Þjóðviljinn - 10.08.1989, Side 5

Þjóðviljinn - 10.08.1989, Side 5
VIÐHORF Uggurinn er ærinn nú „Nú held ég þú sért ánægður," sagði góðvinur minn við mig á dögunum, þegar verið var að tí- unda aukningu almennrar áfeng- isneyzlu í kjölfarið á bjórkom- unni. Mér varð svarafátt, svo undr- andi var ég á fullyrðingunni, en áttaði mig svo á ofurmætti áróð- ursins um illar hugrenningar okk- ar bindindismanna og yfirnátt- úrulegt ofstæki gagnvart „bless- uðum“ bjórnum, sem m.a. ætti að felast í ofsakæti okkar yfir aukningu á drykkju, samanber það, sem ég hefi lesið í lesenda- bréfum ýmsum um hræðileg von- brigði okkar sakir þess að drykkjulæti, drykkjuakstur, heimilisófriður, slys og morð væru enn í svipuðum farvegi þrátt fyrir bjórinn, ástandið sem sé líkt. Hinir sömu gleyma því þá að þeirra fullyrðing sneri að hinu gagnstæða, að allt mundi til betri vegar ganga, þegar bjórleiðin væri farin. Bjórinn átti sem sé að forða okkur frá brennivínsbölinu og illum afleiðingum ofdrykkju hinna sterku veiga og mætti vitna til margra greina og gáfulegra og enn gáfulegri og vitrænni ræðu- halda á Alþingi hjá „bjórvinafé- laginu" þar. „Já, nú held ég þú sért ánægð- ur,“ voru orð þessa góðvinar, sem ætti þó að þekkja rhig betur, en hann er á kafi í „bjórvinafé- laginu", enda tengist hann hags- munum beint og máske hefði ég átt að snúa þessu við, því það fór ekki milli ntála, að hann var meira en lítið ánægður innra með sér. í fullri alvöru talað þá er það vissulega staðreynd að ekki hefðu bæði ég og aðrir barist móti bjórnum, ef við hefðum ekki haft af honum ærnar áhyggjur. Jafn- oft lýsti ég því yfir, að ég vonaði að sem minnst af þeim áhyggju- efnum yrði að veruleika, ef bjór- inn yrði leyfður, því ég hefi horft allsgáðum augum á þau ósköp, sem fylgt hafa áfengisneyzlu hér á landi, og lái mér hver sem vill, þó mér þyki ekki þar á bætandi. Ég hefi heldur ekki fremur en aðrir andstæðingar bjórsins dreg- ið dul á þá skoðun, að til þess að meta áhrif bjórsins sem viðbót - mjög líklega - við aðra áfengis- neyzlu þyrfti alllanga reynslu og því er það, að þó þessar tölur veki ugg og kvíða, þá er bezt að bíða þess að sú reynsla sem óhjá- kvæmileg er, fáist. Þegar fjölmiðlafólk fann á ein- hvern yfirskilvitlegan máta í marz sl. skínandi fallegar tölur, sem benda áttu til minnkandi áfeng- isneyzlu þá sagði ég, að ótvírætt yrði að fá miklu lengri reynslu- tíma til að kveða upp einhverja Helgi Seljan skrifar dóma. Þá var ég talinn hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum sakir þess hversu vel „blessaður“ bjór- inn hefði reynzt, svona eins og ég á að vera ofsaglaður í dag. Reynslan fram til þessa vekur upp áleitna spurn, en hún er ekki marktæk. Það þýðir einfaldlega ekki að setja á langar tölur um þessa aukningu, þó okkur þyki hún uggvænleg. Við sem ekki höfum „kýrrassa tekið trú“ í verstu merkingu og viðsnúinni heldur viljum byggja á bláköld- um staðreyndum bölsins bíðum því marktæks reynslutíma. Allir þeir, er um þetta fjalla af þekk- ingu og lærdómi, vísa þann veg að bíða þurfi niðurstöðu um nokk- urn tíma og auðvitað víðs fjarri að sú niðurstaða sé eitthvað endanleg. Ég sé það og heyri hins vegar að ýmsir þeir sem mesta ábyrgð bera, eru ótrúlega rólegir yfir þessari aukningu af því - að þeir sj álfir segj a - þeir hafa ekki orðið varir við umtalsverða aukningu á drykkjuakstri, slysurn, mann- drápum né heldur fjölgun með- ferðartilfella, svo nokkur dæmi séu nefnd. Ég segi nú bara - fyrr má nú aldeilis fyrrvera - hjartans lítil- læti og hógværð þeirra sem töldu bjórinn mundu bæta allt böl. Eða er það máske svo að þessir frelsis- og mannréttindapostular (þ.e.a.s. mannréttindin að mega drekka frá sér ráð og rænu í bjór sem öðru) loki bara augunum eins og áður, þegar um ótrúlegan aukakostnað samfélagsins af á- fengisneyzlunni er að tefla, þegar fullhraustir menn og vel gerðir breytast í aumustu úrhrök (sem engir dæma harðar en bjórpostul- arnir)? Þegar heimilin eru lögð í rúst, dauðaslysin dynja yfir, þeg- ar biðlisti er utan enda á með- ferðarstofnunum, þarsem raunar flestir ganga inn og út á víxl - alltof margir a.m.k. Ég vil helzt ekki trúa þeim ósköpum að ábyrgir samfélags- þegnar láti sig þetta engu skipta. Eg vil helzt ekki trúa því held- ur, að enginn þessara aðila skenki svo mikið sem einni ótta- blandinni hugsun að aukningar- tölunum nú, fyrst þeir trúðu ímynduðum áðurnefndum marz- tölum fjölmiðlafólksins. Ég vil helzt ekki trúa því, fyrr en í fulla hnefana, að þessir menn trúi því í alvöru að ekkert bjór- smygl eigi sér lengur stað, að sið- væðing bjórkomunnar hafi verið svo alger og fortakslaus. Hitt er sönnu nær að útblásnar tölur bjórsinna áður um að allt flyti hér í smygluðum bjór voru auðvitað aðeins hlekkur í áróð- ursblekkingunni, en þær ósönn- uðu fullyrðingar eru þeim enn eitthvert haldreipi og verður hver að velja vopn við hæfi. í lokin spyr maður sig í ákveðn- um ugg þessarar aukningar, sem vonandi verður ekki varanleg, hvort öllu sæmilega siðuðu fólki finnist ekki nóg komið af hörmu- legum afleiðingum áfengis- neyzlu, jafnt ofneyzlu sem hóf- drykkju ölvunarakstursins og alls konar fylgifiska hennar? Finnst sæmilega hugsandi fólki, jafnvel þó það hafi nú fylgt bjór í blindni, sem á þessi vandamál sé bætandi og að það þurfi ekki í alvöru að snúa vörn í sókn? Við glutruðum því gullna tæki- færi niður með bjórkomunni þar sem undanlátssemin réði öllu. Varnarstaðan verður trúlega því miður staðreynd áfram sakir þessa. Aukningartölurnar í á - fengisneyz.lu nú gefa vongleðinni ekki byr undir báða vængi, en ekki má missa alla von. En uggur sezt að óneitanlega og það er mergurinn málsins í dag. í júlí ’89. „í lokin spyr maður sig í ákveðnum uggþess- arar aukningar, sem vonandi verður ekki var- anleg, hvort öllu sœmilega siðuðufólkifinnist ekki nóg komið afhörmulegum afleiðingum áfengisneyslu ? “ MINNING Karl Kvaran Kveðjuorð Enn eitt skarð hefur verið höggvið á skömmum tíma í raðir íslenskra myndlistarmanna. Nú er Karl Kvaran genginn til feðra sinna, einn glæsilegasti fulltrúi ís- lenskrar myndlistar. Ég kynntist Karli haustið 1941, er við hófum nám við fyrstu myndlistardeild Handíðaskólans er Lúðvík Guðmundsson kom á laggirnar af sínum alkunna stór- hug og bjartsýni. Við vorum svo lánsamir að njóta þar leiðsagnar Þorvalds Skúlasonar, sem ný- kominn var frá París með fangið fullt af ferskum listhugmyndum og Kurts Ziers, sem miðlaði okk- ur djúptækri þekkingu sinni á hefðir og sögu. Þetta voru dýrð- ardagar ungum mönnum, sem sátu þröngt saman á hörðum eldhúskollum, þráðu þekkingu og áttu framtíðina fyrir sér. Skóli er að vísu staður þar sem hinir eldri miðla hinum yngri reynslu sinni. En hann er engu að síður vettvangur umræðu nemenda í milli. Segja má að slík umræða um myndlist hæfist fyrsta daginn sem við Karl hittumst og stæði linnulaust í áratug með nokkrum hléum þó. Aftur stóðum við nefnilega hlið við hlið í Fagurlist- askólanum í Kaupmannahöfn og seinna í baráttunni fyrir nýjum viðhorfum í myndlist sem náði hámarki með Flaustsýningunni í Listamannaskálanum 1953. Við Karl, sem og fleiri félagar, urðum gagnteknir af þeim hug- myndum sem efst voru á baugi á þessum árum og fólgnar voru í frelsun myndlistar undan oki fyr- irmynda, ásamt kröfunni um frelsi listamannsins til fullkom- innar sjálfstjáningar með hinn tæra lit og hið klára form að leiðarljósi. Myndsýn þessa rækt- aði Karl betur og staðfastlegar, er tímar liðu, en nokkur okkar hinna. Þar kom skapfesta hans best í ljós og hetjulund leyfi ég mér að segja, því sterk bein þurfti til að þola mótspyrnu, sem lengst af um hann blés. Enginn þarf þó aö halda að Karl hafi komið til móts við hin nýju viðhorf undirbúningslaust. Hann var vel menntaður lista- maður, lagði það meðal annars á sig, gegn tísku og tíðaranda, að teikna í nokkur ár að hefðbundnu námi loknu grískar styttur til að kanna hið klassíska form. Vinnu- brögð þessi voru annað dæmi um staðfestu hans og markvissan undirbúning fyrir lífsstarfið. Meðal annars þess vegna er form mynda hans svo þétt og þroskað. Enda þótt mikill formmótandi væri, átti hann því láni að fagna að bera engu að síður mjög næmt skyn á lit. Þetta tvíþætti, form og litur, var honum svo eðlislægt að aldrei gekk annað á hlut hins, sem er sjaldgæft, einkum hér um slóðir. Þróun Karls sem málara var hæg, markviss og án út- úrdúra, hann vann íengi, ekki ólíkt vísindamanni, að ákveðinni hugmynd, sem reynd var í mynd- röðum til þrautar uns lausn var fengin. Það verður hlutverk list- fræðinga framtíðarinnar að kanna þennan merkilega feri.l Karls á túlkunarmöguleikum lita og forma, sem gagntók hann svo mjög að hann mátti varla vera að því að bregða sér yfir bæjarlæk- inn, leit varla upp frá verki fyrr en kallið kom. Slíkir menn eru vand- fundnir og dýrmætir hverri þjóð, þótt oft sé það um seinan metið. Ég votta ættingjum Karls Kvarans samúð mína. Hörður Ágústsson , Einn af nestorum íslenskrar myr.dlistar er nú genginn, Karl Kvaran. Það munu aðrir verða til að gera úttekt á ferli Karls og æviskeiði. Það sem við yngri sem eldri í faginu ættum að festa sjón- ir á, er við nú minnumst þess virta félaga, er heiðarleiki hans í list sinni. Hann varð aldrei keyptur til að slá af kröfunni um að skapa frábært myndverk. Mætti það sjónarmið verða okkur öllu myndlistarfólki að leiðar- ljósi.Vertu svo kært kvaddur fé- lagi og vinur og þökk fyrir sam- starfið. Kveðja til barna og annarra að- standenda. F.h. F.Í.M. Hafsteinn Austmann Karl Kvaran fæddist 17. nóvemb- er 1924 á Borðeyri, sonur hjón- anna Ólafs Kvarans ritsímastjóra og Elísabetar Benediktsdóttur. Karl nam við Handíða- og rnynd- listarskólann í Reykjavík á árun- um 1941-1945 og við Listahá- skólann í Kaupmannahöfn og einkaskóla Rostrup Bogesens til 1949. Karl kom mikið við sögu íslenskrar afstraktlistar með þátt- töku í fjölda samsýninga og 16 einkasýningum. Kona Karls var Sigrún Ástvaldsdóttir, sem lést 1970. Þau áttu þrjú börn. Fimmtudagur 10. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.