Þjóðviljinn - 10.08.1989, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 10.08.1989, Qupperneq 12
"SPURNINGIN™ Ætlar þú að safna skilagjaldskyldum um- búðum og koma þeim til Endurvinnslunnar? Guðbjörg Þorleifsdóttir, bóndi í Húnavatnssýslu: Ég býst ekki við því að ég fari að halda þessum umbúðum til haga enda er svo langt fyrir mig að fara að næstu móttökustöð. Tómas Guðni Eggertsson sendill: Nei, ég nenni ekki að gera mér sérferð með dósirnar en ef að- staöa verður til að taka á móti þeim i verslunum býst ég við að ég safni þeim saman og skili Deim. Pétur Sigurðsson, )árnsmiöur: Nei mér dettur það ekki í hug. Ég drekk hvorki gos né bjór svo á mínu heimili eru engar tómar dósir en mér finnst sjálf- sagt að þeir sem drekka þessa dósavökva skili umbúðunum. Harpa Víðisdóttir nemi: Ég er nú nýkomin erlendis frá og hef ekki heyrt um þetta fyrr. Ef farið er að endurgreiða manni dósirnar þá mun ég að sjálfsögðu skila þeim og leggja þannig mitt af mörkum til að minnka ruslið í kringum okkur. Ágúst Sigurðsson sveitamaður: Ég hef nú bara ekki leitt hugann að því en það er auövitað hið besta mál að endurvinnsla skuli vera hafin. Kannski ég fari að geyma þessar umbúðir fyrst búið er að minna mig á það. þJÓÐVILIINN Fimmtudagur 10. ógúst 1989 136. tölublað 54. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Alþjóðlegar sumarbúðir barna Mjór er mikils vísir ^ Friðarstarf með 11 ára börnum. Börn afólíkum kynþáttum lifa saman í sátt og samlyndi við leik og störf Börnfrá 12 löndum dvöldust í mánaðartíma að Laugalandi í Holtum Þessi skrautlega stúlka er frá Guadeloupe. Hún dvaldist á Alþjóðlegum sumarbúðum barna að Laugalandi í Holtum í síðasta mánuði ásamt börnum frá tólf löndum. Fyrir skömmu lauk Alþjóðleg- um sumarbúðum hér a landi - þeim þriðju í röðinni. Að þessu sinni sóttu búðirnar börn frá 12 löndum, tvö frá hverju landi auk fararstjóra. Búðirnar voru að Laugalandi í Holtum, en þær stóðu svo til allan síðasta mánuð. Að sögn þeirra stallsystra Gerðar Guðmundsdóttur, Þorgerðar Ásdísar og Bryndísar Jóhanns- dætra, er tilgangurinn með því að hóa saman börnum af ólíkum kynþáttum og trúarbrögðum að kenna þeim að lifa að læra saman á grundvelli umburðarlyndis og jafnréttis. Að þessu sinni voru börn frá tólf löndum í búðunum, Banda- ríkjunum, Belgíu, Brasilíu, Gua- delopue, Hollandi, Ítalíu, Mex- ikó, Noregi, Svíþjóð, Vestur- Þýskalandi, Thailandi og að sjálf- sögðu íslandi. Hugmyndin að starfseminni á rætur að rekja til Bandaríkjanna skömmu eftir seinna stríð. Barnasálfræðingurinn Doris All- en á heiðurinn af hugmyndinni, en eftir að sonur hennar hafði spurt hana hvort hann þyrfti að berjast sem hermaður þegar hann yxi úr grasi, fór hún að hug- leiða hvað væri hægt að gera til að hvetja til sáttfýsi og umburðar- lyndis í samskiptum manna í millum. Nú er félagsskapurinn með starfsemi í einum 90 löndum. ís- landsdeildin var stofnuð 1981. Félagsaðild miðast við fjöl- skyldur og eru nú um 250 heimili á félagaskrá, en öll 11 ára börn hafa rétt á að sækja um vist í sumarbúðunum. - Allt starf samtakanna er unnið í sjálfboðavinnu. Til þess að standa straum af kostnaði er til fellur vegna búðanna höfum við fengið styrki frá sveitarfé- lögum og fyrirtækjum - að öðrum kosti væri okkur ekki kleift að halda búðirnar hér. Ráðgert er að sumarbúðir verði næst hér á landi 1992. Undirbúningur að búðahaldinu í sumar hófst í janú- ar og stóð óslitið fram á sumar. - Það liggur mikil vinna að baki þessu starfi. Því miður er minna um að karlpeningurinn standi sig í stykkinu. Þeir sem duglegastir eru að leggja hönd á plóginn eru konur. Þeim mun tíðar sem búðir eru starfræktar hér því fleiri börn eigum við kost á að senda til út- landa á sumarbúðir. í sumar fóru frá okkur fimm tveggja manna hópar, eða samtals tíu börn, til Danmerkur, Svíþjóðar, Banda- ríkjanna og Japans. Foreldrar standa straum af kostnaði við ferðir barnanna. En hvað sk.yldi svo fara fram í búðunum? - Börnunum er raðað þannig niður á herbergi að engin tvö frá sama landi deila með sér her- bergi. Það er gert til þess að þau blandi strax geði við hvert annað þrátt fyrir tungumálaerfiðleika sín í millum. Það er í raun alveg undravert hve börn eru opin og komast fljótt upp á lag með að deila kjörum saman þrátt fyrir ólíkan uppruna og útlit. Fyrir mörgum þeirra eru þetta fyrstu samskipti við fólk frá öðrum löndum - en það kemur ekki að sök. Meðan á mótinu stendur er reynt að láta börnin vinna sem mest saman að ýmsum verkefn- um. Lífið í búðunum einkennist mest af leik, íþróttum, söng, dansi og leikrænni tjáningu. Einnig er farið í ferðir, en að þessu sinni var farið með barna- skarann í Þórsmörk og tókst sú ferð með miklum ágætum. Að sögn þeirra Bryndísar, Gerðar og Þorgerðar vinna Al- þjóðlegar sumarbúðir barna í anda stefnuyfirlýsingar Samein- uðu þjóðanna og tengjast starfi samtaicanna í gegnum UNESCO - Menningar- og framfarastofn- un S.Þ. Hreyfingin er óháð trúmálum og stjórnmálakenningum.í raun- inni er hér um að ræða hreyfingu sem leggur sitt af mörkum til heimsfriðarins þótt í smáum stíl sé. -rk ( f

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.