Þjóðviljinn - 10.08.1989, Page 6

Þjóðviljinn - 10.08.1989, Page 6
ERLENDAR FRETTIR Japan Kaifu forsætisráðherra Flokkur hans á við meiri erfiðleika að stríða en nokkru sinnifyrr á stjórnartíð sinni og sjálfur er hann ekki talinn mikill skörungur Toshiki Kaifu var í gær kjörinn forsætisráðherra Japans og verður hann sá 48. sem því emb- ætti gegnir í sögu landsins. Kaifu er 58 ára að aldri, í yngra lagi miðað við flesta aðra helstu menn stjórnarflokksins, Frjálslynda lýðræðisflokksins svokallaða. Ekki er hann talinn vera neinn sérstakur skörungur og er álitið að eldri flokksbroddar muni áfram ráða miklu eða mestu á bakvið tjöldin. Er það samkvæmt fornri hefð japanskri, sem stjórn- arflokkurinn hefur tamið sér. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn á um þessar mundir í meiri vand- ræðum en nokkru sinni fyrr í sögu sinni. Flestir helstu ráðamanna flokksins eru flæktir í mútu- hneykslið kringum stórfyrirtækið Recruit, og varð Noboru Takes- hita að segja af sér embætti for- sætisráðherra þessvegna snemma í júní s.l. Tók þá við Sosuke Uno, en hann varð að segja af sér eftir að uppvíst varð að hann hafði staðið í ástarsambandi við geishu (gleðikonu). Vakti það mál mikla athygli, því að fram að þessu hef- ur það ekki þótt tiltökumál í Jap- an að heldri menn væru í slíkum samböndum við geishur. Þykir þetta bera vott um vaxandi vest- ræn áhrif á hugsunarhátt Japana, ekki síst þarlendar konur. Annað sem bendir til hins sama er að aðsópsmesti stjórn- málaleiðtogi landsins eins og sak- ir standa er kona. Hún er Takako Doi, leiðtogi Sósíalistaflokks Japans, sem er stærstur stjórnarandstöðuflokkanna. Undir forustu hennar vann stjórnarandstaðan mikinn sigur í kosningum 23. júlí s.l., er kosið var til nokkurs hluta efri deildar þingsins. Missti Frjálslyndi lýð- ræðisflokkurinn þá meirihluta sinn í deildinni, í fyrsta sinn frá stofnun flokksins 1955. í gær kaus efri deildin Doi til embættis forsætisráðherra, en þar eð neðri deildin, þar sem Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hefur enn meirihluta, hefur úr- skurðarvald um þetta efni fram- yfir efri deild, var kosningu henn- ar hnekkt og Kaifu kjörinn í emb- ættið. Eigi að síður þykir kosn- ingin í efri deild tíðindum sæta, þar eð þetta er í fyrsta sinn sem hún brýtur þannig í bága við vilja neðri deildar. Kaifu hefur hingað til verið lítt áberandi í forustu stjórnarflokks- ins, en honum til gildis er talið að hann sé ekki að ráði flæktur í Recruithneykslið og ekki er held- ur til þess vitað að hann hafi verið í samböndum við geishur. Frétta- maður hefur eftir samstarfs- manni Kaifus að kona hans sé alltof ráðrík til þess að nokkur von sé til þess að hann hefði kom- ist upp með slíkt. Fjármálaráðherra í hinni nýju Japansstjórn verður Ryutaro Hashimoto, fyrrum aðalritari Frjálslynda lýðræðisflokksins, og utanríkisráðherra Taro Nakay- ama, doktor í læknisfræði sem talar ensku reiprennandi, en hef- ur til þessa ekki verið framarlega í stjórnmálum. Sumir þingmenn stjórnar- flokksins létu í ljós í gær að þeir byggjust ekki við miklu af Kaifu sem leiðtoga og efuðust jafnvel um að hann sæti lengi á forsætis- ráðherrastóli. Hann hefur orð á sér fyrir að hafa hingað til verið hlýðinn fylgismaður Takeshita, sem sumir telja að stjórna muni gegnum hann. Reuter/-dþ. Sómalíland Mikið mannfall í óeirðum Brutust út eftir handtöku trúarleiðtoga. Handtökum haldið áfram Barre - kennir „bófum með trúna að skálkaskjóli" um óeirðirnar. Félagar í mannréttindasam- tökum og flóttamenn frá Sómalílandi segja að her og lög- regla þarlendis haldi enn áfram húsrannsóknum og handtökum eftir ócirðir miklar, sem urðu í Mogadishu, höfuðborg landsins, um miðjan s.l. mánuð. Rakiya Omaar, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Afric- an Watch, telur að þá hafi a.m.k. um 450 manns verið drepnir. Óeirðirnar brutust út eftir föstudagsbænir 14. júlí, er mikill mannfjöldi var samankominn við moskur sómölsku höfuðborgar- innar, og stóðu yfir í þrjá daga. Rakiya Omaar, sem sjálf er sóm- ölsk, segist hafa heimildir fyrir því að auk hinna drepnu hafa um 1000 manns særst í óeirðunum og um 2000 verið handteknir. Meðal hinna drepnu eru 46, sem her- menn stjórnarinnar söfnuðu sam- an niðri í fjöru og skutu að kvöldi dags 16. júlí. Omaar segist óttast að dánar- talan sé í raun hærri, en vill ekki fullyrða neitt um það vegna skorts á sönnunum. Sómalska þjóðarhreyfingin, semtök sem haldið hafa uppi vopnaðri bar- áttu gegn stjórninni síðan 1981, halda því fram að yfir 1500 manns hafi verið drepnir í óeirðunum, sem brutust út eftir að stjórnin hafði látið handtaka fjóra trúar-- leiðtoga. Sómalir eru flestir ísl- amskir að trú. Að sögn sómölsku stjórnarinn- ar voru 23 menn drepnir og 52 særðir. Stjórnin segir bófa, sem notað hafi trúna sem skálkaskjól, hafa stofnað til óeirðanna og ráð- ist á her- og lögreglumenn með grjót, barefli og hnífa að vopni. Erlendum blaðamönnum hefur verið bannaður aðgangur að landinu frá því að óeirðirnar brutust út, svo að fréttaflutningur þaðan er í molum. Að sögn Oma- ar var mikið um rán og rupl í óeirðunum, og voru þar að verki bæði hermenn og óbreyttir borg- arar. Mikið var einnig um nauðganir. Forseti í Sómalílandi er Mo- hamed Siad Barre, er stjórnað hefur landinu með harðri hendi s.l. tvo áratugi. Um skeið var hann mikill vinur Sovétmanna, en snerist á sveif með Bandaríkj- unum eftir að ráðamenn í Mos- kvu fóru að hjálpa upp á óvini hans Eþíópa. Hefur Barre þegið af Bandaríkjunum verulega efna- hagshjálp. Reuter/-dþ. Bandaríkin Bush setur vinsældamet Byltingar- stjómarskrá úr gildi Ný stjórnarskrá er gengin í gildi í Portúgal og fellur þá um leið úr gildi sú stjórnarskrá, sem sett var eftir blómabyltinguna 1974. í nýju stjórnarskránni er ekkert minnst á sósíalisma og að verulegur hluti fyrirtækja skuli vera í ríkiseigu. Talið er að ríkis- stjórnin muni fljótlega í kjölfar samþykktar nýju stjórnarskrár- innar selja flest þau fyrirtæki, sem nú eru í eign ríkisins. í Por- túgal er nú í stjórn svokallaður Jafnaðarmannaflokkur, sem þrátt fyrir nafnið er til hægri við miðju í stjórnmálum. 67 af hundraði Bandaríkja- manna telja að George Bush standi sig ágætlega sem forseti, samkvæmt niðurstöðum skoðan- akönnunar á vegum New York Times og CBS, sem birtar voru nýlega. Könnun þessi var gerð að Bush nýheimkomnum úr opin- berum hcimsóknum til Póllands, Ungverjalands og Frakklands, en áður en mál gíslanna í Líbanon komust enn á ný í brennidepil. Þetta bendir til þess að Bush sé nú vinsælli meðal þjóðar sinnar en nokkru sinni fyrr frá því að hann tók viðforsetaembætti. Að- eins 17 af hundraði aðspurðra kváðust vera óánægðir með Bush sem forseta og 16 af hundraði kváðust ekki hafa neinar skoðan- ir um frammistöðu hans í emb- ætti. Ýmsum skýringum er brugðið upp á vinsældum forsetans, m.a. þeirri að fólki líki vel að hann á stóra fjölskyldu og mörg barna- börn. Enn er bent á að hann hafi fyrir reglu að lýsa yfir stuðningi við ýmislegt, sem margir bera fyrir brjósti. Hann segist til dæm- is allur af vilja gerður til að vinna gegn loftmengun, gera umbætur á skólakerfinu og fjölga dag- heimilum fyrir börn, en harmar jafnframt að hann hafi enga eða ekki nógu mikla peninga til að gera neitt eða nóg í þessum mál- um. Honum hefur tekist að haga máli sínu á jrann veg, að fólk hef- ur um þessi efni og fleiri fjár- lagahallann fyrir sökinni, en ekki stjórn Bush. Bush hefur einnig tekist að komast hjá því að espa andstæð- inga sína upp á sama hátt og Re- agan hætti til. í þeim tilgangi hef- ur hann blandað sér eins lítið og honum hefur verið unnt í hita- mál, t.d. um fóstureyðingar. IHT/-dþ. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. ágúst 1989 Sjóræningjar drepa flóttamenn Talið er sjóræningjar hafi drepið yfir 70 víetnamska flótta- menn, er ræningjarnir réðust á skip Víetnamanna út af norð- austurströnd Malasíu á laugardag s.l. Fiskimenn og verkamenn á olíuborpalli í grennd björguðu 13 flóttamannanna úr sjónum. Þetta er versta hryðjuverkið sem fram- ið hefur verið á víetnömskum bátflóttamönnum frá því að sjó- ræningjar myrtu yfir 130 þeirra um miðjan apríl. Drepinn á eitri Haji Abdul Latif, hálfáttræður afganskur skæruliðaforingi sem kallaður hefur verið Ljónið frá Kandahar, er látinn og þykir mönnum hans líklegt að hann hafi verið myrtur á eitri, senni- lega að undirlagi einhvers annars skæruliðahóps. Mujahideen við Kandahar og víðar sunnanlands í Afganistan eru hollir Zahir Shah, síðasta Afganistanskonunginum sem nú situr í Róm, og hafa ekki háar hugmyndir um bráðabirgða- stjórn uppreisnarmanna í Pes- hawar. Þetta er t.d. afstaða Mahaz-i-Milli, samtaka þeirra er Latif veitti forustu, og hafa menn hans oft átt í illdeilum við strangt- rúuð samtök, einkum Hezb-i- Islami undir forustu Gulbuddins Hekmatjar, sem er utanríkisráð- herra í bráðabirgðastjórninni. Mahaz og fleiri skæruliðahópar sunnanlands vísuðu nýlega á bug fyrirskipun bráðabirgðastjórnar- innar um að hefja allsherjarsókn gegn liði Kabúlstjórnar. Veridall Eistlands- Rússa Um 20,000 rússneskir verka- menn í Eistlandi, flestir í höfuð- borginni Tallinn, hafa gert verk- fall í mótmælaskyni við ný lög, sem æðstaráð landsins samþykkti s.l. þriðjudag. Samkvæmt þeim lögum verða menn að hafa verið búsettir í landinu í a.m.k. tvö ár til að fá kosningarétt og í fimm ár til að öðlast kjörgengi. Eistlands- Rússar telja að í þessu felist gróft misrétti og komst einn talsmanna þeirra svo að orði að þeir myndu „taka völdin, eins og í bylting- unni 1917“, ef lögin yrðu ekki úr gildi numin. Mikill fjöldi Rússa hefur flust til Eistlands frá því að það var innlimað í Sovétríkin og er nú talið að um 28 af hundraði íbúa landsins sé rússneskur að þjóðerni. 17 fómst í sprengingu A.m.k. 17 manns fórust og um 30 særðust er sprenging varð í farþegavagni á leið frá Punjab til Nýju Delhi í gær. Indverska lög- reglan telur að sjálfstæðissinnar af trúflokki Síka hafi valdið sprengingunni. Síkneskir hryðju- verkamenn hafa undanfarið hert árásir í tilefni þess, að 15. þ.m. verða 42 ár liðin frá því að Ind- land varð sjálfstætt ríki.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.