Þjóðviljinn - 10.08.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.08.1989, Blaðsíða 11
Verður uppstokkun í ríkisstjóm- inni? Pessu og öðru velta menn fyrir sér þegar líða tekur að hausti, og styttist í að þing komi saman. Ríkisstjórnin er hangir á veikum þræði ætlar sér að reyna að tryggja sér meirihluta á þinginu og koma fram þeim frumvörpum er máli skipta. Það sem þessi stjórn lofaði að gera í upphafi var m.a. að færa til fjármuni í þjóðfélaginu, hætta að láta ríka manninn klofríða þeim fátæka, taka millana einu sinni alvarlega í gegn og láta þá borga það sem þeir raunverulega skulda vinnuþrælunum sem unna sér vart hvíldar nótt sem nýtan dag, og hafa varla tíma til að borða og þrífa sig. En nú hefur dæmið heldur betur snúist við. Nú er það ekki sá fátæki sem er í vandræðum að lifa af sínum launum, heldur er það grátkór at- vinnurekenda sem er alveg að ör- vinglast og hangir í pilsum ríkis- stjórnarinnar og heimtar meira nammi. Sjálfstæðisflokkurinn með Moggann og DV halda því fram að ríkisstjórnin sé búin að missa tiltrú fólks, og eigi hið snarasta að segja af sér, og Þorsteinn Pálsson er svo reiður út í Ólaf Ragnar að hann segir að hann eigi tafarlaust að taka pokann sinn. Þetta er nú hljóðið í íhaldinu nú til dags. En nú má spyrja hverju ætlar Þorsteinn Pálsson að breyta? Er hann ekki nýfarinn úr tveimur al- verstu ríkisstjórnum sem hafa verið í landinu, þegar þeir skipt- I ust á hann og Albert Guðmunds- son að ráðstafa fé á þann hátt að láta braskara og hrekkjaljóma valsa um í kerfinu, fá ómælda fyr- irgreiðslu til að stofna allskonar fyrirtæki er fóru síðan á hausinn en risu stundum upp aftur á síðari stigum undir öðrum nöfnum, jafnvel á 10 mínútum? Þessi ár þegar Þorsteinn hækk- aði vextina og Albert spilaði sóló verður að telja eitthvert mesta brasktímabil í sögu þjóðarinnar, enda árangurinn alltaf að koma betur og betur í ljós, þegar næst- um daglega berast fréttir um hrun og óráðsíu gjaldþrota fyrirtækja er áttu enga varasjóði til að styðj- ast við þegar illa áraði. Þetta var arfurinn er núverandi stjórn tók við og hefur verið síðan eins og brunalið að slökkva elda og afstýra skemmdum. Þetta vandræðaástand sem nú er í fjármálum þjóðarinnar verður stjórnin að ieysa og rétta þjóðar- skútuna við og reyna að skapa skilyrði fyrir sterkri og róttækri stefnuskrá þegar björgunarstarf- inu lýkur. Það kemur fram hjá Stefáni Valgeirssyni að hann vill láta byggðarmálin hafaforgang, með- an sé verið að stöðva flóttann af landsbyggðinni. Um það ættu flestir að geta verið sammála, því svo sannarlega er sveitirnar part- ur af viðkvæmu sjálfstæði lands- ins, að öðrum kosti verður borg- ríkið við Faxaflóa búið að af- skræma þjóðarvitundina og gera fólk að betlidýrum og aumingjum í þessu ríki eftir að hafa hlaupið frá búum sínum og býlum. Nú er talað um að Borgara- flokkurinn muni koma stjórninni til hjálpar, og fara inn í samkrull einhverskonar. Fjölmiðlar eru með allskonar vangaveltur um þetta. Borgarar eru taldir vilja fá þrjá ráðherra í sinn hlut, en allt er þetta á huldu ennþá sem komið er og hver kjaftar upp í annan. Hinsvegar er það haft eftir Steingrími Hermannssyni að stjórnirnar á Norðurlöndum, í Danmörku og Noregi, séu minni- hlutastjórnir og geri það alveg prýðilega! Hvernig væri að láta reyna á þetta hjá okkur, og skora á allt vinstra fólkið sem er á tvístringi út um öll foldarból að fara að þjappa sér betur saman og taka skýrari afstöðu til landsmála, láta reyna á Kvennalistann að fara að taka ábyrgð, en hætta þessum anda- og spákonukúnstum í sam- bandi við stjórnmál. Það er eðli- legt að kommarnir séu súrir að hafa misst hluta af fylgi sínu yfir í þessar huldufólksbyggðir þar sem Kvennalistinn virðist ætla að vera framvegis og forðast verald- arlegt vafstur. En nú reynir á for- sætisráðherrann okkar eins og fyrri daginn, að sýna nú kollegum sínum á Norðurlöndum að hann sé ekki síðri línudansari en það heiðursfólk. Kveðja Páll Hildiþórs Hverjum veitt það sem hann þarfnast Þegar þetta bréf er ritað hef ég nýlokið við að lesa eftirfarandi tilvitnun úr ágætri bók eftir Hew- lett nokkurn Johnson: „Hver leggi það fram, sem hann er hæf- ur til, hverjum sé veitt það, sem hann þarfnast." Einkunnarorð þessi eru ein af æðstu hugsjónum sósíalismans. Tilvitnun þessi snerti mig það djúpt, að mig langar með þessu bréfi að deila með öðrum lesend- um Þjóðviljans þessum fallegu orðum og hugsuninni að baki þeim. Því miður er enn svo stór hópur vanþroska manna sem byggja þessa jörð, að ægivíða hugsa menn fyrst og fremst um sjálfa sig, og sýna kjaft og klær öllu réttlæti. Það vita allir góðir menn sem halda á lofti merki jafnréttis og bræðralags við hverja hér er átt. En ef vera kann að einhver íhaldsmaður eða auðvaldssinni lesi þessar línur, þá er átt við hann. Enginn sýnir j afn- mikla grimmd og vægðarleysi gagnvart meðbræðrum sínum, enda „féfíknin rót alls þess sem illt er,“ eins og segir í góðri bók. Til þess berum við fslendingar mikla gæfu að eiga málgagn slíkt sem Þjóðviljinn er, þar sem hug- sjónum sósíalismans, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar, friðar, jafnréttis og bræðralags eru gerð góð skil. Ljúft er að fá að tjá sig um slík mál á síðum Þjóðviljans og deila með öðrum lesendum svo fallégum boðskap sem John- son vitnaði til í bók sinni: „Hver leggi það til, sem hann er hæfur til, hverjum sé veitt það, sem hann þarfnast.“ Einar Ingvi Magnússon Refsað fyrir að spara Ásmundur Sigurjónsson hringdi: Ég er einstætt foreldri og hef verið að byggja mér hús undan- farin ár en er ekki kominn lengra en svo að ég bý enn í kjallaran- um. Ég er járniðnaðarmaður og við höfum ekki ýkja há laun, amk. ekki samanborið við aðra iðnaðarmenn, og auk þess hef ég verið atvinnulaus frá því í fyrra þegar starfið sem ég hafði var lagt niður. Það sem mér blöskrar er að nú fékk ég tilkynningu frá skattinum um að mér bæri að greiða 102 þúsund krónur í eignaskatt. Minn glæpur er sá að hafa sparað og ekki tekið lán heldur iagt allt sem ég hef átt í húsið. Ég hef ekki farið í sumarfrí en nú sýnist mér eina leiðin sú að selja húsið, fara til Spánar og eyða þar gjaldeyri þjóðarinnar. Mér finnst þetta harla lélegt eftir að hafa fylgt flokki fjármála- ráðherrans um langt skeið. rþJÓÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM „Síldveiðin gengur jafn dræmt. Herpinótaveiði er mjög lítil, en reknetaveiði hinsvegar nokkur. Á Siglufirði voru síðasta sólarhring saltaðar hátt á þriðja þúsund tunnur. Óttast menn um að ekki fáist upp í fyrirfram-samninga um matjessíld og hefur síldarút- vegsnefnd því aukið söltunarleyfi danskra og færeyskra skipa nokkuð gegn því að þau saiti matjessíld. - „Treg síldveiði" I DAG 10. ágúst fimmtudagur í 17. viku sumars. 222. dagurársins. Lárentíus- messa. Sólarupprás í Reykjavik kl. 5.03-sólarlag kl. 22.01. Viðburðir Landsyfirréttur settur á stofn 1801. Þjóðhátíðardagur Ekva- dor. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfja- búöa vikuna 28.-4. ágúst er í Vesturbæjar Apóteki og Háaleitis Apóteki. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur sími 4 12 00 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 L4EKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, simaráðleggingarog tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingarum lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar i sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vaktvirkadagakl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspitalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, ogeftirsamkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10B. Alladaga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opinalladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spitalinn:alladaga15-16og 18.30-19. DAGBOK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 1t og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: all_ daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, op'ð allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræðilegum efnum.Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga Irá kl. 8-17. Siminn er 688620. Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum Vestur- . götu 3. Opið þriöjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ' ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 886230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Sími 21260 alla virka daga kl. 1 -5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlið 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 9. ágúst 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar......... 59,16000 Sterlingspund............ 95,92500 Kanadadollar............. 50,52100 Dönskkróna................ 8,03260 Norskkróna................ 8,51710 Sænsk króna............ 9,15790 Finnsktmark.............. 13,85800 Franskurfranki............ 9,22500 Belgískurfranki........... 1,49020 Svissn. franki........... 36,21670 Holl. gyllini............ 27,66490 V.-þýskt mark.......... 31,19430 Itölsk lira............... 0,04339 Austurr.sch............... 4,43060 Portúg. escudo............ 0,37360 Spánskur peseti........... 0,49740 Japanskt yen.............. 0,42538 Irsktpund................ 83,25300 KROSSGÁTA Lárétt: 11öf4hungur6 aftur 7 lund 9 fyrirhöfn 12 hallmæla 14 orka 15 mánuður 16 ganga19 bindi 20 gagnslaus 21 aula Lóðrétt: 1 auðug 3 flipa 4 kona 5 þreytu 7 gjöld 8 ætíð 10 melting- arfærisins 11 lumma 13 ánægð 17 kraftar 18 hljóm Lausnásíðustu krossgátu Lárétt: 1 æska4bákn 6 ræl 7 hegg 9 æmta 12 rissa14snæ15kút16 ' smita 19 akka 20 æðra 21 angri Lóðrétt: 2 ske 3 argi 4 blæs5kát7hestar8 græska10makaði11 aftrar13sói17man18 tær Fimmtudagur 10. ágúst 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.