöld í Mexíkó var ákveðið að kanna til hlítar opnun á nýjum íslenskum útflutnings- markaði í Mexíkó. Ríkisstjórn Salinas forseta Mexíkó hefur gert þróun sjávarútvegs að forgangs- verkefni í atvinnumálum og er reiðubúin að greiða fyrir stór- felldum kaupum á vélum og ráð- gjafarþjónustu frá þjóðum með mikla reynslu í sjávarútvegi. Eftir ítarlega athugun á upplýsingaefni frá íslenskum útflutningsfyrir- tækjum og íslenska sjávarútvegs- ráðuneytinu sem fjármálaráð- herra kynnti ráðherrum og emb- ættismönnum í Mexíkó tilgreindu stjórnvöld í Mexíkó sérstaklega 9 íslensk fyrirtæki sem áhugi væri á að ræða við nánar um sölumagn, verðlag, samstarfsskilmála og önnur ákvæði langtíma viðskipt- asamnings sem gerður yrði bæði við stórar fyrirtækjasamsteypur, einkafyrirtæki og opinbera at- vinnuvegasjóði í Mexíkó. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra átti viðræður við Carlos Salinas forseta Mexíkó, Fernando Solana utanríkisráð- herra, Jaime Serra ráðherra utanríkisviðskipta og iðnþróun- ar, Maria de los Angeles Moreno sjávarútvegsráðherra, aðstoðar- ráðherra og embættismenn í sjáv- arútvegsráðuneytinu og utan- ríkisviðskiptaráðuneytinu og auk þess viðræður við forseta öld- ungadeildar og fulltrúadeildar þjóðþings í Mexíkó og forystu- menn utanríkismálanefnda og af- vopnunarnefnda þingsins. Fjár- málaráðherra heimsótti einnig tvö af sambandsríkjum Mexíkó, ríkin Yucatán og Quintana Roo á austurströnd Mexíkó í boði ríkis- stjórnar og ríkisstjóra þessara ríkja. Ölafur Ragnar Grímsson hefur á undanförnum árum átt ítarlegt samstarf við stjórnvöld í Mexíkó vegna formennskustarfa í þing- mannasamtökum Parliamentari- ans Global Action. Tilgangur viðræðnanna í Mexíkó nú í lok júlí og byrjun ágúst var annars vegar að nýta þau kynni og sam- bönd sem skapast hafa á undan- förnum árum til að reyna að opna nýja útflutningsmöguleika fyrir íslendinga og hinsvegar að ræða um nokkur meginverkefni á sviði afvopnunarmála. Viðræður í Mexíkó fjölluðu um þrjá meginþætti: í för sinni til Mexíkó ræddi Ólafur Ragnar Grímsson m.a. við Salinas, forseta Mexíkó. í fyrsta lagi að kynna þær iðn- aðarvörur og ráðgjafarþjónustu sem íslensk útflutningsfyrirtæki í sjávarútvegi bjóða til sölu á er- lendum mörkuðum. í öðru lagi kynna þá stefnu ís- lensku ríkisstjórnarinnar að af- vopnun í höfunum verði eitt af meginefnum í viðræðum um fækkun og takmörkun kjarnork- uvopna en Mexíkó hefur um ára- raðir verið meðal helstu forystu- ríkja við mótun afvopnunar- stefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. í þriðja lagi ræða alþjóðlegan samning um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn sem þingmannasamtökin Parli- amentarians Global Action hafa unnið að á undanförnum árum, Mexíkó hefur ásamt 40 öðrum ríkjum gert slíkan samning að stefnumáli sínu. Nýr útflutnings- markaður í viðræðunum um að opna ís- lenskan útflutningsmarkað í Mexíkó voru lögð til grundvallar kynningarrit íslenska sjávarút- vegsráðuneytisins og Útflutn- ingsráðs íslands, og upplýsinga- efni frá ýmsum íslenskum fyrir- tækjum. Af hálfu sjávarútvegs- ráðuneytisins og utanríkisvið- skiptaráðuneytisins í Mexfkó kom fram sérstakur áhugi á að kaupa vélar og tæki til frystingar og geymslu á sjávarafurðum, að gera samning um kaup á ráðgjaf- arþjónustu við að skipuleggja vinnslukerfi, vörudreifingu og markaðskerfi fyrir sjávarafurðir, bæði innan Mexíkó og í helstu viðskiptaríkjum þess, að koma á samvinnu um þróun fiskeldis, að skipuleggja þjálfun starfsfólks í sjávarútvegi, og gera að öðru leyti langtímasamninga um kaup á vörum. tæknikunnáttu og ráð- gjöf frá Islandi. Slíkir samningar yrðu gerðir við bæði opinbera at- vinnuvegasjóði í Mexíkó, fyrir- tækjasamsteypur og einkafyrir- tæki. Eftir ítarlegar umræður og kynningu á því sem íslensk fyrir- tæki hafa að bjóða á þessum svið- um tilgreindu fulltrúar ráðuneyt- anna í Mexíkó sérstaklega 9 ís- lensk fyrirtæki og fyrirtækjasam- steypur, og óskuðu mexíkönsk stjórnvöld eftir ítarlegum skýrsl- um frá þessum íslensku fyrirtækj- um og stjórnvöldum um búnað og þjónustu, um verð, sölumagn, afhendingartíma, greiðsluskil- mála og önnur efnisatriði við- skiptasamninga. Á fundi ríkisstjórnar íslands í gær greindi fjármálaráðherra frá þessum óskum stjórnvalda í Mex- íkó og á næstunni munu utan- ríkisráðuneytið, sjávarútvegs- ráðuneytið og viðskiptaráðu- neytið fá nánari greinargerð um viðræðurnar auk þess sem óskum stjórnvalda í Mexíkó verður komið á framfæri við Útflutn- ingsráð íslands og þau 9 íslensku fyrirtæki sem stjórnvöld í Mexíkó tilgreindu sérstaklega. Afvopnun í höfunum Annar meginþáttur viðræðna fjármálaráðherra í Mexíkó, sér- staklega á fundum með Salinas forseta og utanríkisráðherranum Fernando Solana, var að kynna þá áherslu sem ríkistjórn íslands hefur á undanförnum mánuðum lagt á nauðsyn alþjóðlegra samn- inga um afvopnun á höfunum. Vaxandi umferð kjarnorkukaf- báta og vígbúnaðarkapphlaup á höfunum ógna ekki aðeins friði heldur skapa stórfellda hættu á geigvænlegum umhverfisspjöll- um eins og hinn mikli fjöldi kjarnorkukafbátaslysa á undan- förnum árum sýnir rækilega. Mexíkó hefur í áratugi gegnt for- ystuhlutverki á Afvopnunarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf og við mótun ályktana um afvopnunarmál á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Má í því sambandi nefna að sendiherra Mexíkó í afvopnunarmálum, Al- fonso Garcia Robles, hlaut frið- arverðlaun Nóbels fyrir nokkrum árum. Forseti Mexíkó og utan- ríkisráðherra lýstu miklum áhuga á tillögum íslensku ríkisstjórnar- innar um afvopnun á höfunum og lýstu því yfir að Mexíkó mundi á næstunni taka til sérstakrar at- hugunar að veita afvopnun á höfunum aukið vægi í viðræðum ráðherra Mexíkó og embættis- manna við önnur ríki. Bann við kjarnorkutilraunum Þriðji þáttur viðræðna Ólafs Ragnars Grímssonar í Mexíkó snerti það stefnumál samtakanna Parliamentarians Global Action að haldin verði formleg samning- aráðstefna um allsherjarbann við tilraunum um kjarnorkuvopn, í samræmi við ákvæði samnings um takmarkað tilraunabann sem Kenndey og Krústjov gerðu árið 1963. Fyrir fjórum árum fóru þingmannasamtökin þess á leit við ríkisstjórnir Mexíkó og nokk- urra annarra landa að þær gerðu þessa kröfu um samninga að stefnumáli sínu og samþykkti þá- verandi ríkisstjórn Mexíkó að taka ásamt fimm óðrum ríkjum forystu í þessu máli. Samstarf þingmannasmtakanna við þessi sex ríki hefur nú leitt til þess að rúmlega þriðjungur aðildarríkja samningsins, eða rúmlega 40 ríki, hafa formlega tilkynnt Banda- ríkjunum, Sovétríkjunum og Bretlandi að efna sículi til sér- stakra samninga um allsherjartil- raunabann. Kjarnorkuveldin eru því samkvæmt ákvæðum samn- ingsins frá 1963 orðin skuldbund- in til að gangast fyrir slíkum samningum um allsherjartil- raunabann, en slíkt bann væri áhrifaríkasta skrefið til að stöðva kjarnorkuvopnakapphlaupið. í viðræðunum nú við forseta Mex- íkó og utanríkisráðherra var sér- staklega rætt um næstu áfanga í þessu máli, þar sem málið er nú komið á nýtt stig, meðal annars um undirbúning, tímasetningu og skipulagningu hinnar alþjóðlegu samningaráðstefnu. Sérstaklega var fjallað um meðferð málsins á fundi fulltrúa þeirra 40 ríkja sem óskað hafa eftir ráðstefnunni, en sá fundur verður haldinn í New York síðar í þessum mánuði, á fundi leiðtoga bandalags óháðra ríkja sem haldinn verður í Júgó- siavíu í næsta mánuði, og á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna á komandi hausti. Fjármálaráðuneytið, 9. ágúst 1989 Fimmtudagur 10. ágúst 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.