Þjóðviljinn - 10.08.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.08.1989, Blaðsíða 10
VIÐ BENDUM A DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS Vernharður Linnet, annar umsjónar- manna Útvarps unga fólksins. Útvarp unga fólksins Rás 2 kl. 20.30 Árið 1978 komu út bækurnar „Tvíbytnan" eftir Bent Haller og „Félagi Jesú" eftir Sven Wern- ström. Þessar bækur ollu miklu fjaörafoki og náði það allt inná Alþingi íslendinga. Árið eftir kom svo út þriðja unglingabókin sem Norræni þýðingarsjóðurinn styrkti og gerði allt vitlaust. Þetta var bókin „Sjáðu sæta naflann minn" eftir Hans Hansen. Þá brugðust unglingar til varnar og svöruðu fullorðna fólkinu sem níddi bókina í dagblöðum. í Út- varpi unga fólksins í kvöld verður fjallað um þessar deilur og lesin sýnishorn úr þessum bókum. Hefðu þær hneykslað jafn marga fyrir síðustu jó'l? Fjaðrafok vegna unglingabóka fyrir áratug í um- sjón Vernharðar Linnets og Atla Rafns Sigurðssonar. Bjargvættur Guðs Rás 1 kl. 15.03 í dag verður á Rás 1 þáttur sem nefnist Bjargvættur Guðs og var áður fluttur 15. júní. Þátturinn fjallar um lífsferil skáldsins Nikos Kazantzakis. Gísli Þór Gunnars- son tók saman. Lesarar eru Helga Jónsdóttir og Torfi Hjálm- arsson. Kazantzakis var grískur, fæddur 1885 en lést 1957. Hann vann sér frægð fyrir skáldsögur sínar, en á íslensku hafa verið þýddar „Frelsið eða dauðinn" og „Alexis Sorbas" sem víðfrægust varð og kvikmynduð með nafn- inu Zorba. Auíc þeirra má nefna sögu um Krist, „Síðustu freisting- una" sem umdeild kvikmynd var nýlega gerð eftir. Hagyrðingur dagsins Rás2kl. 14.03 Þátturinn A milli mála er á dag- skrá Rásar 2 alla virka daga frá kl. 14.00-16.00. Á hverjum degi byrjar umsjónarmaður hans, Arni Magnússon á því að varpa fram fyrriparti sem tengist at- burðum líðandi stundar. Hlust- endur taka svo vel við sér og botna vísuna með því að hringja í hljóðstofu þar sem botn þeirra er samviskusamlega skráður niður. Botnarnir eru aftur á móti mjög misjafnlega góðir, en rétt fyrir þrjú er svo valinn hagyrðingur dagsins, þ.e. sá eða sú sem þykir hafa átt besta botninn þann dag- inn. Hringt er í hann og hann tek- inn tali í beinni útsendingu. Þátt- takan í þessum leik ergífurleg og sýnir að hagmæltir íslendingar eru langt í frá útdauðir, þó svo að sumt af því sem berst til þáttarins megi einfaldlega flokka sem leirburð. Það eru bæði huldu- skáld og opinber skáld sem taka þatt í leiknum á Rás 2, eins og meðfylgjandi vísa ber með sér, en hana botnaði Kristján nokkur Hreinsson sem hefur kallað sig Hreinsmög, föstudaginn 28. júlí sl.: Glepur sjónvarp, glápa börn, glatast svefn og þróttur. I Ijósvakanna lygakvörn, er lærdómurinn sóttur. SJÖNVARPIÐ 17.50 Bleiki parduslnn. Bandarísk teikni- mynd. 18.20 Unglingarnir í hverfinu. Kanadísk- ur myndaflokkur. 18.45 Táknmálsfréttir. 18.55 Hver á að ráða? Bandarískur gam- anmyndaflokkur. 19.20 Ambátt. Brasilískur myndaflokkur. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Gönguleiðir. Þáttaröð um þekktar og óþekktar gönguleiðir - Jökladalur. Leiðsögumaður Páll Pálsson. Umsjón: Jón Gunnar Grjetarsson. 20.55 Matlock. Bandarískur myndaflokk- ur. Aðalhlutverk: Andy Griffith. 21.45 íþróttasyrpa. Stiklað á stóru í heimi íþróttanna hérlendis og erlendis. 22.05 Fjórðungsmót austfirskra hesta- manna. Umsjón: Gísli Sigurgeirsson. 22.35 Sjö dauðasyndir. Finnskir tónlislar- menn. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. STÖÐ2 16.45 Santa Barbara. 17.30 Með Beggu frænku. Endurtekinn þáttur frá síðastliðnum laugardegi. 19.00 Myndrokk. 19.19 19:19. 20.00 Brakúla greifi. Teiknimynd. 20.30 Það kemur i Ijós. Þeir spilafélagarn- ir fá gesti og taka óskaiög. 21.05 Af borg i bæ. Gamanmyndaflokkur. 21.35 Þvilikur dagur (So ein Tag ...) Lög- reglumaðurinn Werner Rolf er afbrýði- samur út í kærustuna sína sem vinnur í pelsaverslun. I skugga nætur skipu- leggur hann innbrot í verslunina. Aðal- hlutverk: Klaus Löwitsch, Gúnther Ung- eheuer, Werner Pochat og Diana Körn- er. Bönnuð börnum. 23.05 Djassþáttur. 23.30 Fluggarpar (Sky Riders). Spertnu- mynd um glæfralegt mannrán þar sem gislunum er haldið í klaustri sem enginn kemst að. Aðalhlutverk: James Coburn, Susannah York og Robert Culp. 01.05 Dagskrárlok. RAS 1 FM, 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Gunnar Kristjánsson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Randveri Þor- lákssyni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Ólafur Oddsson talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. Lesið úr forustu- greinum dagblaðanna að loknu fréttayf- irliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Frértir. Tilkynningar. 9.03 Litli barnatíminn: „Nýjar sögur af Markúsi Áralíusi" eftir Helga Guð- mundsson. Höfundur les (4). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). (Aður á dagskrá 1985). 9.20 Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdótlur. 9.30 Landpósturinn. Umsjón: Þorlákur Helgason. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tfð. Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Leifur Þórar- insson. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti). 12.00 Fróttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Fiskneysla. Um- sjón: Alfhildur Hallgrímsdóttir. 13.35 Miðdegissagan: „Pelastikk" eftir Guðlaug Arason. Guömundur Ólafs- son les (8). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Miðdegislögun. Snorri Guðvarðar- son blandar. (Frá Akureyri). (Einnig út- varpað aðfaranótt þriðjudags að lokn- um fréttum kl. 2.00). 15.00 Fréttir. 15.03 Bjargvættur Guðs. Dagskrá um lífsferil skáldsins Nikos Kazantzakis. Umsjón: Gísli Þór Gunnarsson. Lesari með honum: Helga Jónsdóttir og Torfi Hjartarson. (Áður flutt 15. júní). 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á sfðdegi - Prokofiev, Stravinskji og Katchaturían. Sónata fyrir fiðlu og píanó nr. 2 í D-dúr op. 94a eftir Sergej Prokofiev. Shlomo Mintz leikur á fiðlu og Yefim Bronfman á pí- anó. Konsert-dansar eftir Igor Stra- vinskji. Avanti-hljómsveitin leikur; Jukka-Pekka Saraste stjórnar. Canzón- etta op. 62a eftir Sibelius í útsetningu Igors Stravinskjis. Avanti-hljómsveitin leikur; Jukka-Pekka Saraste stjórnar. Atriði úr ballettinum „Spartakusi" eftir Aram Katchaturían. Konunglega Fíl- harmóníusveitin leikur; Yuris Temirkan- ov stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. (Einnig útvarpað að loknum fréttum kl. 22.07). 18.10 Á vettvangi. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Einn- ig útvarpað í næturútvarpi kl. 4.40) Tón- list. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni I umsjá Ólafs Oddssonar. 19.37 Kviksjá. Umsjón: Freyr Þormóðs- son og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. (Einnig útvarpað á sunnudagskvöld kl. 21.10). 20.00 Litli barnatiminn: „Nýjar sögur af Markúsi Áreliusi" eftir Helga Guð- mundsson. Höfundur les (4). (Endur- tekinn frá morgni). (Aður flutt 1985). 20.15 Frá sumartónleikum í Skálholts- kirkju laugardaginn 5. ágúst. Söng- hópurinn Hljómeyki flytur messu og „Ave Maria" eftir Hjálmar H. Ragnars- son. Kynnír: Hákon Leifsson. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. (Endurtekinn frá sama degi). 22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins. Dag- skrá morgundagsins. 22.30 Það er drjúgt sem drýpur. Vatnið i goðsögum, heimspeki, stjörnuspeki og trú. Fyrsti þáttur. Umsjón: Valgerður Benediktsdóttir. 23.10 Gestaspjall - Þetta ætti að banna. Það lágkúrulegasta í fari íslensku þjóð- arinnar. Umsjón: Viðar Eggertsson. (Einnig útvarpað mánudag kl. 15.03) 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Leifur Þórar- insson. (Endurtekinn frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. RAS2 FM 90,1 7.03 Morgunútvarplð: Vaknið til lifs- insl Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustend- um. Fréttir kl. 8.00, maður dagsins kl. 8.15 og leiðarar dagblaðanna kl. 8.30. 9.03 Morgunsyrpa. Eva Asrún Alberts- dóttir. Neytendahorn kl. 10.05. Afmæl- iskveðjur kl. 10.30. Þarfaþing með Jó- hönnu Harðardóttur kl. 11.03. Gluggað í heimsblöðin kl. 11.55. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni sem leikur þrautreynda gullaidartónlist. 14.03 Milli mála. Árni Magnússon á útkíkki og leikur nýju lögin. Hagyrðingur dags- ins rétt fyrir þrjú og Veiðihornið rétt fyrir fjogur. 16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp. Guð- rún Gunnarsdóttir, Þorsteinn J. Vil- hjálmsson, Lísa Pálsdóttir og og Sigurð- ur G. Tómasson. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmál dagsins á sjötta tímanum. - Meinhornið. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni út- sendingu, sími 91-38 500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Áfram ísland. Dægurlög með ís- lenskum flytjendum. 20.30 Útvarp unga fólksins - Fjaðrafok vegna unglingabóka. Við hljóðnem- ann eru Vernharður Linnet og Atli Rafn Sigurðsson. 22.07 Sperrið eyrun. Skúli Helgason leikur þungarokk á ellefta tímanum. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. 01.00 „Blitt og létt..." Gyða Dröfn Tryggvadóttir. (Einnig útvarpað i bítið kl. 6.01). 02.00 Fréttir. 02.05 Danski tónlistarmaðurinn Se- bastian. Umsjón: Halldór Halldórsson. (Endurtekinn þáttur frá 20. nóvember 1988). 03.00 Rómantiski róbótinn. 04.00 Fróttir. 04.05 Glefsur úr dægurmálaútvarpi fimmtudagsins. 04.30 Veðurfregnir. 04.40 Á vettvangi. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Bjami Sigtryggsson. (Endurtekinn þáttur frá Rás 1 kl. 18.10) 05.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 05.01 Áfram ísland. Dægurlög með ís- lenskum flytjendum. 06.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 06.01 „Blitt og létt..." Endurtekinn sjó- mannaþáttur Gyðu Drafnar Tryggva- dóttur á nýrri vakt. BYLGJAN FM 98,9 07.00-10.00 Páll Þorsteinsson. Alls kyns upplýsingar fyrir hlustendur sem vilja fylgjast með, fréttir og veður á sin- um stað. 10.00-14.00 Valdís Gunnarsdóttir Sér- staklega vel valin og þægileg tónlist sem heldur öllum í góðu skapi. Bibba í heimsreisu kl. 10.30. 14.00-18.00 Bjarni Ólafur Guðmunds- son Leitaðu ekki langt yfir skammt. Allt á sínum stað, tónlist og afmæliskveðjur. Bibba í heimsreisu kl. 17.30. 18.00-19.00 Arnþrúður Karlsdottir - Reykjavík siðdegis. Finnst þér að eitthvað mætti betur fara í þjóðfélaginu í dag, þín skoðun kemst til skila. Síminn er61 11 11. 19.00-20.00 Snjólfur Teitsson. Afslapp- andi tónlist í klukkustund. 20.00-24.00 Haraldur Gíslason. Halli er með óskalögin í pokahorninu og ávallt í sambandi við íþróttadeildina þegarvið á. 24.00-07.00 Næturvakt Bylgjunnar. STJARNAN FM 102,2 07.00-09.00 Páll Þorsteinsson og Þor- geir Ástvaldsson meö morgunþátt full- an af fróðleik og tónlist. 09.00-14.00 Gunnlaugur Heigason. Gulli fer á kostum á morgnana. Hádeg- isverðarpotturinn, textagetraunin. Bibba í heimsreisu kl. 10.30. Síminn beint inn til Gulla er 681900. 14.00-19.00 Margrét Hrafnsdóttir. Tón- listin sem þú vilt hlusta á í vinnunni, öll nýjustu, bestu lögin allan daginn. Bibba í heimsreisu kl. 17.30. Stjörnuskáld dagsins valið og hlustendur geta talað út um hvað sem er milli 18.00-19.00. 19.00-20.00 Vilborg H. Sigurðardóttir í klukkustund. 20.00-24.00 Kristófer Helgason maður unga fólksins í loftinu með kveðjur, óskalög og gamanmál allt kvöldið. 24.00-07.00 Næturvakt Stjörnunnar. ÚTVARPRÓT FM 106,8 9.00 Rótartónar. 13.30 Mormónar. Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu. 14.00 Við og umhverfið. E. 14.30 Elds er þörf. E. 15.30 Umrót. Tónlist, fréttir og upplýsingar um félagslíf. 17.00 ( hrcinskilni sagt. Pétur Guðjóns- son. 18.00 Kvonnaútvarpið. Ymis kvenna- samtök. 19.00 Neðanjarðargöngin 7-9-13. Oháður vinsældalisti. 21.00 Úr takt. Tónlistarþáttur með Hafliða Skúlasyni og Arnari Gunnari Hjálmtýssyni. 22.00 Tvífarinn. Tónlistarþáttur í umsjá Asvalds Kristjánssonar. 23.30 Rótardraugar. Lesnar drauga- sögur fyrir háttinn. 24.00 Næturvakt. Kalli hvað ertu að gera hér, þú áttir að fara með skóla bílnum. Komdu hingað strax! -19 WRSH Hvernig líst þínu á ástandið? fólki i ^o rt Jtw((°híz3ffií, a£>> ^m^ S^^^aSSí *^il§fe © Bull's m ° m l^ K6' h> á^^5°^° SB^^^ Mitt fólk er að minnsta kosti jákvætt því þar segir fólkið bara ÚFF 10 SlÐA - ÞJÓBViLJINN Fimmtudagur 10. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.